Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Qupperneq 7
HEINRICH HEINE TVEGGJA ALDA MINNING EFTIR JÓN VAL JENSSON DAG eru liðnar tvær aldir frá fæðingu skáldsins Heinrichs Heine. Hann var Ifæddur í Diisseldorf 13. desember 1797, Gyðingur að ætt, en tók kristna skírn síðar á ævinni. Heine stundaði nám í ýmsum háskólum, varð doktor í lögum, en skáldskapurinn átti snemma hug hans, og var hann jafnan við ritstörf, en naut jafnframt mikils stuðnings fóðurbróður síns, Salomons Heine. Óendurgoldin ást hins unga Heines á Amalie, dóttur Salomons, varð honum efni tregafullra ástarljóða. Hjá honum fara saman þunglyndis- og gleðitónar, og eitt einkenni hans er hversu skyndilega hann getur skipt yfir úr blíðum tilfinningum í meinhæðni eða einskæran gáska, í einu og sama Ijóðinu. Fyrst og fremst er hann þó meistari hrífandi hljóma og næmra hugarkennda, sem hann kemur til skila í fáum, meitluðum orðum, og hann á fáa sína líka í tjáningu fegurðarþrár og n'kra blæbrigða náttúrunnar. Heine var einn þeirra sem fundu til í storm- um sinnar tíðar, var uppi á umbyltingaröld, þegar frjálsræðisþeyr fór um Evrópu, og tók þátt í þeirri frelsisbaráttu, en mætti mótstöðu íhaldsafla. Hann fluttist til Parísar 1831, skrif- aði í blöð, hélt áfram ljóðagerð og lifði í sjálf- kjörinni útlegð til ævOoka, 17. febrúar 1856. Fyrsta ljóðabók Heines, Gedichte, er frá 1822, en heildarsafn ljóða hans, Buch der Lieder, kom út í 1. útgáfu 1827, síðan aukin í fleiri útgáfum. Hefur sú bók borið hróður hans víða um lönd, allt frá suður-slövum til íslend- inga, frá Frakklandi til Rússlands (Dostojev- skíj varð t.d. ungur fyrir áhrifum af honum). Ekíd hafa þó allir Þjóðverjar kunnað að meta hann sem skyldi _ sízt allra nationalsósíalistar, og vart við öðru að búast af þeim, sem sýktir voru af Gyðingahatri. En varðmenn íslenzkrar menningar erlendis voru fljótir að kynnast Heine og hrífast af honum. Um hann segir dr. Alexander Jóhannesson í formála sínum að Ljóðum eftir Heine (Rvík, 1919): „Ekkert erlent Ijóðskáld hefir verið íslend- ingum jafn hugþekkt á síðasta mannsaldri og þýzka skáldið Heinrich Heine. Jónas Hall- grímsson þýðir eftir hann 11 Ijóð, og áhrifa Heines gætir víða í skáldskap Jónasar, bæði í §Bucí) ber Steber Af titilsfðu Hamborgarútgáfu Ijóðasafns Heines 1827. bundnu máli (nálægt 20 kvæðum) og óbundnu („Góður snjór“ og bréfunum um alþingi og andskotann og um Englandsdrottningu). Jón Ólafsson og Kristján Jónsson lesa rit Heines í skóla og þýða nokkur Ijóð eftir hann, og flest íslenzk skáld hafa síðan mikil kynni af skáld- skap Heines og hafa orðið fyrii’ áhrifum hans, einkum þó Jónas Guðlaugsson.“ Þekktustu ljóð Heines hér á landi eru vafa- laust „Lorelei“ (Ich weiss nicht was soll es bedeuten), sem ýmsir þýðendur hafa spreytt sig á, og „Álfareiðin" (Stóð ég úti í tungsljósi, stóð ég út við skóg), sem Jónas Hallgrímsson þýddi á sinn einstæða hátt. I útgáfu Alexanders er að finna 98 Hein- eþýðingar á íslenzku, en þar eru 28 nefndar að auki. Af þýðingunum í bókinni eru 34 eftir Hannes Hafstein, átta eftir Jónas Hallgríms- son og Lárus H. Bjarnason hvorn um sig, sjö eftir Bjarna frá Vogi og Freystein Gunnarsson og sex eftir Steingrím Thorsteinsson. Meðal annarra þýðenda eru Ágúst H. Bjarnason, Guðmundur Guðmundsson skólaskáld, Árnj Óla (með 4 Ijóð hver) og Kristján Fjallaskáld. í Ljóðabók Hannesar Hafstein (1925) hefur hann þýtt 43 Ijóð eftir Heine. Heine er meistari formfegurðar og Ijóð- rænna hátta og kvæði hans kjörin til söngs. Meðal tónskálda, sem samið hafa lög við ljóð hans, eru Brahms, Grieg, Liszt, Mendelssohn, Rubinstein, Schubert, Schumann, Wagner og Hugo Wolf. (Við ljóðið „Herz, mein Herz ...“, sem hér birtist, eru lög eftir Loewe, opus 9, og Lachner, op. 27,1. Við Ijóðið „Im Rhein, im schönen Strome“ hefur Franz Liszt samið lag, sem þó er ekki sönghæft við þýðinguna, sem hér fylgir, þar sem hættinum er breytt nokkuð í 3. línu hvers erindis _ þó, að ég hygg, ekki HEINRICH HEINE HERZ, MEIN HERZ, SEI NICHT BEKLOMMEN Angrast láttu ei, mitt hjarta! örlög þín þú bera skalt. Gjöfult vorið gefur allt gott, sem rændi myrkrið svarta. Sjá, hve margt hér ennþá áttu! Enn þinn heimur fagur er! Hjarta! allt hvað hugnast þér, heitast þetta elska máttu! FRUMTEXTI HEINES Herz, mein Herz, sei nicht beklommen, Und ertrage dein Geschick, Neuer Fruhling gibt zuriick, Was der Winter dirgenommen. Und wie viel ist dir geblieben! Und wie schön ist noch die Welt! langt frá anda Heines; báðar þýðingarnar gerðar í Kölnarferð í júlí 1994.) Að lokum má vísa tál ýtarlegrar ritgerðar um Heine í Skírni, hausthefti þessa árs, eftir Ey- stein Þorvaldsson, og fjallar hún um víðtæk áhrif hans á íslenzka Ijóðlist. Eitt er víst, að bergmál ljóða hans mun áfram heyrast í skól- um jafnt sem á Ijóðatónleikum og halda áfram að hrífa hvem þann, sem opnar og les Buch der Lieder. Orðstír Heines mun vara lengur og bera hróður þýzkrar menningar víðar en öll harkmikil hermannastígvél samlanda hans, sem freistuðu þess í oflæti að kúga undir sig Evrópu og þurrka út kynstofn þessa höfuð- skálds Þýzkalands eftir daga Goethes og SchUlers. Höfundur er guðfræðingur, rithöfundur og forstöðumaður Ættfræðiþjónustunnar. Und, mein Herz, was dir gefállt, Alles, alles darfst du lieben! IM RHEIN, IM SCHÖNEN STROME I Rínar meginmó ðu sinn mikla skoðar svip hin heilaga Köln, í kyrrum bárum, með kirkjunnar höfuðskip. Þar mjúkt á skinn er máluð ein mynd, í gulli skýrð, sem lýst hefur inn í mitt einmana líf svo elskuleg í sinni dýrð. Það bærast blóm og englar um blessaða, sæla frú, og augun og varirnar, vangarnir eru, vina mín, eins og þú! Þýðing: Jón Valur Jensson. HERDÍS EGILSDÓTTIR AÐVENTU- SÁLMUR Við kveikjum fyrsta kerti á það kennt við spádóm er um fátækt barn í fjárhúskró með frið í hjarta sér. Við kveikjum öðru kerti á -af kærleik fyllast menn- sitt nafn það ber af Betlehem þar barnið fæðist senn. Við kveikjum þriðja kerti á það kennt er hirða við sem gættu kinda’ um napra nótt í nánd við fjárhúsið. Við kveikjum fjórða kerti á nú komin erujól og englar syngja undurblítt svo ómar heims um ból. Höfundurinn er kennari. KARL KRISTENSEN MYND I SKÁLHOLTS- KIRKJU Hans heilaga ásjóna í blámóðu birtist, mín bæn öðlast merkingu og von. Þú lofaðir bót allra meinanna minna, Maríu blessaði son. í huganum fínn ég friðþann og gleði, að frelsun í trúnni er virk. Ég mæti þér sjálfum í musteri þínu, ó, Meistari gefðu mér styrk. Ég horfí á mynd þína í mósaík gerða, af mildi og kærleik hún skín. Þótt jarðneskt þitt andlitsfall veröld ei viti, ég veit það er ásjóna þín. Æ, taktu nú blessaður bænina mína, og bægðu frá syndum og þraut. Til himna í blámóðu hafð’ana með þér, hærra í Föðursins skaut. Höfundurinn er kjötiðnaðarmeistari í Kópavogi. Ljóðið er um altaristöflu Nlnu Tryggvadóttur í Skólholtskirkju. SVEINBJORN ÞORKELSSON Á BLÁKYRRI NÓTTU Jesúbarn í meyjarfaðmi morgunbjart með bústnar kinnar opnar ijósinu veg lætur drjúpa ílófa minn birtu stundirnar tólf ogfáein tár, blóðlit. Stafir og spor Sérðu fjall í fjarlægri sveit sérðu engi og tún og hólinn minn heima og svarrbláa sanda Sérðu enn, eða hvað undir blákyrru hvolfí gullin mín í túnfæti og smávaxna fíngur strika stafí í loftblámann stafír, orð ogfært til bókar í móbergið mjúka eða sérðu nokkuð fjall sérðu sporin mín yfír blákyrra nótt að fótskör Saltguðsins Bæn Orð brennur á vörum blómgist í hjarta mér orðið og hljómi í trommuskógum smáfuglasöngur þetta granna Ijóseygða tíst í trommuskógum orð og brennur á vörum blómgist í hjarta mér orðið. Höfundurinn er framreiðslumaður og hefur gefið Ot fjórar Ijóðabækur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.