Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Page 2
Tónlistarfélagið í Reykjavík gengst á ný fyrir tónleikahaldi MERKISVIÐBURÐIR í HVERT SINN Morgunblaðið/Arnaldur Frá tónleikum Tónlistarfélagsins í Reykjavík til heiðurs Halldóri Hansen lækni í Salnum. TÓNLISTARFÉLAGIÐ í Reykjavík mun að nýju gangast fyrir tónleikahaldi á höfuðborgar- svæðinu en tónleikar félagsins voru snar þáttur í tónlistarlífí landsins um langt árabil. Stefnt er að því að halda tvenna tónleika á ári - tónleika sem þykja munu merkisviðburðir í hvert sinn, að því er fram kemur í máli formanns félagsins, Baldvins Tryggvasonar. Tónleikarnir verða haldnir í samvinnu við Salinn í Kópavogi. „Það er besti hljómleikasalur landsins í dag,“ segir Baldvin. Þótt Tónlistarfélagið í Reykjavík hafi ekki verið áberandi í tónleikahaldi hin síðari ár hef- ur það alltaf verið virkt, að sögn Baldvins. „Það má ekki gleyma því að félagið hefur rekið Tón- listarskólann í Reykjavík af miklum metnaði. A meðal annars húsnæðið sem skólinn er í leigu- !aust.“ Baldvin segir að eftir að Austurbæjarbíói var alfarið breytt í kvikmyndahús, Bíóborgina, hafi fjarað undan tónleikahaldi Tónlistarfélagsins. „Við þetta hvarf grundvöllurinn eiginlega und- an tónleikahaldi í húsinu því tónleikar með stórum og vinsælum listamönnum kosta pen- inga. Ef salurinn er ekki nægilega stór gengur svona lagað hreinlega ekki upp. Þess vegna lognaðist þetta út af.“ Upp úr 1980 fór Tónlistarfélagið, sem um langt skeið hafði hagnast af kvikmyndahúsa- rekstri sínum, að tapa á honum og til að bæta gráu ofan á svart veiktist helsta diifíjöður fé- lagsins, Ragnar Jónsson í Smára. „Félagið varð fyrir fjárhagslegum skakkaföllum og enginn tók upp merkið er Ragnar gekk úr skaftinu. Því miður.“ Á næstu árum lét félagið skólann sitja í fyrir- rúmi en eftir að hafa rétt jafnt og þétt úr kútn- um á síðustu misserum þótti mönnum tíma- bært að taka á ný til við tónleikahald í einhverjum stíl. Raunar hafa fyrstu tónleikarnir þegar farið fram - tónleikar til heiðurs Halldóri Hansen lækni og söngunnanda í Salnum í júnímánuði síðastliðnum. Næstu tónleikar verða í lok mán- aðarins þegar píanóleikarinn kunni Ann Schein kemur fram í Salnum. Er miðasala þegar hafin. Baldvin segir margt hafa breyst frá því Tón- listarfélagið stóð í eldlínu tónleikahalds. „Tón- leikar eru ekkert nýnæmi fyrir fólki í dag. Listahátíð í Reykjavík er alltaf að eflast, Sin- fóníuhljómsveit Islands blómstrar - en Tónlist- arfélagið stóð bak við hana upphaflega - og fleiri aðila mætti nefna. Það er því ekki að sárri þörf að Tónlistarfélagið tekur nú upp þráðinn. Það sem við ætlum að gera er að einblína á virta og vinsæla listamenn, ekki bara erlenda enda eigum við Islendingar orðið stóran hóp góðra tónlistarmanna, ekki síst söngvara," segir Baldvin. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun: Handritasýning til 15. maí. Gallerí Fold: Lu Hong. Til 12. nóv. Gallerí Nema hvað: Bryndís Erla Hjálmarsdóttir og Birta Guðjónsdóttir. Til 7. nóv. Gallerí Reykjavík: Sigmar Vilhelmsson. Til 12. nóv. Gallerí Sævars Karls: llmur María Stefánsdóttir. Til 9. nóv. Garður, Ártún 3, Selfossi: GUK er opið í dag. John Krogh. Veffang: http:/ www.simnet.is/GUK. Gerðarsafn: Tryggvi Ólafsson. Guðrún Halldórsdóttir. Til 26. nóv. Hafnarborg: Margrét Guðmundsdóttir. Úr listaverkasafni Búnaðarbanka ís- lands. Ljósmyndir Nönnu Bisp Búchert við ljóð Kristínar Ómarsdóttur. Ljós- myndasýning til heiðurs Eyþóri Þor- lákssyni. Til 6. nóv. Hallgrímsk.: Erla Þórarinsd. Til 27. nóv. i8: Jyrki Parantainen. Til 26. nóv. íslensk grafík: Erla Stef. Til 5. nóv. Landakirkja: Tíminn og trúin. Langholtskirkja: Kaleikar og krossar. Til 19. nóv. Listasafn Akureyrar: „Heimskauts- löndin unaðslegu". Til 17. des. Listasafn ASI - Ásmundarsalur: Jón Axel Björnsson. Til 12. nóv. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn fslands: Sigurður Guðm. Verk Þórarins B. Þorlákssonar. Til 26. nóv. Listasafn Rvk - Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Listasafn Rvk - Kjarvalsstaðir: Aust- ursalur: Jóhannes S. Kjarval. MÓT- hönnun á Islandi. Til 12. nóv. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Meistari Jakob: Islendingasögumar á kínversku. Til 6. nóv. Norræna h.: J. Parantainen. Til 17. des. Nýlistasafnið: Róska. Til 19. nóv. Smiðjan art, gallerí: Verk Jóns Engil- berts. Til 20. nóv. Sparisjóður Hfj., Garðatorgi: Pétur Bjarnason. Til 9. nóv. TÓNLIST Laugardagur Dómkirkjan: Deborah Calland og Barry Millington. Kl. 17. Fríkirkjan: Sigurður Halldórsson og Helga Ingólfsdóttii-. Kl. 17. Reykholtsk.: Skagf. söngsv., Söngsv. Hverag. og Kveldúlfskórinn. Kl. 16. Salurinn: Agon Orchestra. KJ. 20. Sunnudagur Dómkirkjan: Deborah Calland og Barry Millington. Kl. 17. Langholtskirkja: 7 unglingakórar ásamt hljómsveit. Kl. 17. Mánudagur Salurinn, Kópavogi: Kammersveitin The London Mozart Players. Kl. 20. Fimmtudagur Bústaðakirkja: Minningartónleikar um Guðna Þ. Guðmundsson. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Kirsuberjagarðurinn, fim. 9., fös. 10. nóv. Draumur á Jóns- messunótt, lau. 4. nóv. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 5. nóv. kl. 14 og 17. Litla sviðið: Horfðu reiður um öxl, sun. 5., mið. 8., fim. 9., fös. 10. nóv. Borgar- leikhúsið: Abigail heldur partí, lau. 4., fös. 10. nóv. Kysstu mig Kata, lau. 4. nóv. Sex í sveit, sun. 5. nóv. Möguleik- húsið: Lóma, sun. 5., fös. 10. nóv. Völu- spá, sun. 5., þri. 7., mið. 8. nóv. Langafi prakkari, sun 5. nóv. Snuðra og tuðra, fös. 10. nóv. Loftkastalinn: Á sama tíma að ári, lau. 4. nóv. Bangsimon, sun. 5. nóv. kl. 13 og 15.30. Iðnó: Trúðuleikur, sun. 5. nóv. kl. 16 og 20. Sýnd veiði, lau. 4. nóv. kl. 20 og 22, fim. 9., fös. 10. nóv. Tilvist, mið. 8. nóv. Tjamarbíó: Prinsessan í hörpunni, lau. 4., sun. 5. nóv. Með fullri reisn, lau. 4. nóv. Kaffileikhúsið: Háaloft, þri. 7. nóv. Hratt og bítandi, lau. 4. nóv. Storm- ur og Ormur, sun. 5. nóv. Kvenna hvað...?, sun. 5. nóv. íslenska óperan: Stúlkan í vitanum, sun. 5. nóv. Nem- endalcikhúsið í Smiðjunni: Ofviðrið, lau. 4., mið. 8., fim. 9., fós. 10. nóv. Haftt- arfjarðarleikhúsið: Vitleysingarnir, lau. 4., fím. 9., fös. 10. nóv. Leikfélag Ak- ureyrar: Gleðigjafarnir, lau. 4. nóv. // íslenskar kvikmyndir í Norræna húsinu í New York EINSTAKl ÁR FYRIR ÍSLENSKA KVIKMYNDAGERÐ" New York. Morgunblaðið. ISLENSKIR kvikmyndadagar hófust í Norræna húsinu í New York sl. miðvikudagskvöld þegar kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Englar alheimsins, var frumsýnd. Fjórar nýlegar íslenskar kvikmyndir verða sýndar þar í nóvembermánuði en auk Engla alheimsins eru það mynd- irnar 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák, Ungfrúin góða og húsið eftir Guðnýju Halldórsdóttur og Fíaskó eftir Ragnar Bragason. Miðvikudagar verða bíódagar í Norræna húsinu og eru íslensku kvik- myndirnar fyrstar í röð norrænna kvikmyndadaga sem haldið verður áfram á nýju ári. Jytte Jensen, sýningarstjóri við kvikmyndadeild Nútímalistasafnsins í New York, MoMA, hefur umsjón með kvikmyndadagskrá Norræna hússins og telur að íslensk kvikmyndagerð sé í miklum bióma um þessar mundir. Viðstaddir frumsýninguna voru Baltasar Kormákur, leikstjóri og leikari, og Þorflnnur Ómarsson frá Kvikmyndasjóði íslands. Baltasar sat fyrir svörum kvikmyndagesta að lokinni sýningu á 101 Reykjavík á fimmtudagskvöldið þar sem húsfyllir var í 180 manna sal Norræna hússins. Sagði Þorfinnur þetta hafa verið einstakt ár fyrir íslenska kvikmyndagerð en aldrei hefðu jafnmargar myndir verið í vinnslu á ís- landi og um þessar mundir. Islenskar kvikmyndir hefðu verið seldar til sýninga í fleiri löndum en áður auk þess sem myndirnar væru mjög vel sóttar heima fyrir og tiltók hann sérstaklega að um 90.000 manns hefðu séð Engla alheimsins á Islandi. Þá virtist sem gengi 101 Reykja- vík færi enn vaxandi nú þegar myndin hefði verið tilnefnd til Fassbind- er-verðlauna evrópsku kvikmyndahátíðarinnar. Sagt er frá íslensku kvikmyndadögunum í vikuritinu Time Out í New York og tilteknar vin- Ljósmynd/Hulda Stefónsdóttir íslensk kvikmyndahátió stendur nú yfir í Norræna húsinu í New York. Vidstödd frumsýningu voru f.v. Baltasar Kormákur, leikstjóri og leikari, Magnús Bjarnason, aðalrædismaður í New York, Jytte Jensen, umsjón- armaður hátíðarinnar og sýningarstjóri kvikmyndadeildar MoMA, og Þorfinnur Ómarsson frá Kvikmyndasjóði íslands. sældir 101 Reykjavíkur á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum undanfarið. Jytte Jensen, sýningarstjóri við kvikmyndadeild MoMA og sérfræð- ingur í norrænum kvikmyndum segir það sérstaklega ánægjulegt að hefja yfirreið um nýjar norrænar kvikmyndir á íslandi. „íslensk kvik- myndagerð er sennilega síst þekkt af hinum norrænum enda ung að ár- um,“ segir Jytte. „Það er margt að gerast í íslenskum kvikmyndum um þessar mundir og því ánægjulegt að geta staðið fyrir kynningu á mynd- um sem eru í senn framandi áhorfendum um leið og þær eru frábærlega vel gerðar.“ Hún tekur undir með Þorfinni og segir að þetta hafi ekki bara verið einstakt ár fyrir íslenskar kvikmyndir heldur finnist sér eins og íslensk kvikmyndagerð sé að ávinna sér sess í alþjóðlegum kvik- myndaheimi. „Áður var velgengni íslenskra kvikmynda erlendis að mestu bundin við einn mann, Friðrik Þór Friðriksson, en nú er eins og tekið sé eftir fleiri kvikmyndagerðarmönnum og fleiri kvikmyndum. ís- land er að skapa sér nafn á sviði kvikmyndagerðar,“ segir Jytte. ~ ^ | r p, 'M # jf Lf. -5 ■!* ■ Tékkneska kammersveitin Agon Orchestra. TEKKNESK KAMMER- SVEIT í SALNUM TEKKNESKA kammersveitin Agon Orchestra heldur tónleika í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld kl. 20. Tónleikamir eru samvinnuverkefni Tónskáldafélags íslands og Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Flytjendur era (jórtán og leika þeir á ýmis hljóðfæri, margar gerðir af flautum auk munnhörpu og melódíku, rafmagnsgítar, rafmagnsbassa og banjó, tenór-, alt- og bassasaxófóna, trompet og franskt horn, fiðlur, selló, píanó og fjölbreytt slagverk. Með- limjr úr CAPUT-hópnum takaþátt, í flutningi á einu verkanna. Á efnisskránni er verk eftir Hauk Tómasson, auk verka eftir danskt tónskáld og tékkneska höfunda. Sljórnandi hópsins er tékkneska tónskáldið Petr Kofron. Aðalstyrktaraðilar tónleikanna eru Pragborg ogtékklenska mennfamálaráðunejdið. Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 13-18 og tónleika- kvöld til kl. 20. Um helgar er miðasalan opnuð klukkustund fyrir tónleika. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.