Alþýðublaðið - 24.04.1982, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 24.04.1982, Blaðsíða 8
alþýöu blaðið Laugardagur 24. apríl 1982 Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. *, Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóriogábm. Jón Baidvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guömundur Arni Stefánsson. Blaöamaöur: Þráinn Hallgrimsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigriöur Guðmundsdóttir. Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 Amnesty International: Fjöldi fanga pyntaður til að játa þátttöku í hryðjuverkum Amnesty International hcfur lýst þungum áhyggjum af á- standinu I tyrkneskum fangels- um. t nýlegri tilkynningu sam- takanna segir aö samtökunum hafi borist nýjar skýrslur um pyntingar og dauöa fanga, sem I haldihafa veriö af stjórnmálaá- stæöum. Þeir fangar sem taidir eru hafa látist i fangelsum þar i landi eru nii komnir yfir 70 aö mati samtakanna. Samtökin hafa hvatt tyrknesk yfirvöld til aö láta rannsaka dauöa Bahadir Dumanli, sem lét lifiö þann 3. janúar 1982 og mágs hans, Ataman Ince, sem lést þann 26. október 1981 I Istanbúl. Mannréttindasamtökin hafa hvaö eftir annaö reynt aö fá tyrknesk yfirvöld til að stööva pyntingar i tyrkneskum fang- eisum, þar sem samtökunum hafa boristóyggjandi lýsingará alls konar pyntingaraöferöum, sem notaðar eru i fangelsum þar i landi. Þar á meöal má nefna hvers konar hrottaskap, barsmiöar, raflost, kynferðis- legt ofbeldi ásamt ýmsum öör- um meöulum, svo sem „kross- festingunni” — þar sem fangarnir eru látnir hanga úr krossi I loftinu, áöur en raflosti er beitt. Bahadir Dumanli var kennari að mennt og hann var handtek- inn ásamt konu sinni Ayatin þ. 29. október 1981, þremur dögum eftir aö bróöir hennar, Ataman Ince hafði látist i varöhaldi. Yfirvöld neituöu aö láta fjöl- skyldunni eftir lik Atamans til greftrunar. Frú Ayatin Dumanli var látin laus snemma i desem- ber. Bahadir Ðumanli var flutttur úr fangelsi i sjúkrahús, þar sem hann lést. Mannrettindasamtökin hafa haldið þvi fram, að yfirvöld I Tyrklandi gefi samtökunum ekki fullnægjandi svör. Þannig hafa yfirviid aöeins svaraö til um 54 af 64 tilfellum sem sam- tökin hafa leitaö upplýsinga um. Tvisvar segja yfirvöld að lög- reglumenn hafi verið sendir i fangelsi fjrir aö „valda dauöa fanga”. Rettarhöld standa yfir i 11 öðrum málum og rannsókn stendur yfir i 14 málum. eftir þvi sem embættismenn segja. Af öðrum málum sem leitaö hefur veriö upplýsinga um, „Núna er ég í Balikes- ir-f angelsinu. Fætur mínir, hendur, og hand- leggir eru bólgnir vegna pyntinganna. Konur eru pyntaðar á sama hátt og karlar. Dauðinner betri. Glæpur minn er að vera í félagi í verkalýðssam- bandinu . KISK." Hluti af orðsendingu Suleyman Kirteke, starfsmanni verkalýðs- félags, sem handtekinn var i janúar 1981. segja yfirvöld aö engin þörf sé á lögsókn i 15. Amnesty International hefur iýst þvi yfir, aö samtökin fagni þvi, ef yfirvöld vilji láta rann- saka þessi mál, en þau leggja á það þunga áherslu að enn berist fregnir af pyntingum i landinu, sem viröast unnar kerfisbundiö og vera allviötækar. Tyrknesk yfirvöld sögðu I nóvember á siöasta ári, aö 30.000' manns væru i haldi vegna stjórnmálaástæöna þar með taldir þeir, sem sakfelldir hafa verið svo og fangar sem biða réttarhalda, en hafa ekki verið bornir sökum enn sem komiö er. Amnesty international hefur einmitt lagt á þaö áherslu, að nauösynlegt sé aö vernda mannréttindi þeirra fanga, sem i haldi eru án þess að þeir hafi veriö bornir ákveönum sökum. Nú má halda mönnum i' 45 daga án þess aö formleg kæra komi fram, en á siöasta hausti var þetta timabilstytt úr 90 dögum i 45. A þessum tima má enginn úr fjölskyldu viðkomandi hafa við hann samband og hann hefur ekki rétt til aö leita ráöa lög- fræöings, eftir þvi sem heimild- ir Amnesty international segja. Fjöldi fanga hefur lýst þvi, hvernig þeir voru neyddir til aö játa aö þeir heföu tekiö þátt I hryöjuverkastarfsemi. AM/Þ Flokksþing jafnaðarmanna i Þýskalandi Schmidt styrkir stöðu sína Þeir sem haröast hafa gagn- rýnt Helmut Schmidt kanslara V-Þjóöverja innan Jafnaöar- mannaflokksins þýska uröu aö láta i minni pokann á flokks- þingi þeirra Jafnaöarmanna, sem Iauk f gær I Miinchen. AUar meirháttar stefnuyfirlýsingar kanslarans, svo sem stefnan I öryggis og varnarmálum, orku- málum og umhverfismálum voru samþykktar meö yfirgnæf- andi meirihluta fulltriia, sem voru hátt á fimmta hundraö á flokksþinginu. Þingiö stóö i fimm daga og skilur ekki eftir sig neinn klofning i rööum jafn- aöarmanna eins og pólitískir andstæðingar þeirra höföu þó vænst. Þvert á mótí má halda þvi fram fullum fetum, að flokks- þingiö hafi orðiö til aö hreinsa andrúmsloftið og styrkja flokk- inn inn á viö. Það uppgjör, sem margir höföu beöið eftir varð að engu, eftir að menn höföu hlýtt á ræðu kanslarans. Augljóst var að kanslarinn leitaði eftir ein- ingu um stefnu si'na i flokknum, án þess þó aö slá beinlinis á kröfurýmissa þeirra, sem harð- ast hafa gagnrýnt hann upp á siökastið. Hann hvatti flokks- menn, einnig þá sem gagnrýnt hafa forystuna, til samvinnu, en þar má nefna sérstaklega tals- menn friðarhreyfingarinnar, umhverfisverndarmenn og kvennahreyfingu innan jafnað- armannaflokksins. Aðeins tvisvar I ræöu sinni gagnrýndi hann andstæðinga sina i flokkn- um. Erhard Eppler, sem einna haröast hefur gengið fram i gagnrýninniá Schmidt, var ekki siður sáttfús I ræöu sinni á þing- inu. Án þess að slá af kröfum umhverfisverndarmanna, og þeirra manna i flokknum, sem vilja beita sér fyrir nýrri varn- arstefnu, talaöi hann einnig um nauðsyn samstööu innan jafn- aðarmannaflokksins. Og ræða Willie Brandts á mánudag s.l. varð ekki sist til þess aö lægja eldaófriðar, sem menn hafa tal- iö aö mundu kvikna fyrir alvöru á flokksþinginu. Sigur Schmidts fellst ekki sist i þvi aö þingið studdi stefnu hans og Nato i eldflaugamálinu, sem byggist á þvi aö Rússar veröi hvattir I samningaviðræö- um viö Bandarikjamenn til að draga úr vigbúnaði i Evrópu- hluta Sovétrikjanna. Frestað varaö taka endanlega ákvöröun um uppsetningu Cruise og Pershing II flaugunum þar til I loka næsta árs. Einnig hlaut Schmidt stuöning i orkumála- stefnu sinni, þar sem þeim möguleika var ekki hafnað aö auka enn nýtingu kjarnorkunn- ar i landinu. Greinilegt var á ráöstefnunni aö Helmut Schmidt haföi lagt stefnu sina I ýmsum grundvall- armálum undir. Hann lagði þunga áherslu á stefnu sina i varnarmálum, sagði aö undan- sláttur gagnvart stefnu Sovét- e 03 3 S- * 3 e+ (V CL 2* 3 — c ©* 7? Vi & 3 p 3 C* o: w S=*T3 C *rs 3 “ 3 g. S- EST < 3 » o: m 5 c 3 stjórnarinnar mundi sigla öllum samningum stórveldanna um samdrátt i kjarnorkuvopna- framleiöslu I strand. „Flokks- þingiö veit hve mikilvægt mál ég tel hér á feröinni”, sagöi hann. Enginn hinna 440 fulltrúa efaöist um, aö Schmidt kanslari óskaði i þessu máli eftir fullum stuðningi flokksmanna, enda kom á daginn, aö stefna hans i öryggismálum naut fylgis meg- inþorra fundarmanna. Flokksþingiö hefur vakiö feiknaathygli viða um heim og hafa fulltrúar bræðraflokka flykksttil Munchen. Um það bil 3000 gestir sitja þingiö, þar á meðal nokkrir forystumenn jafnaðarmanna á Norðurlönd- um. Guðjón Högnason, Malmö skrifar: Hver er réttur annarra búsettir eru erlendis í Greinarkorn um kosningarétt Fyrir nokkru siðan var gestur á ferð frá íslandi, hér við Eyr- arsund. Boðaði hann á sinn fund námsmenn i Kaupmannahöfn og Lundi, þvi hann hafði góðar fréttir þeim að segja. Ekki fengu aðrir að vita um þessa samkomu, þó vel mætti hann vita að flestum Islendingum er forvitni á að sjá og heyra svo frægan mann, nýkominn frá Islandsströndum. Þófór það svo að þetta fréttist manna á milli, og einn af oss sauðsvörtum almúganum, laumaðist i skjóli myrkurs inn á þessa samkomu. Það kom i ljós að þessi sóma- maður hafði góðar fréttir að flytja námsmönnum og læknum búsettum á norðurlöndum. Það höfðu verið gerðar breytingar á kosningarlögum á tslandi, þannig að nú skyldi vera auðveldara fyrir þessa fyrr- nefndu hópa fólks að nota sinn kosningarétt. Við sem erum ekki svo láns- söm að tilheyra þessum hópi óskum þessu fólki til hamingju og teljum að lögin séu spor i rétta átt. Þessar breytingar eru þó svo ófullnægjandi og óréttlátar að furðu gegnir, og minnir mann helst á kosninga- lög, sem notuð voru fyrir hundrað árum, þegar kosninga- réttur fór eftir auði og met- orðum. En námsfólki og lækn- um er þetta sannarlega ekki of gott, en Guð má vita hvers vegna bara læknum, þvi jafnvel aðrar stéttir menntamanna eru búsettir á norðurlöndum, lengri eða skemmri tfma, til þess aö bæta þekkingu sina og læra nýjungar. Hvergi i þessum nýju lögum er minnst á stærsta hóp Islendinga sem hefur hrakist frá föðurlandi sinu, vegna húsnæðisleysis eða atvinnu- leysis og þannig bein afleiðing Islendinga, sem stuttan tíma? af úrræðaleysi og ódugnaði o.s.frv. Þegar þetta fólk stofnar heimili i nýju landi, sem er mjög kostnaðarsamt, missir það, þegar i stað sin grund- vallar mannréttindi þ.e.a.s. kosningarétt og kjörgengi i sinu ættarlandi. Þetta fólk hlýtur sömu meðferð i islenskum lögum, sem stór afbrotamenn, og hefur mörgum okkar þótt það þung hegning. Eða eru islenskir stjórnmálamenn ef til vill hræddir við að þetta fólk, myndi ekki kjósa þá aftur ef það hefði kosningarétt i sinu heimalandi. Sá ótti er ef til vill ekki ástæðulaus. tslendingar hafa alloft fengið sinar fyrirmyndir frá frænd- þjóðunum á noröulöndum, I ýmsum málum, sumt hefur reynst vel, annað illa. 1 Sviþjóð þar sem þetta er skrifað hafa allir sænskir rikisborgarar kosningarétt i sinu heimalandi, og breytir þá engu hve lengi þeir hafa verið búsettir erlendis, eða hvar þeir búa. En i þessu máli eins og i öllu öðru er hægt að finna meðalveg. Allir Islend- ingar sem flytja erlendis ætla sér einhverntima að flytja heim aftur. Við höfum sterka þjóðerniskennd Það sama gildir um þá, sem flytja til norðurlanda, allir ætla sér heim aftur og flestir gera það lika, þegar þeim hefur vaxið fiskur um hrygg, jafnvel þó að rikis- valdið i ættarlandinu hafi ekkert iÞ íslendingafélagið í Malmö og nágrenni: Kosningaréttur aðeins til forréttindahópa Aðalfundur Islendingafélags- ins i Malmö og nágrenni (IMON) haldinn að Regements- gatan 14iMalmö i Sviþjóð, þann 28. mars 1982 vill lýsa óánægju sinni yfir þeim breytingum sem nýlega hafa verið gerðar á lögum um rétt fólks sem er búsett á norðurlöndum, til bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inga. Fundurinn telur að þessar breytingar séu mjög óréttlátar, þar sem ákveðnir hópar fólks fá viss forréttindi, i þessu tilfelli námsfólk og læknar i fram- haldsnámi. Eðlileg og sanngjörn lausn á þessumálier að ályti fundarins að allir islenskir ríkisborgarar, sem eru búsettir erlendis fái að halda kosningarétti sinum i að minnsta kosti 4 ár eftir brott- flutning frá íslandi. (t tslendingafélaginu eru 440meðlimir)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.