Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 4
Nornirnar. Upphaflega máluð lágmynd eftir Heinesen frá 1924,118x118. Marianna Matras út- færði sem vefmynd. Njörður og Skaði. Samklipp, 1977, 85x76 cm. I DAGINN eftir heimsóknina tíl lögmannsins fórum við að finna Heinesen. Það er Friggjardagur í Havn. Skvaldrandi ferða- menn fylla götur þessa frið- sæla bæjar því að á morgun hefst Olafsvakan sem nú er komin í tísku og því ekki lengur hátíðleg haldin af Færeyingum einum heldur allra þjóða kvik- indum sem þyrpast hingað sjóleiðis síðustu dag- ana fyrir Ólaisvökuhelgi. Ferðamennimir halda sig að mestu á Níels Finsensgötu, niður við kaj- ana og inni í póstkortabúðinni hjá Jacobsen. Of- an tii í bænum er enn kyrrð og friður. Hlýlegu timburhúsin standa í hæfilegri fjarlægð hvert frá öðru og geislar sólarinnar eru góðir við glugga þeirra. Bömin hoppa parís og konumar sækja mjólk og brauð. Við spyrjum til vegar og ungi maðurinn, sem vísar veginn, ráðleggur okkur eindregið að taka leigubíl því að vegurinn að húsi Heinesens sé bæði langur og strangur. Einhver sagði að það væm sjötíu leigubílar í Þórshöfn og leigubíl- stjóri sem ók okkur upp að radarstöðinni á fjall- inu sagðist hafa betra upp úr því að vera leigu- bílstjóri í Færeyjum en að vera háseti á íslenskum togara, sem hann hafði þó þraukað við í fimm ár. Bílamir komast þó ekki ýkja lang- an veg í Þórshöfn. En hvað um það! Akstursbíl- amir hafa nóg að gera, því að fína fólkið tekur sér leigubfl. Og allir vilja vera fínir í litlum bæj- um. Við röltum áfram upp eftir strætinu, vitandi það að þótt Heinesen kunni að búa efst í bænum getur gönguferðin ekki orðið löng. Og það var ekki langt að fara. Hús Heinesens er rautt með grænum glugg- um og grænni tröppu. Af tröppunum sést yfir lystigarð Þórshafnarbúa með háum tijám og löngum, mjóum stígum. Við garðinn sést í timb- urhús með svörtum þiljum sem kúrir í ásnum hinum megin. En í miðjum trjálundinum gnæfir þögull sjómaður, gerður af steini. Hann horfir til hafs. Hús Heinesens stendur í dálitlum garði og of- ar í garðinum sést grilla í dálítinn kofa sem við fengum seinna að vita að er skrifstofa skáldsins. Heinesen er elskulegur maður. Hann er svo blátt áfram, svo gjörsamlega laus við alla tilgerð og sýndarmennsku að jaðrar við feimni. Hann minnir á kínverskan garðyrkjumann úr ævin- týri eða íslenskan bónda sem gengur á sokka- leistunum um bæ sinn og stígur mjúkt til jarðar. (Heinesen hefur þó vafalaust verið á inniskóm.) Hann talar hægt og brosir oft en hugsar sig svo vel um áður en hann talar að stundum leikur vafi á hvort hann ætli að taka aftur til máls. Heimili hans er prýtt listaverkum, hver einastí hlutur í híbýlunum virðist valinn af nákvæmni og ást á öllu sem færeyskt er. Kona Heinesens er fíngerð og smávaxin. Hún er hæglát og blátt áfram eins og heimilið og Heinesen. Samræmi alls, sem er í þessu húsi, ÍHÚSI HEINESENS EFTIR HÓLMFRÍDI GUNNARSDÓTTUR Þess er minnst nú að öld er liðin frá fæðingu Williams Heinesens, sem ekki er aðeins höfuðskáld Færeyinga, heldur með merkustu rithöfundum Norðurlanda á öldinni og þar að auki liðtækur myndlistarmaður. William Heinesen. verður naumast betur lýst með nokkru en orðinu ekta. Vonin blíð og sjálfstæðisbarátta Færeyja - Nú er komin kvæðabók eftir langt hlé. Hafið þér fengið nóg af sögunni eins og Kiljan? - Nei, ég er með skáldsögu í smíðum. Hún á að heita Det gode haab (Hin góða von).1 - Hvenær kemur hún út? -Næstaár. - Er of nærgöngult að spyrja um hvað bókin fjallar? - Nei. Þetta er skáldsaga en byggð á raunverulegum atburð- um. Sagan gerist hér í Færeyjum í lok sextándu aldar. Á þeim tíma hafði maður að nafni Gabel fengið Færeyjar að léni. Gabel var nokkurs kon ar Jörundur hundadagakóngur í Færeyj- um. Þá var hér prestur í Þórshöfn sem hét Lucas Debes. Hann stóð fremstur flokki í baráttunni gegn Gabel sem að lok- um var settur af. Presturinn skrifaði síð- ar bók um Færeyjar og þetta stríð á lat- ínu en felldi úr sinn hlut í baráttunni. Það er sá kapítuli sem ég skrifa nú. En sagan um Lucas er samt sem áður frá minni hendi aðeins táknræn því að saga mín er saga nútímans. NATO er komið í stað Gabels. - En er stríðið á milli Dana og Færeyinga á enda? Stórbóndi í Fær- eyjum. Olíukrít, 1972. - Nei, það er ekki á enda en það er komið á annað stíg, miklu hættu- legra stíg - og það er hættulegra nú en nokkru sinni fyrr. Árið 1948 var gerður sáttmáli milli Dana og Færeyinga. Samkvæmt þeim sátt- mála áttu Færeyingar að fá sjálf- stjóm í öllum sínum málum en sáttmálinn hefur verið rofinn. At- ferli stjómvalda hefur valdið okk- ur vonbrigðum. Vonbrigði em ekki rétta orðið. Við vorum sviknir á lág- kúrulegan hátt. Orðin geta ekki orð- ið nógu sterk. - Hvað var svikið? - Sjálfstæði Færeyja, vald lög- þingsins. NATO byggir hervirki á fjallinu. Það var falið undir fínum nöfnum. Þeir komu aftan að okkur. Stjómin lét í veðri vaka að það ætti að byggja vegvísi fyrir flugvélar. Lögmað- urinn og þeir þrír, sem eru í lands- stjóminni, vom þeir einu sem vissu hvað var að koma. En þeir máttu ekki segja neitt. Þeir gerðu það ekki heldur. Þegar lögmaðurinn kom heim frá Danmörku eftir þetta makk var farið í mótmælagöngu niður að Tjaldinum. Lögmaðurinn hélt þá ræðu af skips- fjöl. Hann gerði það vel - en allt sem hann sagði var lygi. Og mótmælum okkar var ekki sinnt. Þeir byggja á fjallinu. Fyrir neðan er djúpur fjörður sem er piýðilega lagaður fyrir kafbáta. Álit lögþingsins var virt að vettugi. Af þeim ástæðum er baráttan komin á hættulegra stíg en nokkm sinni. Það er komið kalt stríð á milli Færeyja og Danmerkur sem er stómm hættulegra en frelsisbaráttan. Það er ekki leng- ur talað um frelsi. - Það er talað um svik, óvirð- inguna sem lögþinginu var sýnd, rof samnings- ins frá 1948 og baktjaldamakk stjómarinnar. Meirihluti Færeyinga er ekki óvinveittur NATO. Við mótmæltum ekki NATO. Við mót- mæltum svikum stjómarinnar við sjálfs- ákvörðunarrétt lögþingsins. Þetta er kallaður kommúnismi. En það er enginn kommúnistaf- lokkur í Færeyjum. Kommúnistagrýlunni er alltaf beitt - alls staðar. Hitler og aðrir nasistar í Þýskalandi slógu sér upp á því sama og veröldin lærir aldrei neitt. Við höfum mikið af því sem hér er kölluð „klandurspólitík" en í þessu máli var ekki um slíkt að ræða. Menn af öllum flokkum mótmæltu aðferðum stjómarinnar. Þeir gátu ekki annað, hvar í ílokki sem þeir stóðu. Um að skrifa á dönsku - Þér emð ekki byijaðir að skrifa leikrit? - Nei, ekki ennþá. En ég er alltaf að hugsa um það þótt það hafi ekld orðið að neinu ennþá. Ég veit ekki hvort mér er lagið að skrifa samtöl og því um líkt. En ég hef tímann fyrir mér, ekki nema 62 ára. - Hvers vegna skrifið þér á dönsku? - Móðir mín var dönsk og það var töluð danska á heimilinu. Ég byrjaði að skrifa á dönsku, nú er það orðið mér tamt. Ég hef skrif- .4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. NÓVEMBER 2000 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.