Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Page 15
 sókninni, en skýt því til yðar, hvort þér getið hlutast til um það, að maður þessi finni sér skylt í stað þessarar þóknunar, að kenna, helst yngra fólki kirkjusöng, svo að von verði til að þessum vandræðum með söngleysið linni þar í sókn, áður en langt líður. Þetta er yður tjáð til leiðbeiningar og birtingar fyrir hlutaðeigend- ur.“ Vitnað verður nú til málsmetandi samferða- manna séra Eggerts, svo sem Helga Jónssonar er lengi var verzlunarstjóri í Þorlákshöfn, sem lýsir viðkynningu sinni af séra Eggerti eftir- farandi: „Ég kynntist séra Eggerti fyrst árið 1890, þá tókst góð vinátta með okkur og hélst alla tíð upp frá því séra Eggert var mjög fræð- andi, hafði einkum yndi af að tala um söguleg efni og málfræði. Hann var einkum stálminn- ugur á ártöl. Hann mun hafa verið stálsleginn í grísku og latínu. Hann var langskemmtilegast- ur þar sem 3 eða 4 voru samankomnir og þó sérstaklega væri ofurlítið með til hressingar. Aldrei sá ég hann reiðast, en honum gat orðið þungt í skapi, vegna fláttskapar og hræsni og gat stungið óþægilega á kaunum þeirra er reyndu að sverta hann. I öllum samskiptum var hann hinn áreiðanlegasti og ósínkur mjög. Hann var góður ræðumaður, en talaði sjaldan lengur en í fjórðung stundar, en framburður hans var ekki að sama skapi. Ég á nokkur bréf frá séra Eggerti. Þar er hann stuttorður og gagnorðui'. Kynni mín við hann og vinátta hans var mér til gleði og ánægju alla tíð.“ Þess má geta að Helgi Jónsson var systur- sonur Jóns Arnasonar kaupmanns í Þorláks- höfn. Hann fór af námsbraut sinni til þess að gerast bókari og verzlunarstjóri. Hann var með færustu verzlunarstarfsmönnum síns tíma, rit- aði fagra rithönd og var skáldmæltur. Það var Sighvatur Borgfirðingur Grímsson, sem kom vitnisburði Helga til skila. Bréfaskriftir séra Eggerts til prófastsins í Árnesþingi, séra Sæmundar í Hraungerði, Jónssonar, hafa byrjað með komu hans í Selvog með því að koma á framfæri ósk Selvogsmanna um endurbyggingu Strandarkirkju. Sigui'ður Ái-nason skilaði henni fullbyggðri uppúr mið- sumri 1888. Hún var þá með virðulegustu kirkjum landsmanna. En eitt taldi þá sóknar- presturinn Eggert Sigfússon að á skorti um kirkjulega reisn innanhúss í Guðshúsinu á Strönd, en það var ljósahjálmurinn. Séra Egg- ert hefur á árinu 1889 kannað hjá forsvars- mönnum Þorlákshafnarverzlunar um pöntun og innflutning á ljósahjálmi til Strandarkirkju og áætlaðan kostnað. Að fengnum upplýsingum um hjálmsgerð og verð hefur séra Éggert ski'ifað prófastinum í Hraungerði bréf í tillöguformi. Eins og fyrr verður prófastur að skrifa biskupi og leggja fyrir hann tillöguerindið til endanlegrar af- gi'eiðslu. En nú vill svo til að á árinu 1889 urðu bisk- upaskipti, er Hallgrímur Sveinsson tók við embættinu af Pétri Péturssyni 16. apríl 1889. Það hefur því tafist, að samþykkt biskups lægi fyrir og varð ekki afgreitt á árinu 1889. Þessu unir séra Eggert á Vogsósum ekki og skrifar beint til hins nýskipaða biskups Hallgríms Sveinssonar í byrjun febrúar árið 1890 og legg- ur fyrir hann hið enn óafgreidda erindi. Þetta dugði því um hæl fær séra Eggert eftirfarandi svar frá biskupi. Með því að fletta blöðum og bókum kemur fram að séra Eggert hefur verið sýslunefndarmaður sveitar sinnar og sótt sýslufundi, sem haldnir voru á Eyrai'bakka. Þetta er staðfest með gamansömu ívafi þegar vinir og vildai-menn halda tónskáldinu og org- anleikaranum Sigfúsi Einarssyni hóf að Hótel Borg í tilefni sextugsafmælis hans. Sigfús tónskáld var fæddur á Eyrarbakka og heitinn eftir Sigfúsi snikkara, föður séra Egg- erts á Vogsósum, sem vitjaði látinn nafns, eins og það er kallað. I nefndu hófi rifjar Sigfús tónskáld upp bernskuminningar frá uppvaxtarárum sínum á Eyrarbakka. Þar á meðal þegar hann er 12 ára 1889 og kominn í söngfélag það, er Jón Pálsson stjómaði og þótti menningarauki. Var því við hæfi að syngja fyrir sýslunefnd er fundaði þar á staðnum í sal einum. Þá minnist tónskáldið þess, er þeir sungu fullum hálsi á söngpalli, að einn sýslunefndai-maður, séra Eggert á Vogs- ósum, rís úr sæti sínu og gekk upp að pallinum þar sem söngflokkurinn stóð. Hann víkur sér þar að einum söngmanninum og bai' upp erindi við hann. Söngmaðurinn stóð þar með opinn munninn í miðju lagi og var því vant við látinn að svara komumanni. En séra Eggert beið hinn rólegasti, meðan lagið var sungið, lauk síðan erindi sínu við manninn og gekk til sæti síns. Selvogsmenn mundu það vel, að hljóm- og sönglist höfðuðu lítt til séra Eggerts, svo sem síðar kom fram. Hann virti þó þann þátt í mess- um sínum og reyndi sem best að aðhæfast hon- um, svo sem fram kom hér að framan, þegar hann með bréfaskriftum 1886 fékk samþykki biskups fyrir því að Strandarkirkja borgaði forsöngvara kh'kjunnar 1 krónu fyrir hverja messu. Ekki er skráð vitneskja um hver hinn launaði forsöngvari vai' meðal Selvogsmanna, sem hefur vafalaust rækt vel hina launuðu þjónustuskyldu í góðu samstarfi við séra Egg- ert, allt þar til listræn framþróun ógnaði for- söngvarastarfinu um 1897. Er þá að skýra nánar frá því hvað hér var á ferð: Um miðjan áttunda tug 19. aldar hélt hér sunnanlands innreið sína hljóðfæraþáttur í kirkjur á landsbyggðinni. Nánar skilgreint: Ár- ið 1875 sendi sóknarnefnd Stokkseyrarpresta- kalls út beiðni til safnaðarins um að kaupa „harmóníum" í Stokkseyrarkirkju. Átti það að kosta 400 krónur. Söfnuðurinn brást vel við. Á hvítasunnudag 4. júní 1876, var hljóðfærið vígt af sóknarprestinum. Organleikarinn var Bjarni Pálsson, faðir Friðriks tónskálds og organleik- ara í Hafnarfirði. En hann hafði lært að leika á það hjá Sylvíu Thorgrímsen á Eyi'arbakka endurgjaldslaust, þá 19 ára að aldri. Bjarni Pálsson kenndi bræðrum sínum ísólfi og Jóni orgelleik og mörgum öðrum. Hann var einnig formaður og fórst með allri áhöfn sinni í brimlendingu í Þorlákshöfn 24. 2. 1887, á þrít- ugsári sínu. Hann var öllum er til hans þekktu harmdauði. Þegar Eyrarbakkakirkja var fullbyggð og tekin í notkun 1890, varð þar organleikari Jón Pálsson bróðir Bjarna heitins og 5 árum síðar 1895 gaf forstjóri Eyrarbakkaverzlunar henni vandað harmóníum. Það var því ekki að undra þótt sóknarbörn Strandarkirkju teldu að nú væri röðin komin að sér á hinni kirkjulegu menningarbraut. Ekki síst vegna hinnar þokkafullu og efnuðu kirkju sinnar, Strandar- kh'kju. Þeir fylgdu máli sínu eftir með sama hætti og Stokkseyiingar fyrir 20 árum með því að sóknarbörn samþykkja bréflega beiðni til biskups fyrir milligöngu prófastsins í Árnes- þingi um að Strandarkirkja fái sem fyrst vand- að hljóðfæri í kirkju sína. En nú brá svo undar- lega við, að séra Éggert sóknarprestur þeirra er ekki alveg samhuga sóknabörnum sínum í þessu efni. En ekki létu þeir Selvogsmenn það aftra sér frá því að fylgja eftir erindi þessu og sýnt að þeir hafa haft samband við Jón Pálsson organleikara á Eyrarbakka um val og pöntun á hljóðfærinu, saman ber eftirfarandi biskups- bréf: Organisti Jón Pálsson Eyi-arbakka 19. marz 1898. „Jafnframt og ég eftir tilmælum yðar, herra organisti, endursendi ég yður vottorð það frá Valdimar prófasti Briem, sem fylgdi með heiðr- uðu bréfi yðar til mín dagsett 8. fyira mánaðar, skal ég viðvíkjandi aðalefni bréfsins taka fram, að með því að séra Eggert Sigfússon á Vogsós- um ekki hefur látið þess getið við mig, að hann hafi beint eða óbeint gjört neinar ráðstafanh- til útvegunar á harmóníum til Strandarkirkju samkvæmt því sem héraðsfundur fyrir sitt leyti hefur fallist á, þá býst ég við að presturinn og aðrir hlutaðeigendur ættlist til, að ég hlutist til um útvegun hljóðfærisins. Eftir góðfúsu til- boði yðar vil ég því fúslega þiggja yðar milli- göngu í þessu efni, og fela yður gegn borgun héðan af fé kirkjunnar, að panta hljóðfærið eft- ir því sem yður virðist best henta með tilliti til stærðar kirkjunnar og ásigkomulags hennar, svo vandað og ódýrt eftir gæðum, sem kostur er á. Þegar þér hafið afgreitt pöntunina, væri mér kært að fá vitneskju um frá yður, bæði hversu mikill kostnaðurinn muni verða, hve- nær peningarnir þurfi að vera til taks og á hvern hátt þér búist við að ráðstafa flutningi hljóðfærisins, hvort heldur beint til Eyrar- bakka eða Þorlákshafnar, eða fyrst hingað og héðan aftur til Þorlákshafnar með gufubáta- ferðum.“ Viðhorf og afstaða séra Eggerts á Vogsósum til hljóðfæriskaups í Strandarkirkju hefur sýni- lega móðgað Hallgrím Sveinsson biskup, sam- anber hvernig hann ávarpar séra Eggert í bréfi til hans d.s. 18. maí 1898: „Séra Eggert Sigfússon Vogsósum 18. maí 1898! Bréfi yðar virtur herra prestur, frá 1. þ.m. [1. maí 1898] get ég stuttlega svarað svo, að ég þegar 19. marz hefi falið hr. Jóni Pálssyni org- anista á Eyrarbakka, útvegun á harmóníum til Strandarkirkju, af þeirri stærð, sem hann álít- ur nauðsynlega og hentuga, og einnig að ráð- stafa flutningi þess eins og hann telur best vera. Prófastsbréfið endursendist yður hér með eftir ósk yðar.“ Samkvæmt tilvitnun í biskupsbréf á öðrum stað mátti hljóðfærið „orgelharmóníum" kosta allt að 700 krónum. Þegar minnst er á komu fyrsta hljóðfærisins í Strandarkirkju, er leitt að ekki varð komist framhjá neikvæðu viðhorfi sóknarprestsins, sem vafalaust hefur varðað hina takmörkuðu tónskynjun hans og kvíða vegna samstarfs við vélrænan forsöngvara. Hólmfríður Snorradóttir frá Læk í Hraun- gerðishreppi, gift Vilhjálmi Ásmundssyni, kom ásamt manni sínum og elstu bömum þeirra til búsetu að Vogsósum á vordögum 1908. Sig- hvatur Borgfirðingm' Grímsson lætur Hólm- fríði vitna um sera Eggert Sigfússon á efth'- farandi hátt: „Ég var samtíða séra Eggerti Sigfússyni síðasta missirið sem hann lifði. Hann vai' þá orðinn talsvert lasburða og þurfti því meiri aðhlynningar en áður. Þvf komst ég sem húsmóðir hans í nokkru nánari kynni við hann en aðrir á heimilinu og fann þá oft hve góðan mann hann hafði að geyma. Hann var maður sem í engu mátti vamm sitt vita, en vildi öllum vel. En sérkennilegur var hann í hugsun og hátterni og því mun hann hafa verið misskil- inn af mörgum. Hann mun hafa átt allstrangt uppeldi í æsku og því orðið daprari í huga en ella. Hann sá ýmsa vankanta á mönnum og málefnum í lífinu. Einkum á þeim er mikið bár- ust á og þóttust menn, en létu minna gott af sér leiða. Stærilæti og mont var fjarri séra Egg- erti, en hann var meinfyndinn og bituryrtur í gai-ð þeirra er virtu þessa heims gæði framar ’ öllu öðru, en hirtu minna um að auðga og göfga líferni sitt til orða og verka. Óeigingjarnari mann getur varla en séra Eggert var, því hann mátti ekkert aumt sjá og gaf lasburða fólki og fátæku oftar af sínum litlu efnum.“ Séra Eggert Sigfússon lést mánudaginn 12. október 1908. Hann hafði messað í Krýsuvíkur- kh-kju sunnudaginn 11. október eftir gistingu í Krýsuvík, að venju. En þegai' hann er kominn austur að Herdísarvík á heimleið, var sýnt að hann kæmist ekki heim samdægurs vegna las- leika og gisti því í Herdísarvík. Um hádegi dag- inn eftir lagði hann af stað frá Herdísarvík og naut fylgdar Þórarins Ái-nasonar bónda þar, sem sá að nú var mjög dregið af göngukemp- unni miklu. Þeh’ fóru hægt austur Hraun og Víðasand uns þeir námu staðar við vaðið á Vogsós sunnan við túnfótinn. Þórarinn vildi ' fylgja séra Eggerti yfir ósinn, en hann afþakk- aði það. Sneri Þórarinn þá heim á leið. Séra Eggert fer hægt yfir vaðið og gengur upp á lág- an syðri túnhólinn og sest þar niður. Hólmfríð- ur húsfreyja var heima með börn sín og fylgdist með ferðum prests af bæjarhlaði, en bóndi hennar var að búsýslan með vinnufólki sínu norðan túngarðs. Ásmundur sonur þeirra, þá á sjötta ári, stóð við hlið móður sinnar á bæjar- hlaði og hefur sagt undirrituðum eftirfarandi: „Þegar nokkur stund hefur liðið án þess að séra Eggert standi upp og gangi til bæjar, telur húsfreyja að ekki sé allt með felldu og gengur suður að túnhólnum. En þegar þangað kom var^ Ijóst að séra Eggert var þegar örendur. Nær ' þá Hólmfríður brátt sambandi við mann sinn og vinnufólk. Var þá séra Eggert borinn látinn heim í stofu sína.“ Atburður þessi var ævilangt í minnisgeymd Ásmundar eins og hann sagði undirrituðum og hér er festur á blað. Höfundurinn er fræðimaður í Hafnarfirði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.