Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Qupperneq 18
JÓN S. BERGMANN
HÚSFRÚ UNA
GÍSLADÓTTIR
Braut þín var örðug, blóðrakt oft í spori,
bjartsýni oggöfgi vann þérsigur beztan.
Framtíðin var þér ljós á vona vori -
viti, sem aldrei brást né stefnufestan.
Minna þú hlauzt afgulli en gjafmildinni,
gafstu því bæði af auði og fátækt þinni.
Ævistarf þitt var kærleiksverk að vinna,
vermdirðu margan útlægan ogkalinn.
Grátklökkvi hrærir hjörtu vina þinna,
harmur var kveðinn þeim, erféllstu í valinn.
Reistirþú snauðum skála á þjóðbraut þvera,
þú vildir aldrei sýnast heldur vera.
Höfundurinn fæddist ó Króksstöðum í Miðfirði 1874, d. í Reykjavík 1927. Ljóð-
ið er úr Ijóðabók hans, Ferskeytlum og farmannsljóðum, sem út kom 1949 og
fjallar um Unu í Unuhúsi.
1 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 19. FEBRÚAR 2000