Tíminn - 01.12.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1966, Blaðsíða 2
TIMINN FIMMTUDAGUR 1. desember 1966 ?áll Ásgeir Tryggvason sýnir forseta íslands og menntamálaráSherra gjafabréfi'ð. (Tímamynd: G.E.) AFHENTU 1 MILLJON TIL HANDRITAHÚSS Teletype 11 cic K..Ó 3Þ(E-Reykj avík, miðvikudag. Fyrir röskum 14 árum gengust ílest félagssamtök í landinu undir foryistu Stúdentafélags Reykjaví'k- ur fyrir viðtækri fjársöfnun tíl byggingar húss yfir handritin. Fulltrúar samtakanna skipuðu landsnefnd fjársöfnunarinnar, en hún stóð yfir í nokkra mánuði og er henni lauk hafði talsverð fjárupphæð safnazt. í dag afhenti Fáll Ásgeir Tryggvason deildar- stjóri laridsnefndarinnar dr. Gylfa Þ. Gíslasyni fjárupphæðina, sem nú nemur l milljón kr. samkvæmt gjafabréfi, og fór afhendingin fram við virðulega athöfn í Ráð- herrabústaðnum að viðstöddum forseta Íslands, fulltrúum fyrr- greindra landssamtaka, svo og stjórn og byggingarnefnd hand- ritastofnunarinnar. Við afhendinguna hélt Páll Ás- Líknarfélag safnar notuðum frímerkjum Að gefnu tilefni hefur blaðið verið beðið að vekja atihygli les- enda sinna á því að héríent líkn- arfélag sem berst í bökkum fjár- hagslega hefur á síðastliðnu ári aflað nokkurra tekna með sölu ísl. frímerkja. Það er Geðvemd arfélag íslands og hafa sjúkting- ar fest frímerki á þar til gjörð spjöld með skýringum á ensku og eru þau ætluð erlendum ferða- mönnum sem þegar hafa veitt þessu starfi nokkra afhygli. Blaðið er beðið að hvetja alla landsmenn fyrirtæki og stofnan- ir til þess að senda fél. notuð frí- merki (innlend og erl.) merkt: Framhald á bls. 15. S/CNSKUR LÆKNIR SPYRST FYRIR UM EMBÆTTIHÉR FB-Reykjavík, miðvikudag. Fyrir nokkru var auglýst laus til umsóknar staða aðstoðarborgar læknis, og hefur staðan nú verið veitt Braga Ólafssyni héraðslækni á Eyrarbakka og Stokkseyri. Stað an er veitt til tveggja ára. f sambandi við stöðu þessa má telja það til tíðinda, að sænskur læknir spurðist allýtarlega fyrir um hana, en dró umsókn sína þó til baka áður en til veitingarinnar kom. Mun það heldur sjaldgæft að erlendir læknar sækist í að koma og vinna hér á landi, og hefur heldur viljað vera á hinn veginn, að jslenzkir læknar sæki til út- landa. Svíi sá, sem um stöðuna spurði. er sérmenntaður á þeim sviðum, sem borgarlæknaembætti ná til. en það er eins og kunnugt er aðallega heilbrigðis- og mat- vælaeftirlit, en ekki bein læknis störf. Er bví varla gert ráð fyrir, að hann eigi eftir að sýna áhuga á öðrum læknisembætturn hérlendis semi auglýst kunna að verða í ná- inni framtíð. geir Tryggvason ræðu, þar sem ha-nn gerði grein fyrir fjársöfnun- inni og tildrög hennar. Hann gat þess, að þátttaka hafði verið mjög almenn, og gjafir hefðu bor- izt frá hverjum einasta hreppi landsins, og á lokadegi söfnunar- innar 1. des. 1952 hefði verið hald- in merkjasala með betri árangri, e.n daemi hefðu áður verið til. Síðan fais hariií' 'gýaiabrefilí,1 ’ 'eri þar segir m.a. Þar, serp málumjer svo komið, að sýnt er, áð haridrit- in koma heim, viljum við undir- ritaðir fulltrúar í fjársöfnunar- nefndinni hér með afhenda menntamálaráðherra íslands bréf þetta. Fylgir því ekkert skil- yrði annað en þessu frjálsa fram lagi almennings í landinu, tákn um samihug og virðingu þjóðar- innar fyrir dýrmætum menning- ararfi, verði varíð til bygginga handritahúss. Gylfi Þ. Gíslason flutti síðan stutt þakkarávarp, og gat þess, að ríkisstjórn hefði þegar fjallað um, hvað gera skyldi við fé þetta, og í samráði við gefendur og stjórn handritanefndar hefði verið af- ráðið að verja fénu ekki til venju- legs byggingarkostnaðar heldur til listskreytingar hússins, og að sjálf sögðu yrðu íslenzkir listamenn fengnir til þess. LISTAMENNIRNIR SELDU VEL í V-ÞÝZKALANDI Norræha listsýningin, sem hald in var í Hannover hefur nú verið send heim. í upphafi var ráð fyrir gert að sýningin yrði send til ýmissa borga V-Þýzkalands, en af því gat þó ekki orðið, þar sem víða vantaði nógu stórt húsnæði, eða 1. DESEMBER KOMINN ÚT GÞE-Reykj avík, miðvikudag. Stúdentafélag Háskóla íslands hefur að vanda gefið út myndar- legt blað í tilefni af 1. des. Þar rítar m-a. Ármann Snævarr há- skólarektor grein er nefnist Hand rit á heimleið, Böðvar Guðmunds son stud. mag. um eflingu há- skólans, O'g Vésteinn Ólason ritar greinina Um stofnun Sambands íslenzkra háskólastúdenta. Sigurð- ur A. Magnússon ritlhöfundur rit- ar grein er nefnist Andlegt sjálf- siæði. >á eru í blaðinu ljóðaþýð- ingar eftir Hjört Pálsson, fréttir frá pólitísku starfi stúdentafélag- anna, háskólaannáll og margt fleira. Blaðið er til sölu i öllum bókabúðum. Leiðrétting ERFIÐ FERÐ Á DANSIEIK KJ—Reyykjavik, mióvikud. ix Nákvæmlega tveim sólar hringum eftir að blaðamað ur TÍMANS pantaði símtal við fréttaritara blaðsins á Kópaskeri. Hrafn Benedikts son kom hann í sfmann í dag. Ástæðan: Símasam- bandslaust hefur verið við Kópasker. Hrafn sagði að mikið óveður hefði geisað þar um helgina, og til marks um það sagði hann að á laugardaginn hefði fólk farið frá Kópaskeri á dans leik í Skúlagarði í Keldu- hverfi. og ekki komið heim aftur fyrr en um hádegið á mánudag. • Vindhæð in hefði verið mikil og dimmt yfir, en ekki tiltakan leg ófærð. í dag hefur gengið á með éljagangi á Kópaskeri og dimmt með köflum. Von var á Flugfélags vél frá Reykja vík, en hún gat ekki lent vegna dimmviðris. f fréit frá aða rírá' Fulltrúa- ráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík um œiðstjóxnarikjör féll riiður nafn Hannesar Pálssonar bankafulltrúa, og eiu hlutaðeig- endur beðn’r afsök inar á þessum mistökum. Raufarhöfn símasambands- laus á þriðja sólarhring HH-Raufarhöfn. miðvikudag. Blöð höfum við ekki séð hér í vikutíma. Á mánudag féll niður flug og í gær og í dag var von flug vélar, en veður hamlaði. Sjminn fór úr sambandi hér á sunnudags kvöld og var lagfæringu ekki lokið fyrr en eftir hádegi í dag Endur varpið fyrir útvarp er í gegnum símann og heyrist mjög vel j út- varpinu að öllu jöfnu. Á meðan síminn var í ólagi hlustuðum við á Eiðastöðina og heyrðist ágæt- iega. . Símalínurnar slitnuðu á Tjörnes inu og á Sléttunni. og var ekki lok ið viðgerð fyrr en í dag eins og áður segir. Á sunnudaginn var hér hið versta veður en skaðar urðu samt engir. Bílfært hefur verið á milli Húsavíkur og Raufarhafnar og höfum við fengið daglega mjólk senda frá Húsavík. í gær fór jeppabifreið til Húsavíkur með fólk, sem ætlaði að fljúga suður en gat ekki beðið lengur, og gekk ferðin ágætlega. Tilboð opnað í Ár- bæjarskólann FB-Reykjavík, miðvikudag. Opnuð hafa verið tilboð í bygg ingu 1. áfanga skólahúss í Árbæj arhverfinu, þ. e. skóla við Hraun bæ. Sex tilboð bárust og var til- boði Böðvars S Bjarnasonar tek ið, en það hljóðar upp á 17.963,350 krónur. í útboðslýsingunni er gert ráð fyrir, að lokið verði við smíði fimm kennslustofa 15. ágúst 1967 en skólanum lokið að fullu 15. ágúst 1968, og á hann að verða 12 kennslustofur. Er tilboð í skólahúsið voru opn uð kom í ljós. að eftirtaldir aðilar höfðu gert tilboð: Öndvegi h. f. 19.350.000 kr. Haraldur Einarsson og Jóhannes Kristinsson 22.811. 728 kr Hall-dór Bachmann 19.4J6. 000 kr. Böðvar S. Bjarnason 17 963.350 kr. Sveinbjörn Sigurðsson 20.977. 000 kr. og Byggingafélagið Brún 20.050.00 kr. I húsnæði ekki laust, þegar á þurfti að halda. Þessir íslendingar seldu myndir á sýningunni: Jón Benediktsson — „Dansandi stúlkur". i Jóhann Briem — „Við sjó“. Jóhann K. Eyfells — „Járn, kopar. alúm“ keypt af listasafni Hannov- erborgar. Kjartan Guðjónsson — „Söngur um nótt‘‘, keypt af listasafni í Esp elkarnp, Westfalen. Benedikt Gunnarsson — „Jörð“ Benedikt Gunnarsson hefur einnig selt Stokkhólmsborg mynd þá er hann átti á sýningu í Hasselby- höll, Stokkhólmi. Þetta er óvenju góð sala á nor rænni listsýningu Ræðir um skipulag félaesstofnana stiirfpnta Kristian Ottosen, forstjóri fé- lagsstofnana stúdenta við Óslóarhá skóla. kom hingað til lands í dag í boði Háskóla íslands og dvelur hér nokkra daga. Hann mun eiga viðræður við forráðamenn Háskól ans og forustumenn stúdentasam- taka hér við Háskólann um skipu lag á félagsstofnunum í þágu stúd enta. Námskeiðískvndi- tiiálnfvrir almenn- m á Akranesi GB-Akranesi, miðvikudag f næstu viku ætlar Skátafélag Akraness að gangast fyrir nám- skeiði í skyndihjálp fyrir almenn ing hér í bænum. Það sem kennt verður er: 1. Ljfgun úr dauðadái með blástursaðferð. 2. Stöðvun ytri blæðinga. 3. Fyrsta meðferð á meðvitundarleysi. bruna, korni í auga, þegar stendur í manni og krömpum. Öllum sautján ára og eldri er heimil þátttaka, og er nauðsynlegt að menn skrái sig á eftirtöldum stöðum: Verzluninni Andvara, og Húsgagnaverzluninni Bjargi. Námskeiðið tekur eitt kvöld og fer fram í Skátahúsinu mánudaginn 5. des%og fimmtudag inn 8 des kl. 8,30 e. h. Námskeið in sem eru ókeypis eru haldin í tilefni þess að 40 ár eru liðin á þessu ári frá því að skátastarf hófst á Akranesi. Afgreiðslutími verzl ana í dpspmher Stjórn Kaupmannasamtaka fs- lands hefur ákveðið í samráði við hin einstöku aðildarfélög og aðra aðila, að verzlanir skuli vera opnar í desembermánuði eins og verið hefur þ. e. laugardaginn 3. des. til kl. 16.00 laugardaginn 10. des til kl. 18.00. laugardaginn 17. des. til kl. 22.00 og Þorláksmessu föstudaginn 23. des. til kl. 24.00. Undanþegnar þessari ákvörðun eru þó matvöru- og kjötverzlanir í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Suðurnesjum og Akranesi, en þær íóka kl. 12.00 á hádegi alla fyrr talda laugardaga, en hafa opið á Þorláksmess föstudaginn 23. des. til kl. 21.00. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.