Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Síða 13
DAGURI LIFI
GAAAALLAR
KONU
EFTIR
HELGU Þ. JÓNSDÓTTUR
HUN vaknar við það að henni finnst
handleggirnar á sér vera útréttir
eins og á Kristi á krossinum fyrir
ofan svefnsófann hennar. Hún
reynir að losa sig og þegar hún opnar augun
hverfur martröðin. Hún flýtir sér fram í
baðherbergi, afklæðir sig og stendur fyrir
framan spegilinn. Hún sér að búið er að
taka annað brjóstið þar sem krabbameinið
var. Ég er orðin gömul kona, hugsar hún,
fer inn í sturtuna og þvær hár sitt. Hún
klæðir sig í sloppinn og fer fram í eldhús,
kveikir sér í sígarettu og hugsar eins og svo
oft áður um það að páfinn hefur lofað afláti
ef maður fer í eins dags bindindi árið tvö
þúsund.
Hún borðar ab-mjólkina sína og drekkur
kaffíð sitt. Hún býr ein með kettinum sín-
um, hvítum balíneskum síamsketti með
langa, loðna rófu. Hann er fallegur, hugsar
hún með sér þegar hún heyrir að hann
smjattar á matnum sínum. Það er fallegasta
hljóð sem hún heyrir. Hún fer aftur inn í
svefnherbergi og les bænirnar sínar: Ég
guð minn vakna og bið sem ber. Þegar hún
er búin að klæða sig, krýpur hún með rósa-
kransinn sinn fyrir framan krúsifixið og
segir rósakransbænirnar. Perla á eftir perlu
rennur milli fíngra hennar. Faðir vor, heil
sért þú María, dýrð sé föðurnum. Hún klæð-
ir sig í kápuna sína. Það eru að koma jól og
hún ætlar að skrifta hjá prestinum sínum.
Það er logndrífa og eins og á jólakorti úti
fyrir. Það er hátíðlegt þar sem hún situr í
kirkjunni, fjórar konur á undan henni, þar
af tvær ungnunnur. Hún krýpur í skrifta-
stólinn og tautar: Blessa mig faðir því að ég
hef syndgað. Presturinn er með trefil um
hálsinn, hann fær alltaf kvef á veturna,
hann er frá Frakklandi. Seinna um daginn
labbar hún út í banka og í bakaleiðinni mæt-
ir hún tveimur lögreglubílum. Getum við að-
stoðað þig; viltu ekki að við skutlum þér
heim? Hún reynir að sannfæra þá um að
hún hafi bara gott af því að ganga og ætlar
að halda áfram. Bíddu, ég sleppi þér ekki
svona billega, þú mátt ekki ganga á götunni.
Hún lofar að fara upp á gangstétt. Er hún
kemur heim leggur hún sig og horfir á kött-
inn sinn dansa um með tuskumúsina sína.
Klukkan fjögur á hún að vera mætt hjá geð-
lækninum sínum. Hann skrifar niður það
sem hún segir við hann. Gerði ég mig að
fífli, læknir? spyr hún. Ég hringdi niður á
DV og sagði þeim að ég hefði samið spak-
mæli sem er svona: Það getur orðið ávani að
gera grín að sjálfum sér. Þegar hún kemur
út frá honum dettur henni eitthvað í hug og
hún hugsar hvaðan kom þessi hugsun. Þetta
var ekki ég. Er heim er komið leggur hún
sig og kötturinn hennar við hliðina á henni
og þau hlusta á músíkina í útvarpinu. Það er
verið að syngja Ave María. Fyrst fær hún
kökk í hálsinn, svo læðast tvö tár niður á
kinnar henni. Um kvöldið tekur hún litlu,
lituðu pillurnar sínar. Hún verður að bíða 'í
tvo þrjá tíma eftir því að hún sofni. Loks
skeður kraftaverkið. Hún sofnar.
Höfundurinn er húsmóðir í Vesturbænum
í Reykjavík.
Teikning: Alfreð Flóki.
Húfur rekið hlustum frá
hlýðið ljóðum sönnum.
Býð jeg eina bragarskrá
Biskupstungnamönnum.
Býr á Fljóti auðs með arð,
eftir gömlum vanda;
á þar bæði góss og garð
gautur frægur randa.
Svona frá því sagan tjer,
sem er varla skreyti,
góins binga gildur ver
Guðmundur að heiti.
Þegar um hann þjóðin tjer,
þeytir orðaslöngu,
sá er geira gildur ver
giftur fyrir löngu.
Ein er dóttir hjónum hjá,
heima garðinn skreytir,
piltar hrósa pilsagná,
Pálína sem heitir.
RIMA AF HALLI
Á STÓRA-FUÓTI
EFTIR JÓN GIZURARSON
FYRIR þremur árum birtist í Lesbók „Harmsaga Jóns blinda“, þar sem rakin var raunasaga
manns á síðari hluta 19. aldar, sem varð fyrir siysum og missti sjónina. Tveir hreppar í Ár-
nessýslu reyndu að koma honum af sér, en að lokum varð fæðingarhreppur hans í Biskups-
tungum að taka við öryrkjanum, sem var vel gefinn til munns og lianda; brá tágakörfur lysti-
lega, var góður hagyrðingui' og var Iciddur suður á Suðurnes til sjóróðra, ef hugsast gæti að
hægt væri að hafa eitthvað uppúr manninum. Það sem Jón orti er nú glatað, nema tvær rímur
af Halli bónda á Stóra-Fljóti, og birtist hér önnur þeirra. Lesbók fengið rímuna frá Kristni
Kristmundssyni, skólameistara á Laugarvatni.
Eins og blásið væri í voð
vinds af gusti hröðum
Hallur lætur hófagnoð
hlaupa að Kvervatnsstöðum.
Hallur bónda hitta fer,
honum tjer í skyndi,
segist hafa eins og er
eitthvert smáerindi.
Vekur bóndi svo um sinn
svör með anda fínum:
„Hvernig líður, Hallur minn,
honum föður þínum?“
„Hann er karlinn hjer um bil
hugar kvalinn pínum
og mig sendi yðar til
í vandræðum sínum.
Helst er pabba hyggjan fróð,
hugarpín svo linni,
byssuskot og bjölluhljóð
bót á slíku vinni.“
Hennar bróðir Hallur þá, háður engum trega. Honum sagan seinna frá segir greinilega. Sofnar lukkan sómasnauð, sorgin fer á stríða. Lömbin smáu liggja dauð lands um bygðir víða. Hallur fer og hleypur inn, hvergi neitt þó skilur. Finnur karlinn föður sinn frjettir allai- þylur. „Umfram hluti alla má aðgæslunni beita, ef þig fýsir eggjaþrá Óms á kvendi þreyta.
Þessi klæðakvistur eins, kostum búinn fínum; lýðir segja lundur fleins líkist föður sínum. Eitt er nú, sem ama bar, Óðins heljar skríði, sjer hún muni sveima þar svívirðingar líki. „Eitt er skrípi ofar jörð, að þvi máttu hlera, okkar sauða hrekur hörð hvergi má hún vera. Heimilt skal þjer haglatröll, hjer við máttu una, en víga til að vekja sköll vantar hvellhettuna.“
Eigi neitt til ama ber, áfram stundir líða. Veður lægja, vetur fer, vorið kemur blíða. Ekki var það Ýmis bein, eigi parið kendi; sínum fríða sjónarstein seljan hringa rendi. Vekur þetta skemdar skaup skaðsemdir ófínar; lömbin smáu liggja dauð lands um bygðir þínar.“ „Um það hirði ekki par,“ illir leikir grána, Hallur svarar: „Hinir það hljóta mjer að lána.“
Hverfur snjóa helið kalt, heyrist söngur fagur. Þá er kominn yfir alt upprisunnar dagur. Vann svo ræða veigalind: „veldu snauða tapi, það er einhver amakind, ekki hýr í skapi.“ Anzar karl og ygldi sig, orða beitir geiri: „Þið hafið leyndan þessu mig. Það er skaðinn meiii Sagan getur eins þar um, Óms á beru kvendi, taumahjera tygjuðum til Uthlíðar rendi.
Ærnar bera út um jörð; yngis heimasæta Pálína á hendi hjörð hefur þá að gæta. Hallur svarar hringabil: „Hvetjum nú úr sporum, svoddan fjanda síst jeg skil, segja föður vorum." *• Ertu Hallur eins og fljóð, ei sem nennir breka, út af minni eigin lóð óvættið að reka.“ Hettur, púður hann fjekk þá, hugði’ um lambaskaðann, og nú ríður eins og má ánægðastur þaðan.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000 1 3