Tíminn - 03.12.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 3. desember 1966
TÍMIWN
Um útvarpið
Akureyrarbúi skrifar.
Enn þá flý ég á náðir „Land-
fara“ það er ekki einungis að
það sé ég ein sem á hlut að máii
heldur fjöldinn allur hér nyrðra.
Við erum bæði undrandi og æva-
reið yfir því hvemig þessir háu
herrar í útvarpinu geta boðið hlust
endum upp á öll þessi laugardags-
leikrit í þeim búningi sem þeir
klæða þau í. Þau eru alveg óþol-
andi Ijót og mannskemmandi
eins og t. d. „Frostrósir" síðastlið
ið laugardagskvöld. Það líður að
því að mótmælaaldan skelli yfir
þá til að mótmæla þessari óhæfu.
Við lesum ummæli dagblaðanna í
höfuðborginni um dagskrá sjón-
varpsins og er ánægjulegt hve
hún þykir góð. En fyrir okkur
er allt gott í hinu venjulega út-
varpi.
Hverjir skyldu ráða vali hinna
umræddu leikrita? Sumir nefna
Þorstein Ö. Stephensen en mér
er sama hverjir þeir eru en þeir
verða að sjá sóma sinn í að velja
létt og skemmtileg leikrit.
Þá eru sumir þessir nýju þættj
ir í útvarpinu ekki allt í sóman-|
um t. d. þátturinn „Á hraðbergi" j
þeir eru vægast sagt léttvægir og;
við mundum ekki gráta það þótt
þeir steyptust fram af „hraðberg 1
inu.“ Hann er þó heldur skárrij
þátturinn hjá Jónasi einkum sá
síðasti en það er þó vægast að
orði komizt að hann hefði ekki
átt að minnast á kettina eins og
hann gerði. Það er oft gaman að
fyndni ef klúryrði fylgja ekki
með. Ég ætia ekki að ræða um
þessar síendurteknu sínfóníur a-
b- og c-dúra og kryddað með moll
en mætti ég biðja um meira af
íslenzkum lögum kórum og kvarr-
ettsöngvum.
Þeir eru sjálfsagt greindir
menn sem starfa við útvarpið en
þeir ættu að athuga það að við
sem eigum aðeins að hlusta lát-
um ekki bjóða okkur alit. Fram
haldssögurnar í útvarpinu eru oft
ast leiðinlegar. Langt frá því að
vera lífrænar og hressandi. Við
viljum fá heillandi ástarsögur
Þökk sé þeim
Jón Sigtryggsson skrifar:
„Bjami M. Gíslason gleymdist"
er fyrirsögn á grein Snorra Sig-
fússonar fyrrv. námsstjóra, í Tím-
anum 22. 11. Þegar hann ræðir
um þá, er þökkuð ^ var aðstoð
við málstað okkar íslendinga í
handritamálinu. Og hann segir
einnig meðal annars:
„Enda vissu það al'lir, að andi
lýðháskólanna dönsku til þessa
máls, sem vitað er að hafði geysi
milkil áhrif til lausnar þess, var
einmitt sá, er alls staðar sveif
yfir vötnum í sporum Bjama M.
Gíslasonar."
í ritstjórnargrein í Tímanum
sama dag, segir meðal annars,
þegar rætt er um, hverjum beri
að þa’kka aðstoð við okkur í hand-
ritemálinu:
„En einn er sá maður, sem ó-
hæfilegt er að gleyma, þegar
menn baráttunnar em nefndir.
Það er Bjarni M. Gíslason rithöf-
undur.“
Þá skrifar kona, sem ég þekki
ekki, Guðrún J. Halldórsdóttir,
grein í Vwlvakanda 25. 11., þar
sem hún ræðir um sama mál, þ.e.
bakkir til þeirra, er veittu okkur
aðstoð i handritamálinu, og segir
meðal annars:
„En einn er sá maður, sem við
'nemm ekki gleyma að þakka.
Það er lýðháskólakennarinn og
ri'thöfundurinn Bjarni M. Gíslason
í Ry á Jótlandi."
í ölfum þessum ofannefndu
greinum, kemur það s'kýrt fram,
að Bjarni M. Gíslason hefur um!
tuttugu ára skeið helgað sig þessu j
máli meira og minna, að fá hand-1
ritin heim, og eingöngu starfað|
að því, í fimmtán ár, og því orð-
ið að hverfa frá 'kennslustörfum
þann tírna, en kona hans unnið
fyrir heimilinu, <en hún er nú
heilsulaus).
Þessi ágæti íslands sonur
hefur því fórnað atvinnu sinni og.
tekjum í fimmtán ár í þágu hand-
ritamálsins, auk mikilla útgjalda
við bókaútgáfu og ferðalög. Hann [
hefur ferðazt viða um Danmörku |
og nokkuð um önnur Norðurlönd
og kynnt málið í ræðum og fyrir-:
lestrum, hann hefur einmg skrif 1
að margar blaðagreinar svo og
bækur og bæklinga um málið.
Það er því tvímælalaust: A5 eng-
inn maður annar hefur lagt á sig
jafn mikia vinnu vegna 'nandrita
málsins og Bjarni M. Gis’asor,.
Að enginn einn maður hefur lagt
fram jaifn mikið fé úr eigin vasa.
bæði beint og óbeint, og Bjarni
M. Gíslason. Og að engum einum
manni eigum við íslendingar jafn
mi'kið að þakka heimkomu hand-
ritanna sem Bjarni M. Gislasyni.
Því segir áður nefnd Guðrún
J. HaHdórsdóttir í lok greinar
sinnar: „Ber okkur ekki skyld3
til að veita Bjarna M. Gíslasvni
heiðurslaun við hæfi?
Jú, svo sannarlega! Ég er sann-
iærður um að þjóðin tekur undir'
það einurn rómi. En svo henda
þessi fádæma mistök íslenzk3 ráða
menn, að nefna hvergi natn
Bjama M. Gíslasonar, þegar inörg-
um öðrum var þakkað að verð-
leikum þeirra starf. Þessi mistök
eru mikil hneisa, ekki aðeins fyr-
ir íslenzka ráðamenn, heldur og
fyrir alla íslenzku þjóðina. Þess
vegna ber íslenzíku þjóðinni að
bæta Bjarna M. Gíslasyni þetta
tvennt: Ofangreind mistök og hið
geysilega fjárhagslega tjón, sem
hann bakaði sér, með sinni ó-
metanlegu vinnu við það, að fá
handritin heim.
Þess vegna ber ríkisstjórn ís-
lands að gangast fyrir því, að Al-
þingi sem nú situr, samþykki á
þessum vetri árleg heiðurslaun til
Bjama M. Gíslasonar á meðan
hann lifir. Þessi árlegu heiðuis-
laun mega ekki vera lægri en sem
svarar árslaunum starfsmaans rík
isins, í einhverjum af miðflokk-
um launakerfisins.
Þökk sé þeim, sem hafa hreyft
þessu máli í blöðunum.“
28. nóv. 1966.
Komið í heimsókn að
Ketlu
Þá er bréf frá Hdga Hannes-
syni: , '
Ein gömul jörð á Rangárvöll-
um heitir tveimur nöfnum. f
skjölum og skýrslum embættis-
manna, heitir hún Ketilhúshagi.
Á Rangárvöllum og í næstu sveit
um, er hún nálega aldrei nefnd
annað en Ketla
Grun hef ég um að jörðin sé
leifar tveggja fomra býla. Hafi
annað staðið við Ketlufoss neðri
og heitið Ketilhús. Líklega kennt
við Ketil hæng hinn vaska veiði
manr enda í landnámi hans.
Bæjarrúst er í brekku við fossinn
og líklega leifar af löngum skála
á blásnum mel rétt hjá henni. Við
fossinn hefur vafalaust verið frá-
bær veiðihylur.
Sandfor og uppblástur eyddu
Ketilhús fornu. Líklega % þeirr
ar jarðar, fóru áður en lauk í
svartan sand. Fjórum sinnum, að
minnsta kosti, hefur þar verið
hörfað með bústað manna. Loks
var Ketla lögð í eyði 1888 —
Eftir hátt á fimmta tug ára hófst
þar byggg á ný.
Fyrir rúmlega þrem tugum ára,
reisti þar nýbýli miðaldra mað-
ur, með ungri konu sinni. Þau
‘hétu Kristinn Stefánsson og Guð-
rún Tómasdóttir. — Þau bjuggu
þar í 16 ár, við mikla önn og
elju — þau ræktuðu mikið og
reistu nauðsynleg hús. — Þau
leiddu vatn heim um langan veg
og reistu loks 14 kílóvatta rafstöð
við Hróarslæk. Þá var starfsskeiði
bónda hér um bil lokið. — Með
dauðann í brjóstinu, seldi hann
jörð sína, ríkum Reykvíkingi. Sá
rak þar stórbú í nokkur ár, með
öðrum Reykvíkingi. Þeir ræktuðu
300 hektara af sandi, reistu
stærstu heyhlöðu landsins, vand-
að fjárhús og fjós. En búskapur
þeirra gat ekki borið sig. Fyrir
þá sök var hann lagður niður.
Næst var Ketla seld í forsjá
Sandgræðslustjóra landsins Hann
fyllti þar fjárhús og fjós af ím
og nautum. Gaf nægilegt hey,
en vatn af skornum skammti. —
Á öðru vori leigutímans kveiktj
vandræðamaður í bæjarhúsunum.
Þar brann a'lt, sem brunnið gat.
II.
Ég kom að Ketlu síðla á ný-
liðnu sumri. Sá ég þá sumt, er
særði mig meir en gladdi
í Ketlu var stærsta og vandað-
asta fjánhús í Rangárþingi. Tók
500—600 ær á garða, sem allar
stóðu á vönduðu grindagólfi. I
hújið^var einnig raflögn og vatns-
leiðsla. Gólfið kostaði um 30 þú«-
und, fyrir viðreisnaröld.
Landgræðslustjóri lét í fyrra
bera grindurnar út undir vegg op
kasta þeim þar í breiða beðju
innan um skán og skít. Þær verða
fljótar að fúna í þeim haug. Mér
varð hugsað til veslings ánna og
þess sem þær höfðu misst!
Brunarústin gein móti gestum í
sama ástandi og eldurinn lék hana
fyrir hálfu öðru ári. Þar hafði
engin lagfæring átt sér stað. —
Harla virtist hún óhrjáleg á að
líta. En sárast tók mig til
trjánna! Unjfa landnámskonan í
Ketlu, kom þar upp snotrum skrúð
garði, á sinni tíð. — Þar gróð-
ursetti hún meðal annars nokkr-
ar reynihríslur. Hún hlúði að
, þeim með ástúð og móðurhönd-
um. Er hún fór tóku aðrar kon-
ur við. Þetta voni orðin falleg
tré — 5—6 metra há — nú stóðu
þau þarna, sem steindauð og skin
in, önnur hálfgræn að ofanverðu,
en stofninn albirktur, allt að
metra frá jörðu. Þar höfðu holda-
naut Gunnarsholts unnið að. —
Þeim hafði verið beitt á skrúð
garðinn! Þessi tré munu aldrei
aftur bera brum né blað! Ömur-
legt er það, að landgræðslustjóri
skyldi úrskurða þessa dauðadoma
Eigi að síður var þess von af hor,-
um.
Hann einan heyrði' ég hlakka
þegar hastarlegt vorhret drap tug-
þúsundir trjáa á íslandi. Hann
var aðeins sandgræðslustjóri þá
en jafnframt þvi einn mestj
armaður íslenzkrar skógræktar.
Það mun þykja ólíku sam.w að
jafna: Morði á manni og tré —
Og víst er það, að landslög gera
mikinn mun þar á. — Mér finns'
það þó morði líkast, að drepa if
köldu kæruleysi, íslenzkt tré, sem
upp var alið. með áratuga ást og
nærgætni.
III.
Hér sit ég helðinn, grár og
gamall og bið fyrir iandgræðslu-
stjóra. Ég get ekki annað og ekki
betur gert.
Ég bið þess, að hann taki svnna-
skiptum og verði altekinn e’d-
heitri trjáræktartrú.
Ég bið þess, að hann megi
verða mikill liðsmaður íslenzkr-
ar skógræktar.
Eg bið þess, að þeim sem hann
ofsótti áður, fylgi hann fastas: í
framtíð, að fordæmi postulans
Páls.
Strönd á hausti 1966.
Helgi Hannesson.
FERÐAFÚLK
Ef þér komið til Akureyrar til þess að kaupa til
jólanna, þá munið að þér fáið mest og bezt að
borða, á hagstæðu verði hjá.
Cafeteríu K.E.A.
Akureyri
SKRIFSTOFAN FLUTT
Skrifstofa okkar er flutt að
SMIÐJUSTÍG 4 .
ANDVARI h. f. umboðs- og heildverzlun
Sími 20433
TREFJAPLAST
PLASTSTEYPA
Húseigendur! Fylgizt með
tímanum. Ef svalirnar eða
þakið barf endurný'unar
við, eða ef bér eruð að
bvagja. bá látið okkur ’nn
ast um lagningu trefja
plasts eða olaststeypu é
þök svalir gólf Oq veggi á
húsum yðar, og bér burfið
ekki að hafa áhyggjur af
því « framtíðinni.
Þorsteinn Gíslason,
málarameiitari,
sími 17-0-47
Islenzkur heimilisiðnaður,
Laufásveg 2.
Höfum mikið úrva' at tal-
!egum ullarvömm. silfur-
og leirmunum créskurði.
batik munsturoókum og
fleira
Islenzkur heimillsiðnaður,
Laufásveg 2.
K HF
Bolholti 6,
<Hús Belgjagerðarinnar).
JÓN AGNARS
FRÍMERKJAVERZLUN
SíMI 17-5-61
kl. 7.30—8 e.h.
Fiskiskip óskast til sölu-
meðferðar:
Okkur vantar fiskiskip aí
flestum stærðum til sölu
meðferðar nú fyrir vetrar
vertíðina
Höfum kaupendur með
miklar útborganir og góðar
tryggingar.
Vinsamlega hafið sambana
við okkur áður en þér tak
ið ákvörðun um kaup eða
sölu á fiskiskipum.
Uppl 1 síma 18105 og utan
skrifStofutima 36714
Fasteignir og Fiskiskip,
Hafnarstræti 22,
Fasteignaviðskipti:
Björgvin Jónsson.
HÖGNI JÖNSSON,
Lögfræði- og fasteignastofs
Skólavörðustig 16,
sfmi 13036 ,
heima 17739.
Jón Grétar Sigurðsson
héraðsdómslögmaður
Austurstræti 6,
18783.