Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 7
Senn líður að jólum og borgin er smám saman tekin að færast í hátíð arskrúða. Víðast hvar er fólk farið að búa sig undir þessa stórhátíð kristinnar trúar, og hafa margir látið að því liggja að sá undirbúning ur, sé óðum að taka á sig veraldlegri blæ og eigi lítið skylt við sjálfan jólaboðskapinn- Þetta má ef til vill til sanns vegar færa, en á þó ekki við um allan jólaundirbúning. Tíminn hefur á undanförnum árum gert sér far um að kynna sér undirbúning og starfsemi kirkjunnar um jólin og í þetta skipti birtum við viðtal við organista í nokkrum kirkjum borgarinnar, því miður ekki alla eins og við heíðum helzt kosið. Fólk hugsar ekkert minna um gifdi jól- anna nú en áður fyrr VIÐ ORGANISTAR ERUM EKKIHÁTT SKRIFAÐIR Jón ísteifsson í Neskirkju. Er ég gekk inn í Neskirkju árla morgiuns snemma í desem- bermánuði, Ihljómar fyrir eyr- um mér fornt og rammíslenzkt sáimalag leikið á orgel. Ég renn á (hljóðið, þvl að ætlunin er að spjalla nokkur orð við Jón Isieifsson orgelleikara. Hann hættir að spila, þegar ég geng inn, og er ég hef kynnt mig lítur hann á mig eilítið kankvíslega og segir: — Kvað hefur eiginlega kom ið fyrir Tímann. Það er furðu- legt að þið skulið vera að elt- ast við okkur organistana, við erum ekki svo hátt skrjfaðir. — Ekki það? — Ja, ég segi nú bara svona, en það er staðreynd, að þaö er ekki litið á orgeileik scm sérstaka starfsgrein, heldur nokkuð sem menn gera sér til ánægju og yndisauka, en þetta er mikið starf, og fólk gerir sér ekki almennt grein fyrir því, að söngur og orgelieikur er fuilt eins mikilvægt í venju- legri guðsþjónustu og ræða prestsins í stólnum. — Eruð þið organistar ekki yifirleitt mjög trúaðir? — Jú, við erum það eflaust flestir, kannski er hægt að segja að við séum trúaðir á tónlistina, sem við flytjum. Það hefur margt fallegt verið sagt um guð og guðsríki, en ég er sannfærður um, að fátt af því rís eins hátt og það stórkost- legasta, sem samið hefur ver- ið af kirkjulegri tónlist. Þetta er reyndar eðlilegt, því að menn hafa yfirleitt ekki yfir að ráða jafnmikilli tækni í orðavali og tónlistin hefur í tónaflóði. Guðspekingar segja, að mikið andlegt uppstreymi sé frá trúarmusterum, en það sé langvoidugast þegar um tón- list sé að ræða, og þegar bezt láti, taki það á sig ýmiss lit- brigði. Já, tónlistin er mjög mikið atriði í trúarlegu lífi, og hún skipar miklu lægri virðing- arsess í hugum margra \en vert væri. — En þú ert ánægður í stanfinu. — Já, ég hef alltaf verið ánægður með það í þessi 26 ár, sem ég hef starfað hjá Nes- sókn. Bæði er, að samstarfið við kórinn heíur alltaf verið með miklum ágætum, og svo er ég einstaklega ánægður með hljóðfærið, sem ég hef. Síðan ég fékk það uni ég mér hér öllum stundum, og tek það langt fram yfir bíó og jafn- vel leikhús. Það má eiginlega segja sem svo, að kirkjan sé mitt annað heimili. — Þurfiö þið ekki að leggja á ykkur mjög mikla vinnu i sambandi við jóláhátíðina. — Jú, mikil ósköp. Meirihluti jólamessiunnar er söngur og tónlist og þetta þurfum við að æfa mjög vel, og byrjum jafn- an á því löngu fyrir jól. Jóla- dagana sjálfa erum við svo að sjáLfsögðu alltaf að vinna. — Finnst þér ekki ailtaf jafnmikil stemning yfir því að sjá prúðbúið fólk hér í kirkj- unni á aðfangadagskvöld. — Ja, ég er nú það vel sett- ur að ég sé ekkert fólk héðan. Hins vegar finn ég, hvort hlust að er á mig eður ei, og ef ég finn að fólk hlustar með mikl- um áhuga legg ég mikla tilfinn ingu í tónlistina. Mér finnst eiginlega, að það sé ekki ég sjálfur, Sem er að ieika, heldur andlegt útstrcymi frá þeim sem hlusta. — Hugsar þú ekki stundum um kræsingarnar, sem fólkið Sigurður ísólfsson í 'Fríkirkjunni. — Hvenær byrjaðir þú að leika hér í Fríkirkjunni, spyr ég Sigurð Ingólfsson org- anista.^ — Árið 1913 byrjaði ég hér sem lærlingur og aðstoðarmað- ur Páls bróður míns og var það í átta ár. Þá var orgelið hér alveg nýtt og stærsta pípu- orgelið iiér í bænum. Mér er sagt að á þeim tíma hafi það verið 3 stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum, en ekki þori ég af fullyrða neitt um það. En það er ákaflega vandað 36 radda, og það var mikil hátíð að fá að taka í það í fyrsta sinn. Ég lærði hér hjá Páli ásamt Jóni ísleifssyni og Jakobi Tryggvasyni, en þegar Páll flutti sig yfir í Dómkirkj- una árið 1939 tók ég við sem fastur organisti og hef verið hér síðan. Reyndar er þetta ekki mitt aðalstarf, því að ég vinn fulla vinnu hjá Rafmagns veitu Reykjavíkur, og hef gert Tímamynd GE. — Hvað ætli þær séu orðn- ar margar messurnar, sem þú hefur leikið við. — Það veit ég nú ekki ná- kvæmlega, en ætli það séu ekki svona rúmlega 60 árlega, ef allt er talið með, svo að þær eru orðnað nokkuð margar. — Hefur þú sém organisti mikið samband við söfnuðinn. Já, já, og þetta er allt ágætis fólk, sem sækir hér kirkjur, kirkjusóknin er nokkuð góð, en mér finnst bara alltaf lítið af umgu fóiki koma til guð-s- þjómustu. .Á fyrstu árum mín- um hér sótti ungt fólk kirkju mjög vel, en þetta hefur sem sagt breytzt, líklega vegna þess að unga fólkið hefur svo margt við að vera nú á tímum. Ég er með ágætan kór, og hef ver- ið mjög ánægður með sam- átarfið við hann og prestana. — Hefur þú alltaf verið mjög hlynntur kirkjustarfi? — Já, ég dróst að kirkjunni, þegar ég var barn austur á Stokkseyri, og hún hefur allt af átt sterk ítök í mér síðan. Einkum er það kirkjutóniist sem hefur heillað mig, en annars er ég hrifinn af flestu í músík, og finnst það oftast faliegast, sem ég heyri síðast, eins og inenn, sem eru alltaf sammála síðasta ræðumaður. En það hefur alltaf einna mest áhrif á mig að vera við jóla- messur, þær eru alltaf svo fallegar. — Finnst þér sami há- tíðleikablærinn yfir jólunum nú og þegar þú varst ungur? — Það má náttúrlega segja sem svo að jólunum fylgi meira vafstur og vesen núna en áð- ur fyrr, verzlunaræði og þess háttar, en mér finnst alltaf sami hátíðleikasvipurinn á fólkinu, sem kemur hingað prúðbúið á aðfaingadags- kvöld til að hlýða á jólamessu, og ég heid að það hugsi ekkert minna um gi'ldi jólanna, en fóik gerði áður fyrri. Þá var náttúriega öldin önnur, og jól- in sérstök tilbreyting í hvers- dagsleikanum. Ég gleymi aldrei hvað ljósadýrðin og jólatónlist- in hafði mikil áhrif á mig, þeg- ar ég var óvita bam, og hef. alltaf fundið til sénstakra á- hrifa á jólunum. — Hvaða jólasálm þykir þér- vænst um. — Mér þykir vænt um þá flesta, en Heims um ból er alltaf fallegastur. Eg heyrði flagið einu sinni sungið við annan sálm á Hvitasunnunni, Framhald á bls. 8 Framhald á 9. síðu. það í fjölda ára.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.