Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Side 6
Joe Comombo: íbúðargeimur í sýningardeildinni „Visiona" á húsgagnasýningunni í Köln árið 1969. Hönnunin er undir áhrifum frá vísindaskáldsögum og veröld geimferðanna. í miðri íbúð er opið svæði með dýnu og borðhúsgögnum úr plasti. Tilraunahönnun: Gerviefnaframleiðandinn Bayer AG sýndi „íbúðarlandslag" sem framtíðarhíbýli, sem Verner Planton hannaði á húsgagnasýningunni Visiona í Köln árið 1970. Hönnun á umbrotatíma - síðari hluti ANSPYRNA GEGN FUNK- SJÓNALISM- ANUM Á MQRKUM MÓDpRNI£MA OG PÓST- MODERNISMA A 7. ARATUGNUM SAMANTEKT BALDURJ. BALDURSSON KÍNNING funksjónalismans gat ekki gefið fullnægjandi svör við þeirri gagnrýni sem rakin var í fyrri hluta. Því var leitað að fagurfræðileg- um fyrirmyndum á sviðum sem virtust ekki koma hönn- un við. Nýjar hugmyndir komu frá unglingamenningunni, tónlistar- heiminum, popplistinni og kvikmyndunum. Róttækar andhreyfingar gegn arkitektúr funksjónalismans, hefðbundinni iðnhönnun og hönnunar-stofnunum komu fram í Evrópu undir lok 7. áratugarins, fyrst í Englandi og síðan á Ítalíu og í Þýskalandi. í Bandaríkjun- um komu út fyrstu ritin sem gagnrýndu mód- ernismann og beindu sjónum að menningar- legu, sálfræðilegu og táknfræðilegu hlutverki arkitektúrs og lögðu þannig drög að kenningu póstmódernismans. Á 6. áratugnum veitti einkum unglinga- menningin hinum forsmáða funksjónalisma mótvægi: Breska popptónlistin og bandaríska hippahreyfmgin gátu af sér formtungumál og menningu blóma- og hippatímans („Flower- Power“), sem ásamt popplistinni hafði áhrif á grafíska hönnun, tísku og tilraunahúsgögn fjölmargra hönnuða. Unglingamenning 7. áratugarins reis upp gegn hefðbundnum at- ferlisvenjum um leið og popplistin snérist gegn fagurfræðilegum forskriftum. Mynd- verk Roys Lichtenstein og Andys Warhol breyttu ómerkilegum hversdagshlutum, teiknimyndum og auglýsingum í list og voru um leið skopstæling á neyslusamfélaginu. Þessi nýja fagurfræði hafði einnig mikil áhrif á hönnun. Með gerviefnum var hægt að leika sér að formum, oft á hæðnislegan og ögrandi hátt, og í tengslum við uppreisn 68- kynslóðarinnar gegn hefðbundnum, borgaral- egum lífsháttum voru gerðar tilraunir með ný sambýlisform. Smekkleysa og hversdags- Auglýsingaplakat fyrir rokktónleika í Fillmore West-tónleikahöliinni í Los Angeles sem hannað var af Wes Wilson árið 1967 og endurspeglar „psýkedelískt" formtungumál rokkmenningarinn- ar frá áhrifum ofskynjunarlyfja. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.