Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 7
Kossinn, olía á léreft, 180x180 sm.
Vín, Austurríska Galleríið.
Stóra ástin í lífi hans var tískuhönnuðurinn
Emilie Flöge, og samband þeirra, sem mun
mest hafa verið andlegs eðlis varaði í 28 ár,
hún elskaði hann og hann elskaði hana en hún
vakti ekki upp hjá honum holdlegar girndir.
Það kemur fram í heillandi málverki af henni
þar sem hún er sakleysið sjálft, gáfuleg og
sálfsörugg í útliti, en engar lostafullar
líkamslínur dregnar fram þótt hún hefði þær
yfrið nógar í bak og fyrir. Þetta gerði hana
afbrýðisama og sára, því oftar en ekki voru
það einmitt þessar línur kvenlegs þokka sem
hann lagði áherslu á og ýkti þegar hann mál-
aði aðrar konur. Þykir til marks, að Klimt
hafi ekki verið sérlega sýnt um að miðla pers-
ónuleika fyrirsæta sinna á dúkana, sem í
þessu tilviki mætti að vissu marki mótmæla,
því myndin er undursamlega falleg og lýsir
andlegum tilfinningum málarans til mynd-
efnisins, draumi hans um hina í'ullkomnu
traustvekjandi konu. Þannig sá Klimt ástina
sína Emelie Flöge, málaði það sem hann sá
og skynjaði, hina innri útgeislan, þó svo að
daman liti öðruvísi út í speglinum og að mál-
verkið samsvarði ekki óskum hennar og
þrám.
löge hefur einmitt viljað að hann legði
áherslur á ytri yndisþokka sinn, kyn-
þokkafullan vöxt og útlínur líkt og í
málverkinu fræga af Adele Bloch Bau-
er, sem var frekar rengluleg í vexti en í
myndum tveim sem Klimt málaði af henni lít-
ur hún út sem hin fullkomna ímynd ungrar
ástþrunginnar konu með blóðrauðan roða í
kinnum eins og vegna tvíræðra hugleiðinga.
Gefur auga leið að þau Klimt höfðu átt í ást-
arsambandi frá 1899, en myndirnar af konu
sykurframleiðandans Bloch Bauer málaði
hann 1907 og 1912, og var það kannski í eina
skiptið sem hann málaði konu tvisvar eftir
pöntun enda kostaði það sitt, en hér voru
peningarnir nógir. Þegar maður virðir mynd-
irnar fyrir sér skilur maður betur að allir að-
ilar hafi verið ánægðir enda sá eiginmaðurinn
um að greiðslur fyrir myndirnar rötuðu skil-
víslega í pyngju listamannsins. Um leið var
afbrýðisemi Flöge fullkomlega réttmæt og
trúlega hefur henni einnig gramist áhugi
Klimts á vinkonu sinni Ölmu Schindler, sem
leit á hinn 17 árum eldri málara sem fyrstu
stóru ástina í lífi sínu. En þegar Klimt reyndi
að ræna hana dyggð sinni án þess að neitt
meira og alvarlegra lægi að baki hrökk hún
undan og leitaði skjóls hjá öðrum stórmönn-
um tímanna, svo sem tónskáldinu Gustav
Mahler, Bauhaus arkitektinum Walter Grop-
ius og rithöfundinum Franz Werfel, en öllum
var hún gift auk þess að eiga í eldheitu ástar-
sambandi við málarann Oscar Kokoscha.
Klimt fékk aldrei að mála hana, en það fékk
Kokoscha hins vegar svo um munaði og hélt
um leið áhuga hennar vakandi á málaralist.
Klimt, Kokoscha og undrabarnið Egon
Schiele voru hinir þrír stóru leiðandi ásar í
austurrískri myndlist fram að styrjaldarlok-
um. Schiele sem var fæddur 1890, hafði Klimt
sem sína stóru fyrirmynd, en í stað þess að
mála konurnar skartklæddar reif hann af
þeim fötin og afhjúpaði nekt þeirra frá öllum
mögulegum hliðum og sjónarhornum, þannig
að afraksturinn átti öllu síður erindi á veggi
æruverðugra borgara. En eftir 1910 fór
Schiele að fjarlægjast myndhugun Klimts til
hags fyrir innhverfa útsæið, expressjónism-
ann. Klimt og Schiele létust báðir 1918 og átti
spánska veikin þátt í dauða þeirra beggja,
þótt slag kæmi einnig við sögu hvað Klimt
áhrærir. Kokosocha lifði til hárrar elli og en
náði þó aldrei þeim hæðum í list sinni og fyrir
stríð, sem segir hve þýðingarmikið það er að
vera í réttu andrúmi, á réttum stað og réttum
tíma.
ustav Klimt var einnig frábær
teiknari og eru blýantsriss hans af
nöktum konum með því frábær-
asta sem gert var um hans daga,
en þá voru fyrirsæturnar ekki eiginkonur
bankastjóra né sykurframleiðenda heldur
sótti hann þær í fátækrahverfi í nági’enninu.
Sennilega má finna skýringuna á hluta af
börnunum 15 í þessari iðju hans til hliðar og
að hann hafi hér verið hömlulausari en við
uppdubbaðar hefðarfrúrnar. Sumir fræðing-
ar álíta þessi riss hápunktinn í list Klimts að
hér standi hann ekki Toulouse Lautrec né
Rodin að baki, einkum hvað erótísku teikn-
ingarnar snertir en þeim hefur skiljanlega
minna verið haldið fram til skamms tíma,
líkt og teikningum Schieles. Talið er að rúm-
lega 3.000 af eitthvað 5-6.000 rissum Klimts
hafi varðveist og merkilegt að ekkert þeirra
skuli hafa ratað á sýninguna í Belvedere.
Trúlega þykja þau ennþá of gróf, en mikið
eru þetta innihaldsrikara riss en það and-
lausa fóður sem víða má sjá á framúrstefnu-
sýningum nú um stundir. Og ekki ögrar það
síður, en að tala um siðleysi og klám væri
misvísandi á sama hátt og það væri guðlast
að tala um klám varðandi bækur Honoré
Balzacs, því hér ríkir hinn skapandi neisti
snilldarinnar.
ppgangur verka Klimts á síðustu ár-
um er með þvl ótrúverðugasta í list
20. aldar sé litið til fyrra vanmats,
og þótt uppboð séu enginn öruggur
mælikvarði um gæði mynda segja þau
nokkra sögu um verðgildi hugvits og þjóðar-
gersema. Sjálfum þykir mér með ólíkindum
að málverkið „Schloss Kammer am Atter-
see“ skuli hafa náð þriðja hæsta verði á upp-
boðsmarkaði til þessa, næst á eftir Sólliljum
van Goghs og „Acrobate et jeune Arlequen“
Picassos. Vátryggingarmatið á málverkinu
af Adele Bloch Bauer, er svo nær hálfu
hærra og myndi trúlega slá öll met, en slíkar
gersemar fara seint á uppboð og hinn svo-
nefndi gullni Klimt er talinn til muna verð-
mætari þar að auki.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000 7