Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Síða 8
NAPOLEON
MAÐURINN SEM STAL BYLTINGUNNI
EFTIRÁRNA ARNARSON
Napóleons-styrjaldirnar eru saga ótrúlegra mann-
fórna, talið er að Frakkar hafi misst um það bil
916.000 menn, eða 38% af aldursflokknum
fæddum 1790-1795. Þetta var 14% meira mannfall
en varð í fyrri heimsstyrjöldinni hjó aldursflokknum
sem fæddurvar ó órabilinu 1891-1895.
Málverk eftir Paul Delaroche: Napóleon í Fontainebleau 1814. Hér er það ekki hinn stolti stríðs-
maður á hesti sínum, heldur lúinn og af sér genginn maður.
LÖNGIJM hefur verið deilt um það að
hvaða marki einstaklingar geti ráð-
ið gangi sögunnar eða hvort maður-
inn sé óafvitandi fómarlamb kring-
umstæðna sem fylgi ákveðnu ferli
og jafnvel lögmálum. Þegar kring-
umstæður breytast skyndilega opn-
I ast nýjum mönnum möguleikar en
oft virðist tilviljunin ein fleyta mönnum til
æðstu valda og metorða. Franska byltingin
kollvarpaði aldagömlu valdakerfi sem byggðist
á forréttindum lítils hluta íbúanna. Skyndilega
voru pólitískir ævintýramenn komnir til valda í
einu voldugasta ríki Evrópu. Ráðamenn ann-
arra ríkja Evrópu óttuðust ekkert meira en að
hugsjónir byltingarinnar næðu að skjóta rótum
meðal alþýðunnar og að múgurinn tæki völdin.
Einn þeirra sem byltingin fleytti til æðstu met-
orða var komungur stórskotaliðsforingi frá
Korsíku, Napóleon Bonaparte, sem bæði vilj-
andi og óviljandi hafði tilhneigingu til að vera á
réttum stað á réttum tíma.
Byltingamenn bmtu allar hefðir, byrjuðu
m.a. tímatalið upp á nýtt og tóku upp 10 daga
viku. Þetta var tími skjóthuga einstaklinga,
sem risu skjótt til metorða en urðu stundum
fómarlömb þeirrar tortryggni sem var á milli
þeirra hópa sem toguðust á um völdin. Napó-
leon var nokkrum sinnum hætt kominn í þeim
hildarleik, en stóð að lokum uppi sem n.k.
bjargvættur hinna nýju hugsjóna. Napóleon
stal byltingunni.
Englendingar vora frá fomu fari erfðaféndur
Frakka og franska byltingin magnaði þá tor-
tryggni sem ríkjandi var milli þessara þjóða.
Englendingar beindu áróðri sínum gegn Napó-
leon persónulega og gerðu hann tortryggileg-
an. Var honum lýst sem jakobína og hermdar-
verkamanni, sem hefði afvegaleitt frönsku
þjóðina. Ensk blöð vora full af slúðri, þvættingi
og skrípamyndum um Napóleon og einkalíf
hans. Svo sterk áhrif hafði þessi áróður að sum-
ar af þessum ranghugmyndum ganga enn aftur
sem sögulegar staðreyndir. Eins og aðrir
Frakkar vildi Napóeon ekki stríð heldur frið til
þess að byggja um nýtt samfélag. Sjálfur komst
hann svo að orði: „Ég hef aldrei verið minn eig-
in herra, mér hefur alltaf verið stjómað af
kringustæðunum.
Napóeons-styrjaldimar era saga ótrúlegra
mannfóma, talið er að Frakkar hafi misst um
það bil 916.000 menn eða 38 prósent af aldurs-
flokknum fæddum 1790 til 1795. Þetta var 14
prósentum meira mannfall en varð í fyrri
heimsstyrjöldini hjá aldursflokknum fæddum
1891-1895. En hver var þessi maður sem gat
dregið heila þjóð með sér til slíkra fóma, en var
samt sem svo sárt saknað að þegar hann sneri
aftur eftir nokkurra mánaða útlegð var honum
fagnað sem þjóðhetju. Líklega hefði franska
þjóðin hafið hann til valda í þriðja sinni ef Eng-
lendingar hefðu ekki komið honum íyrir undir
hervemd á smáeyju úti í miðju Atlantshafi.
A réttum stað á réttum tíma
Bonaparte-fjölskyldan var ítölsk og uppran-
in í Toscana en hafði flust tfi Korsíku á 17. öld
þegar eyjan tilheyrði borgríkinu Genúa á Norð-
ur-ítalíu. Arið 1768, þegar Genúa-menn sáu
fram á að geta ekki haldið eyjunni vegna and-
stöðu íbúanna, seldu þeir hana Frökkum.
Napóleon fæddist árið eftir og náði því naum-
lega að fæðast sem franskur þegn. Þegar hann
var sendur í herskóla í Frakklandi rn'u ára gam-
all á kostnað franska ríkisins, skildi hann varla
orð í frönsku og allt fram á fullorðinsár bar á ít-
ölskum hreim í tali hans. Hann reyndist dug-
legur námsmaður og var 1784 sendur í liðsfor-
ingjaskóla í París. Þaðan útskrifaðist hann sem
stórskotaliðsforingjaefni aðeins 16 ára gamall
og var útnefndur liðsforingi við herdeild í Suð-
ur-Frakklandi.
Napóeon hreifst af hugsjónum frönsku bylt-
ingarinnar. Þegar jakobínar náðu völdum árið
1793 hófu þeir að taka andstæðinga sína af lífi
hundraðum saman með fallöxinni illræmdu.
Þetta leiddi til uppreisna víða í landinu og tók
Napóeon þátt í að berja niður uppreisn í Avign-
on og Marseilles og varð vitni að því hvemig
sendimenn jakobínastjómarinnar hreinsuðu
borgimar af óæskilegum einstaklingum af
óskaplegri grimmd. Hér kynntist Napóeon
hryllingi borgarastyrjaldar og alla tíð síðan ótt-
aðist þessi hugrakki maður ekkert meira en óð-
an múginn. En það var í Toulon í Suður-Frakk-
landi, sem Napóeon vakti íyrst athygli íyrir
herkænsku, en Englendingar höfðu borgina á
valdi sínu. Var honum eignaður heiðurinn af því
að hrekja 18.000 manna lið þeirra burt af
franskri jörð og var í viðurkenningarskyni
gerður að hershöfðingja af lægri gráðu. Jak-
obínar höfðu þann sið, sem síðar var tekinn upp
í Rauða hemum sovéska, að senda pólitíska eft-
irlitsmenn með hernum og var sérstaklega vak-
að yfir því að yfirmenn hefðu réttar skoðanir.
Napóleon, sem mun hafa verið andvígur harð-
stjóm jakobína, var handtekinn granaður um
óæskilegar skoðanir en sleppt aftur.
Áriðl795 var Napóleon útnefndur yfirmaður
stórskotaliðs hersins í Vestur-Frakklandi en í
þeim hluta landsins var andstaðan við bylting-
una mest. Napóleon leist ekki á að halda áfram
að berja á sínum eigin landsmönnum og hélt
kyrru fyrir í París og tók virkan þátt í þeirri
valdabaráttu sem þá átti sér stað eftir fall hinn-
ar róttæku stjómar jakobína. Því uppgjöri lauk
í október 1795 með því að völdin voru fengin í
hendur fimm stjómendum sem nefndust kons-
úlar og mynduðu ríkisstjórn landsins. Þetta
stjómarfyrirkomulag hélst lítið breytt til 1799.
Hin nýja valdaklíka launaði Napóleon greiðann
með því að gera hann að fullgildum hershöfð-
ingja aðeins 26 ára að aldri.
Lifandi goðsögn
Fyrsta herför hans var til Norður-Ítalíu, sem
var að miklu leyti undir stjóm Austurríska
keisaradæmisins. Herinn var illa búinn að öllu
leyti, búningar ósamstæðir og hluti liðsins hafði
ekki einu sinni skó á fæturna. En byltingin
hafði raskað öllum hefðum í stríðsrekstri. Her-
menn Frakka voru upptendraðir af þjóðemis-
hyggju og baráttuanda. Foringjar vora hækk-
aðir í tign vegna hæfileika en ekki vegna
ættemis eins og áður var. Herstjórnarlist
Napóleons byggðist á því að koma andstæðing-
unum á óvart. Sem dæmi um það orðspor sem
fór af þessum unga ofurhuga er að í þessari her-
for hitti hann eitt sinn austurrískan foringja,
sem þekkti ekki viðmælanda sinn. Napóleon
spurði hvemig gengi. „Afleitlega, þeir hafa sent
hingað brjálæðing sem gerir árás frá vinstri og
hægri, að frarnan og aftan,“ svaraði sá austur-
ríski. Napóleon sjálfur taldi að hreyfanleiki
hersveita sinna væri lykilinn að velgengninni.
Ítalíuherförin var samfelld sigurganga og
komst Napóleon upp með að skipa málum á
Ítalíu án þess að bera ákvarðanir sínar nema að
litlu leyti upp við stjómina í Paris. Hann var þá
þegar farinn að haga sér eins og stjómmála-
maður.
Þegar Napóleon sneri heim í árslok 1797 var
hann orðinn að lifandi goðsögn. Var honum fal-
in stjórn þess hers sem gera skyldi innrás í
England, sem nú var eini ósigi-aði andstæðing-
ur Frakka. Napóleon komst að þeirri niður-
stöðu að innrás væri of tvísýn en lagði til í stað-
inn að ráðist yrði inn í Egyptaland, sem var n.k.
sjálfstjómarsvæði inna Tyrkjaveldis. Þannig
yrði opnuð leið til þess að ráðast gegn Englend-
ingum á Indlandi.
Til bjargar byltingunni
í Egyptalandi gerði Napóleon sér far um að
vingast við trúarleiðtoga og lagði sig eftir því að
skilja hugarheim múslíma með því m.a. að lesa
kóraninn. Þannig eyddi hann tortryggni og
auðveldaði öll samskipti við hina framandi þjóð.
I stað þess að bíða þess að Tyrkir sendu her til
þess að endurheimta Egyptaland ákvað hann
að verða fyrri til og herjaði á Tyrki í Palestínu
og Sýrlandi. Þegar kom fram á sumarið 1799
bárust þær fréttir að England, Tyrkland, Nap-
ólí, Austurríki og Rússland hefðu hafið hernað
gegn Frakklandi. Napóleon ákvað því að snúa
heim hið bráðasta til bjargar byltingunni og
fékk öðram forræði hersins í Egyptalandi.
Heimkominn til Parísar í október 1799 var
hann strax orðinn þátttakandi í þeirri valdabar-
áttu sem í gangi var á bak við tjöldin. Stjórn-
kerfið var komið að fótum fram vegna spillingar
og stjómin í raun óstarfhæf. Atvinnuleysi var
mikið, verðbólga vaxandi og n'kiskassinn tóm-
ur. Stjórnin gat engan veginn haldið uppi lög-
um og reglu og stórhættulegt var að ferðast um
vegna rána. Oánægja magnaðist og íylgi við
endurreisn konungdæmisins fór vaxandi.
Allir hópar vildu vingast við Napóleon allt frá
konungsinnum til jakobína. Hann gat ekki orð-
ið konsúll því samkvæmt stjórnarskránni gat
enginn gegnt því embætti undir fertugu, en
Napóleon var aðeins þrítugur. Bæði árið 1797
og 1798 höfðu konsúlarnir beitt hernum til þess
að þvinga þingið til hlýðni og nú var sterk und-
iralda meðal áhrifamanna um að koma á sterkri
stjóm. Vegna hræðslu við valdarán samþykkti
þingið tillögu um að gera Napóleon að yfir-
manni herliðsins í París. Þessum liðsafla beitti
hann til þess að kúga þingið til að fella stjómar-
skrána úr gildi og við tók þriggja manna bráða-
birgðastjórn sem Napóleon átti sæti í. f nýrri
stjórnarskrá sem hann átti stærstan þátt í að
móta, var gert ráð fyrir þremur konsúlum þar
sem einn tæki ákvarðanir en hinir tveir ráðgef-
andi. Ákvarðanatakan kom í hlut Napóleons og
hafði hann vald til þess að útnefna æðstu emb-
ættismenn. Þannig var hinn þrítugi hershöfð-
ingi í raun orðinn einvaldur í Frakklandi.
Umbótamaðurinn
Napóleon tók við stórskuldugu ríki með tóm-
an ríkiskassa en hans fýrsta verk var að byggja
upp hið innra skipulag ríkisins. Hann kom á
skattakerfi sem virkaði og gaf af sér miklu
meira en áður. Hann lagði ríka áherslu á að
eyða ekki meira en aflað var og gekk ríkt eftfr
ráðdeild í meðferð fjármuna hins opinbera. Ár-
ið 1807 stofnaði hann ríkisendurskoðun til þess
að yfirfara hverja einustu greiðslu sem hið op-
inbera innti af hendi. Á valdatíma Napójeons
þurfti aldrei að gengisfella gjaldmiðilinn. í stað
pappírsgjaldmiðils komu klingjandi gullpening-
ar. Réttarkerfinu var umbylt og í hinum nýju
lögum vora borguranum tiýggð þau grandvall-
armannréttindi, sem innleidd höfðu verið með
byltingunni. Þessi lög voru kennd við Napóleon
og eru að stofni til enn í gildi í Frakklandi. Lög-
in voru tekin upp víðast þar sem Frakkar
stjórnuðu á Napóleons-tímanum, í Hollandi,
Sviss, Ítalíu og Þýskalandi. Skólakerfið var
endurreist og stórátak gert í vegagerð m.a.
með því að sprengja vegi um Alpana. Gefin var
út tilskipun um að tré yrðu gróðursett meðfram
öllum vegum til að verja vegfarendur gegn sól-
arljósinu. Munu engin lög eða tilskipun hafa
breytt ásýnd Frakklands jafn mikið og þessi til-
skipun. Napóleon færði Frökkum fulla atvinnu,
stöðugt verðlag og glæpum snarfækkaði.
Erfðaféndur
Englendingar vora erfðaféndur Frakka og
franska byltingin margfaldaði þá tortryggni
sem ríkjandi var á milli ríkjanna. Þegar Napó-
leon komst til valda var hernaðarleg staða
Frakklands sterk. Franska hemum hafði vegn-
að vel þrátt íýrir ótryggt stjómmálaástand
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000