Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 9
9 Kirkjuleg tónlist hefur miklu hlut- verki að gegna í trúarlegu lífi... Þá ræ5i ég við Gunn ar Sigurgeirsson organlsta í hinni nýju og veglegu Háteigs kirkju, sem vígð var fyrir tæpu ári. —- Þið hafið að sjálfsögðu þegar hafið jólaundirbúning? — Já, hann hefst vanalega um mánaðarmótin nóvember- desember. Við byrjum yfirleitt á Hátíðasöng séra Bjarna Þor- steinssonar, og svo tökum við fyrir önnur stór jólaverk og vitaskuld þessa venjulegu jóla sálma. Á jólunum er alltaf um sömu verkin að ræða frá ári til árs. — Er mikið samband milli safnaðar og organista yfirleitt. — Nei, 'því miður hef ég sem organisti haft fremur lítið sam band við söfnuðinn, en sam- starfið við kórinn hefur verið með miklum ágætum. Hann tel ur 18 manns, en vanalega syngja ekki nema 12-—14 við hverja messu. Hjá okkur ríkir mikill einhugur. — Hvernig finnst yðu- að vera organisti í kirkju? — Þetta er dálítð skrýtin spurning að því leyti að ég hef aðeins verið organisti í kirkju í tæpt ár. Um margra ára skeið, eða þar til kirkjan var vígð, fóru messur safnað arins fram í hátíðarsal Sjó- mannaskólans, og þótt aðstað an þar væri fremur óhentug var þetta mjög ánægjulegur tími ,og tilhugsunin um hina nýju kirkju veitti okkur bæði kraft og birtu. Kirkjan var vígð 19. desember í fyrra og hefur því starfað í tæpt ár. Allt hefur gengið skínandi vel þennan tíma, aðbúnaðurinn er góður, hljómburður mjög góð ur, og kirkjusókn ágæt frá vígsludegi og fram á vor, en eðlilega var fámennara við messurnar yfir sumarmánuðina. — Hafið þið gott orgel í kirkjunni? > — Stanger-verksmiðjurnar í Vestur Þýzkalandi sýndu okkur þá velvild að lána okkui lítið orgel, til fjögurra ára eða með þær voru að smíða fynr okkur stórt orgel. Þetta sem við höf um núna er fjögurra radda án ORGANISTAR Framhald af bls. 7. er að gæða sér á heima, þegar þú ert að leika á aðfangadags- kvöld. — Það er nú einhvern veginn svona, að hugur minn hvarifar aldrei að svo veraldlegum hlut- um, þegar ég er að tónlistar- störfum og þá allra sízt á jóla- nóttina. Ég hef hugann við það eitt, ''að miðia því fólki ein- hverju, sem kemur hingað til að heyra guðsorð og hlusta á kirkjutónlist fótspils og í alla staði mjög þægilegt? — Álítið þér, að kirkjuleg tónlist hafi mikilvægu hlut- verki að gegna í trúarlegu lífi? — Vafalaust, og það hlutverk gæti verið enn meira, og ég vona að nýja orgelið, sem við fáum geti orðið lyftistöng í þem efnum hjá söfnuðinum hér. — Á hverju byggist þetta mikilvæga hlutverk kirkjutón- listarinnar? — Það sem ekki er hægt að segja með orðum má oft klæöa i tóna, og á þetta ekkert frek ar við um kirkjulega tónlist heldur en aðrar greinar tón- listar, en getur stuðlað að mikilvægri uppbyggingu í trú arlegu lífi. Álítið þér að sumt fó.lk sæki eingöngu kirkju til að hlýða á kirkjulega tónlist, en ekki til að heyra orð prestsins í stóln- um? — Ég held að það hljóti að fara saman- þörfin til að heyra guðsorð og hlýða á kirkjulega tónlist. Hins vegar eru sumir eðlilega næmari á orðsins list en tónanna, og til annarra ta,- ar tónlistin meira en fögur orð. — Af hverju haldið þé? að hin stóroukna kirkjusókn um jól og aðrar stórhátíðir stafi? — Ég held, að þar sé ein- mitt um að ræða hinar trúar legu kenndir, sem ræktaðar eru upp i barninu og segja til sín einkum um jólin. Páll ísólfsson í Dómkirkjunni. Tímamynd GE MADUR MÁ EKKISLÖKKVA í SÉR ÞAD BARNSIfGA Og að síðustu ræði ég við þann, sem líklega hefur leikið við flestar jólamessurnar, ok'k- ar elzta og nafntogaðsta organ leikara, Pál fsólfsson. Vegna veikinda hefur hann verið frá vinnu í rúmt ár, en er nú á góðum batavegi eftir því sem hann segir sjálfur, setztur að nýju í orgelstólinn í Dómkirkj- unni og^ætlar að leika um jólin. — Ja, ég geri nú eiginlega bæí^i að hlakka til og kvíða fyr ir jólunum. Þetta eru töfrandi dagar og alltaf jafnyndislegt að leika við messuna, en maður á annrikt um jólin mjög annrikt, og sérstaklega hef ég fundið fyr Gunnar Sigurgeirsson í Háteigskirkju. Ljósmynd: V. Sigurgeirsson. ir því nú í seinni tíð. En það á ekki að vera að hugsa um það, maður má ekki slökkva í sér það barnslega. — Hvað hefur þú eiginlega leikið við margar jólamessur, Páll? — Þær eru nú orðnar marg- ar, en ekki veit ég hvað marg-i ar. Ég byrjaði austur á Stokks- eyri, og er ég var við nám úti í Leipzig spilaði ég vð messur á tvennum jólum. Þegar ég kom heim, var ég í nokkur ár organ- isti við Frí'kirkjuna og síðan við Dómkirkjuna. — Eru þér einhver jól sér- lega minnisstæð á þessum langa starfsferli? — Ég man ekki eftir neinu sérstöku við jólamessurnar, þær eru hver annarri líkar, há- tíðlegar og töfrandi, það er alltaf þetta gamla, sem þó er alltaf nýtt. En ein jól eru mér minnisstæð, enda þótt það snerti ekki jólamessur. Það hef ur verið árið 1913, er ég var við nám úti í Leipzig, að að- fangadagur jóla fór fram njá mér, og ég rankaði ekki við mér fyrr en daginn eftir. Ég var þá nýsetztur að þarna úti . í Þýzkalandi, og mikið skelf- ing var ég einmana.og langaði heim. Það gæti auðvitað aldrei komið fyrir aftur að ég gleymdi jólunum. Það eru tveir hátíðis- dagar, sem alltaf hafa mjög mikil áhrif á mig, aðfangadag- ur jóla og páskadagur. Það er svo mikið kynngimagn og hátíð leiki yfir messunum og svo ánægjulegt að sjá kirkjurnar troðfullar og kirkjugesti hátíð- lega á svip. — Hvers vegna heldur þú, að fólk, sem undir venjulegum kringumstæðum er ókirkjuræk ið, fylli kirkjurnar á þessum hátíðisdögum? — Ætli það sé ekki haldið trúarþörf undir niðri, sem knýr það til að sækja kirkju á há- tíðum, en kannski er það bara jólastemmriingin. En enda þótt allmargir sæki ekki kirkju að staðaldri og séu ekki trúhneigð- ir, er það áreiðanlegt að flest- ir vilja kirkjunni vel og kunna að meta hana við hátíðleg tæki færi svo sem á jólum, páskum, við brúðkaup, skírnir og fleira. Ef færi fram atkvæðagreiðsla með kirkjunni eða móti, yrði hún áreiðanlega mjög jákvæð fyrir hana. — Finnst þér kirkjusókn vera mjög dræm? — Nei. Alls ekki. Hún er að vísu ekki eins mikil og áður fyrr, og það stafar áreiðanlega af skorti á innri þörf hjá al- menningi. En þegar allt kemur til alls, held ég að kirkjusókn sé töluvert meiri en margir vilja vera láta. Það verður að taka tillit til þess að kirkjurn- ar eru orðnar svo margar og fólk dreifist eðlilega niður á þær, svo að ekki eru eins margir í hverri og þegar þær voru bara tvær í Reykjavlk, Dómkirkjan og Fríkirkjan. Það er alltaf verið að tala um, að unga fólkið sæki yfirleitt ekki kirkju, en ég hef hins vegar orðið mjög var við það gagn- stæða. — Ertu ekki ánægður með það, hvað kirkjurnar eru orðn- ar myndarlegar og vel útbúnar? — Jú, jú, ekki get ég neitað því. Það ei? mesti munur að hafa góð húsakynni, myndar- legt pípuorgel og góða aðstöðu, en samt sem áður sakna ég dá- lítið þessara gömlu daga, þeg- ar orgelin voru troðin og kirkju klukkunum hringt upp á gamla mátann. Þetta var einhvern veginn miklu persónulegra þá, en slíkt þarf auðvitað að vikja fyrir þægindunum. — Er eitthvað, sem þú vildir taka fram að lokum? , — Mig langar til að lýsa ánægju minni með samstarfið við kirkjukórinn og prestana í Dómkirkjunni, það hefur alltaf verið einstaklega gott. Svo óska ég öllum vinum •mínum og kunningjum gleðilegra jóla. GJ>.E, \ J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.