Tíminn - 28.12.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.12.1966, Blaðsíða 11
MIÐVTKUDAGUR 28. desember 1966 TÍMINN Hjónaband V ,, ■-■- v. -4v: m SA LÆRIR SEM LIFIR ■ 'y&XMh GEORGES SIMENON Þann 3. des. voru gefin saman i Nes kirkiu, af séra Jóni Thorarensen, ungfrú Helga Jósepsdóftir og Gu3- mundur Jóhannesson. Heimili þeirra er a3 Grandaveg 39, Rvk. (Studio Guðmundar, Garðarstræti 8, simi 20900). Hinn 3. des. s. I. voru gefin saman af sr. Gunnari Árnasyni, Engilráð Margrét Sigurðardóttir og Aðal- Steinn Jóhann Maríusson, Lang- holtsvegi 75, Reykjavík. Orðsending Frá Kvenfélagasambandi Islands. Leiðbeiningastöð núsmæðra. Lautás vegi 2, simi 10205 er opin alla virka daga kl. 3—5 nema laugardaga Ráðleggingarstöðin er tii aetmllls aö Llndargötu 9 2 dæð Vtðtaisttmi prestf er á þriðjudögum og fösto dögum kL 5—6 Viðtalstlmi læknts er á miðvikudögum kl 4—5. Minningarsjóður Jóns Guðjónssonar skátaforlngja. Minningarspjöld tást i bókabúð Olivers Steins og böka- búð Böðvars, Hafnarfirðl. Vetrarhjálpin Laufásveg 41 (Farfuglaheimilinu) Simi 10785 Opið 9—12 og —5. Styðjið ost styrkií' Vetrariuálpina. — Þykir þér mjög leiðinlegt, að faðir þinn er í fangelsi? í stað þess að svara strax neit- andi, sagði hann ekkert. — Þykir þér það ekki leiðin- legt? , Maigret leið eins og veiðimanni, sem skríður áfram af ítrusitu var- færni. Hann mátti ekki fara of geyst. Minnsta viðbragð gat hrætt barnið og þá mundi ekki vera hægt að fá neitt út úr honum. — Ertu hamingjusamur yfir að vera öðruvísi en hinir? — Hvers vegna skyldi ég vera öðruvisi en hinir? Hver sagði að ég væri það? — Segjum að ég ætti lítinn dreng, sem færi í skóla og léki sér á götunni fyrir utan heimili okkar. Hinir drengirnir mundu segja: — Pabhi hans er lögreglufor- ingi! Og þess vegna mundu þeir ekki umgangast hann eins og einn af þeim. Skilurðu? Nú, faðir þinn er skólastjóri. Litti drengurinn leit aftur á hann, lengur og fastar en áður. — Mundir þú vilja vera í kórn- um? Hann fann að hann var á villi- götum. Það var erfitt að segja hvernig hann vissi það. Sumt af >ví sem hann sagði fékk ósýni- legan hljómgrunn. Annað virtist koma Jean-Paul til að leita inn í skel sína. — Á Maroel vini? — Jlá. — Hvfelast þeir á þegar þeir eru saman. Segja þeir hvomm öðr- um leyndarmál og byrja að hlæja þegar þeir líta á ykkur hina? Endurminningarnar frá bam- æsku hans voru svo skýrar í huga hans, að hann varð hfesa. Hann hafði aldrei áður séð barnæsku sína svo Ijóslifandi fyrtr sér, hann gat jafnvel fundið ilm blómanna sem blómstruðu f skólagarðinum á vortn. — Hefúrðu reynt að vingast við þá? — Nei. — Hvers vegna ekki? — Ekki af neinu. — Hélstu að þeir myndu ekki vilja vinskap þinn? — Hvers vegna eruð þér að spyrja mig allra þessara spurn- inga? — Af því að faðir þinn er í fangelsi. Það var ekki hann sem skaut Lénoie Birard. Hann horfði fast á drenginn, en hann deplaði ekki auga. — Þú veizt vel að hann gerði það ekki. Einhver annar hlýtur því að hafa gert það. Viltu að faðir þinn verði fundinn sekur? — Nei. Það hafði verið næstum ógreini- legt hik, og Maigret ákvað að láta þetta tal falla niður. Honum hafði þegar dottið það í hug kvöldið áð- ur, þegar hann sat í hominu sínu, að Jean-Poul hefði hom í síðu for- eldra sinna fyrir að vera öðruvísi en annað fólk. Ekki eingöngu vegna þess að faðir hans var skólastjórinn. Þau fóm ekki í kirkju. Þau léti hann ekki klæða sig eins og hina dreng- ina. Heimili þeirra var heldur ekki eins og heimili hinna, ekki held- ur lifnaðarhættir þeirra. Móðir hans hló aldrei, hún leið um eins og skuggi, auðmjúk og iðrandi. Hún hafði gert dálitið ljótt, og kona hafði skotið á hána til að refsa henni. Konan hafði ekki verið sett í fangelsi, sem sannaði að hún hlaut að hafa rétt fyrir sér. En kannski þótti Jean-Paul vænt um þau þrátt fyrir al’lt. Hann tilheyrði ættstofni þeirra, hvort sem honum líkaði það betur eða verr. Það var erfitt að koma orðum að þessu. Þetta voru skuggar sem hurfu, þegar maður reyndi að setja þá í orð. — Ef þú vissir nú eittlhvað, sem mundi losa föður þinn úr fang- elsinu . .. Hann vissi ekki sjálfur eftir hverju hann var að fiska, og varð undrandi þegar Jean-Paul lyfti skyndilega höfðinu og starði á hann með samblandi af ótta og aðdáun. Drengurinn opnaði munn inn og ætlaði að fara að segja eitthvað, en kyngdi því aftur og kreppti hnefana í vösunum til að halda aftur af sjálfum sér. — Sjáðu til, ég er bara að reyna að skilja. Ég þekki föður þinn ekki vel, en ég þykist viss um að hann er ekki maður sem lýgur. Hann segist ekki hafa stig- ið fæti inn í verkfæraskýlið á þriðjudagsmorgun, og ég trúi hon um. Drengurinn var enn í varnar- stöðu og hélt áfram að horfa á hann. — Að hinu leytinu virðist Mar- cel Seliier vera góður drengur. Hann fer til skrifta um leið og hann hefur sagt ósatt, svo að hann lifi ekki í synd. Hann hefur enga ástæðu til að reyna að koma föður þínum í erfiðleika. Hann er aldrei óréttlátur við hann, satt að segja lætur hann hann alltaf vera efstan, þegar það ert þú sem ættir að vera það. En Marcel segist hafa séð föð- ur þinn koma út úr skýlinu. Það var eins og vatnsbóla brysti skyndilega á yfirborði stöðuvatns. Jean-Poul hengdi hausinn og sagði án þess að líta á Maigret: — Hann lýgur. — Ertu alveg viss um það? Það er ekki bara eitthvað, sem þú held ur? Þú segir það ekki bara vegna þess að þú ert afbrýðisamur? - Ég er ekki afbrýðisamur út í Marcel. — Hvers vegna sagðir þú það ekki áður? — Hvað? — Að Marcel væri að ljúga. — Af því bara! — Ertu alveg vfes um, að hann sá föður þinn ekki? — Já. — Af hverju ertu svona viss um það? Maigret hafði búizt við táraflóði jafnvel ópum og ólhljóðum, en augu Jean-Pauls voru alveg þurr bak við gleraugun. Eina breyting in var sú, að það hafði slaknað á líkamstaugum hans. Það var ekkert ögrandi við hann núna. Hann var jafnvel ekki í varnar stöðu lengur. Eina sýnilega merkið um upp- gjöf var, að fætur hans urðu skyndilega óstöðugir og hann sett ist niður í dálítilli fjarlægð frá lögregiuf oringj anum. — Ég sá hann. — Hvern sástu? — Marcel. — Hvar? Hvenær? — í skólastofunni, standandi við gluggann. — Segðu mér nákvæmlega hvað gerðist. — Ekkert gerðist. Herra Pied- bæuf kom til að ná í pabba. Þeir fóru saman til bæjarstjóraskrif- stofunnar. —Sástu þá fara? — Já. Ég sá þá úr sætinu mínu. Þeir fóru inn um aðaldyrnar og strákarnir byrjuðu að ólátast eins og venjulega. — Saztu kyrr í sætinu þínu? — Já. — Lætur þú aldrei i-lla? — Nei. — Hvar var Marcel? — Hann stóð við fyrsta glugg- ann til vinstri, þann sem snýr að leikvellinum og görðunum. — Hvað var hann að gera? — Ekkert. Hann horfði bara út. — Lætur hann heldur ekki illa? — Ekki oft. — Stundum? — Þegar Joséph er líka. — Sonur slátrarans? — Já. Þú sazt í sætinu þínu. Mareel stóð við gluggann til vinstri. Fað- ir þinn og herra Piedbæu fvoru á skrifstofunni. Er það rétt? — Já. . — Voru gluggarnir opnir? — Þeir vomi lokaðir. — Gaztu samt heyrt hávaðann frá smiðj-unni? — Ég held það. Ég er næstum V.iss. I , , . , ' ' . — Hvað gerðist? — Marcel fór frá gluggan-um og gekk yfir stofuna. — Hvert var hann að fara? — Að öðrum glugganum til hægri. — Þeim sem snýr út að bak- garði Léonie Birard? — Já. — Var faðir þinn ennþá í skrif- stofunn? — Já. — Sagði Marcel ekkert? — Nei. Hann horfði út úm g-luggann. — Veiztu ekki á hvað hann var að horfa? — Ég gat ekki séð það það- an sem ég sat. — Horfðir þú oft á Marcel? — Já, viðurkenndi hann vand- ræðalega. í þetta sinn spurði Maigret hann ekki hvers vegna. Drengirn- ir tveir voru báðir duglegir í skól- anum, en vegna þess að Jean-Paul var son-ur skólastjórans, var Mar- cel látinn vera efstur. Marcel var kórdrengur og var í kyrtli á j sunnudögum. Marcel átti vini, hann hafði Joseph, s-látrarasoninn ] sem hann hvfelaðfet á við i hléun- um og fór heim til þegar skólinn var búinn. — Sástu föður þinn koma út úr skrifstofunni eftir þetta? — Hann gekk til hússins og fór inn til að fá sér kaffibolla. — Var ejdhúsglugginn opin.,? — Nei. Ég veit að hann fékk sér kaffibolla. Hann gerir það allt- af. — Var móðir þín niðri? — Uppi í herberginu mínu. Ég sá hana í gegnum opinn glugg- ann. — Fór faðir þinn ekki inn í verkfærageymsluna eftir það. — Nei. Hann kom yfir skólalóð ina og inn í stofuna. — Stóð Marcel ennþá við glugg ann til hægri? — Já. — Hvers vegna sagðir þú það I ekki strax? — Hvenær? Maigret hikaði andartak til að hugsa sig um. — Bíddu við. Lík Léonie Birard fannst snemma um eftirmiðdag- inn. Yfirheyrðu þeir ykkur börn- in ekki strax? — Þeir yfirheyrðu okkur ekki neitt þann dag. Við vissum eigin- lega ekki hvað hafði gerzt. Við sáum bara fólkið koma og fara. Svo sáum við lögreglumennina. Raunar hafði enginn bejnlínis ásakað skólastjórann á þriðjudag- inn. Marcel Sellier hafði ekki sagt neitt, hvorki við foreldra sína né neinn annan. Jean-Paul hafði þv{ enga ástæðu til að andmæla hon- um, né tækifæri til að gera það. — Varstu viðstaddur þegar þeir yfinheyrðu Marcel daginn eftir? — Nei. Þeir sendu eftir einum ÚTVARPIÐ Miðvikudagur 28. desember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.15 Við vinnuna. 14.4C Við. sem heima sitjum. Hersteinn Pálsson byrjar lestur sögunnar „Logans aýra* eitir ielmu Lagerlöf (1) 15.00 Mið iegisútvarp 16.00 Síðdegisút- ^varp 16.40 SÖgur og söngur. Suðrún Birnif stj þætti fyrir • yngstu hlustendurna. 17 00 Fréttir. Jólatónleikar yngstu hlustendanna. i8.0<* Tilkynnmg ar. 18.55 Dagskrá kvöldsins og veðurfregnir 19.00 Fréttir 19. 20 Tilkynningar 19 30 Daglegt mál 19.35 Maðurinn með lukt- ina Séra Páli Þorleifsson tyrr im prófastur flytui erindi. 20. 30 íslenzk tónlis* 20.20 Þioð ;íf Ólafur Ragnar Grimsson stj. bættinum. sem fjailar um leik húslíf 21.00 Fréttu og veður tregnir. 21.30 Einsöi.gur í ton -eikasal: Danska söngkonan Else Paaske syngur. 22.00 Kvöldsagan: „Jólastjarnan“ sftir Peari S. Puek 22.20 D.iass báttur. Ól. Stephensen kynnir 23-20 Dagskrárlok. Fimmtudagur 29. desember 7.00 Morgunútv. 12 00 Hádeg- sútvarp 13.15 Á frívaktinni Ey iís Eyþórsdóttir stj 14.40 Við, sem beima sitjun" 15 00 Mið degisút- varp 16.00 Síðaegis- útvarp 16.40 Tónlistartími barn anna 17.00 Fréttir Jólatónieik ar fyrir unga fólkið .18.00 Til Kynningar 18 55 Dagskrá kvölds ms og veðurfregnii 19.00 Frert •f 19.20 Tilkynningar 19.30 Dag ægt mái 19.35 Sfs* á Bausi, 20.05 Einsöngur 20.30 Ú*varps sagan: .Trúðarnir*’ Magnús Kjartanssor ritstjór les (7) 21.00 Fréttir og -'eðurfregnir 21.30 „Góuheitlar** Kristín Anni, Þórarinsdóttir leikkona les út Ijóðabók eftir Sigurð Vil ajálmsson 21.45 Mozart tón- eikai Sinfóniuhljomsveitar ís- ands í Háskólahíói 22 25 Póst lólí 12( Guðm lónsson les oréí frá hlustenduir os svarar oeim. 22.45 Píanomúsík 22 55 Fréttir i stuttu máli Að tafli Sveinn Kristinsson flytur skak oátt 23 35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.