Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.12.1966, Blaðsíða 5
5 Jólasvínasteikur tímalengdin fer nokkuð eftir því hver.su 'hátt stykkið er. Steikin er dálítið dökk, en hún verður enn girnilegri, ef lár- viðarMöð eru mulin, og þeim stráð yfir. Ef til vill má að lobum grill-a steikina í örfáar mínútur, eins og venjulega, en þá er rétt að skafa kryddhúð ina af fyrst. Ofnsteikt svínasteik: Leggið kjötið í bieyti eina nótt .Skerið með beittum hníf, rúður í puruna, og stingið neg ulnöglum í hornin. Leggið kjötið í ofnpönnuna, eða í grind yfir henni. Stingið kjöt mæli í þar sem kjötið er þykkast. Hitinn í ofninum á að vera fremur lítill, aðeins 125 stig, og svo þarf ekki að eiga við, steikina, fyrr en mæl irinn sýnir 77 stig. Þá er hún tilbúin, og borin fram, heit eða köld með kartöflum, rauðkáli, eplamauki og sinnepi. Grilluðsvínasteik: á jólaboröið Jolasteikin þarf að vera alveg sérstök, og því ekki að bregða nú út af venjunni og reyna eitthvað nýtt. Hér koma þrjár til- lögur um svínastcikur, og ætlazt er til að notað sé léttsaltað svínakjöt, sem lítið mun hafa verið Viotað hér á landi til þessa, en verður til í stærstu kjötverzlununum fyrir jólin, eftir því, sem við höfum komizt næst. fái fjnt kryddbragð við steik inguna. Setjið kjötið á alúmín pappír og vefjið honum vand lega utan um það. Stingið kjöt mælinum í þar sem þykkast er, og leggið svo pakkann í ofnpönnuna. Látið í ofn, og hafið hitan vægan, 125 stig og og þegar mælirinn sýnir 77 stig er steikin tilbúin. Reikna má með, að ca. 1 klukkutíma fyrir hvert kíló steikurinnar, en Kryddsvínasteik: Léttsaltað svínakjöt, 2 tsk heiil negull, 2 tsk, heili pipar, 2 tsk rosmarin, 8 lárviðarblöð. Leggið kjötið í bleyti eina nótt. Skerið puruna af. Myljið kryddið saman í morteli og núið því^ inn í kjötið, svo það Léttsaltað svínakjöt, yatn, 15 piparkryddkorn, lárviðarblöð, 1 gulrót, 2 sneiðar af lauk. Bökúnarjafningur: 1 egg, 2 msk sinnep, 1 msk sykur, 3 msk rasp. Stingið kjötmæli j kjötstykk ið, og setjið það í pott og látið puruna snúa upp. Hellið vatni yfir, svo það hylji kjötið. Lát ið suðuna koma upp, og fleyt ið ofan af brákina. Látið krydd ið, lauk og gulrót út í- Sjóð ið kjötið, og hafið lok yfir pottinum. Þegar mælirinn sýn ir 77 stig, er kjötið soðið. Sker ið puruna af og leggið steikina í ofnpönnu eða í eldfast mót. Blandið saman eggi, sinnepi og sykri, berið það á steikina og sigtíð raspið yfir. Grillið steik- ina við góðan hita, 250 stig i ca. 10 mínútur, eða þar til hún er jrðin Ijósbrún. Steikin er borin fram með grænkáli og sinnepi. BORÐSKREYTINGIN er búin til úr birkistofni. leir, kerti og nokkrum jólagreinum og könglum. Þar sem birki- bútar af þessari gerð liggja líklega ekki á lausu hér í okk- ar skóglausa landi gætum við í staðinn notazt við fal- legan disk skál eða lítinn bakka sem nóg ætti að vera til af á hverju heimili. Leirnum er þrýst niður í ílátið og kertinu komið fyrir í miðjum klumpinum, áður en leirinn harðnar. Síðan er greinunum stngið í og könglum og öðru smáskraut fest á þær og i kringum kertið eftir vild. Fal- legt gæti verið að hafa skraut- greinar með grenigreinum til þess að skrevtingin verði f jöl breyttari, en það er um að gera að nota hugmyndaflugið og hagnýta allt ,sem fyrir hendi er við skreytinguna, þá verður hún persónulegri og heimilisfólkinu til meiri á- nægju. .4^ » Jólaskreytingar Jólaskreytingar geta verið margvíslegar, og hver hús- móðir skapar sér sínar eigin venjur í því tilfelli. Hérna komum við með þrjár hugmyndir, sem hægt er að nota sem undirstöðu, og síðan breyta til eftir efnum og ástæð- um hjá hverjum einum. Hafrakökur með 1 Yz dl. sykur, iy2 dl hveiti, 1 tsk lyftiduft 50 gr. bráðið líki 1 ©gg 1 msk kakó 1 dl. mjólk Skreyting: glerungur úr flór- sykri og vatni, appelsínumarmel- aði. Bræðið smjörið og láta það kólna. Blandið saman í skál jykri hveiti og lyftidufti. Þeytið eggin létt og hrærið þeim síðan saman vð hveitibJönduna með kólnaðri smjörbráðinni. Blandið saman ka- kói og mjólk í potti og látið suð una koma upp. Hellið mjólkinni heitri yfir deigið, og hrærð vel saman . Hellið deginu síðan í pappírsform, eða bolluform. Bakist við 225 st. i 10—12 mín. Þegar bollurnar eru orðnar kaldar á að bera glerunginn yfir og marmelaðitopp ofan á til skrauts. BJÖLLUR Á BORÐA. — Mikið úrval af fallegum jólabjöllum fæst í verzlunum borgarinnar, þær eru þó kannski ekki með þvi lagi, sem bjöllurnar hérna að ofan eru en samt ætti að vera hægt að not ast við þær j óvenjulega skreyt -ígu. Bindið bjöllumar á silki- borða, breidd hans fer eftir stærð bjallanna og einnig verður hann vera í réttu hlutfalli við lengd- en þessu ráðið þið öllu sjálf- ar. Svo eru greinar og skraut fest við hverja bjöllu, og skreytingin er tilbúin á örstuttri stundu, og alls ekki að þurfa að kosta mjög inikið. iy2 dl. bráðið smjör smjörlíki 1% dl. sykur 4% dl. haframjöl Skreyting: 50 gr. súkkulaði. Blandið saman sykri, haframjöli og smjöri. Jafnið blöndunni á smurða plötu þannig, að ka'kan verði ca. Vz sm á þykkt og 20x25 sm að stærð. Bakist við 225 st. þar til kakan er orðin ljósbrún, ca. 8 mínútur. Skafið eða saxið niður súkkulaðið og dreifið því yfir kökuna um leið og hún kem ur úr ofninum, og skerið siðan kökuna í ferhyrninga og látið hana kólna á plötunni. Sleppa má að skreyta kökuna með súkkulað inu ef vill. (Oa. 20 stykki) * V ÓLASKEIFAN er falleg skreyt- ing á gangahurð, eða í glugga, og ef til vill á fleiri stöðum í íbúð- inni eftir aðstæðum. Hún er búin til úr sverum vír, sem er beygður og vafinn með basti eða rauðum eða grænum kreppappír. Litlar grenigreinar eru festar á vírinn með fínum vír eða sterku fínu bandi og að því loknu er rétt að gefa hugmyndaflugjnu lausan tauminn við skreytinguna, og hún mun vekja eftirtekt allra um jólin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.