Tíminn - 28.12.1966, Blaðsíða 14
14
TÍMINW
MIÐVIKUDAGUR 28. desember 1966
FRÉTTAÞÆTTIR ÚR HRÚTAFIRÐI
Það sem af er vetri hefur viðr-
að stirt. Umlhleypingar hafa verið
tíðir og þá þetta er ritað er jarð-
lag afleitt orðið fyrir sauðfé.
Ekki þó fyrir snjóþyngsli heldur
sökum áfreða. Þyrfti
ekki langvarandi hláku svo nóg
jörð yrði til beitar. Vegir eru
allir færir og Holtavörðuheiði hef
ur til þessa verið greiðfær. Marg-
ir munu kvíðnir fyrir, að vetur
verði harður nú í ár, enda faið
óvægilegar að en oftast áður nú
um margra ára skeið í það
minnsta. Bændur munu og ver
búnir nú að mæta hörðum vetri.
Grasspretta var hér afleit s.l.
sumar. Tún voru víða kalin í stór-
um stíl og spruttu illa þótt ekki
væri um kal að ræða. Kenna
menn um vorkuldanum svo og
hinu, að klaki stóð óvenju djúpt
í jörð sökum frostharkna á s. 1.
vetri. Nýting varð yfirleitt góð á
þeim heyjum er öfluðust enda hag
stæð heyskapartíð. Margir bænd-
ur hafa keypt hey og meira mun
nú pantað af fóðurbæti en oftast
áður. Heyfyrningar voru yfirleitt
Jitlar á s.l. vori enda vorharðindi
í algleymingi. Mun afkoma bænda
hér verða að mun lakari í ár en
umdanfarið. Vegna fóðurkaupa hef
ur verið leitað til Bjargráðasjóðs
um lán, en undirtektir þar í dauf-
ara lagi. Er borið við fjárþröng
og mikilli eftirspurn. Hver verður
niðurstaðan mun enn óráðið, en
víst er að á miklu veltur fyrir
marga að hagstæð lausn fáist. Bú-
stofninn mun heldur dragast sam-
an en þó meira breytast til sauð-
I fjárbúskapar, enda hér yfirleitt
góð sauðlönd. Munu hrútfirzkir
j bændur hafa orðið vel við kalli
I landbúnaðarráðih. um að fækka.
kúnum, en eins og kunnugt er,
taldi ráðh. að vanda offramleiðslu
mjólkur mætti leysa á þann ein- [
falda hátt að hver bóndi leiddi
eina kú úr fjósinu til slátrunar.
Urðum við Ilrútfirðingar vel og
drengilega við tilmælum Ingólfs
og skáru'm margar kýr. Ekki mun
þó þar öllu hafa ráðið hollustan
við þann heiðursmann, heldur
mun og elcki síður hafa ráðið
hinn rýri heyfengur sem fyrr er
á drepið. Á s.l. hausti var alls
slátrað hjá Kaupf. Hrútf. á Borð-
eyri 13.864 kindum. Voru dilkar
léttari nú en þeir hafa verið í
mörg ár Losuðu þeir 15 kg. að
meðaltali (15.0S kg.). Er það lið-
lega 1 kg. léttara en s.l. haust.
Þýðir þetta ei.tt eigi litla tekju-
rýrnun hjá bændum Þarf því eng
an að undra þótt þyngra verði
fyrir fæti, þegar við bætist erfitt
árferði að öðru leyti, að ógleymd-
um stjórnarfarinu, sem fer sizt
batnandi, en þar er þ.ó þess að
gæta að þar búast fæstir við neinu
góðu. En það er nú önnur saga.
! Framkvæmd) voru hér töluverð-
ar á s.l. sumri. Þrjú ný íbúðar-
I hús voru smíðum og mikið
| byggt af útihúsum einkanlega fjár
1 hús og heyhlöður, en einnig nokkr
ar vélageymslur. Hefur nú um
nokkura ára skeið verið mikið
byggt hér beggja megin 1. .ðar.
Sá er þetta ritar fór í sumar er
leið norður í Skagafjörð. Sýndist
ÞAKKARÁVÖRP
Ættingjum og vinum þakka ég af alhug gjafir og góðar
óskir á 70 ára afmæli mínu. Sömuleiðis innilegustu þakk
ir frá konu minni til allra sem heimsóttu hana og glöddu
í veikindum hennar er hún dvaldi á sjúkrahúsi um þess-
ar mundir.
Innilegustu nýárs kveðjur til ykkar allra. \
Árni Einarsson.
Beztu þakkir til allra ættingja, vina og vinnufélaga, er
tóku þátt í að gleðja mig á 60 ára afmæli mínu þann 25.
desember síðastliðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Gleðilegt nýtt ár.
Jóhannes Jónsson frá Asparvík,
Hvammsgerði 8-
Eiginmaöur minn,
Skúli Gunnlaugsson
bóndi í BræSratungu,
andaðist aS heimili sínu að kveldi 26. þ. m.
/ ValgerSur PálsdótUr.
KveSjuathöfn fóstru okkar.
Katrínar Þorvarjðardóttur
frá Stóru-Sandvík
sem lézt þ. 21. þ. m. fer fram frá Fossvogskirkiu, miSvikudaginn 28.
þ. m. kl. 15.00. Útförin fer fram ,frá Stokkseyrarkirkiu, fimmtudag
;tt verSur í heimagrafreit. BílferS
fnn 29. og hefst kl. 13.00. JarSse
verSur frá UmferSamiSstöðinni kl
verSur í heimagrafreit.
10.00, firrimtudag, stundvísléga.
Systkinin.
mér að á þeirri leið gælum við
kinnroðalaust borið okkur saman
við rómaðri sveit, hvað bygging-
ar áhrærir. Vil ég telja að við
Hrútfirðingar höfum þar að ein-
hverju leyti gjört okkar til að
minnka þann líkamslíti, er skáld-
ið Jakob Thorarsen og blaðamaö-
ur við Lesbók ykkar Tímamanna
voru svo smekklegir að telja
Hrútafjörðinn vera á fjallkon-
unni. Skal ekki lengra farið út
í þá sálma, en þetta snakk skálds-
ins um Ilrútafjörðinn í fyrr-
pefndu viðtali teljum við Ilrút-
firðingar þeim félögum báðum til
lítils sóma.
Eins og áður hefur fram komið
í Tímanum voru flestir bæir í
Staðarhr. tengdir ríkisrafveitun-
um nú nýverið. Aftur á móti eru
Bæhreppingar enn ekki orðnir náð
arinnar áðnjótandi. Er sá orðróm-
ur uppi að þar sé um að kenna
hugarfari þeirra í pólitíkinni er
vera mun valdhöfunum heldur ó-
hagstætt. Að vísu Voru tvö býli
í Bæjarhr. tengd inn á sömu linu
í vetur en víst er um það, að allt
mun enn á nokkurri huldu um
framhaldið. Þó hefur heyrzt að
Borðeyri fengi rafmagn á næsta
ári en þar er þörfin brýn í sam-
bandi við rekstur kaupfélagsins.
Flestir bændur i hreppnum hafa
komið sér upp díselstöðvum en
þær eru fyrst og fremst til ljósa.
Að vísu er mikið fengið með því
að sigrast á myrkrinu en bæði eru
stöðvar þessar ótryggar og nokk-
uð dýrar í rekstri auk þess sem
þær fúllnægja hvergi nærri raf-
orkuþörf heimilanna. Vonandi
verður þess ekki langt að bíða
að úr þessu rætist og þar með
aifsannaður fyrrrnefndur orðróm
ur um ástæðu fyrir því að ekki
hefur enn fengizt raforka frá
Ríkisrafveitunum í Bæjarhr.
Ein jörð fór í eyði hér í sveit
nú í haust. Var það Grænumýr-
artunga og hefði því vart verið
spáð fyrir einum áratug eða
tveim. Grænumýrartunga er syðst
ur bær í Strandasýslu og næst
Holtavörðuiheiði að norðan. Þar
hlaut margur göngumaður góðan
beina í þann tíð er Holtavörðu
heiði var farin fótgangandi á öll-
um árstímum og mér býr í grun
að margur- ferðalangur hefi orðið
þar næturgistingu næsta feginn.
Má raunar segja að Grænumýr-
artunga hafi orðið höfuðból um
og eftir 3. tug þessarar aldar, er
þar bjuggu hjónin Gunnar Þórðar
son og Ingveldur Bjömsdóttir.
Var rómuð rausn þeirra hjóna við
gesti og gamgandi en gisti- og
veitingastað ráku þau um skeið
þá bifreiðasamgöngur hófust milli
Norður- og Suðurlands. Gekk svo
þar til nýr akvegur var byggður
yfir Holtavörðuheiði er lá nokk-
uð frá bænum. Lagðist þá greiða-
sala bar niður að mestu. í , haust
fluttu alíarin af jörðinni Ragnar
Guðmundsson og kona hans Sig-
ríður dóttir þeirra Gunnars og
Ingveldar. Jörðir. var auglýst til á
búðar en byggðist ekki enda fýs-
ir nú fáa til búskapar. Vonandi
er þó ekki þar með lokið byggða-
sögu Grænumýrarlungu en sem
eyðibýli mun hún í margra hug
ímynd þeirrar öfug- og óheillaþró
unar sem nú á sér víða stað um
sveitir landsins.
Jónas R. Jónssooi.
ÞYFI
Framhald af bls. 1.
síðan aftur niður á Spítalastíg, þar
sem hann fann sporin aftur og
gat rakið þau inn á Grundarstíg,
suður hann, og niður Hellusund.
Á Laufásveginum missti Haraldur
aftur af sporunum, en fann þau
síðar á gatnamótum Njarðargötu
og Laufásvegar, og gat rakið þau
í kjallarann að Laufásvegi 60.
Gerði hann síðan félögum sínum í
lögreglunni viðvart, og fóru þeir
þrír saman á staðinn, litu inn um
glugga á kjallaraíbúðinni, og sáu
þá hvar nokkrir menn voru í her
berginu. Er lögreglumennirnir
kvölddu dyra varð handagangur
mikill í herberginu, og við lög-
reglumönnunum blasti heldur ó-
hrjáleg íbúð og átta Bretar, sumir
undir áhrifum áfengis ,og heldur
luralegir að sjá, með hár niður á
herðar og illa til hafðir. Gerðu
lögreglumennirnir lauslega leit í
herbreginu og fundu þá m- a. skó
með sama munstri og sporin í
snjónum.
Rannsóknarlögreglan var kvödd
á staðinn og var gerð leit í íbúð
inni, og fundust þá hlutir sem stol
ið hafði verið frá Kornelíusi á
Skólavörðustígnum. Voru hlutir
þessir faldir á við og dreif um
herbergið sem Bretarnir voru í.
Þá fundust einnig 19 karton af
sígarettum og 24 pakkar af pípu
tóbaki. Þá mun einnig hafa fund
ist töluverð upphæð af íslenzkum
peningum í bréfpoka ásamt er-
lendri mynt. Ekki er fullkannað
hve miklu var stolið á Skólavörðu
stígnum, en það var mest trúlof
unarhringar og hálsmen.
Bretarnir átta voru allir hand-
teknir í gærmorgun en tveim var
sleppt í gærkveldi, þar sem talið
var að þeir væru ekki við inn-
brotið riðnir.
í kvöld var einn af mönnunum,
en allir eru þeir um tvítugt, búinn
að játa að hafa'brotizt inn, og
tveir hafa viðurkennt að hafa
farið höndum um þýfið í kjallara
herberginu á Laufásveginum.
iMunu Bretarnir hafa verið heldur
sagnafáir við yfirheyrslurnar hjá
rannsóknarlögreglunni í dag. en
þar hefur Eggert Bjarnason rann-
sóknarlögmaður yfirheyyrt þá.
Þeir bjuggu sex saman í kjallar
anum á Laufásveginum, og eru
fjórir þeirra í gæzluvarðhaldi auk
tveggja annarra. Svo virðist sem
menn þessir hafi ekki kynnzt fyrr
en hér á landi, og þá drifið víða
að. T. d. kom einn frá Beirut í
Líbanon, annar kom frá Ástralíu
og þar fram eftir götunum. Eru
þetta greinilega menn á flækingi
eftir útlitinu og umganginum í
jíbúðinni að dæma. Einhverjir
þcirra hafa komið hingað undir
því yfirskini að þeir hafi ætlað að
kynna sér íslenzku og fiskirækt,
en við eftirgrennslan mun hafa
komið í ljós að þeir hafa ekki lagt
hönd á neitt af þessu ,heldur að-
eins komið hingað á flækingi sín
um, ekki fyrir tilviljun — heldur
vegna þess að, ísland mun vera
eitt af fáum löndum í heiminum
sem hleypir slíkum lýð, sem þess
um, inn að gafli hjá sér.
Þetta innbrot leiðir hugann að
því að alltaf er eitthvað af þjófn
uðum og innbrotum sem ekki upp
lýsast ,og er ekki úr vegi að ætla
að útlendir flækingar eigi hlut að
fleiri innbrotum en þessu. Venju
lega komast innbrot og þjófnaðir
hér upp vegna þess að hlutirnir
sem stolið er, fara í umferð, eða
þá að rannsóknarlögreglan þekkir
vinnubrögðin við innbrotin. Nú
gerist það hinsvegar að ungur og
áhugasamur lögreglumaður rekur
spor þjófanna af innbrotsstaðnum
og í íbúð sem þeir hafa á leigu,
og í íbúðinni finnast um 30 hringir
frá Komelíusi auk fleiri skart-
gripa, og hlutir sem Bretamir hafa
ekki ennþá gert grein fyrir, þ. e.
sígaretturnar og píputóbakið,
hvorttveggja greinilega stolið. Er
ekki fráleitt að ætla að þýfið hafi
þeir ætlað að selja á erlendri
grund, þar sem upruni þess yrði
ekki rakinn.
Mál þessara náunga hefur þegar
verið tekið föstum tökum hjá rann
sóknarlögreglunni,- og verður því
væntanlega fylgt vel eftir, og þá
jafnframt reyntr að komast að því
í hvaða erindum þessir rrienn og
fleiri slíkir eru að koma hingað til
landsins, en áberandi er að mikið
er af álíka flækingum í Reykja
vík, því þeir eru tíðir gestir á
veitingastofum í miðbænum.
Bretamir sem handteknir voru,
munu ekki hafa verið með atvinnu
leyfi, enda mun þess ekki krafist
í hlaupavinnu eins og þeirri sem
þeir hafa stundað hér.
34573
Dregið hefur verið í happdrætti
Krabbameinsfélagsins, og upp
kom númerið 34573, en vinning-
! urinn er Ford-bifreið, og má vitja
I hennar á skrifstoíu félagsins.
Þökkum Innilega alla samúð við andlát og jarðarför,
Þórhalls Baldvinssonar
Halldór Þórhallsson,
Þórunn Meyvantsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Óhemju úrkoma var hér- i Reykjavík aðfaranótt annarsdags jóla og á annan í jólum. Tók mikinn snjó upp, og
götur voru illfærar vegna vatnsflaumsins. Hér á myndinni aka tveir jeppabilar um hringinn á Miklatorgi,
og gengur vatnið í allar áttir út frá þeim, eins og þeiraki í stórri tjórn. (Tímamynd GE)