Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.2000, Side 20
STJORNLEYSI ER ALDREI FJARRISKALDSKAPNUM Á ritþingi Gerðubergs, sem haldið verður í dag, situr Einar Már Guðmundsson fyrir svörum um ver k sín. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við hann um áhrifavaldana í 1 ífi hans. MorgunblaSið/Árni Sæberg Bjarni Þorsteinsson spyrjandi, Silja Aðalsteinsdóttir, sem stjórnar umræðum á ritþinginu, og Einar Már Guðmundsson. Á myndina vantar annan spyrjandann, Guðna Elísson. RITÞING Einars Más Guðmundssonar verður haldið í dag, laugardaginn 4. nóvember, og hefst klukkan 13.30. Ritþingið er haldið í Menningarmið- stöðinni Gerðubergi og stjórnandi þess er Silja Aðalsteinsdóttir. Spyrlar eru Guðni El- ísson og Bjarni Þorsteinsson. Á þinginu verða auk þess lesin og flutt brot úr verkum Einas Más til að krydda dagskrána. Meðal annars mætir Tómas R. Einarsson sem leik- ur tónlist sína við ljóðaupplestur Einars af nýútkomnum geisladiski, I draumum var þetta helst. í kynningu frá Gerðubergi segir að Einar hafi verið róttækur anarkisti sem strákur og ungur maður og eimi hæfilega eftir af ögr- andi andófi gegn viðteknum venjum og skoð- unum í tali hans og riti. Þegar Einar er sjálf- ur spurður um þennan anarkisma sinn í æsku svarar hann: Mannréttindi að fá að hafa rangt fyrir sér „Eg held að stjórnleysi sé aldrei fjarri skáldskapnum. Eg á mér ákveðna fortíð og hef unnið úr henni, til dæmis í Rauðum dög- um. Það er þó varla hægt að kalla sjálfan sig anarkista. Það er eins og að segja að maður sé heilagur maður. Það má segja að ég hafi farið í gegnum stjórnleysistímabil upp úr 1970 en síðan hafa menn fjarlægst það, þótt *• þeir hafi haldið vissum þáttum eftir. Áuð- vitað höfðu menn oft rangt fyrir sér en ég tel að það séu mannréttindi að fá að hafa rangt fyrir sér. Það hefur oftast verið talið dyggð í heimi skynsemishyggjunnar að hafa sömu skoðun allt sitt líf. Það tel ég alrangt. Það er arfur frá rétttrúnaðarmönnum. Ef þeir höfðu aðrar skoðanir í dag en í gær voru þeir að svíkja málstaðinn. En málstaðurinn er til út af fyrir sig og rúmar margar stefnur, hvort sem þær eru kallaðar anarkismi eða ekki.“ Hvernig birtist þetta andóf þegar þú varst strákur? „Eg held að ég hafi nú verið frekar frið- sæll þá; að minnsta kosti ekki mjög ódæll. Yfirleitt sögðu þeir á foreldrafundi, kennar- arnir, að ég væri ekkert slæmur strákur en hefði frá mörgu að segja. Ég veit ekki hvort það er andóf. En i lok 7. áratugarins kemur þetta and- rúmsloft sem menn drukku í sig, landflóttinn mikli til Svíþjóðar, atvinnuleysi, barátta gegn Víetnam-stríðinu. Síðan voru það ’68-upp- reisnirnar í Evrópu og Prag. Sá andi sem maður hafði úr rokktónlistinni gerði það líka að verkum að maður hafði samúð með þess- um öflum. Þú veist, það var þetta leiðinlega kerfi, en svo svona skemmtilegir menn eins og John Lennon og Keith Richards. Sá félagsskapur sem ég tengdist svo hér, Fylkingin, var lausbeislaður stjórnleysingja- hópur á þessum tíma en komst síðar undir járnhæl kreddumanna. Við stjórnleysingjarn- ir héldum þó okkar striki.“ Fimm hundruð ijóð Einar Már var 26 ára þegar fyrsta ljóða- bókin hans kom út, árið 1980, en hann segist þá þegar hafa skrifað í ansi langan tíma, allt frá tvítugu. „Ég gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að skrifa dálítið áður en ég færi að gefa ljóðin mín út; ég þyrfti að skrifa svona um fimm hundruð ljóð - og byrja svo upp á nýtt.“ Hvers vegna fórstu að skrifa? „Þegar ég uppgötvaði vímugjafann orð varð ekki aftur snúið. Það má segja að ég hafi verið fíkill síðan. Hins vegar gerði ég mér fljótlega grein fyrir því að það sem maður var að skrifa fyrstu árin var eldgos úr sálinni og bergmál frá öðrum. Því var það fyrsta sem ég skrifaði til að ná tökum á mínu eigin tungumáli.“ Hverjir voru uppáhaldshöfundarnir þínir þegar þú varst strákur? „Ég hlustaði á framhaldsleikritin í útvarp- inu og ég man að eitt þeirra heillaði mig svo að þegar ég vissi að það var til á bók vildi ég eignast hana. Þetta var Óliver Tvist. Svo las ég höfunda eins og Armann Kr. eins og aðrir strákar á mínum aldri og við vorum sáttir við það. Svo voru það Bob Moran og Zorro og snemma fengum við strákarnir áhuga á forn- aldarsögum Norðurlanda, einkum Bósasögu. Annars er það svo að þegar spurt er um lesefni barnæskunnar verður að segjast eins og er að það réðst af tilviljun. Það var ekkert kerfi á því sem maður las, heldur var það les- ið sem var til á bókasafninu. Hins vegar var alltaf verið að segja sögur í kringum mig í barnæsku. Það var alltaf verið að segja sögur í báðum ættum - og svo kom popptónlistin. Ég var mjög ungur þegar ég fór að lifa mig inn í tónlist míns samtíma vegna þess að eldri bróðir minn fylgdist grannt með henni. Ég byrjaði á Shadows." Hrun múrsins milli hámenningar og lágmenningar Hefur popptónlist haft áhrif á skáldskap þinn? „Ég held að það einkenni þá kynslóð sem er fædd um miðbik aldarinnar að við upp- lifðum boðskap þessarar tónlistar strax sem hrun á múrnum milli hámenningar og lág- menningar. Við höfðum fæturna báðum meg- in og gerðum kannski ekki mikinn greinar- mun á því. Hvað bókina varðar, þá hefur íslenskur almenningur aldrei sett það fyrir sig að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur og þar kemur líka sú hefð sem við eigum og kemur inn á spurningu þína um hvað ég las sem strákur. Ég held að það hafi verið mjög sundurlaust og við gerðum engan mun á fínbókmenntum og aíþreyingarbók- menntum." En hvenær kynntistu ljóðlistinni? „Ætli það hafi ekki verið þegar móðir mín var að fara með Jóhannes úr Kötlum fyrir mig til að svæfa mig.“ Bandaríkjqferð Sinfóníuhljómsveitar íslands GÓÐAR VIÐTÖKUR GAGNRÝNENDA BANDARÍSK dagblöð hafa haldið áfram að fjalla um tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar íslands í Vesturheimi og ekki er annað að heyra en menn séu al- m mennt ánægðir með leik sveitarinnar. Vekur það furðu flestra gagnrýnenda að sinfón- íuhljómsveit sem ekki á sér nema hálfrar aldar sögu, og kemur auk þess írá jafnfámennu landi og íslandi, skuli sýna slíka hæfni. Gagnrýnandi dagblaðsins The Orange County Register sagði eftir tónleika sinfón- íuhljómsveitarinnar í Costa Mesa í Los Angel- es að leikur sveitarinnar væri fágaður, án þess þó að of mikils aga yrði vart. „Óll verkin voru flutt á leikandi og léttan máta,“ sagði í gagn- rýni blaðsins sem kvað Icerapp Atla Heimis Sveinssonar vera sérlega skemmtilegt áheym- ar. Detroit News var sama sinnis og lýsti gagn- -•rýnandi þess dagblaðs Icerapp 2000 sem spuna á 18. aldar tónlist með fönkívafi. Þá sagði Los Angeles Times verkið vera gamansamt, þar sem greina mætti áhrif dans- og ásláttartón- listar. „Það hefur viss tengsl við rapptónlist og heilmikil tengsl við húrnor," sagði í umfjöllun blaðsins. Sinfónía no. 1 eftir Sibelius vakti þá almenna hrifningu bandarískra tónlistargagnrýnenda. Los Angeles Times sagði Sibelius tryggja Sin- fóníuhljómsveit íslands í sessi og Detroit News sagði sveitina ekki ofleika og sýna óað- finnanlegan aga í leik sínum. Ef til vill skorti eitthvað á tilfinningaríkustu hluta sinfóníunn- ar, en þess í stað nytu áheyrendur þess að hlýða á verkið í heild sinni. Judith og Einari hrósað Það var einna helst flutningur sinfón- íuhljómsveitarinnar á fiðlukonsert í D-moll eft- ir Katsatúrían sem gagnrýnendur voru ekki á einu máli um og var verkinu ýmist hrósað eða það gagnrýnt. Til að mynda sagði Ann Arbor News leik Judith Ingólfsson í verkinu eftir- tektarverðan, á meðan Los Angeles Times sagði fiðlukonsertinn jámkenndan. Leik Jud- ith Ingólfsson var þó í hvívetna hrósað og að ;land Symphony Orchestra i ns heat up on Sibehus piece >TN AJLBOR — What began as a displayed grcat pa3.oon withrn a &ame- storU*loU™.sl«la,dS^n. flL„u,n- a atviish. diamaticaUy ic symphony is somctimes reduccfl ÆSiftó' aassSKíss. uitered tnastcrpicce. SibcU ____vaá:* lu clcgant orchestration and potcnt I thcmutic cclls. Saccani opened his pro- gram with a bit of inodcrn Icciandic music, Atli Heimir Sveinssou’s lcerapp aooo. Ihw funky spin on thc íBtli- ccntury divcrtiniento qdutcs Gershwin’s “1 Got Rbythm," ■■■■ -— gocs fur a laugh with » bla- nuÞ‘“u,f *“ . RO-.d tan, chunk of Strayinsky*s Ihc °f ** achleved at rcmarkable spccd. ^ Qn ^ to h its current U5. tour. thelccland Aionc point,thcy allbhirt out u>cre adolcscencc comparcd wlth iaugber gave way to a *t orchcstras of thu level. _ windv snooíer, Khachaturian’s i<m<> For the last thrce Y®*1*' 0,0 ronCerto in D minor. The mbcr troupe has berain lh*wc ícelandic vtoUnist Judith Ingolf- Mncrícan tnusic directorwbo is a ywrng medalut oí the 199» Inlcrw I iduatc of tbe Urdvmily of vLolin Competitiou In Indi- hoalofMusJc.RicoSaccaa^H^ auapolis. spuu out Klríchaturtau’s long >, is an odd dispanty bctwcen what W**1 ^toMcdoffhl. rclcndcss p““ c podiutn, SACcani pvca thc Uryre^ warmtna on that he once caught Lc°o*rd ________;---------------j— cmstcinott one hrímorc ^nodvc _ reach Lawrence Johnson ai ,gbta and never got over il- SaccgnJ 311-3}94 or at lawrmc*bJ@ooL :aps. plunges, swoons • and gasps mdlhtyh tn short. bc ovcrconductc. rom. ---------J^ mati Las Vegas Review Journal stendur hún mörgum eldri einleikurum fyllilega á sporði. Einar Jóhannesson klarínettuleikari vakti þá einnig athygli gagnrýnanda Ann Arbor News, sem kvað hann hafa sett tóninn fyrir strengjaleik sinfóníuhljómsveitarinnar með einleik sínum í Sinfóníu nr. 1 og þegar á heild- ina er litið voru dagblöðin á einu máli um að Sinfóníuhljómsveit Islands hefði komið þeim skemmtilega á óvart. From lceland, music to give you chills I, SUSAN tSAACS NtsatTT REViEW pUyina In <h» XhMluiuri*n “*» M noUvorthy •' II WUd lngoM..M> $ul arcund lh«w _ »n. n» rivUnn Bul .lu> (Mlt IIm wor u bocin •ml (hwn «n. •h«nn« kn... puml n w*» « UUo lik* h«.rvm P.D Q ** up ihn lop of pkroua with p*t -**- l- u. I_|---«- .J—m fOr l»«Oy pW.d —-r..rU. Hmmm ., .1 >1» pUytng U imburd wilh dnr BprWc' m«l Uon «nd rhyihmir anltncnl Yo. »nd moled wilh Svnni»ou'* pul*ir>d could hc«r ih. c< _____IteUndit rtiythn... A )oh of Oorah |.v. U wwh • ______ I iu win «nd some big band )»u undcr> nu> Iho firwlr ohapcdonding of Iha io conlinonUl drKL U you B*c*i «mw> M lnfliiny. whfch. Wdrtrrí twotx tr.lhoond.Uwnj Wo pd lo hc«r tont |tmI ck u ond otolta ootrM Ju- lúne to go homo »ot pUymg ui (hc Khocholunan. IUU Sl r Iniolíjton ia Iho Therewi tiuHtii Concortö for Vtoiín b>ihoSiboUut Symphony No. Itad tatounirf wttti vbnB- ond Onbwlru in D Minor. Ur hor Minor. Op M, Ihal mtdo up Ihoprv M M MW PD.Qi, the l*rgo trwn U lorbw* c Mm», «nunwi| pl«: an'r 1c*r- IM mnrn waiiling to he tuoUvun. hwlurod prvmmonUy ii Ih. worVV uvwul rn.wr.nOnl, M Iflhoor mtaro DMpUo er mtotfuon jinco h*r viclory ta hiwod .wi ta itair cholrt. U ih« m, oorao of Uu ttalt Intomtuonti VioUn Crapo- clwtlra htd Um ttnng. wind ■ •rnplqyt - Uuon ot li«Hoi»i>iiiv. wtioro *he brau puwor I - -*■*- *-*“ lceland's fluent symphony REVIEW: Tho vUtting •Sauidliinviuu orchotlrn, wllh an Aiucricnn m Ihe holm, thliic* In Slbcllun mid Khuchuturiiui. •v hmothv MArrcnif Thr Oftngr County tagkw 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 4. NÓVEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.