Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 15
verks. Sagan sem Liberace-fjölskyldan sagði hljóðaði svo: Amma Liberace, mamma Francis, hafði verið túlkur hins mikla pólska píanóleikara Paderewski þegar hann var að kenna í Berlín. Svo flutti hún til Bandaríkj- anna og þegar Paderewski kom í tónleikaferð til Wisconsin árið 1926 heimsótti hann vin- konu sína, hana frú Zuchowski. Ömmubamið, Wladziu, spilaði fyrir meistarann sem sagði að þetta bam ætti eftir að koma í sinn stað. Sagan var sögð í ýmsum útgáfum gegnum tíðina. Trúlega var útgáfan í sjálfsævisögu Liberace nálægt sanni en þar segir að Salva- tore hafi farið með alla fjölskylduna á tónleik- ana hjá Paderewski. Þau fóm baksviðs á eftir og stóðu í röð til að fá að taka í höndina á meistaranum. Walter sagðist kunna utan að mörg af verkunum sem hann hafði spilað og þá klappaði Paderewski honum á kollinn og sagði: Hver veit nema þú eigir eftir að koma í minn stað. Önnur goðsaga sem Liberace elskaði að segja var þessi: Hann stakk sig á nagla og fékk blóðeitrun. Hann var ellefu ára. Læknir- inn sagði að það yrði að taka af honum hönd- ina og að hann mætti þakka fyrir ef hann héldi handleggnum. Francis mótmælti og sagði að drengurinn ætlaði að verða píanó- leikari. Læknirinn sagði að hann lifði ekki til að verða eitt eða neitt ef ekki væri brugðist við strax og eitraði líkamshlutinn fjarlægður. Þá sagði Francis við son sinn að hún ætlaði að reyna að lækna hann með gamalli pólskri lækningaaðferð. Hún fyllti þvottapottinn af vatni og kveikti undir. Þegar bullsauð stakk hún handleggnum á hinum elskaða syni upp að öxl í sjóðandi vatnið. Á eftir lagði hún bakstur við skaðbrenndan handlegginn. Baksturinn var gerður úr bræddri sápu og mjólk og hún skipti um baksturinn á fjögurra tíma fresti í viku. Á sjöunda degi byrjaði gröfturinn að vella úr hendinni og eftir þrjá mánuði var Walter orðinn jafngóður. Þrisvar sinnum var Walter litli talinn af vegna lungnabólgu og heilsuleysis og jafnoft vakti Francis yfir drengnum sínum og kallaði hann aftur til lífsins. Hún var vakin og sofin yfir velferð barnanna sem voru afar háð henni. Einkum Liberace sem taldi sig seint geta fullþakkað henni lífgjafirnar. Hann taldi sig hins vegar ekkert eiga föður sínum að þakka og tók eindregna afstöðu með móður- inni í hatursfullum skilnaði þeirra hjóna. Fað- irinn hafði tekið saman við aðra konu en það var fyrir Walter aðeins staðfesting á því að hann hefði aldrei tekið ábyrgð á fjölskyldu sinni og væri sama hvorum megin hryggjar hún lægi. Skilnaðurinn varð árið 1941 og Francis gift- ist aftur tveimur árum seinna, öðrum Itala og gömlum fjölskylduvini, Alexander Casadonte, en hann dó árið 1945. Liberace lét alltaf eins og sá maður hefði aldrei verið til. Francis reyndi líka að gera sem minnst úr þessu hjónabandi þegar frá leið og fór þess á leit við Salvatore að fá að taka nafn hans upp aftur sem sitt eina eftimafn. Hann harðneitaði og hún sat uppi með það að vera Francis Liber- ace Casadonte. Barir og brauðstrit Píanóleikarinn sem Salvatore fékk til að kenna syni sínum hét Florence Bettray Kelly en hún hafði lært hjá Moriz Rosenthal sem var þekktur virtúós. Kelly skipti sköpum fyrir Liberace, hún útvegaði honum styrk til að fjármagna námið, hún var kröfuhörð og metn- aðargjöm og stóð við hlið hans í sautján ár sem kennari og vinur. Löngu eftir að Liber- ace var orðinn heimsfrægur kallaði hann Kel- ly til þegar mikið lá við og hún flaug heims- homanna á miili til að leiðbeina honum. Hann var stjörnunemandi. Hann tók þátt í smærri hæfileikakeppnum ungra hljóðfæra- leikara í ríkinu og vann þær allar og árið 1939 var hann valinn til að leika einleik með Chic- ago-sinfóníunni á tónleikum í Milwaukee. Hann lék annan konsert í A-dúr eftir Franz Liszt. Tónlistargagnrýnandi Milwaukee Journal hældi hinum unga einleikara fyrir tækni, hreinan tón og verulega háþróaða túlk- un, bæði hlýju og skaphita. Allir voru himin- lifandi, meira að segja Salvatore sem faðmaði son sinn í fyrsta og eina skiptið. Florence Kelly var sannfærð um að nemandi hennar gæti orðið einleikari á heimsmælikvarða. En strákurinn var kominn í tilvistarkreppu sem var að drepá hann. Þegar hér var komið sögu var hann búinn að spila á píanó í danshljómsveitum í sex ár. Hann byijaði á því fjórtán ára og þénaði svo vel að Francis kaus að láta eins og hún vissi ekki hvaðan Walter fékk þá peninga sem hann lagði í búið. Hann elskaði dægurtónlist, var fljótur að læra og minnugur. Honum þótti mjög gaman að skemmta fólki en honum þótti ekki gaman að lifa því tvöfalda lífi sem hann lifði, spilandi og greinandi sígilda tónlist á daginn eftir skóla með Kelly en „honky tonk“ fyrir fyllibyttur á kvöldin og nætumar. Hann ákvað í samráði við Kelly að fara til New York og sjá hvort hann gæti komist áfram sem klassískur tónlistarmaður eða dægur- tónlistarmaður eða hvort hann gæti sameinað þetta tvennt en það var það sem hann langaði mest til. Þetta var árið 1942. Smám saman þróaðist hinn persónulegi stfll Liberace, bæði í sviðsetningu og efnisvali. Tækifærin sem hann fékk urðu betri, um- boðsmennirnir öflugri, staðirnir fínni og laun- in hærri. Las Vegas uppgötvaði Liberaee og átti eftir að verða hans bær svo að um mun- aði. Las Vegas var lítáll og hallærislegur bær fyrir stríð, með tveimur stórum hótelum, frægum fyrir fjárhættuspil og skuggalegt skemmtanalíf tengt mafiunni. Það var hins vegar fullur vilji til þess, bæði hjá Nevadaríki og íbúunum, að byggja bæinn upp og gera hann að háborg afþreyingar og kitlandi lysti- semda. Þegar öflugir fjárfestar eins og millj- ónamæringurinn Howard Hughes reyndust tilbúnir til að moka peningum í Las Vegas var hafist handa. Áhersla var lögð á að fá úrvals skemmtikrafta alls staðar að og þeim var borgað framúrskarandi vel. Liberace þénaði orðið prýðilega en hann vildi meira og hann var býsna óhress með það hvernig fólk bar nafnið hans fram. Hann hafði lagt niður nafn- ið Walter, sem hann hataði, og tekið upp seinna nafnið sem sitt eina nafn - stytt í Lee af vinum. Á nafnspjaldinu hans stóð í sviga fyrir aftan nafnið Libber-AH-chee. Hjólin byrjuðu fyrst að snúast þegar viku- legir hálftíma sjónvarpsþættir hans unnu hjarta amerískra húsmæðra árið 1953. Eftir það báru menn nafnið hans rétt fram og áfram óx frægð hans jafnt og þétt þangað til kom að hinni örlagaríku Lundúnaferð árið 1956. Liberace var orðinn stórstjama og sjónvarpsþættimir hans höfðu verið sýndir í Bretlandi þar sem hann átti stóran og ákafan aðdáendahóp. Aðdáendur hans vom konur á öllum aldri, mest þó miðaldra konur sem elsk- uðu þennan hæfileikaríka, fyndna og fallega mann sem var svo góður við mömmu sína að hann tók hana með á alla sína tónleika, hyllti hana alltaf í upphafi tónleikanna og lét áhorf- endur klappa fyrir henni. Aðdáendumir sem hvolfdust æpandi og skrækjandi yfir þennan sæta Ameríkana vom eins og forboði Bítlaæð- isins rúmum áratug seinna - konumar vom bara aðeins eldri - og breskum menningarvit- um var nóg boðið. Oft hafði gagnrýnin sem Liberace fékk verið drepandi en aldrei eins og eftir tónleikana í Royal Festival Hall. „Hann ætti skilið að vera grýttur með syk- urpúðum,“ sagði einn gagnrýnandinn. Annar sem skrifaði pistla undir nafninu Cassandra í stórblaðið Times skrifaði: „Hann er samnefnari kynjanna - snúinn saman úr karlkyni, kvenkyni og hvomgkyni. Allt sem hann, hún eða það gæti hugsað sér. Eg talaði við dapra en vingjarnlega menn á þessu blaði sem hafa hitt hvern og einn ein- asta frægðarmann og -konu sem hingað hafa komið frá Ameríku síðustu 30 árin. Þeir segja að þessi hroðalegi, blikkandi, skríkjandi, flaðrandi, krómaði, vellyktandi, glansandi, skjálfandi, flissandi, tilgerðarlegi, rjómaíss- þakti haugur af móðurást með ávaxtabragði hafi fengið viðhafnarmestu móttökur og haft mest áhrif á London síðan Charlie Chaplin kom á Waterloostöðina, 12. september 1921... Upp úr honum stendur málspýja sem fær fullorðna karlmenn til að þrá að komast afsíð- is til að kúgast í friði. Það er ekki vafi á því að önnur eins tilfinningaæla hefur aldrei sést fyiT né síðar. Þetta makalausa, síreiknandi Candy-floss, slefandi yfir mömmu sinni, blikk- andi bróður sinn og teljandi peningana sína á sekúndufresti hefur svör við öllu.“ Vesalings Francis Liberace fékk fyrir veik- — byggt hjartað af að lesa þetta og þó að Lib- erace væri alveg sama um meintan „mom- isma“ sinn var honum ekki sama um að vera sagður „með ávaxtabragði" því að það var am- erískt slangur yfir að vera samkynhneigður. Liberace var samkynhneigður. Hann var þrjátíu og sjö ára og það fer tvennum sögum af því hvort hann kom nokkurn tíma nálægt konu. Scott Thorson segir í bók sinni um Lib- erace að hann hafi þekkt alla hommastaðina í öllum borgunum sem hann hafði ferðast um og haft sitt eigið net af samkynhneigðum fé- lögum en þeir voru mjög þagmælskir. Hann hafði aldrei verið í föstum samböndum og allt- af farið varlega. Enginn af samstarfsmönnum hans hafði nokkum tímann séð hann í ein- hverju strákastandi. Oðru hverju voru þau boð látin út ganga að hann væri í ástarsam- bandi við einhverjar stúlkur og sjálfur fim- bulfambaði hann í viðtölum um leitina að hinni einu réttu. Ástæðan fyrir þessum felu- leik var einföld: Það var kalt stríð á öllum sviðum og tímarnir voru haturs- og fordóma- fyllri í garð samkynhneigðra en nokkru sinni fyrr og síðar. Það kostaði menn minnst vinn- una, mest lífið, ef þeir fengu á sig homma- stimpil. Heima í Bandaríkjunum hafði hinn og þennan grunað hitt og þetta um Lee Liberace en menn þögðu af því að ásökunin var svo grafalvarleg. Eftir að búið var að segja þetta opinberlega í Bretlandi hlaut fiskisagan að fljúga yfir hafið. A næstu tónleikum Liberace í Manchester stóð fólk fyrir utan leikhúsið með spjöld þar sem á stóð: „Sendum hommann aftur til Bandai’íkjanna" og „Við viljum alvöru karl- menn, ekki mömmustráka“ og „Hommi, farðu heim“ og „Við viljum ekki ameríska homma- titti“ og fleira stóð þar óskemmtilegt. Liber- ace gat ekki látið eins og ekkert væri og hann fór hina einu sönnu amerísku leið, þ.e. leið dómstólanna, og stefndi Times. Hinsegin réttarhöld Málið kom fyrir rétt í London í júní 1959. Áhorfendabekkir voru þéttskipaðir konum, í kviðdómnum voru hins vegar tíu karlar og tvær konur. Liberace var rólegur, yfirvegað- ur og harðneitaði að hann væri samkyn- hneigður eða hefði nokkurn tíma tekið þátt í ástum af því tagi. Það er að mörgu leyti ótrú- legt að lesa útdrátt úr réttarhöldunum. Það eru aðeins rétt rúm fjörutíu ár síðan þau voru haldin en það virðist mun lengra. Liberace, sem var stefnandinn, þurfti að svara spum- ingum um það hvort hann notaði ilmvatn, hvort hann reyndi að vera kynþokkafullur, hvort ekta karlmaður gæti gengið í skrautleg- um fötum eins og hann og hvort hann notaði móður sína sem þátt af sýningu sinni í því augnamiði að höfða til eldri kvenna. Alltaf hélt hann virðingu sinni en stundum gerði hann grin að sækjanda og hann átti salinn - eins og alltaf. Hann vann málið með glæsi- brag og var þá orðinn gagnkynhneigður sam- kvæmt dómsúrskurði. í blaðaskrifunum og réttarhöldunum má ekki aðeins sjá „hómófóbíu" á háu stigi heldur má líka sjá sterkan ótta og öryggisleysi gagn- vart konum. Gamla kynjamynstrið hafði riðað til falls alla öldina en mest þó í seinni heims- styrjöldinni þegar allt fór á skjön. Tugþús- undir amerískra karlmanna þurftu að eyða miklum tíma saman á stríðsárunum í hreinum karlasamfélögum. Þó að herinn fordæmdi samkynhneigð fengu hermennimir að vera með „drag“-sýningar og það var vel séð og ýtt undir það að þeir tengdust sterkum böndum, væru félagar og mjög nánir vinir, tilbúnir til að ganga í rauðan dauðann hver fyrir annan. Þegar heim kom var blaðinu snarsnúið við. Nú gilti vináttan ekki lengur heldur sam- keppnin og nú áttu amerískir karlmenn að vera góðar fyrirvinnur og eiginmenn og byggja upp áframhaldandi þenslu í efnahags- lífi og heimsyfirráðum hvort sem þeir vildu eða ekki. Stundum hafa menn horft með eftir- sjá til sjötta áratugarins sem blómaskeiðs am- erískrar karlmennsku en þegar betur er að gáð voru eftirstríðsárin full af þvingunum, ótta og kúgun karlmannanna - ekkert síður en kvennanna. Þegar byrjaði að hallast á mer- inni bæði í utanríkismálum og efnahagslífi á sjötta áratugnum varð uppreisnin því ofsa- fengnari sem kúgunin hafði verið meiri. Liberace kom næst til London áratug seinna eða 1969 og það var önnur borg sem hann kom til; Bítlamir voru komnir fram, - tískan frá Camaby street var svo öfgakennd að sviðsbúningar Liberace virkuðu nánast gamaldags og virðulegir, viðhorf til kynferðis og kynhneigðar voru að breytast en Liberace hvorld vildi né gat komið út úr skápnum. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn er bókmenntafræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. NÓVEMBER 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.