Alþýðublaðið - 19.01.1982, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 19.01.1982, Qupperneq 1
al wm u ÖU- L1 tlll IO 0! riðjuaagur 19. |anuar 1982 8. tbl. — 63. arg. Fiskvérð hækkar að meðaltali um 17,9% A fundi yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins i dag varð samkomulag um almennt fisk- verö, sem gildir frá 1. janúar til 28. febrúar 1982. Verðákvörðunin felur i sér að meðaltali 17.9% hækkun á fisk- veröi. Gert er ráð fyrir að oliu- gjalds á árinu 1982 verði 7%. 1 þessari meðalhækkun er með- talin sérstök hækkun á óslægöum þorski og ýsu. Þannig er hækkun á slægðum þorski 16.4% en óslægöum 23.3%. Slægö ýsa hækkar um 9.3% en óslægð um rúmlega 23%. Aðrar tegundir hækka um 15.8%. Fulltrúar fiskkaupenda gerðu svohljóðandi grein fyrir atkvæði sinu. A fimmtudag s.l. varð sam- komulag milli fulltrúa fiskkaup- enda og sjávarútvegsráðherra um tiltekna meöalhækkun fisk- verðs. Að beiöni sjávarútvegsráö-piy herra höfum við nú fallist á frek-[2. ENNÞA ALLT I HNbT Ríkisstjórnin og deilurnar um efnahagsúrræðin: — og þing kemur saman á morgun Hvorki gengur né rekur meö samsetningu á efnahagspakka ríkisstjórnarinnar. Heimildir Alþýðublaðsins innan rikis- stjórnarinnar herma, að miklar dcilur séu uppi við innan stjórnarinnar og se' ennþá langur vegur i samkomulags- grundvöll með næstu efnahags- aðgcrðir. Ekki þarf annað, en lesa mál- gögn Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins, þ.e. Timann og Þjóðviljann, til að sjá, að djúp gjá skilur að þessa samstarfsflokka. Ragnar Am- alds fjármálaráðherra hefur lagt fram i rikisstjórninni ákveðinn grundvöll að efna- hagsúrræðum, en við litlar undirtektir framsóknarmanna. Finnst þeim siðarnefndu, að hugmyndir-Ragnarsum viðnám gegn verðbólgu gangi alltof skammt og dugi litt gegn þeirri holskeflu veröbólgunnar, sem fyrirsjáanleg .er á næstu mánuðum. Ganga yfirlýsingar ráðherra rikisstjómarinnar i fjölmiðlum hver gegn annarri, eips og alþjóð hefur orðið vör við. Tiðir fundir voru i siðustu viku hjá rikisstjórninni þá einkum um fiskverðsákvörðun og gengismál, en efnahagsað- gerðirá breiðum grunni voru þá einnig til umræðu. Að sögn Magnúsar Torfa Ölafssonar blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar hafa báðar efna- hagsmálanefndirnar, þ.e. ráðherranefndin og hin sérlega efnahagsmálanefnd rikis- stjómarinnar unnið vel nú um helgina. „Málin eru hins vegar ekki komin á ákvörðunarstig,” sagði Magnús Torfi. „Það get ég fullyrt.” Sagði hann engar tima- setningar komnar á hinar margumtöluðu efnahagsráð- stafanir og hann hefði engar getgátur heyrt um það hvenær slikrar ákvörðunar væri að vænta.” Það er rikisstjórnar- fundur hjá rikisstjórninni i fyrramálið, (i dag)”, sagði Magnús Torfi Ólafsson”, en ég get engu um það spáð hvort tið- inda verði að vænta af þeim fundi.” Menn hafa bent á, að rikis- stjórnin sé nú i þann veginn að missa af lestinni, hvað varðar möguleikann til að setja um- ræddarráðstafanir fram iformi bráðabirgðalaga, þvi þing komi saman n.k. miðvikudag. Það stefni þvi allt i, að rikisstjórnin verði að keyra i gegn fmmvarp um efnahagsmál á þingi, þ.e. ef rikisstjórnin sem síik kemst þá að einhverri niðurstöðu i' málinu og getur fært það af umræðu- og deilustiginu yfir á ákvörðunar- stigið. Er jafnframt talið að mjög verði það erfitt i fram- kvæmd fyrir rikisstjórnina að ná frumvarpi um efnahags- úrræði i gegn á þingi, en eins og kunnugt erþá var ætlunin sú, að rikisst jórnin nýtti fjarveru þingsins til útgáfu bráðabirgða- laga um efnahagsráðstafanir. Vegna sundurþykkis istjórninni virðist nú sem sá möguleiki sé fyrir bý. íhaldið gagnrýnir ákvörðun um nýja viðlegu við Holtabakka: Þeir hafa sjálfir samþykkt miklar skuldbindingar hafnarsjóðs — segir Sigurður E. Guðmundsson Það er mikill tvfskinnungur sem fram kemur i málflutningi s jál fstæðism anna varðandi fjárs kuldbindingar Rcykja- víkurhafnar, sagði Sigurður E. Guðmundsson, varaborgarfull- trúi Alþýðuflokksins i viðtali við Alþýðublaðið i vikunni. Borgar- stjórn samþykkti i siðustu viku tillögu frá borgarfulltrúum Al- þýðuflokksins um, að fram- kvæmdir skyldu hefjast við nýja viðlcgu við lloltabakka árið 1982. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gagnrýndu harðlega þessa ákvörðun, en þeir telja, að með samþykktinni verði fram- kvæmdafé hafnarinnar bundið til langs tima. Sjálfstæðismenn cru alls ekki sjáifum sér sam- kvæmir i þessum málflutningi sagði Sigurður E. Guðmundsson og það sést best, ef litið er á aðrar skuldbindingar hafnar- sjóðs, sem ihaldið hefur staðið að eins og mcirihlutaflokkarnir. Sjálfstæðismenn tala mikið um miklar fjárhagsskuldbind- ingar hafnarinnar fram i tim- ann, sagði Sigurður E. Guð- mundsson, en þeir sleppa þvi að nefnaýmis óþægileg atriði, sem sýna velhnökrana á þeirra eigin málflutningi. Þar má til dæmis nefna skuldbindingar vegna kaupa á Faxaskála, þar liggja bundnar 440 milljónirgamlar af kaupverði skálans. Hann var keyptur til að leysa þann hriút, sem kominn vará skipulagsmál hafnarinnar milli Eimskips og Hafskips. Þessar skuldbind- ingar voru samþykktar af full- trúum Sjálfstæðisflokksins. sem öðrum. Annað stórt mál i þessu sam- hengi sem i'haldsmenn þegja nú um, þegar þeir tala um miklar fjárskuldbindingai-, er stór samningur sem gerður var við Björgun hf. með milligöngu Landsbankans um landfyllingu norðan Grandagarðs. Þessi samningur var samþykktur i einu hljóði enda var hann byggður á hagstæðri fyrir- greiðslu Landsbankans og framkvæmdirnar í þágu sjávar- útvegs og fiskvinnslui borginni. Um þetta þegja þeir nú, sjálf- stæðismennirnir, þegar þeir tala um skuldir hafnarsjóðs. Það gleymist li'ka æði oft að minnaáþann hnút, sem kominn var upp i samskiptum skipa- félaganna, áður en vinstri meirihlutinn tók við þessum málum, sagði Sigurður E. Guð- mundsson. Hafnarstjórn undir forystu Björgvins Guðmunds- sonar hefur nú komffi þessum málum i gott horf og hefur veitt Eimskip og Hafskip mikla fyrir- greiðslu til að leysa þessi mál. Við alþýðuflokksmenn töldum, að það bæri að stiga skrefið til fullsmeð því að veita skipadeild SIS sams konar fyrirgreiðslu. Þær framkvæmdir sem við höf- um nú lagt til, að verði hafnar á þessu ári, munu jafna þann að- stöðumun sem rikt hefur milli félaganna og örva flutninga um svæði hafnarinnar. Ég lagði áherslu á það í ræðu á borgarstjórnarfundi sagði Sigurður E. Guðmundsson, að með þessari tillögu um fram- kvæmdir við viðlegukantinn við Holtabakka væri nánast um lof- Sigurður E. Guðmundsson. orð að ræða sem hafnarstjórn hafði á sinum tima gefið um, að þessar framkvæmdir yrðu settar á áætlun árið 1982. 1 öðru lagi hafði meirihuti hafnar- stjórnar ekki gert ráð fyrir út- gjaldaaukningu i þessu skyni nema upp á 2.5 milj. kr, vegna þess að tæknivinnan væri i öllu falli tveggja ára framkvæmd. 1 þriðja lagi hafði hafnarstjóm álitið nauðsynlegt að f á lán á ár- inu að upphæð 6 milj. kr. til margvislegra annarra fram- kvæmda. Þegar þetta lá fyrir ásamt vitneskju um útvegun hagstæðs láns frá City Bank i London, sem að vitað var að gat verið afborgunarlaust fyrstu fjögur árin, fannst meirihlut- anum réttað setja þetta af stað. Fyrir þvf liggja einnig veiga- miklar aðrar ástæður, eins og ég hef áður tekið fram, sagði Sigurður E. Guðmundsson að lokum. Ályktun 6 verkalýðsfélaga á Sauðárkróki um Blöndu: Virkjun Blöndu verður veikburða atvinnulífi mikill styrkur Sameiginlegur fundur stjórna 6 vcrkalýðsfélaga á Sauðárkróki og við Skagaf jörð álykta eftirfarandi uin Blönduvirkjun: Fundurinn lýsir áhyggjum sin- um yfir þvi hver dráttur hefir orðið á endanlegri ákvörðun stjórnvalda um virkjun Blöndu. Bendir fundurinn á lágar tekjur ibúa Norðurlands vestra og að ýmsir þættir atvinnulifsins eru veikir og tæknileg þróun þess hægfara, miðað við það sem ann- arsstaðar gerist. Er þvi ljóst að stórframkvæmd sem virkjun Blöndu muni verða veikburða at- vinnulifisvæðisins mikillstyrkur. Jafnhliða virkjunarf ram- kvæmdum þarf að hefja öflugt átak til uppbyggingar atvinnu- Ufsins og fyrirtækja sem m.a. byggja sina tilveru á raforku. Fundurinn telur, að miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja um virkjunartilhögun við Blöndu beri að fara eftir svokallaðri tilhögun I, að fengnu skynsam- legu samkomulagi við landeig- endur um bætur vegna þess lands sem fer undir vatn i fyrirhuguðu miðlunarlóni. Fundurinn telur rangt að tala um eyðileggingu á þvi' landi sem undir miðlunarlónið fer, heldur verði um að ræða aðra nýtingu þess, sem komi ibúum kjördæm- isinsog þjóðarheildinni ekki siður að notum. Fundurinn harmar þær deilur sem uppi eru um virkjunartilhög- un og telur, að náist ekki sam- komulag eigi stjórnvöld að tryggja með nauðsynlegum að- .gerðum, að andstaða einhvers hluta landeigenda komiekki iveg fyrir framkvæmdir. Stjórnir eftirtalinna verkalýðs- félaga standa að þessari ályktun: Verkamannafélagsins öldunnar, Sauðárkróki Verkalýðsfclagsins Fram, Hofs- ósi Verkamannafélagsins Fram, Sauðárkróki Iðnsveinafélags Skagafjarðar Verslunarmannafélags Skaga- fjarðar Vörubilstjórafélags Skagaf jarðar. Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík: Utlit fyrir ellefu framboð Talið er öruggt að a.m.k. ellcfu menn og konur muni gefa kost á sér i prófkjöri Alþýðu- flokksins iReykjavik, sem fram fcr inæsta mánuði, þ.e. 13 og 14. fcbrúar. Framboðsfrestur rcnnur út miðvikudaginn 20. janúar, en Alþýðublaðið hefur árciðanlcgar upplýsingar um þá aðila. scm munu taka þátt i prófkjörinu. Þeir sem eru með i prófkjör- inu eru eftirtaldir, eftir þvisem Alþýðublaðið kemst næst: Bjarni P. Magnússon, Sigurður Guðmundsson, Snorri Guðmundsson, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, Guðriöur Þorsteinsdóttir, Asta Benediktsdóttir, Skjöldur Þorgrimsson, Guðmundur Haraldsson, Grétar Simonar- son, Marius Sveinsson Bragi Jósepsson og Jón Hjálmarsson. Ekki liggur ennþá fyrir, i hvaða sæti þessir frambjóð- endur bjóða sig fram i, en kosið verður um sex sæö á lista flokksins fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar. Prófkjörið er bindandief frambjöðandi fær 1/5 kjörfylgi Alþýðuflokksins i siðustu reglulegu kosningum i Reykjavik. Frambjóðendur ráða þvi hve ofarlega þeir skipa sér á prófkjörslistanum, en eru sjálfkrafa i framboði til alira sæta fyrir neðan. Þannig eru þeirsem bjóða sig fram i 1. sæti listans, jafnframt i framboði til allra hinna fimm sætanna, sem kosið verður um. Alþýðublaðið mun greina nákvæmar frá framboðsmálum þegar frestur til framboðs er út- runninn. Prófkjörið i Hafnarfirði: Sjö keppa um fjögur efstu sætin Sjö einstaklingar hafa gefiö kost á sér i prófkjöri Alþýðu- flokksins i Hafnarfirði, að sögn Hrafnkels Asgcirssonar for- manns kjörstjórnar. Framboðs- frcstur rann út á miðnætti s.l. sunnudags. en kosið verður um fjögur efstu sætin á lista flokks- ins i bæ jarstjórnarkosningunum i mai. Hrafnkell sagði að eftirtalin framboð hefðu borist: Höröur Zóphaníasson skólastjóri og Guðmundur ArniStefánsson rit- stjórnarfulltrúi gefa kost á sér i öll sætin fjögur. Grétar Þor- leifsson formaður félags bygg- ingarmanna, Maria Asgeirs- dóttir lyfjafræðingur, Jóna Guð- jónsdóttir skrifstofumaður, Eyjólfur Sæmundsson efna- verkfræðingur og Bragi Guö- mundsson læknir gefa kost á sér i 2. til 4. sæti listans. Prófkjörið i Hafnarfirði fer fram dagana 6. og 7. febrúar næstkomandi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.