Tíminn - 22.12.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.12.1966, Blaðsíða 1
 BLAÐ II, Ræða Einars Ágústssonar um fjárhagsáætlun Rvíkur 1967 EYDSUN HELDUR ÁFRAM, FRAMKVÆMDIR MINNKA. TFKJUAÆTLU NIN ÞANIN UM OF Þessi fjár!hagsáætlun ber mjög hin sömu einkenni og 'hinar fyrri, þær sem afgreiddar hafa verið síð an ég kom í borgarstjórnina a.m. k. Höfuðkennileitin eru nú sem fyrr annars vegar hækkun rekstrarútgjaldanna og hins vegar hlutfallslegur samdráttur verk- legra framkvæmda. Rekstrargjöld in hækka um 97 millj. króna eða 18,6% frá fjárhagsáæt'lun þessa árs. Hækkun framkvæmdaliðanna er miklu hóflegri, þeir hækka að- eins um 9.3%. í fyrra voru báðar þessar jaró- sentur lítið eitt hærri, en tölur sýna greinilega að engin stefnu- breyting hefur átt sér stað, þrátt fyrir fagurgala um verðbólgustöðv un, sem nú stendur upp úr öli- um talsmönnum stjórnarflokk- anna hvort sem er hér í borgar- stjórn eða annars staðar. Sömu sögu er að segja um fjárlög rík- isins, þau sem verið var að af- greiða nú rétt áðan. Þau bera fyrst og fremst einkenni verð- bólgunnar. og cru óyggjandi sönn un þess, að verðstöðvunarlögin eru fyrst og fremst blekking sett fram til þess að þykjast en ekki j lækna verðbólgumeinsemdina. I Hér er því sami leikurinn settur j á svið og 1959, en þá töldu stjórn- i arfjokkarnir þurfa tvær gengis- lækkanir til þess að jafna metin eftir að 'hinu svokallaða verð-1 stöðvunartímabili lauk. Dæmi rnn sýndarmertnskuna. Til þess að sýna fram á fá- nýti þeirra kenninga um verð- stöðvunina, sem fram eru born- ar, skal ég aðeins gera eitt at- riði að umtalsefni, en það atriði virðist mér vera algjörlega afger- andi um alla þessa sýndar- mennsku. Því er haldið fram að ástæðan til þess að til verðstöðv unar þurfi að grípa einmitt núna, sé gífurlegt verðfall á íslenzkum útflutningsafurðum. Síðustu frétt ir benda nú raunar til þess að þetta verðfall hafi aðeins verið tímabundið og að nú séu afurðir okkar að stórhækka í verði á ný, þannig að þessi röksemd virðist sem betur fer ætla að gufa upp sbr. frásögn í Vísi í dag. En allt um það þarf auðvitað að draga Úr verðbólguvextinum og hefði átt að vera búið að gera ráðstafanir til þess fyrir löngu. Nú, en ástæð- an er sem sagt verðfallið. Þrátt fyrir boðaða verðstöðvun eru af- greidd fjárlög 800 millj. kr. hærri en í fyrra og fjárhagsáætlun Rvík urborgar um 150 millj. kr. hærri en 1966. Sagt er að óbreyttir skattstigar eigi að gefa þessar auknu tekjur — vegna mikillar veltu og velmegunar fólksins í landinu verði það hægt. En með leyfi að spyrja, hefur þá verð- hrun íslenzkra útflutningsafurða engin áhrif á greiðslugetu ein- staklinga og fyrirtækja í borg- inni? Eru horfur á því að fólk geti haldið áfram að kaupa vör- ur í jafnauknum mæli á næsta ári og verið hefur nú um skeið? Er líklegt að fjárrráð fyrirtækja og heimila verði á þann veg að ’pau geti haldið áfram að gceiða aukna skatta til ríkis- og sveitar- félaga eftir að botninn er dott- inn úr % hlutum af öllum út- flutningi sjávarafurða, eins og gefið var í skyn á A'lþingi um daginn? Sjá ekki allir þá æpandi mót- sögn sem felst í þeim málflutn- ingi sem annars vegar heldur því fram að stórkostlegir erfiðleikar séu framundan hjá íslenzkum at: vinnuvegu-m, verulegur samdrátt- ur og jafnvel hrun á næsta leiti, en gerir samt ráð fyrir því að fólk hafi peninga til að greiða til rfkis og bæja, og vaxandi kaupa á öillum hugsanlegum lífs- gæðum eins og ekkert hafi í skor- izt? Ef hér á í einhverri alvöru að breyta um stefnu, hverfa frá sukki og óráðsíu að ráðdeild og sparn- aði, þá verður hið opinbera, hvort sem ,það heitir ríkissjóður eða borgarsjóður að ganga þar fram fyrir skjöldu. Slíks sjást engin merki hjá þess um aðilum, þess vegna er hin svonefnda verðstöðvun markleysa, sem enginn getur tekið alvarlega. Ábyrgð og óstjórn. Borgarfulltrúar Alþýðuflokks ins hafa engar tillögur gert til breytinga á þessari fjárhagsáætl- un og skal það ekki gagnrýnt út af fyrir sig, þeir eru sjálfsagt harla ánægðir með áætlunina eins og iSjá'lfstæðlisflokkurinn hefur gengið frá henni. Á það vafalaust að sýna ábyrgðartilfinningu þess flokks og fyllstu staðfestu í því að axla sinn bluta af verðstöðv- unarbyrðinni. Það er auðvitað gott og blessað að ætla nú að framkvæma þá skyldu, sem á þeim flokki hefur fyrst og fremst hvílt undanfarin ár, að hafa eftir- lit með verðlaginu í landinu. Und anfarinn áratug hefur fulltrúi Al- þýðuflokksins í ríkisstjórninni haft með verðlagseftirlitið að gera. Á honum hefur því öðrum fremur hvílt ábyrgðin' á því, hvernig þessi mál hafa stöðugt verið að þróast í hækkunarátt all- an þennan tíma. Segja má, að ef það hefði ver- ið álit þessa ráðherra á undan- förnum árum, að verðbólguvöxtur- inn hafi verið skaplegur, væri svo sem ekkert við því að segja, þótt þróunin hafi verið látin af- skiptalaus. En þessu er engan veginn til að drei^a. Ég minnist i þessu sambandi ræðu, sem við- skiptamálaráðherra hélt fyrir um það bil ári síðan, það var að því er mig minnir í marz s.l., þar sem hann útlistaði það á skýran hátt, eins og honum er lagið, að livarvetna í heiminum væri það talið bera ótvíræðan vott um óstjórn i þjóðfélaginu ef verðbólg an yxi um 10% eða meira á einu ári. Tölur um þetta atriði sem hann nefndi sýna að undanfarin ár hefur verðbólgan vaxið meira en þetta. Það var því skylda þessa lærða doktors að stöðva óstjórnina, með því að gera ráð- stafanir sem að haldi mættu koma í þessu efni, til þess hafði hann öll nauðsynieg völd. Mönnum Einar Ágústsson skildist nú raunar á nefndri ræðu að það væri hægara um að tala en í að komast að ráða bót á þessu ástandi, og fram undir þetta hafp ráðherrarnir talað um verð- bólguna sem stórkostlegt vanda- mál. ,,Ef okkur tekst ekki að ráða við verðbólguvandann er allt annað unnið fyrir gýg,“ var sagt fyrir nokkrum árum. Og stjórn- arandstæðingar hafa jafnan við- urkennt að hér væri úr vöndu að ráða. En þann 28. nóvember s'l. var aldeilis komið annað hljóð í strokkinn hjá ríkisstjórninni. Þá var svo sem búið að finna lausn á þessu mikla vandamáli, og hún var svo einföld að með fádæm- um má telja að hvert barn skyldi ekki hafa komið auga á hana fyr- ir löngu. Við söfnum bara sam- an öllum gildandi lagaákvæðum um verðlagsmál og fáum sam- þykki Alþingis til þess að mega nota þau, þá erum við búnir að afgreiða verðbólguna! En hvað þetta getur nú verið einfalt. Hvernig stendur annars á því að hagfræðingarnir í stjórnarráðinu skuli ekki hafa komið auga á þetta fyrr. Og er ekki dálítið leið- in'legt að þurfa að játa á sig óstjórn á efnahagsmálum þjóðar innar undanfarin ár, fyrst ekkert þurfti annað að gera til að kippa málunum í liðinn? Má vera að einhverjum þyki það, en ráðherr- arnir eru í þeim hópi. Þeir líta yfir verk sín og þykir þau harla góð. Auðvitað er það góðra gjalda vert að fara nú að rækja það hlut- verk að stjórna landinu, þegar nokkrjr mánuðir eru eftir af kjör tímabilinu, en þeir sem gáfu nú- verandi stjórnarflokkum umboð sitt í síðustu kosningum hafa áreið anlega búizt við meiru en þessu og þeirra vonbrigði eru eðlilega mikil. Þandar tekjuáætlanir. Aðalatriði þessarar fjárhagsáætl unar er það, sem ég benti hér á við 1. umræðu, og allar horfur eru á því að tekjuáætlanir séu svo þandar að litlar líkur séu til þess að þær geti staðið undir þeim auknu útgjöldum, sem þeim 1 er ætlað. Ég óttast, að þetta eigi fyrst og fremst við útsvörin. Ég dreg það í efa að óbreyttir álagn- I ingarlaxtar gefi svona miklu meiri tekjur á næsta ári en þeir gerðu í ár, ekki sízt ef alvarlegt verð- fall afurða fer i hönd. Hvað verð- ur þá? Dregið úr framkvæmdum, segir háttv. borgarstjóri nú, án þess að treysta"”sér til að benda á það hvaða framkvæmdir eigi að fella niður, enda úr vöndu að ráða þegar haft er í huga að verk- legar framkvæmdir hækka aðeins um rúm 9% á ári á móti rúmum 118% i fyrra. Ég held fyrir mitt í leyti að tæpast sé stætt á því að draga úr þessum framkvæmdum flestum a.m.k., sem þarna um ræð ir. Ég óttast því að þessi leið þyki ekki tiltæk, þegar á herðir, heldur muni raunin verða að sú | endurskoðun, sem boðuð hefur i verið, verði fyrst og fremst fólg- : in í því að afla meiri tekna strax og óhætt þyki að sýna slíkar ráða- gerðir, eftir að verðstöðvunar- sjónleikurinn hefur verið á enda I leikinn, ekki sízt, ef hann skyldi ; nú bera tilætlaðan árangur. Við óbreyttar útsvarsgreiðslur, þ.e. skv. óbreyttum útsvarsstigum er auk þess að því að gæta, að þar sem þessar greiðslur eru greiddar af tekjunum árið eftir verða þær yfirleitt þungbærari á næsta ári en þær voru í ár, ef ekki koma til neinar launa- breytingar frá, því, sem nú er. Ef stöðvunin á að geta tekizt er það frumskilyrði skv. skýringum ríkisstjórnarinnar, að litlar sem engar kþuphækkanir verði. Það þýðir að fólk verður að greiða auknar útsvarsbyrðar 97 millj. .:r. á næsta ári af því sem næst sömu tekjum og það hefur haft á þessu ári. Það er því sýnilega engin stöðvun á útsvarsheimtu borgarinnar, hvað sem öðru Jíður. Þýðingariaust er í þessu sam- bandi að tala um fjölgun gjald- enda í borginni, hún er svo sára lítil að hennar gætir vart í þessu sambandi, eins og sést á því, að borgurum hefur fjölgað um 1200 manns frá hausti 1964 til sama tíma 1965 og nemur sú lækkun aðeins 1.2%. Sjá allir hversu langt það hrekkur til að mæta 17.7% útsyarshækkun. Ég get látið þessar almennu at- hugasemdir nægja um sjálfa fjár- hagsáætlunina. Eyrnamörk hennar eru glögg og leyna sér ekki. Eyðslan heldur áfram, rekstrar- báknið þenst út. Verklegar fram- kvæmdir eru skornar niður eftir þörfum til þess að láta endana mætast. Tekjuliðir eru þandir til hins ýtrasta og látið í veðri vaka að ekki þurfi að koma til n.v.rar tekjuöflunar umfram það, sem afl ast muni með óbreyttum gjald- skrám. Ýmsar borgarslofnanir hafa nú frjálsar hendur til hækkunar á þjónustu sinni til samræmis við verðlag, svo ekki þarf að standa hér frammi fyrir borgar- stjórn til að verja þær. Má nærri getá hvert hagræði er að s'líku fyrir meirihlutann. Eins og ég sagði ætola ég ekki að ræða þessa fjárhagsáætlun í einstökum liðum. Borgarfulltrúi Rristján Benediktsson hefur gert grein fyrir þeim breytingartil- lögum, sem við Framsóknarmenn berum fram við áætlunina. Eins og menn sjá er þar ekki um stórfelldar breytingar að ræða, en við vildum þó freista þess að fá fram nokkurn tilflutning milli rekstrarliða og fjárfestinganliða, koma fram nokkrum sparnaði til þess að geta örlítið betur sinnt þeim aðkallandi verkefnum, sem fyrir hendi eru í skólamálum, léikvallamálum, byggingamál- málum aldraðra og nokkrum fleiri verklegum framkvæmdum. Að öðru leyti var erindi mitt hingað í ræðustólinn að mæla með örfáum orðum fyrir þeim 4 tiillögum, sem við borgarfull- trúar Framsóknarflokksins flytj- um á þessum fundi. Tillögurnar eru auðskildar og þarfnast ekki langrar framsögu. l. Jöfnunarsjóður sveitafélaga. I „Um leið og borgarstjórn í tteykjavíkur þakkar þann skiln- ! ing á tekjuþörf sveitarfciaga, sem fram kom hjá löggjafanum með því ákvæði í 16. gr. laga nr. 69/ 11962 að grciða 20% af innheimt- I um söluskatti, sbr. lög nr. 10% 1960, í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, skorar borgarstjórn á Alþingi og ríkisstjórn að láta sömu reglu gilda um allan söluskattinn og treystir jafnframt borgarfulltrú- um Reykjavfl^ur, sem setu eiga á Alþingi, að vinna ötullega að framgangi þess.“ Söluskatturinn. Þegar söluskatturini) var lagð ur á 1960 var ákveðið að hann skyldi skiptast þannig milli rikis- ins og sveitarfélaganna að rfkis- sjóður fengi 4/5 hluta en jöfn- unarsjóður sveitarfélaganna Vs af þeim söluskatti, sem inn- heimtur er af innlendum við- skiptum. Þá voru leidd fram veigamikil rök því ti'l sönnunar af talsm. stjórnarinnar, að sveitar félögin þyrftu mjög á þessum auknu tekjum að halda og sann- gjarnt væri að þau fengju þær. Þá var. lika mikið talað um það að hér ætti að breyta til í inn- heimtu opinberra gjalda. Horfið skyldi frá braut hinna beinu skatta, þá stóð til að fel'la tíkju- skatt af meðaltekjum og stór- lækka útsvörin! Upphafl. sölu- skatturinn var 3% en (síðan hefur söluskattur verið hækkaður tvisvar en hluti sveitarfélaganna er eftir sem áður aðeins 1/5 hluti af hinum upphaflega 3% skatti. Ef upphaflegu reglunni hefði verið fylgt, væri óhætt að reikna hluta Reykjavíkur' úr jöfnunarsjóði a. m. k. um 90 millj. kr. hærri en hann er nú. Það væri ekki ónýtt að geta lækkað útsvörin um þá fjárhæð núna á verðstöðvunar- tímabilinu, eða þá auka verklegar framkvæmdir sem þessu næmi. Hér er því um mjög mikið hags- munamál borgarinnar að ræða. Að vísu vita auðvitað allir, að ekkert hefur orðið úr því frekar en öðru, sem til stóð 1960 að breyta þessum skattheimtuaðferð Fiamhald á 22. síðn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.