Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2000, Side 19
ÆVINTYRADALUR GEORGS GUÐNA GEORG Guðni horfir á ein- hvern stað sem er kannski ímyndun hans, kannski summan af mörgum stöðum. Hann er búinn að vefa saman himin og jörð, skörpu skilin eru útmáð og það er ekki ljóst hvort landið er tekið að svífa eða loftið að síga. Þau sameinast í einkennilegum rökum gráma, sem vekur ósjálfrátt upp minn- ingu um áningu á heiði til að kasta af sér vatni, og yfir og allt um kring er ríkjandi þetta „hvorki-né-veður“ sem er svo algengt á ís- landi. Og ósjálfrátt grunar ferðamanninn að eitthvað óhreint geti verið á ferð; margt býr jú í þokunni... „Ég heillast svolítið af leiðindaveðri," viður- kennir Georg Guðni, aðspurður um myndheim- inn sem blasir við á málverkunum sem hann sýnir gestum Gallerí Sævars Karls í Bankast- ræti frá og með deginum í dag. Hann hefur haft kynni af slíkri veðráttu frá unga aldri, fað- ir hans er jarðfræðingur og Georg Guðni ferð- aðist mörg sumur með honum um landið, á þeim tíma sem enn var fámennt á fjöllum. „Ég vann líka mikið við sýnatöku í ám og mælingar á þeim, og þá þurfti maður að ferð- ast hvernig sem viðraði. Ég fór að meta rign- inguna. Mér fannst og finnst enn, að regnúðinn efnisgeri loftið. Ef við tökum dalinn sem dæmi, þá er ekkert í honum þegar þurrt er í veðri en um leið og rignir fyllist hann. Rigningin er líka einsog þræðir sem binda saman himin og jörð.“ Horftút í buskann Um þessar mundir eru fimmtán ár síðan Georg Guðni hélt fyrstu einkasýningu sína og hóf að miðla áhorfendum skyryun á íslenskri náttúru sem var afar frábrugðin því sem þeir þekkja úr verkum liðinna meistara. Georg Guðni bruðlaði vægast sagt ekki með litrófið strigann í verkum Georgs Guðna og það er regnúði í lofti og óræð birta sem kemur kannski að baki mistrinu eða innan úr landslaginu. SINDRI FREYSSON spjallaði við Georg Guðna í tilefni af sýningu hans sem verður opnuð í dag og upp- götvaði m.a. að í mól- verkunum má finna landslag sem fólk sér á leiðinni á milli staða. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Georg Guðni flytur þversummu af landslagi margra staða é vinnustofu sína í kjallara við Rafstöðvarveg, þar sem myndheimur hans verður til. og á agaðan, látlausan hátt dró hann upp lands- lag sem á þeim tíma var nafngreint, þó svo að sumum kæmi sjónarhornið og túlkunin á óvart. Þarna birtust meðal annars fjöll, en á þeim fimmtán árum sem liðin eru, hafa þau horfið í þokuna og dalverpið mjakað sér í forgrunn. Og í verkunum er ísland hvorki fagurt né frítt. Þar finnast engir fannhvítir jöklanna tindar. í samræmi við það eru flest verkin án titils. „Ég var hrifinn af fjöllum sem stóðu ein og sér og málaði t.d. mynd af Herðubreið þar sem ég vísaði í form Stefáns Stórvals frá Möðrudal. En Herðubreið og hin fjöllin skiptu samt ekki mestu máli, heldur jörðin og himininn. Og upp úr 1990 fóru verkin að snúast meira um landið sem birtist þegar maður horfir út í buskann og hættir að greina á milli himins og jarðar. Þeg- ar jörðin verður loftkennd og tengist meira andanum en efninu,“ segir Georg Guðni. „Ég fór að mála rýmið sem er á milli óendanleikans og manns sjálfs, þó svo að það væri ekkert að sjá í honum. Ég málaði loftið ef svo má segja.“ Georg Guðni segir að eflaust megi telja myndefnið og birtuna fremur óáhugaverða, miðað við þær áherslur sem yfirleitt eru lagðar í málverkum, en hann hafi einfaldlega áhuga á því sem mörgum finnst óáhugavert. „Ég er samt sem áður ekki að leita að því sem er óá- hugavert, langt í frá, en þetta venjulega lands- lag nær ákveðnum tökum á mér,“ segir hann og neitar því að hann vilji upphefja flatneskju- legt landslag. Hann sé hins vegar á öðrum slóðum en almennt tíðkast í íslensku landslags- málverki. „Gömlu meistararnir máluðu verk sem voru staðarlýsingar. Þeir reyndu að búa til ímynd þjóðar af landinu sem hún bjó í á þeim tíma. Ég er hins vegar ekki að mála staðarlýsingar og finnst raunar truflandi að vera á staðnum þeg- ar ég mála. Ekki það, ég er tilbúinn til að mála utandyra en ekki á þeim stað sem ég festi á strigann hverju sinni. Ég er kannski á flandri um landið og einhver tiltekinn staður á ein- hverju tilteknu augnabliki verður kveikjan að mynd, en þegar ég held áfram að mála verkið vakna aðrar vangaveltur og það breytist. Ég flækist um í málverkinu á meðan ég er að mála, myndin er hérna í dag og annars staðar á mog- un. Lokaútgáfan verður því frekar samantekt um marga staði en mynd af einum stað. Fyrir vikið hefur fólk komið til mín, talið sig bera kennsl á staði í verkunum og nefnir alla lands- fjórðunga til sögunnar. Þessu má líkja við þeg- ar fólk er villt í þoku. ímyndunin tekur völdin og fólk fer að trúa á blekkingar hennar og efast aldrei um að það sé á réttum stað, þó svo að það hafi borið langt af leið,“ segir hann. „Ég mála ekki stórbrotnar náttúruperlur sem laða að ferðamenn, heldur það landslag sem finna má á milli þeirra, landslagið sem fólk sér á milli staða.“ Hann kveðst þeirrar skoðunar að staðir missi gildi sitt þegar búið er að upphefja þá einsog t.d. Þingvelli. Þegar þeir eru orðnir heilagir. Þegar búið er að friða eitthvert ákveð- ið svæði þykir það merkilegra en önnur, en ég er ósammála þeirri sýn. Eg held að það eigi frekar að friða allt til að allt hafi sama vægi.“ Ekki kominn að endimörkum Myndir þær sem Georg Guðni sýnir að þessu sinni virðast við fyrstu sýn keimlíkar og sprottnar úr sama jarðvegi og málverk hans seinustu ár. Hann kveðst líta á þennan skyld- leika sem eðlilegan, enda sé um hæga en mark- vissa þróun að ræða, nokkurs konar tilbrigði við sama stefið. „Ég er að reyna að segja sömu sögurnar eða lýsa sama hlutnum betur og bet- ur. Um leið verður sýn mín á viðkomandi hlut gleggri. Vissulega er um leit að ræða en sú leit er drifkraftur. Þegar maður vinnur með venju- lega hluti getur hann orðið mjög spennandi," segir Georg Guðni. „Ég held raunar að hið smæsta og einfaldasta geti orðið manni að við- fangsefni út ævina, en veit ekki hvort ég muni fást við þetta myndefni áfram. Ég hef hins veg- ar svo mikla ánægju af þessu efni, að ég hef aldrei talið mig vera kominn að endimörkum þess eða ég þurfi að snúa mér að einhverju öðru.“ Og þegar að er gáð verður það sem við fyrstu sýn líkist aðeins stefnumóti sviplítils landslags og þokudrunga, að dularfullri veröld sem gæti falið ýmislegt skrýtið. Og þó svo að þessi raka og draumkennda veröld sé þung- lyndisleg að mörgu leyti, má greina vaxandi^ glætu. Birtan eykst, jafnvel þegar maður væntir þess síst. „Mér finnst létt yfir þessum myndum, miðað við mörg eldri verk,“ segir Georg Guðni. Dalalæðan læðist niður Leiðrétting í ÞÝÐINGU Jóns Vals Jenssonar á ljóði Baudelaires 12. febrúar sl. var prentvilla í 5. línu, sem snýr við merkingu ljóðsins. í stað „kýst umfram allt minna að frábiðja faðm“ á þar að standa „kýst umfram allt minn að frábiðja faðm“. Leiðréttist þetta hér með og eru þýða- ndinn og lesendur beðnir velvirðingar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 19. FEBRÚAR 2000 1 90

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.