Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 14
merkur í vesturátt í hitamistri og stillu. Nú vor- um við á leið út á dýpri sjó svo við settum upp öyggislínu og strekktum hana í brjósthæð frá stafni og aftur í skut. Þannig gátum við nú dott> ið um án þess að hafna útbyrðis. Veðurspáin boðaði norð-austan vind og það sem byrjað með krussi yfir sægrænann sjóinn óx á nokkrum tímum í stinningskalda beint í andlitið. Svona átti þetta ekki að vera! Það hvessti og krappar öldurnar skullu og brotnuðu á bátnum. Við krussuðum af veikum mætti, stundum í átt til Englands og stundum í átt til Noregs. Kvöldfréttimar boðuðu meiri vind um nóttina, þá ældum við yfir borðstokkinn og gáfumst upp. Snérum stafni til Noregs og slepptum út seglunum. Yemaya gladdist eins og við í léttari siglingu, og flaug létt yfir úfið haf í tunglskini. En við ætluðum alis ekki til Noregs. Sú leið var ekki inni í áætluninni og eina sjókortið sem við höfðum af Oslóarfirði, var yfirlitskort sem náði frá Uralfjöllum í austri til Grænlands í vestri. í morgunsárið kom Noregur í sjónmál og nokkrum tímum síðar komum við í hlé við ströndina og leituðum að innsiglingu. Ekki einn einasti viti, ekki eitt sjómerki, en það leit út fyr- ir að vera djúpt milli tveggja eyja. Með einn mann á útkfldd á baugspjótinu sigldum við inn í norska skerjagarðinn. I firðinum mættum við sjómanni, veðurbitn- um eftirlaunamanni sem var að veiða á stöng. Það var unun á að horfa hvemig hann fór með bátinn sinn. Hægt og rólega hengdi hann út frí- holtin, gerði klárar festar ,og með sömu ná- kvæmni og þegar tunglferja tengist móðurskipi lagðist hann upp að Yemayu. Hann hafði sjálfur villst í Bohuslen í sænska skerjagarðinum og skildi vandamál okkar vel. Eftir útskýringum hans teiknuðum við upp kort og eftir nokkra tíma gátum við bundið landfest- ar við bryggjuna á Kragerö. Þegar við höfðum fyllt olíu á tankinn athuguð- um við vélina. Þá sáum við vatnsperlur á olíu- kvarðanum. Við fórum yfir þekkingu okkar á bátamótorum og komumst allir að sömu niður- stöðu: biluð heddpakkning. í dag var sunnudagur og allt lokað. Á bensín- stöðinni hristu menn höfuð og sögðu að við- gerðamaður bæjarins væri í sumarfríi. Sá sem var í staðinn gerði við utanborðsmótora og það tæki hann alitaf nokkra daga að gera við þá. En þið skulið koma aftur á fimmtudaginn. - Við komumst aldrei til íslands. - Ekki gefast upp, það er alltaf einhver von, sagði Kelle. Ég er búinn að fá innri sýn, hugsýn þar sem ég sá þegar við sigldum inn í Reykjavík með spinnakerinn uppi. Þama sátum við eins og þijár sprungnar blöðrur, og störðum út yfir höfnina, þegar segl- bátur kom inn og batt landfestar fyrir aftan okkur. Nýtísku bátur með þilfari úr tekki og vél í góðu lagi. - Fallegur bátur, sem þið eigið, sagði skip- stjórinn þegar hann labbaði að Yemayu. - Vilt þú skipta? var það eina sem ég gat komið út úr mér. Við sögðum honum frá vandamáli okkar og spurðum hvort hann þekkti nokkum sem gæti skipt um heddpakkningu. Hann hoppaði um borð og leit á olíukvarðann. - Olían er svört og fin og þið emð á siglingu til íslands, sagði hann íbygginn. Báturinn er kannski siginn, þar sem þið emð með oh'u og vistir til langferðar. - Við erum líka búnir að bæta hálfu tonni á kjölinn, hvað sem það hefur með þetta að gera. - Ég lenti í nákvæmlega sama vandamáli með fyrri bátinn minn, útblástursrörið er svo neðar- lega að það seitlar vatn inn á vélina þegar þið siglið. Settu hana í gang og ég skal sýna þér! Þegar vélin var kominn í gang skrúfaði hann ohulokið af og vatnið gufaði upp þegar olían hitnaði. - Sjáiði ekkert vatn á kvarðanum. Þið þurfið bara að loka útblástursrörinu þegar þið siglið og þá er allt í lagi. Tilgangurinn með að sigla tfl Kragerö var þá að hitta þennan mann. Vindinn hafði lægt um nóttina, og var aðeins lítill andvari þegar við komum út úr skerjagarð- inum og tókum stefnuna í suður. Okkur miðaði hægt, vindamir vissu ekkert hvað þeir vildu, glöddu okkur eina stund með byr, dóu út og komu síðan aftur þversum, til að snúast enn frekar og koma að aftan og við höktum á lensi. Straumurinn var á móti og þetta gekk eins og að sigla í sírópi. Við hituðum vélina sem frussaði í gang með olíustybbu og reykmekki yfir aftur- dekkið. Klukkan tíu um kvöldið höfðum við Oxövita beint í sólarlaginu. Þá breyttist aht, straumur- inn snérist og frískur vindur úr norð-vestri kom sunnan frá Noregi og fyllti seglin. Við drápum á véhnni, tengdum Oskar sem er Aries sjálfvirkt vindstýri, og á fossandi fart sigldum við út á Norðursjó. Loksins miðaði okkur áfram undir seglum! Um nóttina tók að blása enn meira og Yema- ya hoppaði og skoppaði á úfnum sjónum. Nú sigldum við í beinni línu á ofsa hraða í kapp við EINS OG hendi væri veifað breyttist allt. Öldurnar sléttust út f litla smátoppa sem suðu upp í stórum hvirflum allt um kring. tímann. Það varð vot keppni, lúkarshlerinn hélt ekki sjónum sem flaut yfir dekkið, og leitaði inn í stafnkoju, og drekkti þar dýnum og koddum. Veröld okkar minnkaði til hálfs og við þrengd- um okkur saman í hinum tveim kojunum sem voru í káetunni. Um morguninn jókst vindurinn til muna. Það var bræla og freyðandi öldumar gösluðu yfir þilfarið hléborðsmegin. Við rifuðum segl og breyttum stefnu nokkrar gráður af leið til að halda fartinni. - Navigare neccesse est..(það er nauðsynlegt að sigla)_ réttlætti Kelle þessa ákvörðun okkar. Yemaya hlýddi latnesku tiltah hans og hentist áfram á beljandi bylgjum hafsins. Um hádegisbil: Tveir stórir bakuggar í öldu á bakborða. Höfrungar, þessir leikandi anarkistar hafsins buðu okkur velkomna. Þrátt fyrir högg og velting í látunum tókst Anders að steikja buff, sem við slövruðum í okk- ur úr kastarollu, hálfliggjandi með slagsjó sem flaut yfir fætumar. Vonin um að komast á réttum tíma jókst þeg- ar við reiknuðum út að eitthundrað og fjömtíu sjómflur hefðu runnið undir kjölin milh sólar- ganga. Tunghð var næstum fullt þegar það kleif út úr skýjahafinu og minnti á, að það fegursta sem sjó- maður veit er að sigla full- um seglum yfir mánalýst haf. Um morguninn dó vind- urinn út og kyrrðin var rofin þegar vélin hrökk í gang með illskulátum. Þetta varð kyrr og heit- ur dagur. Við tókum út dýnur og kodda, þurkuð- um það sem hafði blotnað, nutum sólar og hylltum okkur með rauðvíni. Sunnan gola fyllti segl- in þegar skyggja tók og eyrun sperrtust af hljóð- um sem buldu á bátnum. Himininn var skýjaður og nóttin svört þegar við nálguðumst olíupallana. Þetta var eins og í vísindakvikmynd. Við vorum hetjumar sem smugum hljóðlaust framhjá eldspúandi skrímsl- unum. Það heyrðust brak og brestir frá Orkneyja radíói í VHF tækinu og þeir lofuðu vindi í norð- austur. Vindar sem við myndum fá á móti okkur ef við stefndum á Hjaltlandseyjar. Við beittum í vindinn og tókum stefnu á Wich á norður Skotlandi. Við vissum allir hvað það þýddi: Stysta leiðin þaðan inn á Atlandshafið var um Pentlands- fjörðinn, sundið milh Orkneyja og Skotlands, þar sem straumurinn getur farið upp í 10 hnúta. Grár dagur með óstöðugum vindum og hljóðu regni. Dagur þar sem vaktin er löng en frívaktin þess indælh. Laus úr votum gahanum skreið ég í koju. Heitur og þurr sat ég hokin og horfði á Anders hnoða deig. - í dag skulum við borða góðan mat, sagði hann. Það verður pasta útbúið frá grunni. Vindinn lægði og með kvöldinu þurftum við að gangsetja vélina aftur. Ég vafði trefli um hausinn tU að minnka hávaðan svo ég gæti sofið nokkra stund áður en við kæmum tfl Skotlands. -Land í sjónmálí! Vitaljós við sjóndeUdahringinn, IjóskeUa sem teygði sig á móti okkur frá ókunnri strönd. Við- tökur sem glatt hafa sjómenn frá tímum faró- anna. í birtingu stýrðum við inn í vík mUli vindbar- inna kletta og gróðursæha hæða. Það var hing- að sem vUltir norðurbúar komu í langskipum sínum og rændu og rupluðu. Við komum tU að kaupa olíu og fá leiðsögn í því hvemig hægt væri að komast í gegn um sundið. Það var §ara þegar við Uðum inn í höfnina og fjórir metrar upp á hafnarbakkann. Við bundum landfestar og hvíldum okkur í eina klukkustund áður en bærinn Wick vaknaði. Olíu fékk ég þjá olíubfl við höfnina. Stoltur eins og ég hefði fangað fíl, dró ég svarta slöng- una niður á dekk. Fyrir aftan okkur lá stór segl- bátur og skipsmenn þar voru rétt að vakna. Þrír sterklegir herramenn á okkar aldri. Ég reyndi að ná athygli þeirra og klifraði niður sleipan kaðalstiga. -Excuse me, en vitið þið hvemig það er best að komast í gegn_ -Pentland Firth!, hljóðuðu þeir hver upp í annan. -Yes. (Þetta gekk bara vel). -No, no, þeir hristu höfuð allir þrír, ekki sigla þar! Við myndum aldrei gera það. -En, reyndi ég að segja, það em jú sjávarföll og þau falla bæði að og frá. (Hér útskýrði ég mál mitt með stómm hægum handahreyfingum fram og til baka). -Það skiptir mig engu í hvora áttina straumurinn fer, hringiðan er þama alltaf. Og núna, skal ég segja þér hélt herramaðurinn áfram og benti til himins, núna er fullt tungl og vor aðföll og það þýðir að straumurinn getur farið upp í þrettán, fjórtán hnúta. Farðu norður íyrir Orkneyjar ef þú ætlar til Islands! Þrettán, fjórtán hnútar, það snerist allt í hausnum á mér. Að hugsa sér ef maður fengi það með sér. Það var byrjað að falla að þegar ég hitti hafnar- sjórann nokkmm tímum síðar á bakkanum. -Pentland Firth, sagði hann og leit á mig. If you time it right- you just go smoking through it! Það var einmitt þetta sem ég vildi heyra. -Hvenær er best að _, spurði ég, og mér hitn- aði í hamsi. Hann leit á Yemayu sem lá þama fyrir neðan okkur. -Hvað getur hún siglt marga hnúta? Ég reiknaði í fljótheitum, vindur þvert á, úf- inn sjór, mótstraumur, full fart á vél. - Sex hnúta. Hann leit á klukkuna og reiknaði út sjávar- föllin. -Ef þið farið núna þá náið þið upp eftir og fáið strauminn með ykkur í gegnum sundið. Hann benti á armbandsúrið sitt með vísifingri, til að sýna að núna þýddi ekki eftir klukkutíma. Ég þakkaði honum og hljóp að bátnum. Þar stóð áhöfnin, uppábúin og vatnsgreidd, tilbúin í bjór á næstu krá. Þetta hafði ég oft upplifað sem sjómaður á farskipum. Alltaf þegar ég hafði fundið stað þar sem ég vildi leggjast undir pálma, þurfti skipið að sigla. Núna var það ég sem var þessi óþol- andi skipsstjóri. Tuttugu mínútum síðar stýrðum við út úr höfn. Ut í frískan austanvind og mótstraum. Öldumar skullu á hamraveggjum við ströndina, snem við með strauminum og komu til baka sem freyðandi brot. Við beittum upp í vindinn og með vælandi vél fóram við norður um krapp- an ölduganginn. Og síðan á milli Duncansby Head og Pentland Sherries. Eins og hendi væri veifað breyttist allt. Öld- umar sléttust út í litla smátoppa sem suðu upp í stórum hvirflum allt um kring. Straumurinn greip okkur þegar við komum inn í sundið og kastaði okkur áfram í ofsafengnum vatnsflaumi en stýrimaður einbeitti sér að því að halda bátn- um í straumfarinu og þræða hringiðuna. Við sigldum með þrettán hnúta hraða þar til klukkutíma seinna að við skutumst út á Altalntshafið eins og korktappi úr vel hristri kampavínsflösku. Guðirnir brostu og háhymingar komu upp að síðunni og klöppuðu fyrir ferð okkar. Vindur og alda vora með okkur. Við hífðum upp öll segl sem Yemaya gat bor- ið, kýfir, fokku, stórsegl, stagsegl og messann og flugum út á hafið. Það blés hraustlega um kvöldið og við sigld- um eins og brjálæðingar, veiddum sjómílu eftir sjómflu og Yemaya fór hraðar en hún hafði nokkra sinni gert. Lyfti upp hökunni á móti rísandi öldum, og renndi sér niður öldutoppana meðan sjórinn freyddi yfir dekk. Hröðuninn sló logginn í botn þegar aldan valt undan kili og við soguðumst niður í öldudalinn. Aftur og aftur. Nóttin var kolsvört og myrkrið skerpti heym- ina. Hlusta eftir hljóðum sem komu og fóra. Var ekki eitthvert högg á framdekki? Ætli akkerið sé enn í festaropinu? Heldur skrokkurinn þessum villtu látum? Um morguninn rigndi og fylar flugu milli ald- anna. Þokkafullir renndu þeir sér í kjölfarinu. Um daginn tók að hvessta enn meira. Við rif- uðum stórsegl og messann og hleyptum undan á rosalegri fart með lausum seglum. Það var jónsmessukvöld! Kelle hafði tekið eftir rauðum laugardegi á almanakinu. Stoltur stakk hann hausnum upp úr káetu lúgunni en fékk brotsjó yfir sig þegar hann sagði fréttimar. Anders náði í flösku af Calvados og ákafir en stutt héldum við upp á Jónsmessuna í káetunni. Þrír snafsar, skál! Og vaktin aftur upp á dekk. I þijá daga var þessi sterki meðbyr og við sigldum mikinn. Klemmdum okkur brosandi fasta á nötrandi bátnum og jusum glaðir upp sjóinn sem rann í setkrók stýrimanns. Nú voru bara fimm hundmð sjómílur til Reykjavíkur. Það var möguleiki að ná áfánga- stað í tíma. Þegar vindinn lægði varð siglingin rólegri og fljótlega fór að heyrarst strengja sláttur úr ká- etunni. Kelle og Anders tóku fram hljóðfærin, gítar og ukulele og æfðu söng til að hylla af- mælisbamið. Þegar leið á daginn hætti að blása, vindurinn snerist og koma að aftan áður en hann lagði sig til svefns. Þá slepptum við Yemayu lausri og hún fékk að sigla hvert hún vildi. Með mjúkum klið kring um bóginn leið hún yfir hafið í stórum sveig. Þetta átti hún sannarlega inni. Hún hafði gert betur í öllu en hún hafði nokkra sinni áður gert. Það var ekki fyrr en eftir miðnætti þegar við lágum alveg kyrrir með slök segl og berjandi bómur að við settum vélina í gang. Alla nóttina höktum við áfram með stýri- mann gónandi á kompásinn. Um morguninn glampandi lognalda og endalaust haf. Á einum klukkutíma fórum við framhjá trjábol, skó, planka, tveimur plastflöskum og stóru tréloki. Á lokinu sátu tveir mávar og hvíldust. Annar var röskari en hinn og flaug í áttina að veiðilín- unni okkar, flögraði um stund yfir kjölvatninu og flaug síðan aftur á trélokið. Þar útskýrði hann fyrir félaga sínum með axlahnykk, að það er ekki allt fiskur sem glitrar. Um eftirmiðdaginn sleppti skýjagráminn sólinni fram um stund. Dekkið þornaði og við hengdum upp sængurföt og dúkuðum borð fyr- ir hádegismat á afturdekkinu. Nutum veður- blíðunar þar til regnið kom aftur með vind sem plataði okkur til að draga segl upp um stund. Um nóttina tæmdum við olíuna af varatanknum og tókum stefnu á Vestmanna- eyjar. Ef lognið helst höfum við ekki eldsneyti til að ná landi. Fyrir hádegið drápum við á vél- inni. Það voru áttatíu sjómílur til Vestmanna- eyja og við höfðum eldsneyti tfl fimmtíu. Svo nærri en samt svo fjarri. Vind! Gefið okkur vind! Eftir hádegið bænheyrðu vindguðirnir okk- ur og lognið vék fyrir golu að suðaustan! Við drógum upp rauða spinnakerinn, þar slepptum við honum langt fram fyrir bátinn þar sem hann var eins og nýútsprangin rós. Ó! Glaða skip! Allan daginn sigldum við með spinnakerinn hátt uppi, stór blaðra sem hfyóð- laust dró okkur áfram yfir hafið. Við borðuðum hádegismat í káetunni og fundum út að það tekur þrjá karlmenn að sigla með spinnaker. Einn sem dúkar borðið, einn sem býr til mat- inn og einn sem opnar vínflöskuna. Klukkan hálf tíu um kvöldið kom lognið, blaðran sprakk og féll saman á framdekkið, en við höfðum siglt þær þrjátíu mílur sem til þurfti. í fyrsta sinn gátum við með gleði gang- sett vélina. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.