Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 19
f PÍMEN ræðir við Boris og Schuiskij í Boris Godunow. Bjarni Thor, Egil Silins og Kurt Schreibmayer í hlutverkum sínum, WIENER Volksoper, annað stærsta óp- eruhúsið í höfuð- borg tónhstarinnar, Vínarborg, verður aldargamalt í vetur. Af því tilefni verður ráðist í uppfærslu á Meistarasöngvurunum frá Numberg eftir Ric- hard Wagner og meðal aðalsöngvara verður ungur íslenskur bassasöngvari, Bjarni Thor Kristinsson. Frumsýning er fyrirhuguð í des- ember. Bjarni segir Wiener Volksoper sjaldan ráð- ast í sýningar af þessari stærðargráðu en húsið er einkum þekkt fyrir að færa upp óperettur og óperur í léttari kantinum. ,Ástæðan fyrir því er sú að Wiener Volksoper er fyrst og fremst hugsuð fyrir íbúa Austurríkis meðan Vínar- óperan hefur alþjóðlegra yfirbragð. Einstaka sinnum fæst húsið þó við stærri verk, eins og Boris Godunow eftir Mussorgsky og Fást eftir Gounod, sem bæði hafa verið á fjölunum ný- lega. Meistarasöngvai'arnir eru hins vegar óneitanlega bitastæðasta verkið sem það tekur upp á sína arma í langan tíma.“ Sýningin á Meistarasöngvurunum verður um margt frábrugðin hefðbundnum uppfærslum í Wiener Volksoper. Þannig verða allir aðal- söngvai-ar, að Bjama undanskildum, aðkeyptir en fyrir því eru fá dæmi í starfsemi hússins. „Wiener Volksoper er sennilega eitt stærsta óperuhús í Evrópu sem setur nær eingöngu upp sýningar með söngvumm sem em fast> ráðnir við húsið. Algengast er að hús fái utan- aðkomandi stjömur til að syngja aðalhlutverkin og þannig er því til dæmis yflrleitt háttað í Vín- aróperunni. Nú ætlar Wiener Volksoper sem sagt að hafa þennan háttinn á - í tilefni aldaraf- mælisins." Bjarni segir það mikla upphefð fyrir sig að fá úthlutað einu af aðalhlutverkunum í sýning- unni, hlutverki Veits Pogners, ekki síst þar sem hann sé eini fastráðni söngvari hússins sem komi til með að verða svo framarlega í flokki. „í þessari sýningu eru kallaðir til menn á heims- mælikvarða, nefni ég þar bassabarítonsöngvar- ann Falk Struckmann, einn helsta Wagner- söngvarann í þessum raddflokki í heiminum í dag, og tenórsöngvarann Johan Botha. Húsið veitir sér sjaldan svona söngvara, þannig að mér er mikið traust sýnt með því að fá að syngja á móti þeim.“ Sveltur niður i 130 kg Bjarni hlakkar mikið til að vinna með þessum mönnum. Struckmann þekkir hann ekki en hef- ur séð Botha syngja á sviði. „Það er tilkomu- mikil sjón! Ég sá hann syngja í Fidelio eftir Beethoven og gat reyndar ekki varist brosi í upphafi sýningar. Astæðan er sú að Botha fer með hlutverk manns sem hefur verið sveltur í fangelsi svo mánuðum skiptir, sem er í sjálfu sér ekkert svo merkilegt, nema hvað Botha er í breiðari kantinum, að minnsta kosti 130 kg að þyngd. Einhverra hluta vegna átti maður erfitt með að trúa því að hann hefði verið í svelti! Þegar hann byrjaði að syngja gleymdist það aftur á móti fljótt.“ Svo vill til að óperuunnendur í Vínarborg hafa sumfr hverjir tekið feil á Bjarna og Botha á götu. „Það er í sjálfu sér ekkert að því nema MEÐ WAGNER Á VÖRUM Bjarni Thor Kristinsson; bassasöngvari við Wiener Volksoper, mun syngja eitt af burðarhlutverkunum í sýn- ingu á óperu Wagners, Meistarasöngvurunum frá Nurn- berg, sem færð verður upp í tilefni af 100 ára afmæli hússins í vetur. ORRI PÁLL ORMARSSON sló á þráðinn til Bjarna sem hefur fengið góða dóma fy rir söng sinn ytra. BJARNI Thor Kristlnsson í hlutverki Bartólós í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart f Wiener Volksoper á liðnu leikári. kannski að ég tel mig vera allavega þremur þyngdarflokkum léttari en hann!“ I sýningunni mun Bjami leika tilvonandi tengdaföður Bothas og kveðst ekki geta annað en brosað við tilhugsunina. „Það er frekar sjaldgæft að bassasöngvarar takist hlutverk Veits Pogners á hendur svona ungir og það er óneitanlega sérkennileg tilfinning að leika föð--* ur sópransöngkonunnar og tengdaföður tenór- söngvarans, sem eru bæði nokkuð eldri en ég. Það kemur þó vonandi ekki að sök.“ Leikstjóri sýningarinnar, Þjóðveijinn Christine Miehtz, er þekkt fyrir allt annað en fai'a hefðbundnar leiðir í uppfærslum sínum. Bjarni á því von á sterkum viðbrögðum. Jafnframt því að syngja Veit Pogner mun Bjai'ni fara með tvö önnur hlutverk í Wiener Volksoper í vetur, Leporello í Don Giovanni eft- ir Mozart og John Falstaff í Kátu konunum frá Windsor eftir Nicolai. Báðar sýningarnar eru teknai- upp frá fyiTa leikái-i. Bjami kom fyrst að Wiener Volksoper sem gestasöngvai-i vorið 1997, meðan hann vai- enn í* framhaldsnámi, en frá og með síðasta hausti hefur hann verið fastráðinn við húsið. Samning- urinn gildir til vors 1999. Unir hann hag sínum vel í Vínarborg. „Hér er fínt að vera. Ég hef líka verið hepp- inn. Ungir söngvarai' við hús sem þetta eru margir hverjir áþekkir að gæðum, þannig að það þarf heppni til að lenda réttum megin við línuna. Það hef ég gert - verkefnin sem mér hefur verið úthlutað era þau sömu og ég hefði valið sjálfur. Það er ég virkilega ánægðui- með.“ Bjai-ni segir Wiener Volksoper aukinheldur henta ungum söngvurum ákaflega vel - við hús- ið pjóti þeir hins besta úr báðum heimum. „Fyrir unga söngvai-a eru tvær leiðir færar. Annars vegar að krækja í aukahlutverk í stóra húsunum og reyna að vinna sig upp og hins vegar að komast að hjá litlu húsi, þar sem þeir< fá tækifæri til að spreyta sig í stórum hlutverk- um. Wiener Volksoper sameinai' eiginlega báða kosti. í fyrsta lagi er húsið stórt, tekur um 1.400 áhorfendur í sæti og telst til stærri húsa í Evrópu, og í annan stað fá ungir söngvarar tækifæri til að syngja aðaihlutverk, þar sem húsið veitir sér sjaldan gestasöngvara.“ Raddgæði á heimsmæiikvarða Bjami tók þátt í tveimur frumsýningum í Wi- ener Volksoper á liðnu leikári, annars vegar söng hann hlutverk Zettels í Draumi á Jóns- messunótt eftir Britten og hins vegar hlutverk * Pímins í Boris Godunow eftir Mussorgsky. Fékk hann lofsamlega dóma í blöðum fyrir hvort tveggja. „Ungur íslendingur, Bjarni Thor Kristinsson, fer á kostum sem Zettel,“ sagði í einum dómi um Draum á Jónsmessunótt og „raddgæði hans era á heimsmælikvarða og túlkunin vekur miklar vonir,“ sagði í öðram. Um frammistöðu Bjarna í hlutverki Pímens sagði á einum stað: „Enn og aftur skarar Bjarni Thor Kristinsson framúr öðram einsöngvur- um.“ Og í öðram dómi sagði: „Bjarni Thor Kristinsson söng Pímen með sinni sérstaklega fögru og hljómmiklu bassarödd.“ Af öðram hlutverkum sem Bjarni söng í fyrra má nefna Sarastó i Töfraflautunni, Bartóló í Brúðkaupi Fígarós, höfuðsmanninn í Don Giovanni, en allar eru þessar óperur eftir Mozart, og van Bett í óperettunni Zar und< Zimmermann eftir Lorzig, sem er eitt stærsta hlutverkið á hans raddsviði. Síðastnefnda hlutverkið söng Bjami líka einu sinni í Staatsoper unter den Linden í Berlín - við nokkuð sérstæðar aðstæður. „Þannig var að bassasöngvarinn þeirra veiktist og ég var beð- inn um að hlaupa í skarðið á einni sýningu. Þetta var á laugardegi en sýningin átti að vera á sunnudegi. Ekkert mál, sagði ég, enda heiður að fá að syngja í þessu húsi, og bað þá um að senda mér símbréf með samtalssenunum í sýn- ingunni sem þeir og gerðu. Þegar ég fékk bréf- ið í hendur rannu hins vegar á mig tvær grímur - þetta var greinilega allt önnur uppfærsla en í Wiener Volksoper, allt annar texti. Það var hins vegar ekki aftur snúið og morguninn eftir flaug ég til Berlínar. Tveimur tímum fyrir sýningu kom ég svo í óperuna, þar sem ég fékk stutta^ æfingu með aðstoðarleikstjóranum, var kynnt: ur fyrir samsöngvurunum og mátaður á mig búningur og skalli. Síðan hófst sýningin.“ Bjami segir sýninguna hafa gengið vonum framar - miðað við aðstæður. „Nokkrum sinn- um komst ég þó í hann krappann, sérstaklega í mannmargri senu þar sem ég átti að ganga að franska sendiherranum og saka hann um að vera annar en hann er. Vandamálið var neftii- lega að ég hafði ekki hugmynd um hvaða söngvari vai' franski sendiheiTann! Til allrar hamingju gat ég snúið mér að konu í kómum, svo lítið bar á, og beðið hana að upplýsa mig. Þetta var mikið ævintýri - en ekki vildi ég gera þetta um hverja helgi!“ , Húsbændur í Staatsoper unter den Linden hafa greinilega kunnað að meta framlag Bjama þvi í framhaldi af þessari óvenjulegu sýningu buðu þeir honum að syngja annað hlutverk við húsið, í uppfærslu á Salome í febrúar og mars 1999. Áhættan getur því borgað sig! 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.