Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Side 3
LESBÖK MORGIINBLAÐSINS - MENNING USTIR 49. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR EFNI Einar í Garðhúsum var landskunnur á fyrriparti aldarinnar og má líta svo á að hann hafi verið hliðstæða frægra persóna, bæði úr bókmenntum og lífinu sjálfu, sem „áttu plássið" en ríki Einars var Grindavík. Nú eru liðin 100 ár frá stofnun Verslunar Einars í Garðhúsum og af því tilefni rifjar Ólafur Einarsson upp eitt og annað um verslunina og þennan merka athafnamann. Amy Tan kínverski rithöfundurinn segir í samtali við Súsönnu Svavarsdóttur frá bókunum sínum þremur; Leik hlæjandi láns, Eiginkonu eldhúsguðsins og þeirri nýjustu, Dóttur himnanna. Og það kemur í ljós, að Amy Tan hefur verið boðið í heimsókn til Islands en ástæðuna fyrir því að hún hefur ekki komið segir hún vera, að hún fær ekki að taka hundana sína með. Farvegir þeirra sem eru öðruvísi, er heiti á greinaflokki eftir Þorstein Antonsson rithöfund, sem lýkur í þessu blaði. Höfundurinn nefnir ýmsa heimsfræga einstaklinga sem telja má að hafi verið afbrigðilegir. ✓ | A Filippseyjum er fjölskyldan og ættin sú eining sem allt snýst um. Afleiðingin er klíkuskapur og frændaveldi, líka í stjórnmálum, segir Vilhjálmur Helgason í síðari grein sinni um þetta Qarlæga land. I greininni fjallar Vilhjálmur um fjölskyldulíf á Filippseyjum. Geislaplötur með sígildri tónlist flæða á markaðinn og útgáfa þeirra er blómlegri hér á landi en dæmi eru um. En fleiri fást þó við að gefa út fslenska listamenn en fslensk fyrirtæki því úti í Hollandi starfar Arsis-útgáfan sem hefur gefið út plötur með íslenskum tónlistarmönnum og ætlar nú að færa út kvíarnar. Árni Matthíasson ræddi við Reyni Finnbogason, annan aðaleiganda Arsisútgáfunnar FORSÍÐUMYNDIN: er tekin í Þjóðleikhúsinu á æfingu á Hamlet. Hér eru Hilmir Snær Guðnason í hlutverki Hamlets og Þrúður Vilhjálmsdóttir í hlutverki Ófelíu. Ljósm.:Lesbók/Ásdís SEAMUS HEANEY STREYMANDI VATN KARL GUÐMUNDSSON ÞÝDDI Streymandi vatn var einatt gleðigjafi. Áfangar voru ávallt tengdir lækjum. Sálarprófun reyndust stiklusteinar. Gangstígur gat í tali táknað hleðslu sem byggð var hærri en mýrarsvakka nam; ellegar steinbrú yfir ræsi og fiæði. Það róar mig að ræða þetta. Einnig get ég svo varla’ á vað né steinbrú minnzt, að skuggi föður míns ei birtist mér á stíg að kvöldi’ og komi auga’ á fiíJwr og kannsid rekur móstungu-manna’; eða sálur áður en gengu bjálkann sem JæJdnn brúar. Seamus Heaney, f. 1939, er írskt Nóbelsverðlaunaskáld. KvæðiS er úr bókinni „Seeing Things'. Þýðandinn er leikari. FÁTÆKRAFISKUR OG FJÁRSJÓÐUR Á HIMNI RABB upphafslínum íslandsklukku Halldórs Laxness segir að íslenska þjóðin hafi aðeins átt eina sameign, klukku, sem hékk fyrir gafli Lögréttuhússins við Öxará. Víst er að þær deilur sem nú eru uppi um sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar hefðu verið fyrri alda íbú- um landsins óskiljanlegar. Gamla þjóðfélagið grundvallaðist á vel skilgreindum eignarrétti. Landið, gögn þess og gæði, voru þegar í upphafi eign fárra útvaldra. Lögin voru reyndar ekki margorð um eignarrétt- inn enda þótti það ekki skynsamra manna háttur að vera margmáll um sjálfsagða hluti. Þeim mun meiri áhersla var lögð á að setja reglur um álitamál sem upp gátu komið í mannlegum samskiptum og umgengni. Landnámsmenn köstuðu eign sinni á allt land sem talið var nýtanlegt. Almenningar urðu aðeins til þar sem enginn sá sér hag í að eigna sér land svo sem á hrjóstrugasta hluta Stranda, þar sem búseta var talin von- laus. Almenning átti enginn, þar mátti hver sem er hirða verðmæti. Jarðeign fylgdu öll þau hlunnindi sem á einhvern hátt mátti tengja landnotkun. Sá sem átti land að sjó mátti einn róa til fiskjai- nema um annað væri samið. Utgerðarrétturinn var því óum- deildur hluti eignarréttarins. Jarðir sem lágu vel við fiskimiðum urðu verðmætar og eftirsóttar. Hefðin hafði fyrir löngu mótað allar reglur í þessum efnum og ekki hægt að svipta menn nýtingarrétti sem þeir höfðu lengi haft nema sýnt væri fram á að samn- ingur væri brotinn. í tilskipun frá árinu 1787 segir að ef einhver jörð eða einstaklingur hafi haft uppsátur í 20 ár eða lengur, án þess að fundið væri að því, væri ekki hægt að taka það af hlutaðeiganda, ef hann stóð skil á greiðslu fyrir afnot þess. Auðmenn og kirkjan kepptust um ítök við sjóinn enda urðu fiskveiðar snemma helsta auðsupp- spretta landsins. Helgafellsklaustur eignað- ist til að mynda stóran hluta útgerðarjarða á Snæfellsnesi og Skálholtskirkja og Viðeyj- arklaustur við Faxaflóa og á Suðurnesjum. Við siðaskiptin yfirtók ríkið, þ.e. konungs- valdið, eignir klaustranna á íslandi og þar með komust margar bestu útgerðarjarðir landsins í ríkiseigu. Eignir sem tilheyrt höfðu hverju einstöku klaustri voru gjarnan leigðar einum ákveðnum aðila. Þetta voru hin svokölluðu klausturumboð sem næstu aldirnar freistuðu þeirra sem ágirntust auð og völd. Leigutaki greiddi ákveðið gjald af rekstrinum og hélt sjálfur eftir mismunin- um. Með dugnaði og útsjónarsemi gat leigu- takinn hagnast vel. Með þessu fyrirkomulagi urðu miklar eignatilfærslur á Islandi, ekki eingöngu frá kirkju til konungs, heldur einnig til hinna nýju leigutaka, sem margir urðu stórauðugir menn. Nýjar ættir komust að kjötkötlunum en öðrum hnignaði. Segja má með nokkrum sanni að á þessum tíma hafi auðlindagjald verið innheimt af þeim hluta fiskveiðiréttarins, sem tilheyrði ríkinu. Konungsvaldið gat hyglað vildarvinum sín- um með því að úthluta þeim arðbærustu um- boðunum. Ýmsir skattar voru lagðir á út- gerðina en þeir voru allir eyrnamerktir ákveðnum viðfangsefnum í samfélaginu og runnu aldi’ei í sameiginlegan sjóð. Ef menn reru á helgidegi, bar að skipta fátækum ein- um hlut. Arið 1652 var ákveðið að stofna einn spítala í hverjum landsfjórðungi og ætl- ast til þess að sjómenn bæru hluta kostnaðar við rekstur þeirra. Hospitalshlut átti að taka af þeim fiskafla sem fékkst á tilteknum rúm- helgum dögum árlega. Manntalsfiskur var gjald sem aðkomumönnum í Gullbringusýslu og á Sriæfellsnesi bar að greiða og var það réttlætt með þeim aukakostnaði sem við- komandi sýslumaður bar af hinum mikla fjölda aðkomumanna. Á 19. öld umbyltust þjóðfélög um alla Evr- ópu. Yfirstéttin missti smám saman tök sín á lágstéttinni, sem öðlaðist frelsi til athafna. Þjóðir iðnvæddust og fólk flykktist úr strjál- býli til þéttbýlis. Þegar leið á öldinna náðu hinir nýju straumar hingað til lands, þéttbýli varð til við sjávarsíðuna, hafnarskilyrði voru bætt og frá hinum nýju bæjarfélögum var öllum frjálst að gera út til fiskveiða. Vélvæð- ing bátaflotans var hin íslenska iðnbylting. Eftir því sem skipin stækkuðu urðu þau háð- ari góðri hafnaraðstöðu og hinar gömlu út- gerðarjarðir urðu verðlitlar. Einokunin var rofin. Þar með hrundi hið gamla kerfi vistar- bands og drottnunar gömlu eignarstéttar- innar. Hafið varð nú að einum stórum al- menningi sem allir gátu sótt í. Ný eignar- stétt varð til í íslensku þjóðfélagi sem byggði afkomu sína á útgerð, verslun og viðskiptum. Þegar frá leið kom í ljós það sem forfeður okkur höfðu alltaf vitað að menn fara illa með það sem þeir eiga ekki. Hins gjöfula al- mennings á hafinu virtust bíða sömu örlög og örfoka beitilanda íslensks hálendis. Því stóðu ráðamenn frammi fyrir þeirri stað- reynd að takmarka varð aðgang að auðlind- inni. Það var í samræmi við gamalgróna ís- lenska hefð að nýtingarréttinum var úthlut- að til þeirra sem helgað höfðu sér rétt til veiða. Island er enn í eigu fámenns minnihluta. Það næsta sem flest okkar komast því að eiga part af fósturjörðinni er lóðaleigusamn- ingur til 50 ára um nokkra fermetra bygg- ingalands. Fæstir hafa þó miklar áhyggjur af því enda ekki mikil fjárvon í grasi og grjóti nú til dags. Áhugasvið mannsins bein- ist gjarnan þangað sem gróða er von. Meðan sjávarútvegurinn var reglulega í fjárhags- legri gjörgæslu hins opinbera var sameign- arhugmyndinni um auðlindir hafsins lítið haldið á lofti. Nú, þegar þessi atvinnuvegur sýnir loks eðlilegan afrakstur, virðist það særa réttlætiskennd margra svo djúpt að allt annað misrétti í þjóðfélaginu virðist hé- gómi einn. Að vita aðra hagnast snertir menn langtum dýpra en vaxandi volæði þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Oryrkjar, aldraðir og þeir sem minna mega sín geta ekki látið sig dreyma um að eignast aðra eins málsvara og þá krossfara sem nú hefur vitrast höfuðmeinsemd heimsins, þ.e. misskipting auðsins, 150 árum á eftir Karli Marx. Ef það fullnægir ekki réttlætiskennd fólks að skattleggja þessa starfsgrein á sama hátt og aðra atvinnuvegi, væri þá ekki rétt að hafa sama hátt á og var í gamla þjóðfélag- inu og láta hina þurfandi njóta þess í stað þess að leggja féð í hendur hagsmunapóli- tíkusa sem skattleggja lágtekjufólk en veita hátekjumönnum ölmusu í formi skattaíviln- ana? Fátækrafiskur gæti þá staðið undir hinum ört vaxandi kostnaði við félagsmála- stofnanir um allt land og hospitalshlutur endurlífgað dauðvona heilbrigðiskerfi sem stefnir í átt til vaxandi mismununar. Jesú Kristur boðaði fátækum paradís á himni.: „Ef þú vilt vera algjör, þá far, sel eigur þlnar og gef fátækum, og munt þú eiga fjársjóð á himni; og kom síðan og fylg mér“ (Mattheus 19:21.). Lítil von er til þess að út- gerðarmenn taki þessi orð alvarlega fremur en eignamenn fyrri alda. Hinir kvótalausu geta þó líkt og öreigar allra alda huggað sig við þá staðreynd að ekki er bæði hægt að eiga kvóta og fjársjóð á himnum. ÁRNI ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. DESEMBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.