Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Blaðsíða 13
mynduð og þess vegna hvika ég ekki frá þessu skilyrði. Eg kæri mig ekkert um að sjá þessa sögu stílfærða til að falla að því sem kvikmyndaverin álíta markaðsvænt. Eg er ekki til í að gangast inn á lögmál afþreying- ariðnaðarins. Það var mér dýrmæt reynsla að vinna að kvikmyndinni um „Leik hlæjandi láns.“ Ég lærði mjög mikið og ég sæki í reynslu sem ég get dregið einhvern lærdóm af.“ I „Dóttur himnanna" er pólitísk saga Kína rakin á mjög sérstæðan hátt, sögð af mjög fullorðnum persónum sem hafa nánast verið áhorfendur að breytingunum. Hefurðu stúd- erað sögu Kína? „Já - en af algerri tilviljun. Ég var að leita að bakgrunni fyrir söguna og opnaði sagnfræðibók á síðu sem fjallaði um Taiping- uppreisnina, sem var á þeim slóðum sem ég var að skrifa um. Mér hafði alltaf verið sagt að Hakka-þjóðflokkurinn, það er að segja gestafólkið, hefði aldrei búið á þessum slóð- um. En ég komst að því að það var einmitt Hakka-fólkið sem hafði hrundið uppreisninni af stað.“ En hvers vegna valdirðu Changmian, þennan afskekkta stað, sem sögusvið fyrir þessa bók? „Ég heimsótti þetta þorp þegar við voram að kvikmynda „Leik hlæjandi láns“. Við vor- um að kvikmynda í Guilin og áttum frí í einn dag. Ég fór ásamt einum leikaranum og vini mínum sem er ljósmyndari í bílferð og af ein- hverjum ástæðum voram við allt í einu stödd í þessu þorpi sem er nákvæmlega eins og lýst er í bókinni. Þorpi sem var einhvers staðar í miðjunni á engu. Þarna voru háir múrveggir og hellar og það vakti furðu okk- ar að þorpið leit út eins og það væri ósnortið af tímanum. Ég vissi strax að þetta þorp ætti eftir að verða hluti af sögu eftir mig. Það var allt svo dulúðugt þama og tilfinningin sem ég skynjaði var ótti. Ég varð stöðugt hrædd- ari og hræddari á meðan við stöldraðum við þama og ég man að ég hugsaði: Ég verð að muna þessa tilfmningu." Nú era ótal kínverskar þjóðsögur og goðsagnir í bókinni sem þú fléttar inn í meg- insögurnar tvær, það er að segja söguna sem Kwan segir Oliviu og söguna af sambandi þeirra systranna. Era þessar sögur frá móð- ur þinni? „Nei, ekki beint, þótt mikið hafi verið sagt af sögum á mínu heimili. En ég held að fólk sem er af kynstofnum sem eiga sér ríka þjóðsagna-, goðsagna- og ævintýrahefð eigi mjög auðvelt með að flytja þær sögur inn í annað samhengi eins og ég geri í þessari bók. Það er mjög algengt í kínverskum fjöl- skyldum að fjölskyldan setjist við arininn þar sem sagðar eru sögur og ævintýri frá gamla landinu og ég hef drakkið þær í rnig og geymt þær.“ Fylgist ekki með bókunum eftir að þær fara frá mér Veistu hvað bækurnar þínar hafa verið þýddar á mörg tungumál? „Nei. Ég einbeiti mér að því að skrifa bækurnar en skipti mér ekkert af viðskipta- hliðinni. Eftir að ég lýk við bók, verður hún að sjá um sig sjálf. Þá hef ég lokið við minn hluta. Ég fylgist ekkert með sölu og les hvorki viðtöl við sjálfa mig né gagnrýni um bækurnar. Maðurinn minn og umboðsmað- urinn sjá alfarið um viðskiptahliðina." Hvers vegna? „Það er svo auðvelt að láta ginnast af við- skiptum. Þau era svo tælandi vettvangur.“ Én þú ferðast á milli landa og kynnir bæk- umar þínar og hittir lesendur. „Já, ég tek vissan tíma á hverju ári til þess. Og það er einmitt þegar ég fer út á meðal fólks að ég er minnt á það hversu erfitt er að vera rithöfundur. Ég verð svo einmana innan um allt þetta fólk. Ég er hins vegar ekki einmana þegar ég er að skrifa, jafnvel þótt skriftir kalli á endalausa ein- vera. Maður verðui- líka að vara sig á þeirri at- hygli sem maður fær vegna þess að hún get- ur afvegaleitt mann og blekkt. Þegar rithöf- undur fer að halda að hann sé áhugaverð manneskja, skemmtilegri en hann er, þá er hann að eyða sér sem rithöfundi. Þörfm fyrir aðdáun almennings stríðir gegn siðareglum rithöfunda. Það er bókin sem skiptir máli. Annaðhvort lifir hún eða ekki.“ ÓLAFUR STEFÁNSSON GULLIÐ SEM HIMINNINN GEYMIR andvaka stari ég út um gluggann á allt gullið sem himinninn geymir og nóttin verður blóðsteinn í gylltum hring með demantsskreyttum stjörnum sem tindra en eitt andartak dregur ský fyrir himin og byrgir mér auðuga sýn en þá finn ég að langt inni í sjálfum mér er þessi sami himinn, sálin mín. ILMUR AF GRASI ég vaknaði við ilm af grasi og óx sem blóm um morgun liðaðist eins og lindin á morgunfögru vori þá söng ég eins og vindur og hamaðist eins og skýin kyssti eins og sólin á sumarbjörtum degi en svo gulnaði ég eins og stráið og féll sem lauf á jörðu sofnaði eins og moldin á haustlegum vegi. Höfundur hefur gefið út Ijóðabókina Um eilífð daganna. JENNA K. BOGADÓTTIR ANDARTAKIÐ Að morgni sólin baðar austurloftið gullnum bjarma og veröldin vaknar af blundi. Ég kem og ég fer eins og lítil stjarna sem sést er hún hrapar. ENNÚNAERÉG og bráðum hverf ég. Að kveldi sólin sendir gullna geisla um hvolfíð áður en hún rennur í djúpið og veröld öll hvílist. Höfundur starfar í markaðsdeild Flugleiða. FRIÐJÓN AAARINÓSSON HAUST Deyjandi geng ég til hafs. Deyjandi geng ég til sólar. Deyjandi geng ég til lífs hins liðna. A morgun minning í lauflausum skógi, við brimhvítan vog. Höfundurinn vinnur ó Morgunblaðinu. 15 lÍipC'LLllii £ G LL . Orlagasaga vesturfaranna Næstum fjórðungur þjóðarinnar hélt vestur um haf á árabilinu 1870- 1914, alls á milli 15 og 20 þúsund manns. Við það varð til íslenskt samfélag í öðru landi, menn þurftu að læra ný vinnubrögð og aðlagast gerólikum aðstæðum. Hvers vegna yfirgaf þetta fólk ísland? Hvað beið þess í nýja landinu? í þessari bók er loksins rakin saga vesturferðanna um og fýrir aldamótin á greinargóðan hátt og með fjölda fágætra mynda. Bakgrunmn- ferðanna er skýrður, lýst tildrögum þeirra hérlendis, fylgst með fyrstu landnemunum yfir hafið og leitinni að Nýja íslandi, fyrirheitna landinu sem loksins fannst við Winnipeg-vatnið. Tengshn við gamla landið eru rakin og djúpstæð áhrif sem samfélagið vestra átti eftir að hafa á okkar samfélag. Þetta er margslungin örlagasaga og heihandi ævintýri um þjóðflutninga, fýrirheit, plágur og drepsóttir, þrautseigju og sigra. Bók sem svarar áleitnum spumingum um þessa tíma og fólkið sem fór - og vekur nýjar. Guðjón Amgrímsson er þjóðkunnur blaða- og fréttamaður. Hann hefur um árabil rannsakað vesturferðimar og er þessi bók afrakstur af þeim rannsóknum. 60 ara Mál Síðumúla og menmng Simi Sinn 515 500 510 2500 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.