Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Síða 3
LESBÖK MORGLINBLAÐSENS ~ MENNING LISTIR
2. TÖIUBLAÐ - 75 .ÁRGANGUR
EFNI
Tíbet- landið
á þaki heimsins
Þetta er dularfullt land, ótrúlegt land, segir
greinarhöfundurinn, Tómas Orri Ragnars-
son, sem var þar á ferðinni. Trúarlífið er sér-
stakt, einn ig menning og lifnaðarhættir. Með
yfirráðum Kínverja hófust ofsóknir gegn
munkum og fjölda klaustra var eytt.
Rauðvik
er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í
vestursal Kjarvalsstaða í dag kl. 16. Þar
sýna fjórir mynd-
listarmenn frá jafn
rnörguin löndum
verk sín. Þetta eru
Tumi Magnússon, fs-
landi, Claus Eger-
mose, Danmörku,
Nina Roos, Finn-
landi, og Johan van
Oord, Hollandi. Undirtitill sýningarinnar er
Málverk í og utan fókuss. Á myndinni getur
að líta eitt verka Ninu Roos á sýningunni.
FORSÍÐUMYNDIN
HeimsreisurÁrna
rá Geitastekk
Árni Magnússon var 18. aldar bóndi vestur í
Döium, en tók sig upp og hélt á vit ævintýr-
anna. Fyrst á skipi Austur-Asíufélagsins
danska í siglingu til Kína og síðar varð
hann sjálfboðaliði í her Rússakeisara og tók
þátt í sjóhernaði gegn Tyrkjum á Miðjarð-
arhafi. Árni skrifaði ferðabók og Gfsli Sig-
urðsson hefur unnið greinina upp úr henni.
Fúnksjónalismi
í kreppu
í SÍÐARI grein sinni um hönnun á um-
brotatíma 7. áratugar 20. aldar skrifar
Baldur J. Baldursson uin nýja fagurfræði
sem hafði mikil áhrif á hönnun, þ.á m. var
poppmenningin, gerviefnin og hin italska
andhönnun.
Dyrfjöll eru með tignarlegri fjöllum landsins og sjálfar dyrnar sem þarna
sjást eru mikilfenglegar. Ljósmynd: Snorri Snorrason.
ROBERT FBOST
ÁÐHJÁ
SKÓGARJAÐRI
UM KVÖLD í HRÍÐ
HJÖRTUR PÁLSSON ÞÝDDI
Ég ætla víst hver á hér skóg
en aldrei gruna mundi þó
að stundarkorn égstaðarnem
og stari á skóg hans fyllast snjó.
Ogklárinn óðar undrast fer
að engan bæ ígrennd hann sér
en aðeins vatnið ísi lagt
það ársins kvöld sem dimmast er.
Það hvín í bjöllu. Hvað er að?
Hann hristir klafann, vill af stað.
Nú andargolan hægt oghljótt
og hrynur mjöll á blað við blað.
Þótt rjóðrin fyllist rökkurseið
þá rýfég hvorki heit né eið,
í náttstað á ég langa leið,
í náttstað á églanga leið.
Robert Frost (1874-19ó3) var eitf merkasta Ijóðskáld Bandaríkjanna á 20. öld.
Þýðandinn er skáld og þýðandi.
BARBIE, GAME
BOY OG MJÓLK-
IN ÚR NAUTINU
RABB
Alla ævi hef ég átt því láni
að fagna að hafa börn í
návist minni. Þau hafa
komið úr ýmsum áttum
en flest hafa þau tengst
fjölskyldunni, þó með
ólíkum hætti. Þar af leið-
. andi hafa bundist með
okkur margvísleg tilfinningabönd, stund-
um á yfirborðinu en stundum djúp og ein-
læg. Og þrátt fyrir alla umræðu um breytta
tíma, nýja öld og nýjan heim finnst mér
barnssálin ævinlega vera söm við sig og
þarfnast nákvæmlega sömu næringar til að
finna til vellíðunar og öryggis og einu sinni
var. Þar hefur lítið breyst en þar liggja
rætur framtíðarinnar. - Vel að merkja.
Gömlu ævintýrin eru hreint ekki úrelt
þrátt fyrir Barbie og Game-Boy.
Rauðhetta og Mjallhvít lifa enn góðu lífi
og óhræsið hún Fóa feykirófa hefur löng-
um verið í miklum metum hjá smávinum
mínum. Hálfvaxinn strákur hlakkar til þess
allt haustið að fá að skera út laufabrauð
með stórfjölskyldunni og 10 ára gömul
hnyðra telur það hámark jólavertíðarinnar
að stinga út piparkökur og mála með glass-
úr. En það sem mér finnst skemmtilegast
af öllu er að krakkarnir hlæja að nákvæm-
lega sömu bröndurunum og við gerðum í
gamla daga og gildir þá einu að þeir kallast
núna djókar. Að vísu hefur ýmislegt bæst í
safnið, svo sem ljóskusögurnar sem smám
saman eru að ryðja Hafnarfjarðarbröndur-
unum úr vegi en þeir voru misjafnlega vin-
sælir þegar ég var sjálf að ala upp unga
Hafnfirðinga hér um árið. Þá voru líka
dregnar upp úr fyrnskunni ýmsar skondn-
ar gátur, sem maður braut lítinn heila um í
eina tíð, og eru enn gjaldgengar í jólaboð-
um; uppspretta hláturs og gleði. Oft heyr-
ist því fleygt að allt hafi verið betra í gamla
daga og menn taka djúpt í árinni yfir því
skeytingarleysi sem nútíminn sýnir börn-
um. Sjálfsagt er eitthvað hæft í slíkum full-
yrðingum en ætli við sitjum ekki sum eftir
með glýju í augum er við minnumst gam-
alla tíma. Eg man varla eftir því að fólk hafi
viðrað áhyggjur vegna barna fyrr en ég var
orðin rígfullorðin og hafði séð mikið og
margt. Hugtakið einelti er til dæmis nýtt af
nálinni þótt sjálft fyrirbærið hafi verið yfir
og allt um kring en látið óátalið. Hugtakið
lesblinda var heldur ekki til en þess í stað
heill herskari af tossum sem skólakerfið og
samfélagið meðhöndluðu af fyrirlitningu.
Vangefnir einstaklingar reikuðu um stræti
og torg og uppskáru illsku og háðung. Og
eru allir búnir að gleyma hrekkjusvínunum
sem eltu uppi fórnarlömb sín af stakri kost-
gæfni, trúlega sökum þess að sjálf áttu þau
um sárt að binda?
Sé það satt að börn verði útundan í góð-
æri er það eins mikill sannleikur að þau
verði útundan þegar hart er í ári því að
meginreglan á öllum tímum virðist vera sú
að fólk þurfi að standa sig. Þetta gerist á
kostnað barnanna en verður þeim jafn-
framt fyrirmynd. A uppvaxtarárum mínum
hafði þessi fyrirmynd hvetjandi áhrif á
sterka og dugmikla einstaklinga sem
sviptu þjóðinni á svipstundu frá fátækt til
velsældar. Aðrir flutu með eða urðu hrein-
lega undir. Nú á tímum ætla allir að standa
sig og gera jafnframt kröfu til þess að sam-
félagið búi þannig að börnum þeirra að þau
geti skapað sér góða stöðu í hörðum heimi.
Þetta er sá veruleiki sem nú blasir við og
þrátt fyrir allar úrtölur býr íslenskt samfé-
lag miklu betur að börnum sínum en
nokkru sinni fyrr. Fyrir tilstilli tækni og
vísinda hefur skólakerfið þróað margvísleg
úrræði fyi’ir börn með sértæka námsörðug-
leika og fötlun. Til allrar hamingju er það
liðin tíð að kennarar leggi nemendur sína í
einelti og niðurlægi þá eins og tíðkaðist til
skamms tíma. Félagsleg aðstoð hefur
þróast farsællega og úr sögunni að fólk
þurfi að blygðast sín fyrir fátækt. Góðærið
hefur rutt brautina fyrir aukið umburðar-
lyndi og mannúð. Myndast hefur jarðvegur
til þess að hver og einn geti staðið sig á eig-
in forsendum.
En hvar er það þá sem skórinn kreppir?
A hvaða hátt hafa börnin orðið útundan í
góðærinu? Svarið er: vegna græðginnar.
Það fer nefnilega ekki endilega saman að
búa vel að sínu og að eignast alla skapaða
hluti. En ef foreldrarnir leggja þetta
tvennt að jöfnu gera börnin það líka, að
ekki sé minnst á unglingana. Við skellum
skuldinni á samfélagið, á auglýsingarnar, á
nágrannann en ábyrgðina berum við sjálf.
Og með því að setja neyslunni ekki eðlileg
mörk skekjum við grundvöllinn undir fjár-
hagslegii getu, daglegu lífi og samfélagi við
börnin. Þar að auki stuðlum við að verð-
mætamati sem börnin vita, í innsta eðli
sínu, að er rangt.
Sú barnabók, sem ég hef haft hvað mest
dálæti á, er Palli var einn íheiminum. Hún
sýnir á einfaldan hátt að öll auðæfi verald-
ar eru einskis virði ef enginn nýtur þeirra
með manni. Hún sýnir að hlýleg atlot móð-
ur geta fremur en nokkuð annað bægt frá
ógn og skelfingu. Hún kennir börnum á
einfaldan hátt að greina kjarnann frá hism-
inu. I því felst raunar hlutverk uppaland-
ans á öllum tímurn, hvort sem blása hlýir
vindar eða svalir. I því felst einnig vald
hans og áhrif á heilbrigt sálarlíf einstakl-
ings í mótun. Það vald getur engin auglýs-
ingabrella hrifsað frá honum sé því beitt af
visku og sanngirni.
Mér dettur ekki í hug að skammast yfir
Barbie og Game Boy. Þau eru tímanna
tákn og gegna sama hlutverki og leggur og
skel fyrr á tímum. Ég veit að tölvur og
gemsar eru fremst á óskalistum hálfstálp-
aðra krakka og eni hluti af samfélagsleg-
um veruleika þeirra. En ég veit líka að
gamla ævintýrið lifir, og hef orðið vitm að
þvi að harðgerðir unglingar felldu tár yfir
sögu af munaðarlausum indíánadreng. Og
ég þykist vita að þrátt fyrir alla eftir-
væntingu yfir jólagjöfum næsta ár skiptir
piparkökubaksturinn ekki minna máli, svo
að ekki sé talað um laufabrauðsdaginn.
Kannski verður þá líka rifjuð upp gátan um
það hvor á rétt á mjólkinni úr nautinu, eig-
andi þess eða granni hans á jörðinni þar
sem það bítur gras.
GUÐRÚN EGILSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000 3