Tíminn - 16.12.1966, Blaðsíða 8
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 16. desember 1966
GuSbrandur fyrir framan alla árganga Tímans, en blaðinu safnaði hanní nær fimmtíu ár.
Guðbrandur Magnússon minnist fyrstu áranna í viðtali:
„Ég sagði við Tryggva: Vilt
þú verða ritstjóri Tímans?"
| I ■ ■ ■/.
/>
-v4
%»*»■» -*"y<w ""^í''
.„vv4*+ +»»»«%* X- • v*>w«ý>'v>"-/v -»ee«44
■■««<vÁv.:
Guðbrandur viS fundargerðarbækurnar, sem hann færði svo lengi og með
«vo miklum ágætum. (Tímamyndir GE)
Einn þeirra manna, sem mjög
kom við sögn fyrstu ára Fram-
sóknarflo'kksins er Guðbrandur
Magnússon, fyrrum forstjóri
Áfengisverzlunar ríkisins og fyrsti
ristjóii Tírnans.
Guðbrandur Magnússon er fædd
ur að Hömrum á Mýnum í Horna-
firði, 15. febrúar 1887. Guðbrand-
ur er því áttræður eftir tæpa tvo
mánuði — en þvi tryði enginn,
sem sæi Ihann glaðan á mannamót
um og ekki vissi aldur hans. Guð-
brandur er áreiðanlega lang
yngisti öldungurinn 1 Reykjavík
eða réttara sagt elzti unglingur-
inn, þvi Guðhrandur er enn ungur
maður í raun, bæði hvað snertir
líikamlegt og andlegt atgerfi.
Hann hleypur um, iéttur og kvik-
ur í spori og er sérdeilis snar í
snúningum. I>eir yngri standa hon
um ekki á sporði í lífsgleði og
glettni. Guðbrandur á ekki langt
að sækja þessa lífsseiglu og þrótt.
Mér er sagt að afa hans, Sigurði
Ðjamasyni, hafi orðið það á, að
slíta nýtt hrosshársreipi við hey-
band, er hann gekk að heyskap
— þá á níræðiisaldri.
Guðbrandur fluttist með for-
eldrum sdnum til Seyðisfjarðar
3ja ára og ólst þar upp. Nýfermd-
ur fór hann tdl merkishjónanna
Sigríðar Þorsteinsdóttur og
Skafta Jósefssonar ritstjóra
Austra, er Þorsteinn sonur Skafta
ritstjóri, stjórnaði.
Blaðamaður Tímans heimsótti
Guðbrand Magnsúson á heimOi
hans fyrir skömmu til að eiga
við hann viðtal í tilefni af 50
ára afmæli Framsóknarflokksins.
— Þú telur það mikla gæfu lífs
þíns, að þú áttir þess kost að
dvelja og læra á heimili Skafta
Jósefssonar, Guðbrandur?
— Já, það var mikil gæfa, en
þar eins og oftar í lífi mínu var
það fjarstýring forsjónarinnar,
sem réði. Ég var á 13. ári, er fað-
ir minn sendi mig til séra Björns
Þorlákssonar á Dvergasteini til
að búa mig undir skólagönigu.
Séra Björn dæmdi mig frá, sem
óhæfan til langskólagöngu og það
sem réð úrslitum um fall mitt á
því prófi, var það, að ég bar
Xerxes fram eftir stafanna hlóð-
an, þ.e.a.s. ex-er-ex-es í stað ser
ses — og þess vegna varð ég
prentari. Séra Bjöm sagði reynd
ar við mig síðar á lífsleiðinni: ,J3g
veðjaði vitl’aust á þennan dreng.“
Heimili Skafta Jósefssonar og
Sigríðar Þorsteinsdóttur var mik-
ið menningar og framfaraheimili.
Skafti var ritstjóri Austra og
Þonsteinn sonur hans eigandi og
stjórnandi prentsmiðjunnar. Þær
mæðgumar Sigríður Þorsteinsdótt
ir og Ingibjörg Skaftadóttir gáfu
út fynsta kvennablaðið á íslandi,
Framsókn. Á þetta menntaheim-
ili komu, allir höfðingjar, sem á
ferðinni voru og þangað lágu
mangir stnaumar.
— Þú ert kornungur maður, er
þú ferð frá Seyðisfirði að prent-
námi loknu.
— Já. Ég leitaði fyrir mér um
atvinnu í Reykjavík árið 1905 er
ég var 19 ára gamall. Þá var enga
atvinnu að fá fyrir prentara í
Reykjaví'k, en hins vegar gat ég
komizt að í prentsmiðju Bjöms
Jónssonar á Oddeyri við Akur-
eyri og þangað fór ég — og enn
var það fjarstýring forsjónarinnar
sem var að verki, því þessi fjar-
stýrða lykkja á lífshlaup mitt átti
eftir að hafa úrslitaþýðingu á líf
mitt og viðhorf, því á Akureyri
kynntist ég ungmennafélagsihreyf
ingunni. í árslok 1905 er Ung-
mennafélag Akureyrar stofnað. Ég
kom þó ekki fyrr en á annan
fund félagsins en er samt talinn
meðal stofnenda félagsins. Á þess
um fundi hélt ég mína jómfrúr-
ræðu og tókst bærilega. Það var
þarna, sem ég tók bakteríuna og
hún var svo mögnuð að ég var
strax haldinn af því að koma upp
sams konar félagi í Reykjavík, og
það tókst um haustið 1906.
Guðbrandur Magnússon um það leyti
sem hann var ritstjóri Tfmans.
Það félag varð strax f jöimemnt
og öflugt og hafði mikil áhritf.
Ég var ritari fyrstu stjómar fé-
lagsins og er Ungmennafélag ís-
lands var stofnað 1907 var óg
fynsti umdæmisstjórinn. Þegar
Jónas Jónsison fró Hriflu kom
heim úr sinni fyrstu utanför réð
ég því, að hann var ráðinn rit-
stjóri Skinfaxa, málgagns ung-
mennafélaganna. Af þeirri blaða-
mennsku varð Jónas landkunnur
og áhrifamikill maður. En það
var einmitt þetta samstarf okkar
Jónasar, sem leiddi til þess, að
ég á þátt í stofnun Tímans og
verð fyrsti ritstjóri blaðsins.
Það var í ársbyrjun 1917 sem
Jónas kemur til mín í rauninni
í nauðum sinum og segir við mig:
Nú getur þetta ekki dregizt ieng-
ur. Framsóknarflokkurinn er bú-
inn að fá menn kjörna á þing og
nú á hann meira að segja ráð-
herra. Flokkurinn verður að eign-
ast blað. Nú er Héðinn enn er-
lendis og þú verður að taka að
Framhald á bls. 15.