Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.2000, Qupperneq 19
LIFLINA, MXNDVERK EFTIR
ARNGUNNIYRIAFHJUPAÐ HJA
ISLENSKRI ERFÐAGREININGU
NÝTT listaverk eftir myndlistarkon-
una Arngunni Ýri hefur verið af-
hjúpað hjá Islenskri erfðagrein-
ingu. Verkið, sem hefur fengið
heitið Lfflína, er samsett úr íjórum stórum og
baklýstum myndflötum. Það sýnir nærmyndir
af höndum eða fingraföi-um og er unnið úr
ýmsum efnum svo sem plexigleri, lakki og
ljósmyndafilmu, með blandaðri tækni. Þetta
er annað myndverkið sem afhjúpað er í húsa-
kynnum Islenskrar erfðagreiningar á tæpu
ári, en rýmislistaverk eftir Halldór Ásgeirsson
var sett upp í gluggum og anddyri á Lynghálsi
1 á liðnu sumri. Það er yfírlýst markmið fyrir-
tækisins að styrkja listsköpun sem sækir efn-
ivið í vísindin og stuðla þannig að enn meiri
grósku í íslensku listalífi. Stefnt er að því að fá
fleiri listamenn til samstarfs og stendur fyrir-
tækið straum af öllum kostnaði við listsköpun
þeirra og kynnir verkin sem til verða.
Arngunnur Ýr lýsir verkinu Líflfnu sem
lykli að leyndardómum Iffsins og hefur það að
geyma ýmsar skírskotanir í erfðavísindi. Hún
vann t.d. markvisst með töluna Ijóra sem vísar
til niturbasanna fjögurra í erfðaefninu og með
grunnlitina sem notaðir eru til að auðkenna
erfðaefnið við arfgerðargreiningu.
Arngunnur Ýr er fædd árið 1962. Hún lærði
myndlist hér heima og í Bandaríkjunum og
hefur sýnt verk sín víða um lönd. Listakonan
hefur áður sótt myndefni í heim vfsindanna og
málað landslagsmyndir með tilvísunum í jarð-
fræði og stjamfræði. Þannig hefur Amgunn-
ur birt í málverkinu víddir tfmans, vaxtar og
eyðingar. Verk eftir hana eru í eigu opinberra
stofnana og fyrirtækja, m.a. Listasafns
Reykjavfkur, Listasafns Háskóla íslands,
Seðlabanka Islands og Fríverslunarsamtak-
anna EFTA.
Morgunblaðið/Ásdís
Kári Stefánsson og Arngunnur Yr við myndverkið.
JOLAORATORI-
UR OG KONTRA-
KVARTETTAR
TONLIST
Sfgildir diskar
EYBLER
Joseph Leopold Eybler: Jólaóratoría. Sab-
ine Ritterbusch S, Waltraud Hoffmann-
Mucher A, Harry van Berne T, Jelle Draijer
B; Alsfelder Vokalensemble & Bremer
domchor; I Febiarmonici u. stj. Wolfgangs
Helbich. CPO 999 667-2. Upptaka: DDD,
Brimum 1/1999.
títgáfuár: 1999. Lengd: 70:11. Verð (12 tón-
ar): 1.800 kr.
NÚ ERU helgar tíðir nýliðnar, og drif-
mikla þýzka diskaútgáfan í Osnabruck, CPO,
hefur undanfarið verið lúsiðin við að dusta
ryk gleymskunnar af gömlum jólaóratoríum
18. aldar. Ég hlustaði á heilar þrjár - eftir
Graun, Stölzel og Eybler - og var hérumbil
jafnerfitt að gera upp á milli þeirra og þegar
París Príamsson þurfti að dæma í fegurðar-
samkeppni Heru, Afródítu og Artemisar.
Allar áttu sér bráðáhugaverðar hliðar, og
ílutningur bætti yfirleitt um betur.
Að því leyti bar af túlkun Hermanns Max
og Das Kleine Konzert á nýuppgötvaðri
barokk-óratoríu C.H. Grauns (1703-59), hirð-
tónskálds Friðriks mikla í Berlín. Hvorugur
hinna kóranna, þótt góðir væru, náði sam-
bærilegum hæðum Rheinische Kantorei, og
af einsöngvurum var leitun að jafnoka hinnar
frábæru altsöngkonu Lenu Susanne Norin.
Óratoría G.H. Stölzels (1690-1749), líkleg-
ur höfundur sönglagsins alkunna „Bist du
bei mir“ sem allir vilja eigna J.S. Bach, var
einnig stútfull af eyrnaglennandi tónlist í ríf-
andi meðförum Weimarer Barockensembles
undir sprota Ludgers Rémy; aftursæknara
verk en óratoría Grauns og í mörgu líkt stíl
meistarans frá Eisenach, en samt mótað af
frumlegum persónuleika út í gegn.
Ég staðnæmdist að lokum við jólaóratoríu
frá 1794 sem bar hinn hjarðsæla titil „Die
Hirten bei der Ki-ippe zu Betlehem" eftir
langókunnasta nafn þrenningarinnar, J.L.
Eybler (1765-1846). Miðað við þá stórglæsi-
legu vinarklassík í anda Sköpunar og Árstíða
Haydns sem blasir við hlustum á þessum
diski, má kalla óskiljanlegt hvernig hefur
getað fyrnzt svona rækilega yfir þetta frá-
bæra tónskáld þar til fyrir allraskemmstu, ef
haft er í huga að ekki óvandlátari fagmaður
en Mozart hafi haft á honum miklar mætur.
Næstu misseri munu eflaust skera betur
úr um það, en að svo stöddu þótti mér Jötu-
leikur Eyblers bera af hinum verkunum
tveim hvað varðar sterkan heildarsvip (þrátt
fyrir jafnvel meiri stílfjölbreytni en í óratorí-
um Haydns!), hugvitsama orkestrun og lag-
rænan frjóleika. Eybler kann sér og betra
hófs í ftíkun kórala en Graun, sem tekur heil
7(!) erindi af „Ó höfuð dreyra drifið“ og rúst-
ar þar með heildarjafnvægi í annars ágætu
verki.
Fullkomið hefði verið, ef kórkaflarnir
hefðu notið afburðakrafta Rínarkórs Her-
manns Max. Dómkórinn í Brimum er vissu-
lega góður fyrir sinn hatt, en hefur ekki
sömu fullkomnu snerpu og óaðfinnanlegu
inntónun. Hins vegai- er hljómsveitin spræk,
og einsöngvarahópur Helbichs reyndist jafn-
beztur allra í óratoríunum þremur.
Fínn tenór og bassi, en þó sérstaklega alt-
inn, Waltraud Hoffrnann-Mucher. Mætti
raunar halda, og af víðari reynslu en þessari,
að „topp“-sópranar séu vandfáanlegri
smærri útgáfum en úi-valsaltar; ugglaust
vegna meiri eftirspurnar. Sabine Ritter-
busch hefur mun fallegri rödd en Ingrid
Schmithusen í Graun og fer furðuvel með
einhvern njörvaðasta kóloratúr sem um get-
ur í vínai-klassískri óratóríu, en er ekki alveg
100% afslöppuð í hæðinni og hefur smá til-
hneigingu til að lafa í inntónun.
Hér er ekki rúm til að tíunda þá fjölmörgu
staði sem þrátt fyrir kunnuglegt yfirbragð
við fyrstu heyrn koma á óvai-t í Jötuleik
Eyblers. Nægja verður að mæla með verk-
inu af alefli. Upptakan er sízt til ama; furðu
skýr miðað við allrausnarlega kirlyuhljómg-
un, og jafnvægið er víðast hvar til fyi-ir-
myndar.
WAGENSEIL
Georg Christoph Wagenseil: 6 kvartettar f.
3 selló & kontrabassa.
Piccolo Concerto Wien. Symphonia SY
99168-9. Upptaka: DDD, Schmiedrait 7/
1999. títgáfuár: 1999. Lengd (2 diskar):
97:19. Verð (12 tónar): 3.000 kr.
ÁSTÆÐA þess að virtasta grein vest-
rænnar kammertónlistar, strengjakvartett-
inn, staðlaðist fyrir meira en tveim öldum við
áhöfn tveggja fiðlna, víólu og selló, er marg-
þætt og ekki að öllu leyti ljós. Meðal þess
sem spilaði inn var þrálátt vanframboð á
góðum víóluleikurum á ofanverðri 18. öld,
sem sumir rekja til fjórradda ritháttar í stað
fimmradda í byrjun aldarinnar með aukinni
áherzlu á laglínu í efstu rödd. Einnig mætti
nefna fjölgun pósisjóna og hækkandi tónsvið
fiðlunnar á sama tímabili, þar sem víólan aft-
ur á móti fór fetið langt fram á 19. öld, m.a.
af fyrrgreindum sökum. Og eftir því sem
tónlistin varð hraðskreiðari, kom sellóið að
meira gagni en kontrabassinn, sem svarar
seinna akústískt en knéfiðlan og hefur ó-
jafnai-i dýnamík, auk þess sem hægfara þró-
un í bassaspiltækni gerði honum framan af
illkleift að elta smærri meðlimi strengjafjöl-
skyldunnar upp tónsviðið. Eiginlega er fiðlan
smækkaður bastarður víólunnar, sem er
upphaflega fiðlustærðin [,,violino“ = lítil
víóla], enda tíðkaðist áður fyi-r, þegar salir
voru smærri, nálægð meiri og hljóðfæra-
smekkur nátengdari söng, lægra tónsvið í
strengjaleik en nú er.
Kannski má líta á þessa 6 kvartetta G.C.
Wagenseils (1715-77) sem arfleifð þeirra
tíma, en annars er fátt um þá vitað. Þeir hafa
aðeins varðveitzt í einu ódagsettu afriti, og
virðast hafa verið samdh- nokkru eftir að
hljómsveitarstjórinn við keisarahirðina í Vín
fletti blöðum fyrir 6 ára snáða frá Salzburg , r
að nafni Wolfgang Mozart, þegar sá átti þar
leið um og lék eftir hann sembalsónötu, keis-
arafjölskyldunni til skemmtunar. „Hann skil-
ur þetta“ sagði sá stutti, sem virðist hafa
metið Wagenseil mests þáverandi Vínartón-
skálda, enda átti tónlistarsagan eftir að stað-
festa þýðingu Wagenseils fyi-ir m.a. þróun
sinfóníunnar og píanókonsertsins, þ.á m. í
verkum Mozarts sjálfs.
Wagenseil kunni sitt fag. Kennari hans
var enginn annar en fremsti kontrapunkt-
fræðingur samtímans, J.J. Fux, enda þótt
Wagenseil hlýddi snemma stimamjúku kalli
nýrrar „galant“-stefnu rókokótímans. Kvart-
ettarnir sex bera þess einnig merki í yndis-
legi-i blöndu af þýzkum, frönskum og ítölsk-
um stíl, sem verður nærri því „empfindsam"
í hægum þáttum 2., 4., 5. og 6. sónötu. Yfir ,
öllu er festa og fagmennska þýzku hefðar-
innar í allframsækinni útfærslu fyrir sinn
tíma, þ.e. kringum miðjan 7. áratug.
Þetta hlustunarmeti er sérlega ljúft undir
tönn. Verkin eru hugmyndarík, syngjandi
melódísk, markviss í fonni og frábærlega vel
spiluð af ungum en ljónfærum meðlimum
Piccolo Concerto Wien, þó að „búrnið" í bass-
anum skeri óhjákvæmilega í gegn endrum og
eins. Skv. fyrirmælum raddskrár má einnig
nota 2 víólur í stað efstu sellóraddanna. Hef-
ur sá kostur verið valinn í jöfnu sónötu-
númerunum (nr. 2, 4 & 6), og kemur það ef
nokkuð er enn betur út, enda bæði breiðara í
samhljómi og laust við öll þvingunai-hljóð , í
sellósins á efsta sviði. Hljóðritun cpo-tækni-
manna gælir vel við safaríka hljómdýpt
„kontrakvartetts“- áhafnanna, en heldur
engu að síður fullum tærleika.
Ríkarður Ö. Pálsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. JANÚAR 2000 1 9