Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Page 10
\ 4 KRISTINN ÞÓR INGVASON HJARTAÐ TALAR Getur verið að ég hafi aldrei sagt að ég virði þig og hafi alltaf gert? Getur verið að ég hafi aldrei sagt að ég treysti þér og hafi alltaf gert? Getur verið að ég hafí aldrei sagt að ég elski þig og hafi alltaf gert? Líklegast ekki, en hjartað talar þó orðin vanti. Höfundur er kerfisfræðingur. GUÐMUNDUR HERMANNSSON BIÐJA OG VONA Söknuður og harmur - horft á eftir bátnum Hljótt er þá beðið vonað og þráð Sárar oft grátið yfír lifandi en látnum í lífíð og starfíð fá ástvinir spáð Hafíð er ógn og harðsótt út á miðin Hríðin og myrkrið auka sáran kvíða Einvera heima - erfíð reynist biðin Andvökunótt er þrálát við að stríða Vonir og bænir - bærist innri kraftur Beðið til Guðs alla daga og nætur Margfóld gleðin þá komið heim er aftur Og alltaf á sjómannslífíð sterkar rætur. Höfundurinn er fyrrverandi yfidögregluþjónn í Reykjavík. KRISTJANA EMILÍA GUÐMUNDSDÓTTIR VIÐ HÖLDUM JÓL Þegar sumars þrýtur hlýja sólin þá er von að komi blessuðjólin kaupmannanna koma bestu dagar keypt er allt ogmeir en um vanhagar. Jólagjafa langur reynist listinn líka þarf að kaupa mat í frystinn ótrúlega erafmörgu að taka allt þarf líka að skreyta, þvo og baka. Eftil vill við ættum nú að slaka á okkar kröfum, það ætti ekki að saka. Lávarður heimsins lagður var íjötu það liggja snauðir menn við okkar götu. Guð megi öllum gefa frið um jól og gleði manna börnum heims um ból. Höfundur er bókavörður í Kópavogi. FARVEGIR ÞEIRRA SEM ERU ÖÐRUVÍSI 10 MENNING EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Fróðleiksmenn hafa giskað á að Einstein hafi verið einhverfuafbrigði. Undrabarnið í skák, Bobby Fischer, ber skýr einkenni Asperger-einhverfu og úr bókmenntunum má benda á þann ofvirka Don Quixote og Mishin prins í Fávitanum eftir Dostojevski, sem er mis|Droska auk þess að vera ofvirkur. SAMSKIPTI afbrigðilegra og venjulegra manna, samkvæmt undanfömum greinum, hafa ráð- ið mestu um söguþróun hvar- vetna þar sem hennar hefur gætt á annað borð, en ekki stéttaátök né uppeldisskilyrði til þess betra eða verra eins og menn vildu vera láta um skeið. A hverjum stað og tíma hefur skipt mestu um einkenni samfélags hveraig ráðið er fram úr skiptum þeirra sem öðruvísi eru frá fæðingu svo að um munar og hinna venjulegu. Meðal kyrrstæðra samfélaga, - þeirra sem ekki hafa notið trúar gyðinga og kristinna á sögulegan tilgang z,- hafa orðið til goðsagna- kenndar skýringar á mannlífsafbrigðum sem sett hafa svip á þessi samfélög. Ofvirkni var talinn guðmóður fram til þess að Cervantes skrifaði um þann ofvirka Don Quixote. Eftir viðurkenningu þeirrar sögu hefur ofvii-kum heimilast að láta móðan mása í skáldsögum á nútímavísu án þess að telja þurfi opinberanir sem gert var fyrir þessi umskipti. Geðríki og örlæti hefur orðið til þess að of- virkum hefúr verið ætlað hlutverks þeirra góðu meðal manna, sumir taldir guðdómlegir, aðrir eru bara skáld. Mishin prins í sögu Dostojevskis um Fávitann er auk ofvirkninnar misþroska sem oft fylgir. Öll menning er blekking sem þjónar þrá manna eftir frelsi frá náttúrlegum kvöðum. Fyrirferð ofvirks manns, hispursleysi hans og hreinskilni, getur lyft öðr- um yfir þvílíkar náttúrlegar hindranir og þar með orðið til þess að hann sjálfur er hafinn upp til skýjanna og það jafnvel í lifanda lífi. Að sama skapi magnast áhrifamáttur orða hans og gerða. Áreiðanlega getur ekki svo frumstæðs þjóð- félags frá fyrri tíð að ekki hafi verið flóknara að byggingu en nútímaþjóðfélög eru, þau sem sniðin hafa verið til samræmis yið vísindalegar niðurstöður á upplýsingartíð. í stað goðsagna til að friða mótsagnir mannlífsins hefur tekið við fræðileg skynsemi sem á alræðislega vísu tekur til alls sem mannlegt telst. Til samræmis hafa hugmyndir manna um hvað sé heilbrigt og hvað sjúklegt breyst. Allt leggst undir að- ferðir verkmenningar sem grundvallast á skynsamlegum niðurstöðum vísinda sem öll lesa tilveruna á sama veg. En það var einmitt fortíðareinkennið að gera það ekki heldur ætla a.mk. tvennskonar leshátt á mannlífið jafn gildan. í sem stystu máli sagt þá er nútíminn ómannlegri en fyrri tímar fyrir það hve illa er haldið á mannskilningi við nútímalegar félags- gerðir. Öllu er steypt í sama mót. Það mannlíf sem ekki þrífst við slík skilyrði telst einfald- lega óheilbrigt og eru þá atferlislýsingar ætl- aðar til marks um óheilbrigðið þótt hegðunin kunni að stafa af því einu að viðkomandi getur ekki vaknað til vitundar um sjálfan sig. Sökum þess þá að samfélag hans viðurkennir ekki upplag hans heldur aðeins viðbrögð hans. Aft- an í greiningu skólasálfræðings á ofvirkni er alltaf hnýtt: Með athyglisbresti. Líkt og fyrir fýlukast yfir að sá ofvirki hirti ekki um að taka þátt í leikjum rannsakandans. Fíklar hafa heldur en ekki útþynnst frá því sem var þegar mönnum leyfðist að eigna fíknir djöflum, Það er ólíkt mergjaðra að vísa þeim forherta á Sæmund fróða í Odda en Óttar Guð- mundsson á Teigi. Þorsti í þekkingu var sann- kristnum manni litlu skárra ámæli en í brenni- vín. Djöfullinn er því alltaf nærri þeim þekk- ingarþyrsta samkvæmt þjóðtrúnni. Sá sann- leikur er í sem stystu máli saga 20. aldar. Púk- inn kemur þegar blístrað er á hann, það þekkj- um við nútímamenn jafn vel og Sæmundur prestur, og þá skiptir öllu, ef hann á ekki að gleypa mann með húð og hári, að láta púkann hafa verkefni við sitt hæfi, nógu helvíti fánýtt auðvitað eins og það að telja hár á hrosshaus- um, fiður í sæng, bera vatn í hripi, fullkomna hljómflutningstæki, tölvur eða bílategundir. Enn má læra af séra Sæmundi ekki síður en meðferðarfulltrúa á Teigi sem býður að lækna eigi fíkn með fortölum. Engin skynsnmleg leið Ofvirkir skapa viðstöðulaust að hætti Lax- ness, þeir geta ekki þegið neitt af öðrum svo að þeir þurfi ekki að gefa aftur tvöfalt. Hefðin tel- ur þá því góða og finnur þeim og iðju þeirra há- leit heiti, innblástur, hugsjónir, guðmóður. Eins og orðið kveður á um á ofvirkur maður erfitt með að láta nóg nægja og hemst því illa við form og reglu, hann er óðar og að henni kemur farinn að forvitnast um tilfinningar þær sem reglan vekur. Hann er því manna líkleg- astur til að hafa áhuga á öðrum mönnum, er viljugastur að setja sig í annarra spor og hefur litlar áhyggjur af eigin ímynd. Einkennin eru guðsmanna og skálda en þó ekki allra skálda; ekki þeirra sem nútímaleg teljast, ekki Guð- bergs eða Kafka sem samkvæmt dagbókum hans var áreiðanlega náskyldur afbrigðinu mr. Bean sem margir þekkja af myndum. Undrabaraið í skák, Bobby Fischer, ber einnig skýr einkenni asperger-einhverfu, ekk- ert kemst að annað en það sem viðkomandi fæst við hverju sinni. Sérfræðingar benda á Þórberg Þórðarson sem kunnan íslending sem svari til einkennanna. Þess ber að gæta að sundurhlutun í gott og illt á hér ekki við. Þótt hefðbundnar skýringar greini að svartálfa og ljósálfa erum við ekki á þeim buxunum flest. En einhverfir verka óraunverulegir samanborið við þá ofvirku. Enginn veit á þeim full deili. Þeir koma út úr menningarkimum þar sem þeím var boðið að vera í upphafi sögunnar, óhreinu börnin henn- ar Evu. Hún faldi þau fýrir guði og hann þau fyrir mönnum, gerði að álfum; jarðarverum sem sá afbrigðilegi Eiríkur Laxdal gerði í Ólafssögu Þórhallasonar, fyrstu íslensku skáldsögunni, að fulltrúum upplýsingarstefn- unnar enda engir jafn vélrænt þurfandi fyrir rök og einhverfir. Orsakasamhengi er jafnan í óþökk guðanna, sú kenning er jafngömul Biblíunni. Þeir sem hafa haft afskipti af ódæmigerðum einhverfum vita hversu næmt rökskynið er. Þar með verða kennsl um tilbrigði hversdagslífsins, sem standa í vegi fyrir venjulegu fólki, hvað þá of- virkum, ekki til að trufla heldur getur sá ein- hverfuættar komist að kjarna máls á auga- bragði. Jafnvel eins og Einstein sem fróðleiks- menn giska á að hafi verið einhverfuafbrigði. Einstefnan kann svo að hefna sín eins og kom á daginn um fræði Einsteins. Ödæmigerðir einhverfir virðast núorðið fæddir til að stjórna tölvum - sem stjórna kaldlyndri stétt hagfræðinga, hinni gráu vís- indamennsku. Ófélagslyndið hefur með réttu eða röngu vakið ímyndunai-afl venjulegri manna sem ekki geta annað skilið en maður sé manns gaman. Asperger-fólkið er líklega sama mannlíf og fyrr á tíð taldist andsetið og gat þá verið ýmist af guðdómi eða hinu andstæða. Sú andsetna Reagan í myndinni um Særingar- manninn er markaðsútfærsla á þessu fyrir- brigði. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn Asperger-einhverfum fyrr á tíð: Jóhönnu af Örk lét hún brenna og fleiri. Hitler kom á sam- spili þessara afbrigða sinna og kaldlyndra nas- ista. Þegar safnaðarformaður rekur trúarsöfn- uð sinn fyrir ætternisstapa eins og stundum heyrist um í fréttum þá gerist sama og í Þýskalandi upp úr kreppunni þegar þeir tor- næmustu á þáningar mannanna tóku þar völd- in undir stjóm öfgamannsins. Um afbrigðilegt fólk gildir eins og aðra að það reynir að koma sér upp umhverfí sem ger- ir því lífið viðráðanlegt. Það mótar umhverfið í sinni mynd. Við því er að búast að sú mótun verði frábrugðin því sem menn eiga að venjast. Samfélag venjulegra manna hlýtur því að koma sér upp samskiptaháttum milli sín og hinna með frumlegu vitsmunina. Slík úrræði eru menningarleg en ekki skynsamleg í fræði- legum skilningi orðsins. Þetta sjónarmið virðir upplýsingin ekki, fóstra nútímaþjóðfélags, heldur setur afbrigðið í sama mót og alla aðra menn sem ekki eru sannanlega, vefjafræðilega öðru vísi en aðrir. Dave Bowie hefur hvað eftir annað lýst þessum kjörum í ágætum kvik- myndum. Núlíminn Sögur af umskiptingum svara til einhverfra á fyrstu æviárum þeirra, væntanlega ekki allra, en nógu margra til að þessi skýring hefur verið gefin á sögunum. Slíkar sögur segja okk- ur margt um samfélög fyrri tíma en lítið um einhverfu. Við höfum ekki frekar ástæðu til að koma okkur upp neikvæðri mynd af einhverfri mann- eskju en fyrri tíma menn. Þvert á móti ætti að vera metnaður hvers íslendings að skilja fólk, hversu sérlegt sem það er, því þjóðmenning okkar hefur lengst af einskorðast við hug- menningu, sögur og ævintýr. Sumir segja jafn- vel að menning okkar sé sköpunarverk ein- kennilegra manna. í rituðum heimildum þjóð- arinnar er gríðarfjölbreytt mannlíf eftir meira en þúsund ára þróun sagnaarfsins, og því ætt- um við ekki að kinoka okkur við að leita til . lO ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 13. DESEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.