Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.2000, Blaðsíða 9
MINNISPÚNKTAR UM ÍSLENSKA KRISTNI - II MorgunblaðiS/Gísli Sig. Á Kirkjubæ á Síðu var kristin bannhelgi og þar máttu ekki heiðnir menn búa. Afkomendur Ketils fíflska, sem fluttist hingað úr Suðureyjum, var eina ættin sem ekki glataði kristni þegar frá landnámi leið. Ketill bjó í Kirkjubæ og „þeir voru allir skírðir langfeðgar". KRISTNI KIRKBÆINGA VEKUR ÝMSA SPURDAGA EFTIR HERMANN PÁLSSON Helgi magri, Örlygur hinn gamli, Helgi bjóla, Auður djúpúðga i, Ketill hinn fíflski og enn fleiri menn, er komu vestan um haf, héldu sumir vel kristni til dauðadags. En það gekk óvíða í ættir því að synir þ leirra sumra reistu hof og blótuðu en lanc 1 var alheiðið nær hundraði vetra. 4. íslensk frumkristni Ferill íslenskrar þjóðar verður rakinn aftur til ársins 930, þegar „alþingi var sett að ráði Úlfljóts og allra landsmanna" (Ari fróði). Aður en þessi fagri atburður gerðist áttu þúsundir manna heima á fósturlandi voru um hríð án þess að tryggja sér sameiginleg örlög. Þessi sjálfráði lýður var sundurleitur að siðum og uppruna og varð ekki sérstök þjóð fyrr en allir íbúar landsins fóru að lúta sömu lögum. Landnemar voru af norskum, írskum, suður- eyskum og jafnvel samískum rótum og munu hafa byggt útskaga áður en hingað var komið, svo sem forn spádómur gefur í skyn.7 Um vestræna landnámsmenn hefur verið fjallað fyrir skömmu og er engin ástæða til að endurtaka slíkt hér. Stofnun alþingis samein- aði fólk af sundurleitu tagi og skóp hér nýtt, sérstætt ríki - hið yngsta og auðkenndasta í allri álfunni. Evrópa breyttist að marki fyrir bragðið. þótt slæðingur af landnámsmönnum sem komu hingað af Irlandi og Suðureyjum væri kristinn urðu venjur og siðir ungrar þjóðar rammheiðin eins og ráða má af upphafi Ulf- ljótslaga sem enn er varðveitt.7 Þótt megin- þorri þjóðarinnar væri heiðinn áður en trúboðar fóru að láta til sín taka er ástæða til að ætla að kristnar hugmyndir kunni að hafa narað með niðjum vestrænna landnámsmanna fram til siðaskipta um aldamót. Auk þess kynntust íslenskir farmenn kristni erlendis. Kristnitakan árið 999 eða 1000 olli þáttaskipt- um í sögu þjóðarinnar og eftir þann atburð varð það suðrænum sið til styrktar að þá áttu Islendingar fátt saman við heiðna menn að sælda enda höfðu flestar grannþjóðir þeirra horflð frá fornum sið, jafnvel þótt heiðnar venjur tórðu enn með Háleygjum og Svíum. Um 1030, þegar hundrað ár voru liðin frá stofnun alþingis, munu Islendingar upp til hópa hafa verið kristnir. Sturlubók Landnámu staðhæfir að sú kristni sem barst hingað með vestrænum landnámsmönnum yrði skammvinn og liði bráðlega undir lok: Svo segja vitrir menn" að nokkrir land- námsmenn hafi skírðir verið, þeir er byggt hafa ísland, flestir þeir er komu vestan um haf. Er til þess nefndur Helgi magri og Örlyg- ur hinn gamli, Helgi bjóla, Jörundur kristni, Auður djúpúðga,10 Ketill hinn fiflski og enn fleiri menn, er komu vestan um haf, og héldu þeir sumir vel kristni til dauðadags. En það gekk óvíða í ættir, því að synir þeirra sumra reistu hof og blótuðu en land var alheiðið nær hundraði vetra“ (ÍF I, bls. 396). Hér er vitaskuld miðað við upphaf land- náms en ekki stofnun alþingis. í Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu (OlTrm I: 267-68) er gert meira úr íslenskri frumkristni. Um Örlyg Hrappsson segir að „hann bjó að Esju- bergi og lét þar kirkju gera sem hann hafði heitið Patreki biskupi. Hélt hann rétta trú sem biskup hafði kennt honum, og svo segist að hans son hafi aldrei blótað skurðgoð. Marg- ir voru þeir menn aðrir er skírðir komu út hingað til Islands og námu hér land. En fyrir því að miklu voru fleiri landnáma menn heiðn- ir og blótmenn miklir, þeir er með öllu afli stóðu mót réttum átrúnaði og með illgirni ám- uðu og fyrirdæmdu kristna menn [...], en hinir sjálfir ungir í trúnni, þá hurfu þeir sumir aftur til heiðni er áður voru kristnir að kalla. En þó að nokkrir landnáma menn kastaði eigi með öllu kristni, þá voru nálega öll þeirra börn heiðin og afkvæmi, því að kennimenn voru þá engir á landinu né aðrir þeir að fólkið siðaði.“ 5. Keltneskur skerfur Einna samfelldustu byggðir vestrænna landnámsmanna voru í Kjós og á Kjalarnesi, í námunda við þá kirkju sem Örlygur lét gera og helgaði Kolumkilla. Annað írskt svæði var Akranes þar sem kirkja var helguð sama dýrl- ingi á elleftu öld. þriðja ’vestræna’ svæðið var í Dölum, landnámi Auðar djúpúðgu, og hið fjórða í Rangárþingi. A öðrum stöðum var írska byggðin strjálli. Að því er heimildir telja voru afkomendur Ketils fíflska, sem fluttist hingað úr Suðureyj- um, eina ættin sem glataði ekki kristni þegar frá landnámi leið: „þeir voru allir skírðir lang- feðgar."11 Hann bjó í Kirkjubæ á Síðu en um þann stað segir í Landnámu: „þar höfðu áður setið papar, og eigi máttu þar heiðnir menn búa.“ I hugum lærðra íslendinga fyrr á öldum var þessi Kirkjubær rétt eins og fögur vin á mikilli eyðimörk. Kristni Kirkbæinga vekur ýmsa spurdaga sem eru ekki auðleystir. í fyrsta lagi er samband þeirra við papa sem fyrstir manna bjuggu þar. Nam Ketill fíflski þar land meðan papar voru þar enn á ferli eða var staðurinn mannlaus um hríð áður en Ketill settist þar að? I öðru lagi hlýtur skortur á kennimönnum að hafa verið til mikils baga enda má ætla að örfáum kristnum hræðum hafi verið illa vært í rammheiðnu umhverfi. Staðhæfing Kristni sögu að þeir Ketill og niðj- ar hans fram að kristnitöku hafi verið skírðh- gefur í skyn að staðurinn hafi ekki verið prest- laus.12 Hins er einnig vert að minnast að íslend- ingar áttu nokkur skipti við kristin lönd með- an heiðni stóð hér í blóma, einkum Suðureyj- ar, England, írland, Danmörku og jafnvel Þýskaland. Nú er vitað um nokkra Ira og Suð- ureyinga sem komu hingað á tíundu öld og vafalaust munu þeir hafa verið kristnir. Þótt heiðni útrýmdi kristni rækilega á yfirborði mun minningin um hina írsku frumkristni aldrei hafa þurrkast út. Slíkt má ráða af kristnum tökuorðum úr írsku sem bregður fyrir í fornritum vorum, svo sem díar ’guðir’, bjannak ’blessun’, minnþak ’föstumatur úr mjöli og vatni eða smjöri’, bagall ’biskupsstaf- ur’. Eðlilegt er að gera því skóna að slík orð hafi borist hingað með kristnum landnemum af írlandi eða Suðureyjum sem voru þó mælt- ir á norrænu en höfðu vanist írskum heitum á kristnum fyrirbærum. í rauninni má segja að móðurmál vort sé af tvíþættum uppruna: meginkvíslin kom frá Vestur-Noregi, sem sé Rogalandi, Hörðalandi, Sogni og Fjörðum, og blandaðist hér við minni háttar þverkvísl frá Irlandi og Suðureyjum sem fleytti með sér írskum orðum og írskum mannanöfnum í nor- rænu gervi. Hins vegar er ósennilegt að írsk orð hafi borist með öðru móti í móðurmál vort. Og í öðru lagi gefa ýmis örnefni í skyn að kristni kunni að hafa verið iðkuð víðar á landnámsöld en ráðið verður af skráðum heimildum. Hér skal einkum nefna staði sem kenndir voru við keltneska dýrlinga, svo sem Patreksfjörð, Trostansdal, Trostansfjörð og Dufansdal fyrir vestan. Hugsanlegt er að sum þau örnefni sem kennd eru við mannsnafnið Kjallakur séu ekki tengd við hérlenska menn sem hétu svo heldur feli þau í sér minningu um dýrlinga með þessu nafni. Viðurnefni Þorbjarnar kolku hlýtur að vera írska dýrl- ingsheitið Colcu og við hann munu vera kenndar Kolkumýrar auk annarra örnefna í Húnavatnsþingi. En frásagnir Landnámu af upphafi byggðar á þeim slóðum eru helsti rýr- ar. Og forn örnefni sem kennd eru við Ira, svo sem Irland, Irá og þónokkur önnur munu að öllum líkum lúta að kristnu fólki úr landsuðri. Niðurlag í næstu lesbók. 7. Til samanburðar skal minna á orðtakið að brjóta konu til svefnis sem notað var um nauðgun. 8. þeir munu lýðir löndum ráða er útskaga áður of byggðu. (Darraðarljóð). 9. Þessi forneskja er varðveitt í Hauksbók, Þorsteins þætti uxafóts, Þórðarbók og Broti af Þórðar sögu hreðu. Freistandi er að geta sér þess til að upphaf hinna heiðnu laga hafi varðveist með niðjum Þórðar skeggja. Áður en hann fluttist búferlum vestur að Skeggjastöðum í Mos- fellssveit seldi hann Ulfljóti lagamanni lönd sín í Lóni. Þrír af heimildarmönnum Ara fróða voru niðjar Þórðar skeggja, þeir Hallur í Haukadal fóstri hans, Teitur ís- leifsson lærifaðir hans og Gissur biskup. Af Teiti nam Ari þá vitneskju að Úlfljótur hafði fyrst út lög hingað úr Nor- egi- , 10. Ástæða er til að ætla að „vitrir menn“ lúti að Ara fróða og heimildarmönnum hans, einkum þeim Þuríði hinni spöku Snorradóttur goða, Teiti ísleifssyni og Þor- katli Gellissyni föðurbróður Ara. 11. Þótt undarlegt megi virðast er Unnur (= Auður) djúpúðga talin heiðin í Laxdælu, (ÍF V, bls. 13). Land- náma staðhæfir hins vegar um konuna: „Hún hafði bæna- hald sitt á Krosshólum; þar lét hún reisa krossa því að hún var skírð og vel trúuð. Þar höfðu frændur hennar síð- an átrúnað mikinn á hólana. Var þar þá ger hörg er blót tóku til; trúðu þeir því að þeir dæi í hólana, og þar var Þórður gellir leiddur í, áður hann tók mannvirðing, sem segir í sögu hans. [...] Þá nótt eftir andaðist hún og var grafin í flæðarmáli, sem hún hafði fyrir sagt, því að hún vildi eigi liggja í óvígðn moldu, er hún var skírð. Eftir það spilltist trúa hennar“ (ÍFI, bls. 139-40 og 146-47). Gröftur í flæðarmáli kemur dálítið kynlega fyrir sjónir. Gula- þingslög hin fornu leggja svo fyrir að hvern dauðan mann skal færa til kirkju „og grafa í jörð helga, nema ódáða- menn, drottinssvika og morðvarga, tryggrofa og þjófa og þá menn er sjálfir spilla önd sinni. En þá menn er nú talda eg skal grafa í flæðarmáli þar sem sær mætist og græn torfa“ Den eldre Gulatingslova, bls. 46. 12. Kristni saga, bls. 21. Ættliðirnir eru fjórir: Ketill fíflski - Ásbjörn - Þorsteinn - Surtur sem bjó í Kirkjubæ þegar Þangbrandur stundaði kristniboð. Sonur Surts var Sighvatur lögsögumaður, 1076-83. Höfundur er fyrrverandi prófessorvið Edinborgar- hóskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. NÓVEMBER 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.