Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Qupperneq 4
ÞAR SEM JÁ ÞÝÐIR NEI - SÍÐARI HLUTI FJÖLSKYLDULÍF Á FILIPPSEYJUM EFTIR VILHJÁLM HELGASON Hinn venjulegi Filippseyingur er fastur í neti fjölskyldunnar og spriklar þar, hvort sem honum líkar betur eða verr. Fjölskyldan og ættin er sú ein- ing, sem allt snýst um. Afleið- ingin er klíkuskapur og frændaveldi, enda eru þau alls ráðandi í stjórnmálum. MENNING Filippsey- inga er fyrst og fremst hópmenning, og er fjöl- skyldan mikilvægasti hópurinn. Fjölskyldu- snið á Filippseyjum er með allólíkum hætti en við eigum að venjast á íslandi. Þegar við Vesturlandabúar tölum um fjölskyldu okkar, eigum við venjulega við maka, börn, systkini og ef til vill afa og ömmu, þ.e. við eigum við ættarfjölskylduna, eins og hún tíðkaðist fyrr á tímum, eða kjarnafjölskylduna nú. Á Filippseyjum hefur filipínska orðið pamilya víðari merkingu og á ekki einungis við ættingja heldur einnig um compadrazgo, en það er fólk, sem tekið hefur verið formlega inn í fjölskylduna með einum eða öðrum hætti („ritual relatives“). Hugtak- ið nær meira að segja stundum yfír vini, fé- laga eða jafnvel bandamenn líka! Ef þetta er borið saman við fjölskyldutengsl á Islandi, sést glögglega, að ólíku er saman jafnað. Vestrænt iðnaðarþjóðfélag og félagskerfi leggja áherslu á einstaklinginn sem einstak- ling. Félagskerfið á Filippseyjum leggur áherslu á íjölskyldutengsl. Hinn venjulegi Filippseyingur er fastur í neti fjölskyldunnar og spriklar þar, hvort sem honum líkar betur eða verr. Fjölskyldan og ættin er sú eining, sem allt snýst um. Afleiðingin er klíkuskapur og frændaveldi, enda eru þau alls ráðandi í stjórnmálum. Stjórnmálamaður, sem kosinn hefur verið í ákveðið embætti, lendir í vand- ræðum, því að annars vegar er krafist af honum, að hann vinni starf sitt af óhlut- drægni og hafi hag allra landsmanna í huga (= nútíma kröfur), hins vegar krefst fjöl- skylda hans þess - beint eða óbeint - að fá bitlinga og hlunnindi í ýmsu formi (= hefð- bundnar kröfur). Sá, sem ekki hjálpar ætt- ingjum sínum, er álitinn ættleri, ættar- skömm, og lendir hann utangarðs. Kunn- ingsskapur og persónuleg tengsl (eða það, sem kallað er „personalism“ á ensku) eru alls ráðandi í félagslífi. í landi, þar sem persónuleg tengsl eru alls ráðandi, er mikilvægt, að gera náunganum greiða, ef hann er hjálparþurfi. Sá, sem þigg- ur greiða, stendur þá í sterkri þakkarskuld, sem kölluð er utang na loob [frb. ló-ób]. Utang na loob er sterkust innan fjölskyld- unnar, því að henni á maður mest að þakka. - Til að sýna þakklæti, eru oft gefnar gjafir, jafnvel í þakklætisskyni fyrir athafnir, sem unnar eru af opinberum starfsmönnum, og hjá okkur þættu sjálfsagðir hlutir (t.d. fram- lenging vegabréfa og fleira af svipuðu tagi). Þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að þessi siður samræmist illa nútíma samfélags- háttum, og leiðir hann oft til vandræða á Fil- ippseyjum (spillingar og frændaveldis). Um skiplingu (jölskylduvalds og virðingu fyrir hinum eldri Ef skipting fjölskylduvalds á Filippseyjum er athugmuð, kemur í ljós að fjölskyldan er út á við karlaveldi, en inn á við kvennaveldi. Eiginmaðurinn vinnur fyrir fjölskyldunni og afhendir eiginkonu sinni síðan alla þá pen- inga, sem hann hefur unnið fyrir. Eiginkon- an fer með fjárvald í fjölskyldunni. Hún ákveður, hvernig eyða skuli peningunum. Ef eiginmanninn vantar peninga, verður hann að biðja konu sína um aura. Þetta er hin lokin ófögur laun samkvæmt því. Eru slíkar sögur sagðar í vamaðarskyni. Hjónaskilnaður á íslenska vísu er óleyfi- legur, og styrkir það stöðu fjölskyldunnar í samfélaginu. Þó þafa heyrst raddir upp á síðkastið, sem leggja til, að lögskilnaður verði heimilaður. En hvenær það verður, er ekki gott að segja, því að kaþólska kirkjan er áhrifamikil og berst harðlega gegn öllum slíkum tilhneigingum. Hægt er að vísu að ná fram hjúskaparslitum eftir öðrum leiðum. Ein leiðin er sú, að lýsa hjónabandið ógilt frá upphafi (á ensku „annulment"). Er þá form- lega gert ráð fyrir, að eitthvert skilyrði, sem talið er nauðsynlegt til löglegs (og farsæls) hjónabands, hafi vantað allt frá upphafi (t.d. tvíkvæni, ofbeldishneigð, kynvilla, o.fl.). Önnur leið, sem hægt er að ganga, er svokölluð „legal separation", en eftir slík slit er ekki hægt að giftast aftur. Börn og barnauppeldi Börn eru talin guðsgjöf á Filippseyjum. Fjölskyldan og nágrannar (!) fagna barns- burði. Börn era hvarvetna velkomin, án til- lits til þess, hvort foreldrar eru ríkir eða fá- tækir. Sagt er, að ef foreldrar fagni ekki bamsburði, refsi Guð þeim með krankleika eða fjárhagslegum örðugleikum síðar meir. Börn eru talin vera fjárfesting, enda er hið almenna tryggingakerfi lítt þróað enn sem komið er, og verður því fjölskyldan að axla þær byrðar, sem nútíma tryggingakerfi á Vesturlöndum sér um. Auk þess berst kaþ- ólska kirkjan, sem á afar sterk ítök í landinu, gegn notkun getnaðarvarna. - Foreldrar eignast að meðaltali 5 böm, en meðalstærð fjölskyldu nú mun almennt vera 6 manns, og em þá ekki meðtaldir þeir fjölskyldumeðlim- ir, sem flust hafa að heiman. Böm era almennt alin upp við mikla ástúð og njóta sérstakrar umhyggju. Ástúð og um- hyggja vekur ábyrgðartilfinningu og ást á fjölskyldunni, svo að einstaklingurinn vemd- ar fjölskylduna með klóm og kjafti, þegar hann kemst á fullorðinsár. Börn era þó öguð með harðri hendi, ef þau haga sér ekki eins og ætlast er til, og er þá vöndurinn ekki sparaður. Foreldrar flengja börn, toga í eyra þeirra, klípa þau og slá! Börnum er sagt, að ef þau hagi sér ekki almennilega, muni gaba (bölvun) koma ýfir þau. Eg viðurkenni, að ég á í erfiðleikum með að sætta mig við slíkar aðferðir í barnauppeldi, ekki síst ef næsta aðferð er höfð í huga, en það er stríðnin. Stríðni er algeng uppeldisaðferð á Filipps- eyjum. Barninu er strítt, ef það hagar sér öðru vísi en ætlast er til. Afleiðingin er sú, að barnið skammast sín, en þó ekki fyrir eigin misgerð, heldur fyrir þá hneisu og það áfelli, sem fjölskyldan hlýtur af þessum sökum. Uppeldið miðast sem sagt við það, sem landsmenn kalla sakop (hópur) fremur en einstaklinginn sjálfan. Á Vesturlöndum er alið á metnaði einstaklingsins. Leiðir það til samkeppni við aðra, og hefur það oft í fór með sér persónulega árekstra og jafnvel illindi. Ef einstaklingi á Vesturlöndum mis- tekst eitthvað, er afleiðingin þess vegna per- sónuleg sektarkennd; þ.e. mistök era túlkuð sem persónulegur ágalli. Á Filippseyjum er það hins vegar barnið, sem gerir sakop, (fjöl- skyldu)hópnum, illan grikk, ef það hagar sér öðru vísi en ætlast er til. Eitt atriði varðandi barnauppeldi á Fil- ippseyjum hlýtur að koma Islendingum spánskt fyrir sjónir, en það er sú staðreynd, að böm á Filippseyjum verða seinna fyllorð- in en á Vesturlöndum! Reynt er að láta þau vera börn eins lengi og hægt er. Er þetta kallað „prolonged childhood" á ensku. Mæð- ur hvetja ekki ungbörn til að stíga fyrstu skrefin, eins og títt er á Vesturlöndum, held- ur er reynt að halda þeim á ungbarnastigi eins lengi og hægt er. Tólf ára piltar striplast um heima fyrir eins og smábörn, og virðist enginn sjá neitt athugavert við það, enda teljast þeir á þessu aldursskeiði enn vera hálfgerð (smá)börn! Ólíkt uppeldi kynjanna KONUR Fróðlegt er að bera saman ímynd karla og kvenna á Filippseyjum. Konur njóta almennt mikillar virðingar, að minnsta kosti í orði kveðnu. Þær ráða í raun miklu innan fjöl- Á ÚTIMARKAÐI í Peneplata, Davao del Norte. hefðbundna verkaskipting kjmjanna á Fil- ippseyjum, en nú er þetta kerfi að breytast smátt og smátt í kjölfar nýrra atvinnuhátta og erlendra (amerískra) áhrifa. Konur vinna nú úti við, eins og títt er á Vesturlöndum, og era þær jafnokar karla í atvinnulífinu. Fjölskylduvald byggist þó ekki fyrst og fremst á kyni, heldur á aldri. Sá, sem er eldri, nýtur sérstakrar virðingar. Kemur það m.a. vel fram í því, hvernig mælandi ávarpar fólk, sem er eldra en hann sjálfur. Böm ávarpa foreldra og þá, sem eldri era, í 2. per- sónu fleirtölu, þ.e. þau segja kayo (sem er fleirtala) í stað þess að segja ikaw (sem er eintala), þegar við á Islandi myndum segja „þú“. Systkini eru ávörpuð með nafni (eða gælunafni) og viðbótarorði, sem gefur til kynna, hvort viðkomandi er eldri eða yngri en sá, sem talar, þ.e.a.s. fæðingaröð era gerð sérstök skil í málum landsmanna. - Elli- heimili era ekki til, því að slíkt samræmist ekki hugmyndinni um eðlilegt fjölskyldulíf á Filippseyjum. Sá, sem myndi láta viðgang- ast, að foreldrar hans færu á elliheimili, væri talinn skorta ást á foreldram sínum, en það er sennilega mesta lágkúra, sem Filippsey- ingar geta látið sér detta í hug í þessum heimi. Ýmsar þjóðsögur og ævintýri fjalla um illmenni, sem vanrækja þá skyldu að hugsa vel um foreldra sína, og uppskera í ÞORPSHÖFÐINGI á Mindanaó. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.