Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Page 17
f**
Vestur í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í New Jersey,
býr ísfirðingurinn Guðrún Halldórsdóttir, sem venti
sínu kvæði í kross fyrir nokkrum árum og hóf nám í
leirlist. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓniR hitti
Guðrúnu að máli nýverið og komst að því að
mjaðmamiklum norrænum gyðjum úr hennar
smiðju hefurverið vel tekið þarvestra.
GUÐRÚN var í fríi heima
á Fróni þegar blaða-
maður hitti hana og
forvitnaðist um feril
hennar og helstu við-
fangsefni. Hún hefur
búið í New Jersey
ásamt fjölskyldu sinni
síðan 1990 en áður höfðu þau dvalið eitt ár í
Boulder, Colorado, þar sem hún fékk sína
fyrstu tilsögn í leirlist 1986. Þar með var
hún komin á bragðið og ekki varð aftur
snúið.
Fljótlega eftir að hún kom aftur til
Bandaríkjanna hóf hún nám við Brookdale
Community College og lauk þaðan „Associ-
ate in Arts Degree“ 1997. A námsárunum
naut hún leiðsagnar mai'gra þekktra lista-
manna í greininni í Bandaríkjunum. Meðal
þeirra nefnir hún Toshiko Takaezu, Bennett
Bean, Adrian Saxe, Val Cushing og Lynn
Peters.
Sagi mokað
í poka
Guðrún segist hafa verið viðloðandi ker-
amikdeild skólans meira og minna í sex ár
og þar hafí hún fengið að vinna að vild og
nota ofna og öll áhöld, þar til hún kom upp
sinni eigin aðstöðu heima en þar er hún nú
með vel búna vinnustofu.
„Ég viðarbrenni öll mín verk og þess
vegna veit ég aldrei nákvæmlega hvernig
áferð verður á þeim. Það er því spennandi
að opna ofninn og sjá hvað kemur út,“ segir
hún. Viðarbrennslan fer fram utandyra, í
ofni hlöðnum úr múrsteinum. Eldsmaturinn
er mjög fínt sag sem Guðrún hirðir af tré-
smíðaverkstæðum i nágrenninu. „Ég fæ að
skríða undir vélarnar og moka sagi í poka,“
segir hún.
A undanförnum árum hefur Guðrún tekið
þátt í fjölda samsýninga í New Jersey, New
York og Pennsylvaníu og á síðasta ári hélt
hún einkasýningu í sendiráði íslands í
Washington. Gripir eftir Guðrúnu eru til
sýnis og sölu í Galleríi Hrefnu Jónsdóttur í
Lambertville í New Jersey og þar hefur hún
tvívegis tekið þátt í tveggja manna sýning-
um, nú síðast á liðnu hausti. Þar sýndi Guð-
rún goðkynjaðar verur og víkingaskip mót-
uð í leir ásamt með útfærslum af íslensku
landslagi, en á veggjunum voru akrílmál-
verk bandaríska málarans Kevin Broads,
sem dvaldi á íslandi um mánaðartíma síð-
astliðið sumar.
Manhattan
á dagskrá
„Það kom mikill fjöldi fólks á sýninguna
og við seldum bæði mjög vel,“ segir Guðrún.
Hún lýkur lofsorði á Hrefnu og starf henn-
ar. „Hrefna hefur rekið þetta gallerí í 22 ár
og þar kemur mikill fjöldi fólks. Hún hefur
hjálpað mér mikið við að koma verkum mín-
um á framfæri." Guðrún fer sömuleiðis fögr-
um orðum um þátt Bryndísar Schram sendi-
herrafrúar í því að kynna ísland og íslenska
menningu. „Hún er að vinna alveg stórkost-
legt starf,“ segir Guðrún.
Þegar hún er spurð um helstu verkefni
framundan segir hún ýmislegt í deiglunni.
Til dæmis sé hún að senda tvö verk á sýn-
ingu í Lousiana í Bandaríkjunum og í maí
standi til að halda sýningu á verkum hennar
í nýju galleríi í Alexandríu, Virginíu. „Kon-
an sem á galleríið og er að falast eftir verk-
Morgunblaðið/Ásdís
Guðrún Halldórsdóttir
unum mínum á sýningu hafði heyrt af mér
og gerði sér ferð til New Jersey til að skoða
þau.
Fjarlægðin gerir landið
ennþá skýrara í huganum
Henni leist vel á og vill setja upp sýningu
með verkum mínum í maí,“ segir Guðrún.
Næst á dagskrá segir hún svo vera að kom-
ast inn í gallerí á Manhattan.
„Það er mjög mikið atriði að komast þar
inn, en ekki svo létt að koma sér á framfæri
í New York-borg, þar sem samkeppnin er
líklega meiri en annars staðar á jarðkringl-
unni,“ segir hún. Eins og sannur og nútíma-
legur íslenskur listamaður hefur hún haslað
sér völl á Netinu. Upplýsingar um Guðrúnu
og myndir af verkum hennar má nálgast á
slóðinni www.gudrunceramicsculpture.com.
Guðrún vinnur verk sín í leir og sækir
innblástur í norræna goðafræði og íslenska
náttúru. „Verkin mín þykja mjög íslensk og
mjög óvenjuleg, hvað sem það nú annars
þýðir. Einhvern veginn verður ísland, nátt-
úran, fólkið og menningararfurinn ennþá
skýrara í huganum þegar maður er kominn
í burtu frá því,“ segir hún.
Fjöll, sjór og bátar
Fyrirmyndirnar að fyrstu skúlptúrum sín-
um sótti Guðrún beint í landslagið, ekki síst
fjöllin. Sjórinn heillaði líka, og bátarnir,
enda er hún fædd og uppalin á Isafirði. Það
var ekki fyrr en um fertugt að hún fór út í
listnám. „En ég held nú samt að það hafi
alltaf blundað í mér,“ segir hún, svona eftir
á að hyggja. Goðafræðin höfðar líka sterkt
til hennar, ekki síst hinar sterku konur.
Meðal þeirra sem hafa orðið henni að yrkis-
efni eru Freyja, Iðunn, Sif, Brynhildur og
Gullveig. „Þessar konur mínar eiga það all-
ar sammerkt að vera sterkar og mjaðmam-
iklar,“ segir Guðrún og bendir á mynd af
skúlptúrnum Freyju því til staðfestingar.
Freyja
Endurfæóing
i
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 19. FEBRÚAR 2000 1 7