Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Page 13
SJOBAÐ OG SÉNIVER Norsemanflugvélin eftir að hún var sett á hjól 1948. LJÓSMYNDIR OGTEXTAR: SNORRI SNORRASON orseman-flugvélina TF ISV keypti Flugfélag fs- lands af bandaríska hernum 1945 og í ágúst það ár komu tveir her- flugmenn með hana norðan úr Hvalfirði og lentu á Skerjafírðinum. Þar fóru þeir þrjár lendingar með Jóhannes R. Snorrason og sögðu honum síðan að æfa sig sjálfur. Flugfélagið notaði síðan flugvélina til far- þegaflugs og síldarleitar á sumrin og var þá höfð bækistöð á Akureyri 1946-48. Flogið var alla daga sem veður leyfði allt í sex klst. í senn. Var oftast farið snemma morguns í þessi síldar- leitarflug jafnvel um kl. sex og mun víst Akur- eyringum hafa þótt þessi flugvél vera all hressi- leg vekjaraklukka, þegar kannski allt var gefið í botn rétt við bryggjurnar og þeyst eftir pollin- um. En Norseman-flugvélin var traust og hörk- ugóð flugvél, með einstaklega gangvissan hreyfil (550 hestöfl) sem aldrei bilaði á flugi. Hörður Sigurjónsson flugstjóri minnist þess þó að hreyfillinn hafi verið viðkvæmur fyrir ís- myndun í blöndungi, ef raki var í lofti, átt það til að skjóta á flugi en aldrei stansað. Það kom hinsvegar fyrir flugmenn þessara ára að þegar skipta þurfti yfir á annan bensíntank á flugi að Á Akureyri sumarið 1947. Á myndinni eru Hörður Sigurjónsson flugstjóri t.h. og aðstoðarflugmaður hans, Ólafur Jóhannsson, þá nýkominn til starfa hjá Flugfélagl islands, en hann lést af slysförum 1951. Smári Karlsson flugstjóri. Myndin er tekin á Melgerðismelum veturinn 1947. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR19. FEBRÚAR 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.