Tíminn - 28.12.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.12.1966, Blaðsíða 12
 12 TIMINN MH)VlKUDAGUR 28. desember 1963 HERMANN Framhald af bls. 9 á öðrnm tug aldarinnar, með lítil fararefni í reiðttfé en míkið af því atgervi í vegarnesti, sem til þess þarf að hefjast af sjálfum sér og verða leiðtogi: Ramrour að afli og vaslcnr íþróttamaður, fríður sýnum og auðkenndur með al manna, kappsmaður með for- sjá, næmur á iærdómsgreinar, gæddur í ríkum mæii manniviti af því tagi, sem þroskast hefur með veðramönnum þessa lands í átökum kynslóðanna við skamm- degisbylji og þungan straum mik- illa vataa. Hann varð forsæti’sráðherra, að loknum aliþingiskosningum áður en hann settipt á þingbekk í fyrsta sinn, 37| ára gamall. Þá var þröngt í búi hér á landi miðað við það, sem nú er, en sóknar- hugur og eftirvænting róttækrar þjóðar á framfaraleið einkenni samfélagsins. Fjögur ár liðu og þá kom það í hlut Hermanns Jón- assonar að vera þjóðarleiðtogi á hinum viðsjálu tímamótam, er skuggi yfirvofandi heimsstyrjald- ar var að leggjast yfir löndin, og því næst á 3—4 fynstu styrjaldar- árunum. Þá uröu hér mikil tíð- indi af hennar völdum og marg- an óvenjuiegan vanda þurfti að leysa. Þess mun sérstaklega minnst í sögu þjóðarinnar frá þessum tíma, að það var Her- mann Jónasson, sem hér var stjórnarformaður, er samhandið milli íslands og Danmerkur rofn- aði og stjórn hans, sem þá varð að taka í sínar hendur, án fyrir- vara, það vald, sem fyrrum nefnd- ist konungsvald, eh nú er falið forseta hins íslenzka lýðveldis. í ráðuneytum þeim, er H.J. veitti forstöðu á árunum 1934— 42, fór hann, auk stjómaxforytst- unnar, með dóms- og ' kirkjumál, landbúnaðarmál og vegamál, en í nokkur ár einnig með utanríkis- mál og menntamál. Hafði þá for- göngu um lögfestingu margra ný- mæla á þessum sviðum. Setning og framkvæmd afurðasöMaganna sem hann beitti sér- fyrir á fyrsta stjórnarári sínu, er án efa eitt mesta stjórnmálaátak, sem gert hefur verið í þágu íslenzks land- búnaðar. Frá fyrstu stjórnarárum H.J. eru einnig lögin um nýbýli og samvinnubyggðir. Af öðrum nýmælum þessa tíma, sem tengd eru nafni hans og forysta, má nefna t.d. ný hæstaréttarlög og nýskipan réttarins, ný lög um refsingar og meðferð einkamála og íþróttalögin. Eftir styrjöldina mælti hann fyrir því á Alþingi árið 1947, að sagt yrði upp land- helgissamningnum frá 1901 milli dönsku stjórnarinnar og Breta- stjórnar. Eftir 1950 átti hann svoi sæti í báðum þeim ríkisstjórn-l um, er framkvæmdu útfærslu 1 landhelginnar og var forsætisráð- herra, þegar 12 'mílna landhelgin var ákveðin. Á vegum hans sem ráðherra fóru fram ýmsar frum- j rannsóknir til að úndirbúa raf- orkuframkvæmdir og stofnun iðju vers t.d. sements- og áburðar- verksmiðju. ( rm áratugi hefur Henmann Jónasson verið einn af sókndjörf usta framherjum íslenzkrar stjórn- málabaráttu. Samherjar hans hafa löngum haft á honum óhilandi traust, er mikið lá við. Geigleysi hans, einbeitni og forsjá aukið öðrum þrek og þor. í návígi stjórnmálanna hefur sem vænta mátti staðið styr um slíkan mann og vera má, að hon- um hafi, eins og sumum öðmm, ekki ávallt Verið sá styr oskap- felldur. Hann hefur stundum ver- ið harður í horn að taka og hvass í máTi, en þó sanngjarn í reynd, og það ætla ég, að hann sé hæfi lega gleyminn á mótgerðir. Gefi því gaum, að ýmsir eiga högg í annars garðL Stjómarmyndun Hermanns Jónassonar árið 1956 er minnis- verður þáttar í stjórnmálasögu landsins eftir styrjöildiina. Sú stjórnarmyndun byggðist á þeirri Iskoðun hans„ að efnahagsmála- vanda' eftirstríðsáranna yrðu stjórnanvöld að leysa með aukinni útbreiðslu almennrar þekkingar á þessum málum og í nénu sam- ráði við stéttasamtökin í landinu. Á þessum samráðsgrundvelli var „vinstri stjórnar" samningurinn gerður milli þriggja þingtflokka. En á miðju kjörtímabili var hinn nauðsynlegi samráðsvilji ekki leng ur fyrir hendi. Hermann Jónas- son hefði trúlega getað lengt setu „vinstri stjórnarinnar“ í desember 1958 með því að hverfa frá því, er hann hugði rétl vera. Em hann reyndist þá sem fyrr sem stjórnarformaður trúr þeirri mikilsverðu þingræðisreglu, að ríkisstjórn eigi að standa eða falla með möguieibum sínum til að efna heit sín og koma fram stefnu sinni. Sjálfur of stórbrotinn öiaður í lund og framsýnn til að sitja í váldastólnúm lengur en sætt er. En kenning hans um samstarf stjórnarvalda við stétta samtökin hafa eftirmenn hans tekið til nánari íhugunar sem kunnujgt er. Árið 1962 lýsti Hermann Jónas- son óvænt yfir því, að hann gæfi ekki lengur kost á sér til for- mennsku í Framsóknartflokknum og benti þá jafnframt á þann eftirmann, sem kjörinn var, er til kom, og telja mátti sjálfsagðan, að H.J. frágengnum. Ekki veit ég til þess, að H.J. hafi ráðgast við neinn um þau mál eða annara ráð á neinn hátt til komið. Þetta var honum líkt, að taka slíka ákvörðun fremur of snemma en of seint og vilja vera viss um, að ekki bagaði aldur þann, er við stýr ið stæði. Hann varð sjötugur á jóladag- inn sl. og hélt sem fyrr afmæli sitt í kyrrþey á heimili sínu. Eins og margir aðrir áma ég honum heilla af þessu tilefni um leið og ég þakka af heilum hug samstarf okkar og kynni, sem ekki verður rætt hér. G.G. Það er ef til vill dirfska af mér að fara að skrifa afmælis- grein um Hermann Jónasson, fyrr verandi forsætisráðherra, sem hef ur verið einhver kunnasti stjórn- málamaður þjóðarinnar am marga áratugi og hefur markað merka sögu í þjóðlífi okkar íslendinga, svo að saga hennar væri önnur, ef hans hefði ekki notið við. Eg rökstyð þetta ekki nánar, því að ég veit, að það verður gert af mér fróðari mönnum. Hér verður aðeins sagt frá því afreki hans, þegar hann var kos inn þingmaður Strandamanna ár- ið 1934. Það var þreklegur og gjörvileg- ur maður, sem klifraði um fjöll og vegleysu norður á Strandir á útmánuðunum veturinn 1934- Kaupmaðurinn á Kúvíkum, Karl F. Jensen, sem fylgdist með ferðum hans og landpóstsins. Benedikts Benjamínssonar, niður dalinn og hjallana niður í Reykjafjörð, varð nú óvenju starsýnt á ferðafélaga póstsins. því ekkert virtist 'tefja för hans, hvaða torfærur, sem á vegi hans voru. Svo þegar hann kemur niður á fjörukambinn, þar sem bátur hans var á hvolfi þá stökk helvítis maðurinn yfir hann, sagði kaupmaðurinn frá í gaman- sömum tón. Maður þessi var Hermann Jónas son, þáverandi lögreglustjóri í Reykjavík. Nú var hann komi.Tm í nyrzta hrepp sýslunnar og endaði ferð sína í Árnesi að þessu sinni. Flokksstjórn Framsóknarflokksins hafði valið hann sem líklegasta frambjóðanda flokksins í sýslunni. Mikil og stór tíðindi höfðu gerzt fyrr um veturinn innan flokksins. Tveim þingmönnum flokksins var vikið úr flokknum, þeim Jóni í Stóradal og þfannesi Jónssyni, og við það skapaðist mikil sundrung og klofningur meðal óhreyttra flokksmanna, sem náði hámarki, þegar formaður Framsóknarflokks ins og hinn glæsilegi leiðtogi Tryyggvi Þórhallsson sagði sig úr flokknum. Tryggvi Þóthallsson var búinn að vera þingmaður Stranda manna í' 10 ár, og var virtur og dáður af flokksmönnum sínum og reyndar öllum, sém honum kynnt- ust, og sýslungar búnir að njóta margvíslegrar persónuiegrar virð ingar og hjálpar í mörgum vel- ferðarmálum sýslunnar og alþjóð ar. Einnig má geta þess, að fá ár voru liðin. frá Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. Sá glæsihragur og hrifningaralda, sem gekk yfir landsbyggðina, og ekki hvað sizt yfir Strandamenn, sem höfðu fjöl mennt á þá hátíð. Eins og alþjóð er kunnugt, þá var það ekki sizt Tryggvi Þórhallsson, sem setti glæsibrag á þau hátíðahöld með sínum mikla persónuleika og hríf andi mælsku. Eg var aðeins fimmtán ára, þeg- ar Tryggvi Þórhallssön kom fyrst á Strandir árið 1923. Hann vann glæsilegan sigur í þeim kosning- um. Ennþá er mér í fersku minni persónan sjálf, og tel mig muna setningar úr 'framhoðsræðu hans, er hann hélt á fundi í Ámesi. Eg jhreifst mjög af tilþrifum hans og áhrifamætti í ræðustóli, svo var Isjálfsagt með marga fleiri. Það getur enginn undrast þó að þessi stjórnmálamaður og skörung ur ætti öflugt fylgi á Ströndum, og íbúarnir fylgdu foringja sínum í gegnum þykkt og þunnt. Það mátti með sanni segja, að það blés eklú byrlega fyrir Fram sóknarflokknum á Ströndum, þeg ar Hermann Jónasson kom fyrstu ferð sína þangað, að minnsta kostii ekki í Árneshreppi. Eg man ekki eftir nema tveimur ungum bænd- um í Árneshreppi, sem þorðu að taka málstað Framsóknarflokksins, en það var undirritaður og Guð- mundur P. Valgeirsson í Bæ. Sjálf sagt voru margir óákveðnir. Meö klofningi Framsóknarflokksins kviknuðu á ný sterkar vonir hjá Sjálfstæðismönnum að vinna kjör dæmið, og þeir völdu sem þing- mannsefni ungan og efnilegan lög- fræðing. Kristján Guðlaugsson. Það voru víst fáir, sem trúðu því. að Hermann Jónasson næði kosningu 1934. Jafnvel vinir hans og samherjar gerðu sér ekki mikl- ar vonir í þeim efnum. En var það nokkur tilviljun, að Hermann Jónasson kaus helzL að bjóða sig fram til þingmennsku í Strandasýslu, í því kjördæmi, þar ! sem öllum fannst við ofurefli að etja? Að sjálfsögðu hefði na.nn getað valið sér annað kjördæmi, þar sem sigur hans var auðveldari. En hann kærði sig ekki um auð- veldan sigur, því að það var fjarri skapgerð hans og karlmennsku. Þegar Hermann Jónasson kom á Strandir, hafði lífssaga hans verið frægðarganga. því að úr sárri fátækt hafði hann brotizt á fram til náms og lokið lögfræði- prófi, gerzt lögreglustjóri í Reykja vík ungur að árum, og gengt því starfi með mikilli röggsemi. Auk þess að vera bæjarfulltrúi í Reykja vík. Nú held ég, að mörgum hafi fundizt boginn vera orðinn full spenntur, þegar hann leggur til orrustu við fyrverandi forsætisráð herra og vinsælan þjóðarleiðtoga. og auk þess harðsnúið íhaldslið. Það var engin molla í lofti dag þann þegar þessar stjórnmálakemp ur mættast á framboðsfundi í Ár- nesi þann 28. maí 1934, en þar hóf ust fundahöldin í sýslunni. Á þess um fyrsta fundi vakti Hermann Jónasson á sér mikla eftirtekt sem ræðumaður og með drengilegum málflutaingi, og það fór ekki fram hjá neinum, að hér var á ferðinni mikilhæfur stjómmálamaður, sem var líklegur til að gegna mikiu hlutverki í þjóðlífi okkar fstend inga. Á þessum fundi varð mönn- um ljóst, að stofnun bændaflokfas- ins var mikið frumhlaup og Iftt t8 annars en að styrkja aðstöðu í- haldsins. enda kom það á daginn að vinsældir og glæsileiki foringj anna nægði þeim ekki til sigurs því að málefnalegur grundvöHur var enginn. Eins og öllum er kunnugt þá sigraði Hermann Jónasson í Kosn- ingunum með miklum glæsibrag, sem verður að teljast einhver sá mesti sigur, sem um getur í stjóm málasögu íslendinga. Eg held að úrslitin hafi festst mér nokk- urn veginn rétt í minni, þó að Bð- in séu rösk þrjátíu ár. Atkvæðtn féllu þannig, að Hermann fékk 363 atkv. Tryggvi 256 atfkv. Kristján 244 atkv. Morgun þann, er umræddur framboðsfundur var haldinn í Ár nesi, reis Hermann árla úr rekkju. Morgungangan var ekki um slétbar grundir eða troðnar slóðir, heWur ræðst hann til fjallgöngu upp bratta fjallshlíð og klifrar ldetta- belti og lausar skriður, og um venjulegan fótaferðatíma stendur hann á hátindi Ámesfjalls. Fáum mánuðum síðar stendur hann einn ig á hæsta tindi valda og metorða á íslandi, því að, þá er hann orðinn forsætisráðherrra, aðeins 37 ára gamall, og hefur setið lengst allra ráðherra í þeim valdastóli. Þetta varð enginn hvíldarstóll. j Það kom sér vel, að hann var gæddur miklu likamlegu og and- legu atgervi, því að í hönd fóru erf iðir tímar í þjóðmálum, sem þurfti að taka föstum tökum. Að auki hófu andstæðingar hans í stjóm- málum pólitískar ofsóknir á hend ur honum. og voru þar margar að- ferðir notaðar. í Alþingiskosning- unum 1937 var stofnað til hinnar svokölluðu Bipiðfylkingar./ Þá urð um við Framsóknarmenn smeykir og það ekki að ástæðulausu. Séu athugaðar samánlagðar atkvæða- tölur Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins í kosningunum á undan, þurfti kraftaverk að ske til að Hermann ætti að vinna kosnrng arnar. Eftir hörkufundi 1 sýslunni og aðeins örfáir dagar til kosninga þá skeður það í lok útvarpsum- ræðna að formaður Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Thors, skorar á Hermann að mæta sér á fundi á Hólmavík. Ef ég ætti að skrifa um þennan fund og kosningarnár þá yrði það efni í heila blaðagrein. Þrátt fyrir allan þennan gauragang íhaldsins sigraði Hermann með mjög miklum atkvæðamun, en hann fékk 632 atkv. en Breiðfylk- ingin aðeins 311, og sést bezt á því hvílíkt traust Strandamenn báru til hans. Stramj|amenn voru svo gæfusamix að kunna að meta hæfi leika Hermanns. Hann féll þeim vel í geð, því eru Strandamenn bæði stoltir og hrifnir, að hafa haft hann sem þingmann sinn og þjóð arleiðtoga. Eg og fjölskylda mín og Mela menn þökkurn innilega fyrir á- nægjulega kynningu, sem okkur hefur verið bæði skemmtileg og lærdómsrfk. Beztu afmælisóskir til þín og fjölskyldu þinnar. Sigmundur Guðmundsson, frá Melum. HÖGMI JÓNSSON, Lögfræði- og fasteignastofa Skólavörðustfg 16, sfmi 13036 , heima 17739. HÖSBYGG.IENDUE TRÉSMIÐJAN, HOLTSGÖTU 37, framleiðir eldhúss- og svefnherbergisinnréttingar HtíSBYGGJENDUR SmíSum svefnherbergis- og eldhóssinnréttingar SlMI 32-2-52. JÖN AGNARS FRfMERKJAVERZLUN SíMI 17-5-61 kl. 7.30—8 e.h. SERVIETTU- PRENTUN SIMI 32-101. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.