Tíminn - 22.12.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.12.1966, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 22. desember 1966 TÍMIWN 19 BÆKUROGBÓKMENNTIR Á förnum vegi - samtals- hættír Lofts Guimundssonar Loftur Guðmundsson er löngu þjóðkunnur maður, bæði sem rit höfundur og blaðamaður. Hann er óvenju fjölhæfur á starfssvjði sínu og virðist vera nokkmn veginn saima hvort hann tekur sér fyrir hendur að skrifa skaidsögur eða leikrit barnasögur eða kvikmynda- handrit, þjóðlífslýsingar eða þýð- ingar á verkum heimsfrægra höf unda, ljóð eða skemmtibæíti, eða þá að standa í vandasömu og eril sömu blaðamannsstarfi. Svo vel hefur Lofti tekizt að fyrir tvær eð skáldsögum sínum hefir hann hlotið bókmenntaverðlaun og Þjóðleikhúsið hefir sýnt a.m.k. þrjú leikrit heimsfrægra höfunda í þýðingu hans. Segir þetta sina sögu um hæfni og getu Lofts Guð mundssonar. Fyrir skömmu síðan er komin út ný bók frá hendi Lofts, sem hann hefur valið heitir „Á fömum vegi. Er þetta viðtalsbók við fólk úr mörgum stéttum þjóðfélagsins, alls ellefu viðtalsþættir við menn og konur. sem í flestum tllvikum hafa unnið hörðum höndutn cg lúnu baki til sjávar og sveita. Allt á fólk þetta það sameiginleg., að vera landsþekkt, ýmist af störfum sínum eða áratuga afspurn. Þarna er að finna viðtal við kunn asta núlifandi íslendinginn, Hail dór Kiljan Laxness, Guðmund Sveinsson og Hafstein Guðmunds son frá Skáleyjum, Sigurð Svein- björnsson sem uin áratuga skeið stóð á kassa á Lækjartorgi og predikaði Guðs orð yfir syndug um vegfarendum hina skyggnu og draumspöku Jakobínu í Melarbúð Loftur Guðmundsson á Snæfellsnesi, ölaf ölafsson kristniboða, Þórarin Guðmunds- son tónskáld. Guðmund einbúa að Óttarstöðum, Jón Oddsson frá Sauðárkróki. Þórð frá Dagverðará Albert vitavörð í Gróttu óg G.tnn fríði Jónsdóttir myndhóggvara. Höfundur bókarinnar hefn því víða komið við og gert sér far um að sem ólíkastar frásagnj og fjölbreyttust viðhorf kæmu þar fram, enda gott til fróðleiksfanga í bók þessari f viðtölum koma fram fjöldi myndrænna atburða úr lífi og starfi fólksins, sumir þrungnir hætturn, erfiðleilkum og þreki, aðrir gæddir gleði og kát- ínu. Fegurð, hamingja og mann- göfgi speglast í línum og litum og þrautseigja og barátta fyrir jjfinu til sjós og lands, er eins og lýs- andi kyndill í myrkviði erfiðleik anna. Þó höfundur ætlist ekki til að bók þessi sé sagnfræðirit, í bók staflegri merkingu, er hún ótrú lega stórbrotin hluti af s'águ fó’ks ins í landinu, — saga um lífskjör þess og afkomu, viðbrögð þess í gleði og harmi, lífi og starfi — sögð af því sjálfu, með þeir. a eig in málfari, enda er auðséð við lestur bókarinnar, oð höfundur hennar hefir gert sér sem allra mest far um að láta fólkið sjálft segja frá. halda einkennum þess og frásagnarhætti. Hann er laus við að reyna að þrýsta viðmæi- anda sínum upp að vegg með löng um vangaveltum spurnináaflóði og innskotum, eins og stundum vill við bregða í slíkum bókum. Eykur sú aðferð höfundar gildi viðtalanna, fjölbreytni þeirra og sannindi. Það fólk sem Loftur ræðir við í bók sinni er flest komið á efri ár. Með þessu verki sínu hefir hann því varðveitt frá glölun margs konar fróðleik, 'ífsviðhorii, og lífsreynslu þeirrar kynslóðar sem óx úr grasi um og fyrir alda mót, — bjargað frá gleymsku lífi gæddum þjóðlífsmyndum. Auk þess að vera fróðleg er bók þessi skemmtileg aflestrar, enda er Loftur glöggur á kjarnann og varpar hisminu frá. Hann kann vel á penna sínum að halda og oft af burða vel og að mínum dómi er bók Lofts mikil fengur og innlegg í sögu lífskjara. lifnaðarhátta og afkomu fólksins sem byggir þetta land. Eflaust er hún ein þeirra VEGURINN Hefurðu lesið? Hefurðu les- ið bókina eftir Martínusu, sem var að koma út hjá Leiftri núna? Hún heitir Leiðsögn tel lífs- hamingju, á ísilenzku og er fram- hald á erindum danska lífspek- ingsins, sem oft hefur komið hér til íslands og var hér síðast á fyrirlestraferð í haust. Iíefurðu lesið, hefurðu séð þessa bók? Þannig spyrja margir núna fyr- ir jólin, þegar ein bókin eftir aðra flæðir á markaðinn, en eng- inn hefur þó tíma til að sinna lestri. Og satt að segja eru tvær bæk- ur nýjar, sem nú vekja, eða ættu að vekj'a sérstaka athygli þeirra, sem íhuga tilveruna frá trúarlegu sjónarmiði og miða tilgang dag- iega lífsins við hvatningu Meist- arans, sem sagði: Leitið og þér niunið finna. Og þessar bækur eru báðar um veg- inn, sem hann talaði líka um. Önnur eftir norskan guðfræðing og biskup og heitir: Leiðin mín. Hin eftir danskan hugsuð og líf- speking og heitir: Leiðsögn til lífshamingju, sem því miður er alltof líkt nafn og á annarri bók, sem líka er ágæt og kom út í fyrra. Og leiðsögn Martínusar, sem öl'lum, sem kynnast honum finnst vera biskup af Guðs náð að mennt og mildi, sú leiðsögn er um veg kærleikans. Sú leið ein veiti lífs- hamingju. En það er ekki vegur hugleiðinga og heimsflótta, held- ur starfandi. fórnarlundar, óþreyt- andi ástúðar. Og þótt þessi bók hafi jafnmik- ið gildi alla daga ársins, þá flyt- ur hún á hverri síðu hinn sígilda boðskap jólanna um frelsi og frið á jörðu. bóka sem síðar meir verður fræði lega rannsökuð með tilliti til þjóð lífs og þjóðhátta á fyrri hluta þess arar aldar. Jónas St. Lúðvíksson. Enda er höfundur svo frjáls- lyndur að danska kirkjan þvorki vill né þo-rir að viðurkenna skoð- anir hans og skilning á Kristi handa prestum sínum. Og það var nú víst eitthvað svipað með norska biskupinn, sem hefur skrifað bók- ina, sem hér var minnzt á til samanburðar. Það er þó trú mín, að fáir 20. aldar menn hafi ski'lið Krist og kenningar hans betur en Martín- us. Hann virðist gæddur einhverju dularfullu innsæi í kenningar hans og lífsstarf. Það stafar ekki af lærdómi, heldur innlifun, sem er svo rík, að stundum verður manni algjör undrun, líkt og þar talaði sjálfur meistarinn holdi klæddur. Það er annars bezti vitnisburð- ur og dómur um bók þessa, að Martínus taili sjálfur: Hann segir meðal annars: „Að beita valdi, að framleiða kjarnorkusprengjur, sem hægt er að eyða með milljónum manns- lífa á sekúntu, að auðgast á vinniu sveita og tárum, fátækt og niður- lægingu annarra á ekkert skylt við það hugarfar, sem einkenndi hann, er fæddist sem fátækasta barn jarðar í fjárhúsi í Betlehem." Og einnig segir hann: Lífið er ekki fólgið í þvi, að flýja frá mönnunum á náðir ein- verunnar og hugsa aðeins um Guð. Að flýja menn er að flýja fró reynslu og lífsfylkingu, sem sam- líf við aðra hlýtur óhjákvæmilega að veita. „Um ósamræmið I löggjög og löggæzlu segir Martínus: Menn setja lög um að lífláta ekki, en jafnframt hafa þeir hand bærar atomsprengjur og vetnis- sprengjur. Þeir refsa morðingjum á friðar tímum, en heiðra þá 1 stríði. Þeir hafa lög, sem banna þjófn að, svik og auðgun á annarra kostnað, en samtímis blómgast í viðskiptalífinu fjöldi tiibrigða af þessum glæpum í dularbúningi og Framhald á 22. sfðu. Eins og drepið var á hér í síðas'ta þæti, hafa bændur stöð ugt verið að auka framleiðslu sína og framleiðni um leið, enda óspart verið til þess hvattir. Sagan sýnir, að þetta hefur i höfuðatriðum verið rétt stefna og má að því færa ým isleg rök. Þróun og framfarir eru úfs spursmál fyrir alla atvinuuvegi. Kyrrstaða er óhugsanleg nú á tímum og mundi þýða sama og afturför og dauði. í landbún aðinum hlaut vöxturinn fyrst og fremst að koma fram sem stækkun einstakra búa, en ekki fjölgun býlanna. Stækkun búanna var grundvallaratriði, til þess að hægt væri að taka upp tækni og hagræðingu við búskapinn, eins og gert hefur verið með jafnt vaxandi hraða undanfarna áratugi. Enn er þeirri þróun þó langt frá því að vera lokið, og framfaraskrefin eiga jafnvel eftir að stækka, ef stjórnarvöldin bera gæfu til að búa réttilega að landbúnað inum. Hið hálfnumda land, hinir miklu óræktuðu flákar á miili túnanna gerðu þetta möguliegt hér á landi í mótsetningu við það, sem hægt er í öðrum lönd um í nágrenni okkar, að stækka býlin án þess að slá þeim sam- an og fækka þeim. Mikið hefur verið talað um „nýbýlapólitík“, og því verið haídið fram, að hún gengi út í öfgar. Af öðrum hefur það svo verið harmað, að of marg ar jarðir fæm í eyði og heilar byggðir eyddust, og vissulega hefur það gerzt svo, að harms efni er að frá mörgum sjónar miðum. En í stórum dráttum hefur þróunin orðið sú. að erfiðari og kostaminni býlin hafa farið í eyði, en í stað þeirra hafa komið nýbýli, sem eru við betri aðstæður á flest an hátt, eru betur í sveit sett og með meiri framtíðarmögu leika. Nýbýlin eni þrátt fyrir allt ekki fleiri en það, að þau rétt nægja til að fylla í skörðin fyrir þau býli, sem lögð hafa verið niður, oftast vegna erfiðra aðstæðna. Öðru máli gegnir, um sveitir og byggðarlög, sem hafa góða landskosti og jarðir eru með mikla ræktunarmöguleika, og eða góð afréttarlönd, fara í eyði vegna samgönguleysis, raf- magnsleysis og skorts á annari þjónustu, sem samfélagið al- mennt veitir þegnum sínum. í slíkum tilfellum væri heiðarleg ast af þjóðfélaginu, gagnvart viðkomandi fólki, að gera það upp við sig, hvort ætti að veita þvj þessa þjónustu eða ekki, og byggja þá ákvörðun væntan lega á mati á því hvað það kosti þjóðfélagið að veita þjón ustuna og hvort það hefur efni á að láta þennan viðkomandi hluta landsins ónýttán og ef til vill að láta byggðakeðjuna rofna á þeim stað. Það má svo aldrei gleyma því, að byggðin er samfélag fólksins, og að ekki má líta á einstakar bújarðir, sem óháð og einstök fyrirtæki. Því að þar bindur hvað annað, byggð verður því ekki haldið við í hverri sveit nema með ákveðn um lágmarksfjölda búenda og vissum mannstyrk, bæði til félagsstarfa og framkvæmda, svo sem til smalana og fjár- geymslu nýtingu hlunninda o. fl. Rafmagn hefur nú verið leitt víða um byggðir. Ein; og eðli legt var, fengu þéttbýlustu sveitirnar það fyrst, og var þá farið eftir meðalfjariægð á milli bæja eða hvað langa línu þurfti á hvern bæ að meðaltali. f strjálbýlum sveitum og þar sem bæir standa dreift og ekki í skipulögðum röðum og meðal línulengd verður þar af leið- andi mikil, hefur ríkt og ríkir enn mikil óvissa, hvort og hve nær fæst rafmagn frá samveit um. Óvissan hefur svo valdið þvi, að menn hafa gefizt upp að bíða. Við það grisjast byggðin enn og meðalfjarlægðin eykst, eftir því sem deilt er á færri og sjá allir til hvers þetta leið ir. Eg þekki bein dæmi um þetta úr sveitum, sem hafa mjög mikla ræktunarmöguleika og liggja skammt frá aðalvegi landshlutans, en bæirnir standa dreyft vegna landslags. Meðal fjarlægð úr sveitum þessum til mjólkurbúss er ekki meirj en 40—50 km og í landshlutan um er mjólkurskortur. En offramleiðsla er á land- búnaðarvörum segja sumir, og þjóðin hefur ekki efni á að leggja fjármagn til framleiðslu atvinnuvega, sem gefa vörur, sem þarf að borga með. Það er rétt, það hefur verið tíma- bundin offramleiðsla af mjólk áxin 1964 og 1965, m. a. vegna góðæris, en ekki þarf að fara lengra aftur en til 1960, þá þurfti síðast að flytja inn smjör, 100 tonn. Á þessu ári hefur það glöggt komið í ljós hve sveifl ur geta orðið miklar og óvæntar í mjólkurframleiðslunni, bæði vegna árferðis og eins þess, að bændur draga úr framleiðsl unni með ýmsu móti, þegar þeir sjá fram á erfiðleika við sölu varanna. Augljóst er og, að fjöldi bænda vill feginn losna við kýrnar og búa eingöngu með sauðfé. Það sýnir þróunin nú tvö síðustu árin. Sauðfjárafurðir er undir öll ium venjulegum kringumstæð um hægt að framleiða hér og selja á erlendum mörkuðum, þannig að þjóðhagslegur ávinn ingur sé að þeirri framleiðslu. Þó að erlendur gjaldeyrir hafi verið hér nægur allra síð ustu ár vegna Óhemju góðs síld arafla, er það óþarfi að sýna öðrum atvinnuvegum, sem ekki gefa nein uppgrip, en eru í eðli sínu öruggari með að skila sínu pundi, nánast fyrirlitningu og telja þá til einskisnýta, með an vel gengur, og allt skrúfast upp. Til þeirra getur þurft að leita síðar, þegar „sfcóri vinn- ingurinn" bregst. Það verður seinlegra og dýr ara að auka landbúnaðarfram Ieiðsluna aftur, þegar vörurnar fer að skorta og þá er heldur ekki víst, að nóg verði í gjald eyrissjóðunum. En landbúnaðarframleiðsluna þarf að skipuleggja betur en hingað til hefur verið gerf, og veita Framleiðsluráði land- búnaðarins, sem hefur það hlut verk með höndum bæði svig rúm og styrk til að sinna þvi hlutverici. Þar verður rikisvald ið að sýna skilning og sann girni. Um skipulagningu fram leiðslunnar verður nánar rætt í næsta þætti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.