Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Page 12
KWAN HEFUR FYLGT
MÉR ALLT MITT LÍF
Amy Tan
Dóttir himnanna er nýjasta bók kínverska rithöfundarins
Amy Tan7 höfundar bókanna Leikur hlæjandi lóns og
Eiginkona eldhúsguðsins. Súsanna Svavarsdóttir ræddi
við höfundinn um bakgrunn sögunnar og fólkið ó bak-
við þær persónur sem bækur hennar lýsa.
DÓTTIR himnanna segir frá
tveimur hálfsystrum, Oliviu
og Kwan. Olivia vill lifa
venjulegu nútímalífi í
Bandaríkjunum, enda fædd
þar og er sex ára þegar hin
átján ára Kwan kemur frá
Kína og byrjar að segja
henni kínverskar draugasögur. Smám saman
fara skilin að dofna milli tilviljunar og örlaga,
minninga og ímyndunar; þess sem maður
heldur og þess sem maður vonar. Nútíð og
fortíð fléttast smátt og smátt saman og ólíkir
menningarheimar rekast á. Mörkin milli
draums ög veruleika, innra og ytra lífs, jarð-
lífs og æðri vitundar þurrkast út í sögu sem
er full af gleði og sársauka, glettni og harmi.
Alls staðar þar sem er jin er líka jang. And-
stæðumar kallast stöðugt á.
Þannig skynjaði ég nýjustu skáldsögu
Amy Tan, Dóttur himnanna, þegar ég las
hana fyrir tveimur árum þegar hún kom
fyrst út í Bandaríkjunum. Hún var það
" fyndnasta, sorglegasta og fegursta sem ég
hafði lesið. Trilljón sögur sem fléttuðust
saman í eina heild; kínverskar goðsagnir,
breytingar á kínversku samfélagi sem jöðr-
uðu við að vera náttúruhamfarir, sögur af
einstaklingum sem hverfa í fjöldann og þær
djúpstæðu tilfinningar sem binda tvær
manneskjur svo traustum böndum að nær út
yfir gröf og dauða. Og nú er hún komin út
hér á landi og margir aðdáendur Amy Tan,
sem lásu fyrri bækur hennar, Leikur hlæj-
andi láns og Eiginkona eldhúsguðsins, hafa
beðið eftir að hún heimsækti ísland. En fyrst
- það hefur ekki gerst ennþá, var ekki um ann-
að að ræða en að slá á þráðinn til hennar í
San Fransiskó og fá hana til að segja okkur
frá verkum sínum og spyrja hvort hún ætlaði
ekki að koma hingað tU lands.
„Mér hefur verið boðið í heimsókn til ís-
lands en ástæðan fyrir því að ég hef ekki
komið er sú að ég fæ ekki að taka hundana
mína með mér.“
Hundana?
„Já, mér finnst mjög erfitt að ferðast og
óþægilegt að vera ein. Eg varð alltaf svo ein-
mana, sérstaklega um nætur. Ég þoldi það
ekki. Svo var ég einu sinni að ræða þetta
vandamál við vinkonu mína og hún stakk upp
á því að ég fengi mér hunda tii að verða ekki
galin af einsemd á ferðalögum. Ég gerði það
og núna get ég ferðast til margra landa án
« þess að verða einmana. Maðurinn minn er
skattalögfræðingur og vegna vinnu sinnar
getur hann ekki alltaf ferðast með mér.“
En heppilegt að eiga mann sem er skatta-
lögfræðingur.
„Já, það er miklu betra en að vera gift
lækni, því skattalögfræðingur forðar mér frá
því að lenda í fangelsi."
Nú?
„Já, það er þannig hér í Bandaríkjunum að
þegar maður er verktaki er eitt og annað
sem er frádáttarbært frá skatti, Ég hef til-
hneigingu til að tíunda allt mögulegt - en
hann er mun strangari.
Ekki þar fyrir að stundum hugsa ég:
Fangelsi - sérstaklega einangrun - þá gæti
ég kannski fengið næði til að Ijúka bókunum
mínum óáreitt og fengið að hafa hundana
mfna hjá mér.“
Amy Tan á heimili bæði í San Fransiskó
og New York. Hún fæddist í Oakland og seg-
ist hafa búið í flestum bæjum við San
Fransiskóflóann en síðustu tuttugu árin í
borginni sjálfri. Báðir foreldrar hennar eru
kínverskir. Faðir hennar lést þegar hún var
flmmtán ára og ungur bróðir hennar sex
mánuðum síðar. Banamein beggja var heila-
æxli.
En móðir hennar átti þrjár dætur frá
fyrra hjónabandi, auk þess sem hún hafði
eignast son sem dó vöggudauða. Síðan á
Amy yngri bróður sem býr í næstu götu við
* hana. „Hann er á leiðinni yfir til mín til að
gera við tölvuna mína,“ segir hún. „Það er
eitthvað að módeminu og það gengur bara
ekki, vegna þess að þegar ég er ekki að
skrifa er ég á netinu.“
Sögurnar eru byggðar á eevi
móður minnar
í Eiginkonu eldhúsguðsins segir ung kona
sögu. Hún hefur misst föður sinn þegar hún
var á unglingsaldri og móðir hennar hefur
áður verið gift - manni sem var ofbeldis-
hneigður ruddi. En hversu mikið studdist
Amy við raunverulega sögu móður sinnar
þegar hún skrifaði þá mögnuðu örlagasögu?
„Eiginkona eldhúsguðsins er byggð á sögu
móður minnar og fjallar fyrst og fremst um
fyrsta hjónaband hennar. Þar eru auk þess
vísanir í föður minn, sem var annar eigin-
maður hennar, en í sögunni deyr lítil stúlka,
ekki drengur. Fyrsti maðurinn hennar var
grimmur og vondur og móður minni fannst
ég hafa verið mjög rausnarleg í lýsingunni á
honum - gert hann að hálfgerðu góðmenni.
Hann hafði raunverulega verið svo miklu
grimmari en hann er í sögunni. En það var
svo merkilegt að einu neikvæðu athuga-
semdimar sem ég fékk um þá bók var sú að
ég gerði þennan mann að alltof miklu ill-
menni. Ég skrifaði frásögnina af lífi móður
minnar í fyrstu persónu. Ég skrifaði þessa
sögu fyrir hana frá sjónarhorni hennar þeg-
ar hún rifjar atburði upp fimmtíu árum
seinna.
Eitt af því sem hefur komið í ljós og sýnir
hversu grimmur hann í rauninni var, var að
hann nauðgaði litlum stúlkum. Móðir mín
hafði hann grunaðan um að hafa nauðgað
dætrum þeirra og það hefur komið í ljós að
svo var. Síðan fékk hann þær til að koma
heim með skólasystur sínar sem hann nauðg-
aði og lét í staðinn dætur sínar í friði.“
Móðirin í þeirri sögu er ótrúlegt ólíkinda-
tól. Er þín raunverulega móðir það líka?
„Hún er meira ólíkindatól en nokkur per-
sóna sem ég hef skrifað. Hún hefur átt mjög
viðburðaríkt og erfitt líf en núna líður henni
vel. Hún er með alzheimer og það er svo ein-
kennilegt að hún hefur aldrei verið eins ham-
ingjusöm. Ég hef stundum velt því fyrir mér
hvort það sé einhver tilviljun hvaða minning-
ar þessi sjúkdómur þurrkar út. Hjá henni
virðast slæmar minningar hafa þurrkast út.
Hún sagði við mig um daginn: „Ég elska
þennan stað sem ég bý á núna“ og ég varð
dálítið undrandi vegna þess að henni hefur
aldrei líkað nokkur staður sem hún hefur bú-
ið á. Henni finnst hún örugg í fyrsta sinn í
lífinu. Hún hefur bömin sín í kringum sig og
við höfum efni á að annast hana og láta
hjúkra henni vel.
Fyrst til að byrja með var sjúkdómur
hennar mikið áfall en það breyttist. Ég held
að þetta sé mun auðveldara en ef hún hefði
fengið krabbamein. Mér skilst að sumir
alzheimersjúklingar verði mjög erfiðir og
árásargjamir. En hún er bara hamingjusöm.
Hamingjusöm og örugg.“
Fyrsta bókin þín, „Leikur hlæjandi láns,“
fjallar um nokkrar ungar kínverskar konur í
San Fransiskó og mæður þeirra. Hver af
mæðmnum er þín eigin móðir?
„Hún er allar mæðurnar. í þeirri sögu er
meðal annars lítil stúlka sem talar um móður
sína sem segir frá því að hennar eigin móðir
hafí svipt sig lífi. Þetta henti móður mína.
Hún horfði á móður sína svipta sig lífi.
Ömmu minni hafði verið nauðgað og hún
eignaðist son. Hann var tekinn frá henni og
hún svipti sig lífi.“
ímyndaður
leikfélagi
I Dóttur himnanna eru systurnar Olivia og
Kwan. Þær hittast í fyrsta sinn þegar Olivia
er sex ára en Kwan átján. Kwan kemur frá
Kína, úr litlu, afskekktu fjallaþorpi og segir
sögur sem áttu sér stað á seinni hluta nítj-
ándu aídar; frá Hakka-fólkinu og trúboðun-
um, þjátrúnni, goðsögnunum og um sam-
band tveggja vinkvenna sem eru bundnar
tryggðarböndum um alla eilífð. Kwan er
tandurhrein sál sem sér í aðra heima og sér í
gegnum lygar og blekkingar og er fullkom-
lega á skjön við bandarískt samfélag um leið
og hún smellur fullkomlega inn í það eins og
hönd í hanska. En hvaðan kemur Kwan?
„Hún er ímyndaður leikfélagi sem hefur
fylgt mér alla mína ævi, samviskan, annað
sjálf, draugurinn sem segir mér sögur. Hún
er engin raunveruleg persóna í lífi mínu en
hún hefur alltaf verið til staðar.
Stundum, þegar eitthvað gerist í lífi mínu
þá bregst einhver allt önnur en ég við því.
Stundum fær hún mig til að taka lífið ekki
eins dauðans hátíðlega og ég á til að gera,
eða þá að hún fær mig til að taka það alvar-
lega. Með hennar hjálp tekst mér að gleðjast
yfir lífinu og hún forðar því að ég verði kald-
hæðin. Kwan er persónan sem hefur yfirsýn
og visku. Hún þekkir heiminn án þess að
tapa sakleysi sínu, einlægni og heiðarleika."
Eru hún og Olivia þá tvær hliðar á sömu
manneskju?
„Ég hugsaði þær nú ekki sem aðra útgáfu
af sjálfri mér. Mér finnst Olivia mun meira
þreytandi en ég vona að ég sé. Hún er frekar
taugaveikluð og á það til að vera mjög nei-
kvæð, á stöðugt von á því versta og reynir að
koma í veg fyrir að það versta gerist. Kwan
er hins vegar algerlega laus við neikvæðar
væntingar."
Mér finnst Kwan einhver dásamlegasta
persóna sem ég hef fundið í skáldsögu.
Hvernig hafa viðbrögðin við henni verið?
„Annaðhvort elskar fólk hana eða þolir
hana ekki. Það er ekkert þar á milli. Sjálf
elska ég hana.“
Nú hefur fyrsta bókin þín, Leikur hlæj-
andi láns, verið kvikmynduð. Er möguleiki á
því að við fáum að sjá Dóttur himnanna á
hvíta tjaldinu?
„Ég veit það ekki. Ég hef verið beðin um
hana en það strandar allt á þeim skilyrðum
sem ég set. Þau eru mjög ströng. Þegar
„Leikur hlæjandi láns“ var kvikmynduð,
setti ég þau skilyrði að ég og framleiðandinn
hefðum fullkomið listrænt vald, allt frá skip-
an í hlutverk til klippingar. Af einhverjum
ástæðum var það samþykkt. Það eru hins
vegar skilyrði sem kvikmyndaverin eru mjög
hikandi við að gangast inn á og því hafa ekki
náðst samningar um kvikmyndaréttinn að
þessari sögu. Það er ekkert sáluhjálparatriði
fyrir mig að Dóttir himnanna verði kvik-
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997