Tíminn - 03.12.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.12.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN LAUGARDAGUR 3. desember 1966 NÝR BÓKAFLOKXUR - BÓKASAFN AB - FYRSTA BÓKIN KRISTRÚN I HAMRAVÍK Almenna bókafélagið hefur stofnað til nýs bókaflokks sem ncfnist Bókasafn AB. Fyrsta bók- in í þessum flokki er Kristrún í Hamravík eftir Guðmund G. Haaalfn, sem kom áður út árið | 1933. ! í þessum nýja bókaflokki. eöa ! Bókasafni AB, er ætlunin að gefa | út helztu rit íslenzk fra fyrri og I síðari tímum, sem mega í senn teljast til undirstöðurita í bók- menntum vorum og séu um leið hverjum nútímamanni girnileg til lestrar. Þykist Almenna bókafé- lagið hafa reynslu fyrir þvi að áhugi er hjá fólki ungu sem gömlu, að rækta þann miklá menningararf sem íslenzkar hók- menntir eru, og vill með endur- útgáfu á ýmsum skáldrit'im stuðla að því að sem flestir eigi greið- an aðgang að þeim, og geti eign- ast þau á sanngjörnu verði. Kristrún í Hamravík Hagalíns er fyrsta bókin í Bókasafni AB, Guðmundur Gíslason Hagalín DAB5SKURINN I BÆ - EFTIR GUÐIViUND GÍSLASON HAGALÍN Danskurinn í bæ er ævisaga Danans Adams Hoffritz, sem hér hefur búið um langt árabil. Guð- mundur Gíslason Hagalin hefur fært frásögnina í letur, en útgef- antílan er Skuggsjá. Sögumaðurinn í þessari bók, Adam Hoffritz á Selfoissi, er fæddur og uppalinn í Danmörku, en kom hingað rúmlega tvítugur, sem ársmaður að búi Dags Brynj úlfssonar í Gaulverjabæ. í bók- inni segir hann frá fyrstu sjö, átta árunum, sem hann var hér á landi, gerir grein fyrir því, hvernig honum kom ísland og ís- lendingar fyrir sjónir og hvernig það mátti verða, að landið og fólk ið tók hann þeim tökum, að hann ákvað að setjast hér að, þó að hann, sem er maður jafnfjölhæf- ur og hann er skyldurækinn og duglegur ætti góðra kosta völ i móðurlandi sínu. Adam hefur afl- að sér hér á landi mikilla og al- mennra vinsælda þeirra, sem þekkja hann og höfundur bókar- innar segir: Þó að ég þykist gefa KLÍKAN - SAGA AF UNG- UM HUGUÐUM STÚLKUM Kliíkán heitir bók eftir Mary Mc Carthy, sem komin er út hji ísa- fold. Sagan er af ungum, huguð um stúlfcum, sem byrjuðu lífið UÓÐABOK jBARNANNÁ Ljóðabók barnanna — Guðrún P. Helgadóttir og Valborg Sigurð- ardóttir hafa valið Ijóðin í bók- ina, en Barbara Árnason listmál- ari tei'knaði myndirnar, sem prýða bókina. Útgefandi er ísafoddar- prentsmiðja. Bókin er 87 bls. og Ijóðin birt með leyfi höfunda, að því er segir í bókinni. í henni eru margar gátur í ljóðaformi. i árið 1933. Engin skáldsaga hefur orðið vinsælli í hciminumi tíðan Á hverfanda hveli kom út, eftir því sem útgefandinn segir á bókarkápunni. Klíkan hefir orðið | metsölubók í Danmörku, Noregi, •Svfþjóð, Engflandi, Bandaiifcjun- ,um, Þýzkalandi og ótal löndum J öðrum. Mary Me Oarthy er ein i .hver mesti kvenrithöfundur, sem ,nú skrifar á ensku. Klíkan er sögð l.bók fyrir hugaðar stúlkur, ógiftar 'ög giftar, og þá ekki síður fyrir .hrausta karla, unga og gamla. Mary Mc Carthy missti fore’dra sína ung. Hún stundaði nám í Vassar háskólanum í New York, en hinar átta söguhetjur í Klík- unni eru einmitt brautskráðar úr þessum sama skóla, og er margt sagt af dvöl þeirra þar. í þessari bók nokkra hugmynd um Adam Hoffritz, er mér það Ijóst, að honum verður ebki greini lega lýst í riti. Menn verða bæði að heyra hann og sjá persónulega til þess að hann fái notið sín til fulls, — svo sprelllifandi, sér- stæður og sfcemmtilegur er hann.“ Bókin um Adam Hoffritz er 186 bls. með mörgum myndum. Bók náttúrunnar - dýraríkið Stafafefll hefur gefið út Bók náttúrunnar — dýrarfkið eftir Zaeharias Topelius, en sr. Frið- rifc Friðrikss. þýddi bókina og lag aði handa ísl. börnum 1 for- máfla segir, að þessi litla bók, sé lesbók um dýraríkið og sé fyrsta hefti af bók nátturunnar. sem höfundurinn samdi handa börnum og barnaskólum í Finnlandi. Sú lesbók hafði þrennskonar h’-ut- verk: hún átti fyrst og fremst að vera kennslubók í lestri og taka við af stafrófskverunum. Hún átti ennfremur að sfcerpa hugsun barnanna og gefa þeim athugunar- efni og loks áttá hún að vekja fróðleiksfýsn og lærdómsiöngun. Hún átti bæði að íræða og skemmta. Bókin er 103 bis. og í henni em margar teikningar til skýringar á efninu. en gert er ráð fyrir að ekki færri en 4—6 bækur komi út í þessum flokki árlega. Kristrún í Hamravík er í litlu og handhægu broti, sterklegu bandi og smekklega út gefin, en Hafsteinn Guðmundsson sá um út- lit. Bókin kostar kr. 195 — til félagsmanna AB, en Hagalín seg- ir að hún hafi kostað kr. 4.50 er hún kom út 1933. Atli og Una og Strákar eru og /erða strákar Tvær barnabækur eru nýkomnar út hjá ísafold, Atli og Una eftir Ragnheiði Jónsdóttur og Strákar eru og verða strákar eftir Ingi- björgu Jónsdóttur. Atli og Una eru fyrir löngu orðin afi og amma. Þeim er þó enn í fersku minni sumardvölin á Höfða, sem þessi saga segir frá. Þau minnast margra bjartra nátta, er Una læddist út frá sof- andi fólkinu til þess að stytta Atla langar vökunætur yfir tún- inu. Þetta er saga fyrir börn og unglinga prýdd teikningum eftir Sigrúnu Guðjónsdóttur. Bókin er 131 bls. Strákar eru og verða strákar segir frá þremur óþekkúm en þó í eðli sínu ekki slasmum strákum. Þama segir frá skírnarveizlu, frá j því þegar þeir fara á barnaheim- jifli og í skólann, frá skíðasleðan- í um og mörgu fleini. nokkrar !tei(kningar eru í bókinni, sem er i 64 bls. FERÐASPOR OG FJÖRUSPREK EFTIR MAGNÚS BJÖRNSSON Á SYÐRA HÓLI IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. Komin er út bókln Feðraspor Magnús Bjönuson og fjörusprek eftir Magnús Björns son á Syðra-Hóli að höfindinum látnum. Útgefandi er Bókaforlag Odds Bjömssonar á Akureyri. Áð ur hafa komið út eftir Magnús bækumar Mannaferðir og fomar slóðir og Hrakhólar og höfúðból Þessar tvær bækur vöktu verð- skuldaða athygli, enda var Magnús Björnsson góður rithöfundur sem skrifaði vel um hugleikin efni. í formála, sem séra Gunnar Ámason skrifar fyrir þessari sið- ustu bók Magnúsar segir, að könnuð hafi verið þau handrit, sem Magnús hafi látið eftir sig og vitað var um. Kom í ljós að höfuðþættir þeirrar bókar sem nú er komin voru annað hvort full- samdir eða svo úr garði gerðir, að sjáifsagt var að birta þá. í öðru lagi var safnað í þessá bók flestum þeim þáttum, sem bdrzt hafa eftir Magnús í blöðum. Bókin hefst á þætti um Magnús á Syðra-iLódi eftir séra Giinnar. En síðan koma seytján þætti eft- ir Magnús. Fyrstur þeirra nefn- ist „Feður mínir“ en sá síðasti nefnist „Kornsár Gróa.“ Eins og í fyrri bókum Magnúsar er hór um að ræða frásagnir af fólki og atburðum frá liðnum tírna. Bðkinni fylgir skrá yfir rit Magnúsar, tekiri saman af Bjama Jónssyni og nafnaskrá gerði Guð- mundur Jósafatsson frá Brands- stöðum. LINDIN GÓÐA Bókaútgáfan Þjáflfi hefur sent frá sér barnabókina Lindin góða, slóvenskt ævintýri, sem Hallgrim- ur Sæmundsson, kennari hefur þýtt úr esperanto- Þetta er litil en falleg bók, prýdd mörgum myndum eftir Ive Subic, en höf- undurinn heitir Erna Starovasnik. Guðmundur Daníelsson LJÖSÍ MYRKR- INU Ljós í piyrkrinu eftir Mic hel del CastiHo er komin út í þýðingu Sigríðar Einars frá Munaðarnesi, prent- smiðjan Leiftur sá um prentunina, en káputeikn- ingu gerði Eyborg Guð- mundsdóttir listmálari. Bókin fjallar um Tanguy, sem er lítill drengur, er hrekst um í Evrópu á styrj- aldarámnum. Hann kynnist hræðilegri útilegð, hungri og skelfingum stríðsins. En svo undrum sætir, getur hann alis staðar fundið trausta, innilega vináttu. Tanguy ferðast um tryllta veröld styrjaldar án nokkurs fcala eða haturs, hann hefur varðveitt hjartalag barnsins og trúna á lifið og góð- leikann. Midhél del Castífllo er fæddur á Spáni 1933. Móðir hans var spænsk, en faðir- inn franskur. 1938 varð hann að flýja með móður sinni undan hersveitum Franeos í spænska borgara- stríðinu til Suður-Frakk- lands, og þar voru þau lok- uð inni í fangabúðum póli- tísflcra fflóttamanna. Þegar Þjóðverjar komust yfir frönsku landamærin 1942 var hann skilinn frá móður sinni, og sendur í þýzkar fangabúðir, þá aðeins níu ára gamall. Þar var hánn til stríðsloka, er Þjóðverjar biðu ósigur fyrir Banda mönnum. Fór hann þá yfir Frakkland til Spánar, þar var hann settur á uppeld- isstofnun, sem yfirsteig allt annað, sem hann hafði áð ur orðið að þola í grimmd og mannvonzku. Þaðan tókst honum að sleppa og komst hann þá í hendur há menntaðs Jesúítaklerks, sem reyndist honum hinn skilningsbezti vinur. Árið 1953 fór Catillo svo aftur til Parísar og fór þá, jafn- framt námi sínu við Sor- bonne-háskólann, að skrifa skáldsögur. DRENGIRNIR Á GJÖGRI - ELDUR - LEYNIGÖNGIN - ÍSAFOLD ARBÆKU R Þrjár bækur etftir íslenzka höf- unda eru komnar út hjá ísafoid. Bækurnar eru Eldur eftir Guð- mund Daníelsson, Drengirnir á Gjögri eftir Bergþóru Pálsdótcur og Leynigöngin eftir Þorbjörgu Árnadóttur. Eldur, er skáldsaga, sem lýsir mannlegum ástríðum og criöguui lítils hóps fólks í afskekktu byggð arlagi á íslandi, á árunum 1915 til 1932. Bókin kom út fyrs’ hjá forlagi Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri árið 1941 og fékk þá mjög góða blaðadóma, að því er segir á bókarkápu, og heíur hún lengi verið uppseld. Drengirnir á Gjögri er saga frá heimilislífi á svcitabæ á Aust- fjörðum, og margt af þv). sem þarna gerist er skoðað með aug- um drengjanna á Gjögn Berg- þóra Pálsdóttir. skáldkona heíur vakið á sér athygli með nokkr- um smásögum, sem oirz: nafa m.a. í Lesbók Morgunblaðs:r*s scg ir á bókarkápu en Drengirnir » Gjögri er fyrsta stóra sicaidsag- an hennar, sem birzt hefur a prentL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.