Tíminn - 01.12.1966, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGÍUK 1. desember 1966
1 IMjL JLlijii
TÍMINN
ÞINGFRÉTTIR
ÉMIL LOFAR SAMRÁÐUM YIÐ
UTANR
SMALANEFNDINA
Umræður urðu talsverðar í sam
eimuðu AHþingi í gær við framhalld
umræðu um þingsályktunartillögu
Framsóknarmapna um að rétti
íslands til landgrunnsins verði afl
að viðurkenningar. Emil Jónsson
utann'kisráðherra, sagði að tillögu
hefði verið vísað til ríkisstjórnar-
innar á síðasta þingi og ekfeert
hefði breytzt í þessum málum síð-
am. TiMagan \' um feosningu sjö
manna nefndar í málið væri ó-
þörtf, því bestur árangur fengist
með því að Mta kunnáttumenn
fjalla um það fyrst, því fyrr gæti
nefnd ekki myndað sér skoðun á
málinu. Riíkisstjórnin hefði s'kipað
Hans G. Andersen ambassador
til að fjalia um þetta mál og
myndi hann leggja niðunstöður
stöður sínar fyrir ríkisstjómina,
sem þá væntanlega myndi leita
samstöðu alflra flofeka og álitg um
það, hvernig skuli staðið að mál-
inu, en mikiívægt væri að eining
cg samstaða gæti skapazt um mál-
ið.
Ólafur Jóhannesson, 1- flutn-
liniglsmaður tillögunnar harmiaði
ihve daufar undirtektiæ tiiiágan
ihefði fengið hjá utanrifeisráðherra.
iRáðherrann teidi þó mifeilvægt að
leining og samstaða gæti sfeapazt
ium þetta mál en efeki værj það
ileið til slíferar samstöðu að neita
iað eiga samráð við alla flokka um
undirbúning málsins og vísa
tillögunni til ríkisstjórnar-
in-nar. Ef unnið hefði verið að
máiinu í þeim anda sem ráðherr-
ann teldi að gera ætti og skapa
einingu, þá hefði átt að hafa sam-
ráð við stjómarandstöðuna um
skipun manns í rannsókn málsins.
Það var ekki gert, en annað hefur
reyndar ekki verið enn gert já-
kvætt í þessu máli. Hans G. And-
ersen væri ágætur maður, en
hann gegnir sendiherrastörfum í
mörgum löndum og ef hann get-
ur sinnt þessu máli svo sem nauð-
syn er á að gert verði, gætu ýms-
Engin samráð hafa verið höfð við nefndina árum saman
þrátt fyrir lagafyrirmæli þar um
OCKAM ■ S
Höfum ávallt á boðstólum
góð herra- og dömuúr frá
þekktum verksmiðjum.
Tökum einnig úr til við-
gerða. — Póstsendum um
land allt.
Úra- og skartgripaverzlun
Magnús Ásmundss.
Ingólfsstræti 3, sími 17884.
ir farið að efast um að sendiherr-
ar okkar þyirftu að vera eins marg-
ir og þei-r eru. Þetta mál er stærra
en svo, að það sé réttflætanlegt
að gera könnun þess og undir-
búning að -hjáverkastarfi og væri
efeki of ge-rt að láta einn mann
að minns-ta fcosti sinna þessu máli
seop aðalstarfi. Þetta væri eitt-
hvert mifcilvægasta mál þjóðar-
innar og í annað einis væri nú
feostað.
Ráðherrann hefði sagt að nefnd
in myndi eiga erfitt með að
mynda sér skoðun fyrr en kunn-
áttumen-n hefðu um það fjallað.
Eftir engu slíku þyrfti að bíða
því menn hefðu þegar ákveðnar
skoðanir í þessu máli og það væri
að íslandi bæri réttur til land-
girunnsins alls en 'æskilegt væri
þegar á þessu stigi að stjórnmáfla-
flokkarnir al-lir gætu komið sjón-
armiðum sínum að um þá starfe-
hætti sem bæri við að hafa að
afla stefnu íslands fylgis og kynpa
málið rækilega því hér væri ekki
og mætti efeki vera um neitt
feimnismál ofckar að ræða og 'aðr-
ar þjóðir eiga einmitt að fá sem
best að vita um staðfastan vilja
og stefnu íslendinga í málinu.
Það myndi vekja athygli a-nn-
arra þjóða, ef Alþingi skipaði nú
nefnd fulltrúa allra flofeka til að
vimna þessari stefnu fylgisr Af því
yrði Ijóst, að allir ætluðu stjórn-
málaflokkarnir sömu leið í þessu
máli. Að vísa þessari tillögu enn
á bug væri hins vegar til þess
fallið að vekja tortryggni og efa-
semdir um að efeki væri samstaða
með stjórnmálaflofek-um á íslandi
um að sæfeja réttinn til land-
grunnsin-s alis. Væri t.d. ekki ó-
fróðlegt að fá að ræða við Hans
G. Andersen um þetta og vita
hverjar sfcoðanir hann hefði á því,
hvernig best væri að vinna að
þessu máli og hvort hann teldi
ekki heppilegra að vinna að mál-
inu erlendis fyrir nefnd allra
stjórnmálaflokka á Alþingi e-n að-
eins á vegum ríkisstjórnarinnar.
\ Gagnrýni hefur komið fram hér
lendis vegna ræðu þeirrar, sem
utanríki-sr: Iherra hefði flutt um
fiskveiðimál hjá Sameinuðu þjóð-
unum vegna þess, að ráðherrann
hafði ekki minnzt á þá stefnu
íslands, sem allir stjórnmálaflokk-
ar eru sammála um að stefna að
því að fsland fái óskoraðan rétt
yfir landgrunninu öllu. Sjál-fsagt
hefur ráðherrann haft einhverjar
ástæður fyrir því að minnast á
þessa stefnu fslands, en það færi
þá efekert illa á því, að hann
gerði Alþingi grein fyrir þeim
ástæðum. Ráðherrann segðist hafa
áhuga á samstöðu og einingu allra
flokfea í málinu en ekki væri tak-
andi mark á orðum einum í þessu
efni. Þar hlytu gerðir að hafa
meira gildi og að vísa þessari til-
lögu frá, bæri ekki vott um að
ráðherrann væri sérlega fýsandi
að gera það á borði sem hann
segði í orði.
Ráðherrann hefði getað haft þá
mótbáru uppi gegn tillögu að þar
sem væri til sérstök trúnaðarnefnd
Alþingis til að fjalla um mál eins
og þessi, væri skipun nýrrar nefnd
ar óþörf. Utanríkismálamefnd Al-
þingis á að hafa aðstöðu til að
fylgjast með öllum utanríkismál-
um lýðveldisins og við hama á
að hafa samráð um öll mál, sem
snerta skipti við aðrar þjóðir.
Reyndin er hins vegar sú, að ut-
anríkismálanefnd er haldið utan
við öll utanrífeismál, stór og smá,
og ekkert mál undir nefndina bor
ið. Auk þess sem þetta er hreint
hneyksli og einn þátturínn í ó-
virðingu Alþingis er hér um hreint
lögbrot að ræða, þverbrotin skýr
fyrirmæli laga um þingsköp. Þett-a
kæmi í hugann um þessar mund-
ir, þegar blöð eru að skýra frá
mi'kilvægum atkvæðagreiðsl-um hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Ekkert samráð hefði verið haft
við utanríkismálane-fndir um af-
stöðuna til þessara málá eins og
eðlilegt hefði verið og enn frern-
ur vekur það athygli að ísland
skar sig úr og greiddi ekki at-
kvæði eins og hin Norðuríöndin
og er þó sérstakt samstarf Norð-
urlandanna um afstöðu til mála
hjá Sam-einuðu þjóðunum. Á þessu
hafa ekfei fengizt neinar skýring-
ar.
Utanríkismálanefnd er því nán-
ast ekki stanfandi og getur ráð-
herrann því ekki vísað til hen-nar
er hann hvetur til samstöðu um
málið en telur jafnframt tillög-
una óþarfa. Að þessu ath-uguðu
getur því efeki lalizt óeðlilegt
þegar hlutlægt er .skoðað, að sér-
stök nefnd fulltrúa alflra stjórn-
málaflokka verði kosin í málið
til að leggja strax á um stanfs-
hætti hvemig kynna eigi málstað
íslands.
Emil Jónsson sagði, að Hans
G. Andersen væri besti maðurínn,
sem unnt væri að fá til að\ hafa
þetta mál með höndum — en
Ólafur Jóhannesson virtist hafa
vantrú á því og í vor hefði Ólafur
lagt til að ungir menn væru fengn
ir til að kynna sér og alast upp
í málinu og þeir síðan fengnir
til að standa að því. Rétt værí
að íslendingar hefðu allir þeir
sfeoðun og ofekur bæri réttur yfir
öllu landgrunninu, en við verðum
að fá meirihluta þjóðanna með
okkur til þess að ná því marki
og ekki víst að m-en-n séu á einu
máli um það, hvemig ei-gi að
standa að þessu máli. Ég taldi
rétt á þingi Sameinuðu þjóðanna
að fá fleiri þjóðir til liðs við
okkur í þessu máli með því að
styðja baráttuna gegn hungri og
u-m leið verndun fiskstofnanna.
Það hefði vakið andúð þjóðanna
á þingi Sameinuðu þjóðanna, ef
við hefðum haldið því fram að
öfckur bærí refjalaus réttur til
landgrunnsins alls og að væri
skylda annarra þjóða að hjálpa
okkur að ná eignarhaldi yfir land-
grunninu. Guðmundur Guð-
mundsson fyrrum utanríkisráð-
he-rra hefði talið ófært að bera
mál undir utanríkismálanefnd og
hafa við hana samráð vegna þess
að fulltrúar 1 nefndinni hefðu brot
ið þann trúnað er þeir áttu að
gæta og borið út mál, sem farið
hefði verið með sem trú-naðar-máfl
í u-tanrífeismálanefnd. í þessu sam-
bandi sagði-st Emil hins vegar lýsa
yfir því að hann vildi hafa eðli-
le-gt samband við utanrífei-smála-
nefnd, ef hægt væri að t-rúa henni
fyrir m-álum.
Einar Olgeirsson sagðist fagna
yfirlýsingu ráðherran-s um að hafa
samráð við uta-nríkismálanefnd.
Ágreiningurinn um afstöðu-na til
Nató hefur verið notaður allt of
lengi sem átylla fyrir því að ræða
en-gin utanríkismál í nefndinni.
Þórarinn Þórarinsson sagðist
vilja spyrja ráðherrann að því,
hvort Skoða bæri yfiriýsingu hans
um að óskynsamlegt hefði veríð
að nefna stefnu ísflands að afla
réttar til ahs landgrunnsins á
þingi Sa-meinuðu þjóðanna sem
vott um breytta stefnu ríkisstjórn
atinna-r í landhelgismálinu. Ráð-
herrann segði, að það myndi hafa
mætt andúð þjóðanna, ef hann
hefði minnzt á landgrunnsstefn-
una. Það væru aðeins tvær til
þrjár þjóðir í Vestur-Evrópu, sem
væru okkur verulega andsnúnar í
þessu máli og mikil likindi fyrir
því að við ættum eimmitt nú rífe-
ari sfcilningi að mæta meðal þjóð-
anna í þessu mál en áður.
Þá sagði Þórarinn að af sinni
reyríslu síðan hann hefði tekið
sæti í utanríkismálanefnd árið
1959 væri það algerlega ósatt hjá
fyrrverandi utanríkisráðherra, að
nefndarmenn í utanríkismála-
nefnd hefðu brotið trúnað. Slíkt
hefði efeki komið til þegar af
þeirri ástæðu, að undir nefndina
hefði ekfeert það mál verið borið
sem beðið hefði verið að farið yrði
með sem trúnaðarmál.Hér væri um
þun-gar ásaikanir í garð f-ulltrúa
í utanríkismálanefnd að ræða og
væri æskilegt að setja á laggir
rannsóknarnefnd skv. ákvæðum
stjórnarskrárinnar til að kanna
hvort þessar þungu ásakanir hefðu
við rök að styðjast.
Þórarinn kvaðst fagna yfirlýs-
ingu utanríkisráðherra um aukin
samráð við utanríkismálanefnd og
kvaðst vona að það yrði einnig
á borði sem í orði. Tveir fulltrú-
ar í utanríkismálanefnd hefðu hins
-vegar farið fram á það við for-
mann nefndarinnar í haust að
utanríkismálaráðherra mætti á
fundi nefndarinnar og skýrði
henni frá helztu málum, sem ís-
land þyrfti að taka afstöðu til á
þingi Sameinuðu þjóðanna. Þetta
hefði formaður gert, en efeki væri
farið að halda þennan fund enn
þá og búið að marka af-stöðu ís-
lands til heflztu mála hjá Samein-
uðu þjóðunu-m nú, en ýms væru
þó enn eftir, sem æskilegt væri
að utanríkismálanefnd fengi vitn-
eskju um, því ekki þyrfti að ótt-
ast nein trúnaðarbrot af nefndar-
innar hál-fu.
Á ÞINGPALLI
★ Halldór E. Sigurðsson bar í gær fram fyrirspurn til raforkumála-
ráðlierra um rafmagn fyrir Fornahvamm. Sagði Halldór, að nú væru
dísilrafstöðvar í Fomahvammi og hefðu þeir samningar verið í gildi,
að vegamálastjómin greiddi stofnkostnað þeirra en hótclið viðhalds-
kostnaðinn. Viðhaldskostnaður hefur orðið mjög mikill og getur svo
farið að hótelstjórinn hverfi frá rekstri, sínum vegna bessa mikla
kostnaðar er á hann liefur faiiið. Hótel verður að vera í Fornahvammi
og þangað þyrfti að koma rafmagn frá samveitu, en ljóst væri að
ekki væri unnt að leggja línu til Fomahvamms nema með sérstökum
samningum. Því ýæri spurt, hvort nokkur undirbúningur hefði verið
gerður að því að leysa þetta mál á slíkan hátt.
★ Ingólfur Jónsson sagði að ekki yrði mögulegt að leggja línu til
Fornahvamms. Þar væri um of langa vegalengd að ræða. Eðlilegt væri
að leysa málið með því að setja upp nýja dísilstöð.
★ Karl Kristjánsson bar fram fyrirspurn til iandbúnaðarráðherra
um framkvæmd þingsályktunar er samþykkt var á síðasta þingi um
athugun á því, hvort ekki væri grundvöllur fyrir stofnun garðyrkju-
skóla á Akureyri eða í grerínd. Mikill áhugi værj fyrir þessu máli á
Norðurlandi. Gæti og verið heppileg verkaskipting milli skóla, ef
tveir garðyrkjuskólar yrðu í landinu, skólinn f Hveragerði beindi
sér fyrst og fremst að ylrækt eins og liann hefur gert en skólinn
nyrðra að almennri matjurtarækt og skrúðgarðarækt.
★ Ingólfur Jónsson sagði, að liann hefði falið Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins rannsókn málsins og væri þeirri athugun ekki lokið
en væntanlega fengist niðurstaða áður en langt um liði.
■ár Karí Kristjánsson sagðist hafa hlcrað að takmarkaður skilningur
væri á þessu máli hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og skoraði
á landbúnaðarráðherra að skipa menn til að kanna málið með stofnun-
inni.
★ Vegamálaráðherra hefur lagt fram skýrslu um framkvæmd vega-
áætlunar 1966. Kemur þar fram að vísitala framkvæmdakostnaðar hef-
ur hækkað gífurlega og rýrt vegaféð. Frá því í marz f fyrra til ágúst-
mánaðar þessa árs liefur vísitala framkvæmdakostnaðar við vega-
viðhald hækkað um 16.6%, vcgagerð 12.9% og brúargerð hvorki meira
né minna en 27%.
2. umræða um fjárlög fer fram í Sameinuðu þingi á morgun.