Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.1997, Side 15
FRANSKT BAROKK- BALL ÁRLEGT Jólabarokk verður haldið í Lista- safni Kópavogs, Gerðarsafni, mánudags- kvöldið 15. desember kl. 20.30. Leikin verður frönsk barokktónlist eftir Leclair, Mangean og Boismortier. Af því tilefni stendur franska sendiráðið fyrir komu þeirra Pierre Séchet barokkflautuleikara og prófessors við Tón- iistarháskólann í París og Yves Bertin barokkfagottleikara hingað til lands. Pierre Séchet flytur fyrirlestur og svarar fyrir- spurnum nemenda á sameiginlegu námskeiði Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólans í Reykjavík um túlkun og skreytilist í franskri og þýskri barokktónlist sem haldið verður í húsnæði Tónlistarskólans í Reykja- vík í dag, laugardaginn 13. desember, kl. 13. Á tónleikunum á mánudagskvöld koma fram þau Camilla Söderberg hlokkflaut uleik- ari, Peter Tomkins sem leikur á barokkóbó, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir á barokkflautur og Elín Guðmundsdóttir semb- alleikari auk þeirra Pierre Séchet og Yves Bertin en Pierre leikur m.a einleik í sónötu fyrir flautu eftir Leclair. Þá munu Hildur Ottarsdóttir og Guðmundur Helgason úr ís- lenska dansflokknum dansa barokkdansa við tónlistina í viðeigandi búningum en Ingibjörg Björnsdóttir ballettmeistari hefur aðstoðað þau við að stíga menúetta og saraböndur í stil við þessa tónlist. Pierre segir að það hafi fyrst verið fyrir um 30 árum sem áhugi tónlistarmanna fyrir því að flytja barokktónlist á hijóðfæri af upp- runalegri gerð tók að vakna. Sjálfur er hann Morgunblaðið/Þorkeli ÞAU Guðrún Birgisdóttir, Pierre Séchet, Martial Nardeau, Elín Guðmundsdóttir, Camilla Söderberg og Peter Tompkins ásamt Yves Bertin leika franska barokktónlist á jólabarokktón- leikum í Gerðarsafni á mánudagskvöld. frumkvöðull í því að flytja barokktónlist á flautur þess tíma og segir það einfaldlega helgast af því að sér hafi ekki fundist hœgt að koma skreytilist trúverðuglega til skila á nútímaflautu. „I dag hefur almenningur lært að meta barokktónlist í sinni upprunalegu mynd og þessi barokkhreyfing, ef svo má kalla, virðist sífellt vera að vaxa og dafna, hér á Islandi sem annars staðar í heiminum," segir Pierre. „Það er líka skoðun mín að í dag séu komnir frain á sjónarsviðið ungir hljóðfæraleikarar sem hafa náð mikilli færni í barokkleik því þeir hafa vanist því að hlusta á barokktónlist frá unga aldri. Það er mikil- vægt að byrja snemma að kenna börnum að leika barokk, svo þau fái tilfinningu fyrir stflnum enda er alltaf verið að gera auknar kröfur til færni barokkhljóðfæraleikara.“ Hann segir að við leik barokktónlistar reyni menn að sneiða hjá rómantíska timanum. „Það er alltaf svo að hver öld er upptekin af sínum tækniundrum en ég vona að í dag hafi mönnum lærst að vera umburðarlyndari gagnvart tækni fortíðarinnar. Á tímum iðn- byltingarimiar voru menn mjög uppteknir af þróun nýrra hljóðfæra eins og silftirflautunni og flyglinum, þeim fannst toppnum vera náð og hófú að leika gömlu barokkverkin á þessi nýju og „fullkomnu" hljóðfæri sín. Þessu má nánast líkja við það að við myndum í dag hætta að leika verk eftir Brahms öðruvísi en á hljóðgervil. Vonandi hefur sagan kennt okkur að þróunin á aldrei eftir ná einhverju endamarki. Á morgun tekur eitthvað miklu fullkomnara við af tölvunum og við verðum að leyfa stfl hvers tíma að njóta sín.“ FISKURINN TJARNARLAUSI TONLIST Sfgildir diskar ARNE Thomas Arne: Artaxerxes. Söngles í endurgerð Peters Holmans. Catherine Bott, Patricia Spence, Christopher Robson, Ian Partridge o.fl. The Parley of Instruments u. stj. Roys Good- mans. Hyperion CDA67051/2. Upptaka: DDD, 3/1995. Útgáfuár: 1996. Lengd (2 diskar): 2.20:04. Verð (Japis): 2.699 kr. THOMAS Ai-ne (1710-78) hefur ekki átt mjög upp á pallborð hér, þótt sé meðal þjóð- tónskálda Breta og höfundur „Rule Britannia." En Arne var fyrir ýmsar sakir merkilegur. Honum tókst eitt sem fyrirrennari hans Hándel réðst aldrei í, að semja alvarlega óperu á ensku. Það var Ai-taxerxes (1762), samin við eitt frægasta líbrettó Metastasios, sem að lík- endum var þýtt á ensku af Arne sjálfum. Verk- ið sló í gegn, og hefði eflaust ráðið miklu um þróun óperunnar, einnig utan Bretlandseyja, hefði einhver orðið til að taka þráðinn upp. En svo varð ekki. Hvorki Arne sjálfur né aðrir fylgdu frumrauninni eftir, og fyrir duttlunga örlaga átti tónsköpun Breta eftir að sigla inn í sögulega lægð um einmitt sama leyti og heims- veldi þeirra náði mestum blóma. Líkt og með óperur Handels er Artaxerxes, sem fjallar um víg, ástir og erjur innan forn- persnesku konungsfjölskyldunnar á 5. öld f. Kr., í nútímaeyrum dæmigerð hæginda- stólsópera. Dramatísk framvinda þykir varla nógu hraðgeng fyrir nútíma leiksvið. En tón- listin sjálf vegur þennan annmarka upp. Arí- umar eru einatt styttri og hnitmiðaðri en hjá saxneska meistaranum, því Arne hverfur alfar- ið frá da capo-formi barokksins og semur jafn- vel stundum strófískt í þjóðlagastíl. Hljóm- sveitarbeitingin er óvenju fjölbreytt. Ai-ne leit- ar nýrra leiða, eykur hlut blásara að mun og brúar bilið milli stflskeiða með því að stíga öðr- um fæti í Handel, hinum í snemmklassík. Hin fjölskrúðuga stílblanda þótti síðari tíma mönn- um ljóður á verkinu, en spurning er aftur á móti, hvort það höfði þá ekki frekar til nútíma- hlustenda, sem eru öllu vanir í þeim efnum. Alltjent er tónlistin óvenju fersk, enda átti Ar- ne ósvikna melódíska æð, sem kemur jafnt fram í ítalska sem í þjóðlega stílnum, og þai- við bætist spennukeimurinn af nýstárlegri til- raunamennsku. Söngvararnir eru að vanda flestii- fyrsta flokks, og sindrai- einkum af Catherine Bott. Birtan hefur nokkuð fölnað af hinum ágæta tenór Ian Partí-idge, en reynsla hans tryggir ágæta túlkun. Sömuleiðis má vel meðtaka val- kyrjuvíbrató Patricia Spence, er syngur upp- haflegt geldingsmezzóhlutverk Arbacesar, þökk sé heitri innlifun. Parley of Instruments- sveitin leikur óaðfinnanlega undir stjórn Good- mans, þó að stjórnandinn (og upptökuliðið) hefðu stundum mátt taka ögn meira tillit til einsöngvaranna á þykkustu undirleiksstöðum. ZEMLINSKY Alexander von Zendinsky: Sinföni'a nr. 2 í B- dúr. Slóvakíska fflharmóm'usveitin u. stj. Ed- gars Seipenbusch. Marco Polo 8.220391. Upp- taka: DDD, Bratíslövu 11/1985. Útgáfuár: 1986. Lengd: 41:49. Verð (Japis): 1.190 kr. OFT getur litlu eldri vinur manns, sem glímdi við sama námsefni stuttu áður en maður sjálfur, reynzt skilvirkari kennari en jafnvel þrautþjálfaðustu lærifeður. Það virðist einnig hafa átt við um Schönberg, því veigamesta kennslu í tónsmíðum og orkestrun fékk hann hjá Alexander von Zemlinsky (1871-1942). Hún fór fram um svipað leyti og Zemlinsky samdi B-dúr sinfóníuna sína 1897. Áhugi á Zemlinsky hefur aukizt hin síðari ár, og andstætt sumum endurvöktum smámeistur- um virðist hann eiga vel inni fyi’ir því. Mönnum er farið að skiljast, að hann var annað og meira Alexander von Zemlinsky en bara kennari og aðstoðarmaður Mahlers, þó hógværð Zemlinskys í návist risa eins og Bra- hms, Mahlers, Schönbergs og Bergs, svo og stöðug leit hans að músíkalskri sjálfsmynd, kunni að hafa staðið gengi hans fyrir þrifum, eins og kannski má lesa úr táknmáli óperu hans, Dvergnum. En þó að Zemlinsky kvartaði eitt sinn við Ölmu Schindler (síðar frú Mahler) undan því, að frægðin virtist æ ætla að ganga honum úr greipum, hvort heldur í hljómsveit- arstjórn eða tónsmíðum, þá verður skýring lítt ráðin af tónlist hans, sem er undantekningar- lítið bæði fáguð og áhrifamikil. B-dúr sinfónían er ótrúlega þroskað æsku- verk, þrátt fyrir aukakeim hér og þar af Bra- hms, Bruckner, Dvorák og jafnvel Wagner(I). Það hlaut Beethoven-verðlaun Tónvinafélags Vínarborgar eftir frumflutninginn, og maður spyr sjálfan sig, hvort höfundur hefði getað náð að skyggja á þrítugt tónskáld, sem (líkt Zemlinsky með 1. sinfóníu sína) hafði skömmu áður borið verk eftir sig undir Brahms (en við öllu dræmari undirtektir) - hefði Zemlinsky setzt að í heimalandi þess og gerzt þar „stór- fískur í smátjörn.“ Það tónskáld hét Carl Nielsen. Spilamennska Slóvakanna er hress og innlif- uð og upptakan góð, en 41 mínúta er varla sæmandi plássnýting fyrir nútíma geisladisk. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Ásdís GALLERÍ Sævars Karls verður opnað í nýj- um húsakynnum verslunarinnar í Banka- stræti 7 á morgun, sunnudag, kl. 14. Þegar þessi mynd var tekin í vikunni var talsverð vinna eftir við frágang hins nýja 90 fm sýn- ingarrýmis. GALLERÍ SÆVARS KARLS ‘ í STÆRRA HÚSNÆÐI PABBI í sparifötunum er yfírskrift sýningar á 1.200 barna á aldrinum 5-10 ára sem opnuð verður á morgun, sunnudaginn 14. desember, í galleríi Sævars Karls í nýrri verslun hans í Bankastræti 7. Húsrými hefur aukist veru- lega við flutninginn og eru áform uppi um að auka starfsemi gallerísins með margvíslegum hætti. Bömum 4.000 viðskiptavina verslunarinnar voru send bréf þar sem þeim var boðið að . taka þátt í sýningunni og senda inn myndir af feðrum sínum spariklæddum. AIls bárust 1.200 myndir og verða þær allar hafðar með á sýningunni, enda listlega vel gerðar myndir að sögn Sævars. „Við ætlum að þekja alla veggi neðstu hæðar verslunarinnar og galler- ísins með þessum myndum, samtals um 270 fermetra, en af þessu rými er galleríið sjálft 90 fm,“ segir Sævar. Galleríið var opnað í mars 1989 og hafa 80 listamenn haldið sýning- ar þar og nokkrir þeirra sýnt oftar en einu sinni. Sævar hefur fengið til samstarfs við sig menningarfyrirtækið art.is og Hannes Sig- urðsson listfræðing og segir að starfsemi gall- erísins verði mun viðameiri en áður. „Sá hluti Sjónþinganna sem áður var í sýningarsalnum Sjónarhóli við Hverfisgötu verður framvegis hér í galleríinu, ásamt fleiri fundum og uppá- komum með listamönnum,“ segir Sævar. „Verslunin öll er listaverk. Við ætlum að kalla hana mótsstað allra, því þetta á ekki bara að vera verslun heldur staður þar sem fólk kem- ur saman.“ Fyrsta sýning gallerísins á nýju ári verður á verkum Jóns Oskars og mun galleríið þegar vera fullbókað allt næsta ár. 600 UNGAR RADDIR HUÓAAA í PERLUNNI KÓRAMÓT barna og unglinga verður haldið í Perlunni sunnudaginn 14. desember og hefst kl. 13. Þar koma fram um 600 böm og ung- lingar og er þetta fimmta kóramótið á að- ventu sem Perlan stendur fyrir. Kór Engjaskóla, yngri, kl. 13 og þeir eldri kl. 13.15. Kór Hjallaskóla, kl. 13.30. Skólakór Akraness kl. 13.45. Skólakór Garðabæjar, eldri, kl. 14. Kór Klébergsskóla kl. 14.15. Barnakór Kársness kl. 14.30. Samsöngur kl. 14.45. Barnakór Árbæjai’kirkju kl. 15. Kór Ölduselsskóla kl. 15.15. Barnakór Háteigs- kirkju kl. 15.30. Frískir krakkar frá Akranesi kl. 15.45. Skólakór Þorlákshafnar, yngri, kl. 16, og eldri kl. 16.15. Kór Selásskóla kl. 16.30. Kór Snælandsskóla kl. 16.45. Skólakór Garða- bæjar, yngri, kl. 17. Samsöngur kl. 17.15. í STJÓRN EVRÓPU-SIN- FÓNÍUNNAR SELLÓLEIKARINN Erling Blöndal Bengtsson hefur verið skipaður í stjórn Evrópusinfóníunnar; „Symphonium Europae" sem var stofnuð í Monte Carlo árið 1964 en er nú staðsett í New York. Undirbúningur hátiðatónleika í Lincoln Center í New York stendur nú yfir en þar mun hljómsveitin flytja 9. sinfóníu Beethovens. Auk Erlings eru í stjórninni Harry Belafonte, José Greco, Ruggiero Ricci og Gary Graffman. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.