Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Page 11
Potata höllin byggö í núverandi mynd á árunum 1645-1697. Hún samanstendur af hvítu hölllnni annars vegar sem er aðsetur stjórnsýslu og vetrarhöll Dalai Lama og hlns vegar rauðu höll-
inni, þar sem eru musteri og helgiskrín átta fyrrum Dalai Lama.
Kína en offjölgun og ofeyðing náttúruauð-
linda er mikil í Kína.
Þó að enn sem komið er hafi ekki verið
mikið um vinnslu málma, gass og olíu í Tíb-
et er áætlað að þar geti verið um umtalsvert
magn að ræða. Skógarhögg er algengt í
Kham-héraði í Austur-Tíbet þar sem miklir
skógar eru. Allt frá 1950 hefur skógarhögg
verið stundað þar með kerfisbundnum
hætti. Á hásléttunni eru einnig uppsprettur
flestra stærstu ánna í Austur- og Suðaust-
ur-Asíu, nægir þar að nefna ár eins og Gulá,
Yangtze, Mekong, Irrawaddy, Brahma-
putra, Indus ásamt mörgum fleirum. Val-
kostir fyrir virkjanir og orkuvinnslu úr
þessum ám eru því geysimiklir. Miklir
möguleikar eru á vinnslu á málmum og
orkugjöfum úr jörðu eins og járngrýti, kop-
ar, boxíti, kolum, gasi og olíu. Tíbet getur
því þegar tímar líða fram orðið mikilvægt
málm- og olíuvinnslusvæði.
Yfirráð Kínverja í Tíbet
Með innrás Kínverja í Tíbet í október
1950 var bundinn endi á sjálfstæði Tíbetbúa
en frá 1911 höfði þeir verið sjálfstæðir.
Markmið Kínverja var að frelsa Tíbet undan
útlendum nýlenduáhrifum og yfirráðum ráð-
andi valdaklíku sem að mestu samanstóð af
tíbetskum aðli og prestastétt. Ráðandi stétt
í Tíbet fram að valdatöku Kínverja hafði
ekki gert mikið til að vekja athygli heimsins
á stöðu mála í Tíbet. Þessi stétt hefur enda
verið harðlega gagnrýnd fyrir að hugsa
fyrst og fremst um sinn hag og vísvitandi
halda sambandi við aðrar þjóðir í lágmarki
til að geta treyst sig frekar í sessi. Segja má
að Tíbet hafi enn verið á miðaldastigi í
skipulagi og lítil sem engin framþróun hafði
verið þar um aldir.
Þó að hin opinbera ástæða Kinverja fyrir
innrásinni væri að frelsa Tíbetbúa frá alda-
langri kúgun og fátækt, var almenningur
aldrei spurður að því hvort hann vildi verða
frelsaður. Ennfremur bentu Kínverjar á að
stórlega þyrfti að bæta menntun og heilsu-
gæslu í Tíbet. Segja má að þó að öll þessi
atriði væru rétt var ástæða Kínverja fyrir
innrás fyrst og fremst hernaðarlegs eðlis.
Árið 1959 braust út blóðug uppreisn í
Lhasa sem kínverski herinn braut á bak aft-
ur. Flótti Dalai Lama til Indlands var af-
leiðing þessarar uppreisnar. Mikill fjöldi
Tíbetbúa fylgdi honum í útlegð og talið er
að um 100.000 hafi flúið til Nepal, Bhútan
og Indlands í kjölfar uppreisnarinnar. I
þessum löndum eru stór samfélög brott-
flutts fólks frá Tíbet og reynt er að halda í
forna menningu og siði í þessum samfélög-
um. Unga fólkið sem hefur aldrei komið til
heimaslóðanna hefur aðlagast nýjum að-
stæðum og menningu betur en það eldra.
Hætta er á að margt af því tapi að hluta
menningararfi Tíbets þegar fram líða stund-
ir. Eftir 1959 var ráðist í umbætur enda var
lénsskipulag enn ráðandi í landbúnaði.
Klaustrin áttu mikil lönd og leigðu út til
leiguliða. Þetta kerfí var aflagt og lögð
áhersla á að innleiða samyrkjubú og höft
voru lögð á þá séreign sem hver bóndi mátti
eiga.
Með landbúnaðarumbótum var lögð
áhersla á að rækta korn frekar en bygg. Áf-
Séð uppá fjallstind í Himalaya-fjallgarðinum
frá landamærum Tibets og Nepals.
Ungllngsstúlka í miðborg Lhasa. Tíbetar nota oft skrautleg hárbönd og
fatnað, sérstaklega til hátíðarbrigða.
Hús eru hlaðin úr grjóti og kynt upp með eldiviði í þessu þorpi. Hfbýll fjölskyldu eru á efrl hæð og kjallarinn er notaður fyrir húsdýr.
leiðingarnar urðu mikill uppskerubrestur og
hungursneyð. I gegnum aldirnar hefur mest
verið ræktað af byggi í Tíbet, sú tegund er
meginuppistaðan í fæðu landsmanna ásamt
afurðum af jakuxanum. Margra alda hefðir í
búskap og akuryrkju voru brotnar með nýj-
um framleiðsluaðferðum og samyrkjubúum
sem áttu að auka framleiðni og framleiðslu.
Tíbetska tilheyrir Tibetan-Burmese mála-
flokki. Sennilega á það uppruna sinn frá
Indlandi, Burma (Myanmar) og Taílandi.
Tíbetska ritmálið er upprunalega talið frá 7.
öld eftir Krist og er enn sem næst óbreytt.
Það er alls óskylt kínversku þar sem það
notast við stafróf en ekki táknmyndir eins
og kínverskan. Dreifbýlið í Tíbet og land-
fræðileg einangrun milli svæða hefur valdið
því að mállýskur og framburður er mjög
breytilegur á milli héraða. Tíbetbúar sjálfir
eiga oft mjög erfitt með að skilja hverjir
aðra ef þeir eru frá mismunandi landsvæð-
um, einkum vegna mismunandi orðanotkun-
ar og framburðar. Sumar þessara mállýskna
hafa jafnvel verið taldar sértungumál en
ekki mállýskur innan tíbetsku. Kínverska
hefur sótt á sem samskiptamiðill innan Tíb-
et, ekki síst vegna þess að meirihluti
kennslu í efri bekkjum grunnskóla fer fram
á kínversku og áðurnefndum margbreyti- t
leika tíbetskunnar eftir landsvæðum.
Eðlilega hefur útlagastjórn Tíbets í Ind-
landi áhyggjur af því að tíbetskan geti átt
það á hættu að deyja smám saman út. Hún
hefur því reynt að koma á samræmdu stöðl-
uðu máli sem byggt er á mállýsku sem töluð
er í Mið-Tíbet. ►
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000 1 1