Alþýðublaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 1
Fimmtudaguró. maí 1982 66. tbl. 63. árg.
Aukið sjálfsforræði og sjálfstæði sveitarfélaga
Staðbundið héraðsútvarp. Þjóðareign á landi
Allt eru þetta mál, sem þingmenn Alþýðuflokksins hafa barist fyrir á Alþingi nú
i vetur og eru til hagsbóta fyrir bæjar- og sveitarfélög um allt land
STEFNA ALÞÝÐUFLOKKSINS ER SKÝR OG GREINILEG.
M.A. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ALÞÝÐUFLOKKINN
Borgarmál:
Valddreifing og
lýðræði grund-
völlur Alþýðu-
flokksins
Hvernig eru stjórnmála-
flokkarnir i Reykjavik upp-
byggöir? Hverjar eru þær lýö-
ræöisheföir, sem þeir byggja á?
Hver eru völd almennra flokks-
manna og stuöningsmanna til
áhrifa áákvaröanir stjórnmála-
flokkanna? Hvernig er vaiiö á
framboöslista fiokkanna?
Svör viö ofangreindum spurn-
ingum segja æöi mikiö um innsta
eöli stjórnmálaflokkanna. Þau
segja fólki þaö, hvernig flokk-
arnir skipa sinum málum inn á
viö, en lýsa þvi jafnframt, hvaöa
aöferöum þessir flokkar beita i
sinni stjórnmálabaráttu og viö
stjórn borgarinnar.
Alþýöuflokkurinn hefur fast-
mótaöar og skýrar linur hvaö
varöar dreifingu valdsins. Þar er
grunntónninn sá, aö völdum og
áhrifum skal dreifa til sem
flestra. öll uppbygging Alþýöu-
flokksins er þannig I stíl viö al-
mennar lýöræöisheföir og skoö-
anir jafnaöarmanna á valddreif-
ingu. Og ekki aðeins þaö, aö
svona eigi skipulagiö aö vera i
flokknum, heidur ganga málin
fyrir sig á þann hátt i Aiþýöu-
flokknum.Þaö gætu aörir flokkar
tekið sér til fyrirmyndar —
flokkar sem dásama lýöræðiö i
tima og ótima, en iöka siöan
annaö. Þar fara ekki saman orö
og gjöröir.
Dæmin tala
1 þessu sambandi nægir aö
benda á mismunandi aöferðir
f.okkanna til aö velja fólk á
framboöslistana hér I Reykjavik.
Alþýöuflokkurinn einn flokka viö-
haföi opiö prófkjör — opiö flokks-
mönnum og stuöningsmönnum
flokksins — þegar valiö var fólk
til aö skipa efstu sætin á lista
flokksins.
En hvernig höföu hinir
flokkarnir þaö? Sjálfstæöis-
flokkurinn lokaði prófkjöri sinu af
ótta viö Albert og lokaöi þarmeö
úti áhrif þúsunda fyrrum kjós-
enda flokksins á listaskipan. Þar
var lýðræöinu troöiö undir teppi
af ótta viö „óæskilegar” skoöanir
almennra stuöningsmanna.
Framsókn lét fara fram lokaö
prófkjör helstu stuðningsmanna
— lokaö prófkjör sem snerist upp
Siguröur E. Guömundsson,borg-
arfulltrúi Aiþýöuflokksins og efsti
maöur á lista flokksins. Hann var
valinn I þaö sæti i opnu prófkjöri
Alþýðuflokksins, á meöan Davfö
Oddsson, Sigurjón Pétursson,
Kristján Benediktsson og Guörún
Jónsdóttir voru sett til forsætis á
hinum framboöslistunum meö
þrýstingi, klækjum, klikuskap og
einræöi fámennra valdaklikna,
enda er megn óánægja meö fram-
boðstista klikuflokkanna meöal
fyrri kjósenda þeirra.
ifarsa. Þar skrifuöu menn sig inn
í flokkinn til þess aö fá aö kjósa,
en sögöu sig siöan úr honum dag-
inn eftir. Og útkoman úr próf-
kjöfinu olli deilum og það ekki
litlihn. Framsóknarklikan vat
ekki sátt viö niöurstööuna og þvi
var öllum niöurstööunum snar-
snúiö og sagt aö lokaða prófkjöriö
heföi veriö grin og ómark.
Alþýöubandalagið fékk nokkur
hundruö manna hóp sauötryggra
flokksmanna til aö taka þátt i eiri-
hverju málamyndaforvali, þar
sem úrslitin höföu veriö ákveðin
fyrirfram. Og hinir sauötryggu
völdu náttúrlega i samræmi viö
þær linur, sem Svavar, Sigurjón
og Adda Bára höföu lagt. Bak-
herbergjalýöræöiö'i fullum gangi
hjá Alþýöubandalaginu eins og
fyrri daginn, enda Einar Olgeirs-
son og gömlu hetjur kommúnist-
anna ekki á heiöursstóli Alþýöu-
bandalagsins fyrir ekki neitt.
Hinir ungu læra auövitaö af aö-
feröum frumherjanna og láta
ekki lýöræöishugsjónir og vald-
dreifingarhugmyndir þvælast
iyrir. Sparka þeim einfaldlega út
I hórn, þegar þess þarf meö. Og
þarna var þaö gert.
Kvennaframboöið féll I hinn
sama klíkufarveg og Kröflu-
flokkarnir. Þar tók háskólaelitan
öll völd og plantaði sér i efstu
sætin. Náttúrlega fékk helmingur
kjósenda — karlmenn — ekki aö
tjá sig um máliö og aöeins fáeinar
útvaldar konur — meö próf-
skirteini frá Háskólanum upp á
vasann — voru allsráðandi.
Þetta er munurinn
Þetta er i stuttu máli munur-
inn á lýöræöisvenjum Alþýöu-
flokksins og hinna flokkanna i
Reykjavik. Þetta er munurinn á
jafnaðarmönnum og aftur Ihaldi,
klikuframboöum og kommúnist-
um.
Þaö liggur þvi ljóst fyrir hvar
almennir borgarbúar geta haft
áhrif á stefnu og ákvarðanir, án
þess aö þurfa aö vera I „æösta
ráöinu”. Þar er Alþýðuflokkurinn
eini opni,lýöræöislegi valddreif-
ingarflokkurinn, sem völ er á.
Jóhanna Egils-
dóttir látin
Jóhanna Egiisdóttir er látin.
Hún lést ab heimili sinu aö
Lynghaga 10, um kl. 9 i gær-
morgun.
Jóhanna var fædd aö Hörgs-
landskoti á Siöu i V-Skafta-
fellssýsiu 25. nóvember 1881
og var þvi á 101. æviári.
Jóhanna á sér langa og lit-
rika sögu innan islenskrar al-
þýöuhreyfingar. Hún gekk
snemma i Alþýöuflokkinn og
starfaöi undir merkjum hans
alla tiö. Hún var i miðstjórn
flokksins, bæjarfulltrúi i
Reykjavik frá 1934—38 og
varabæjarfulltrúi oft siöar. A
þingi sat hún sem varamaöur
1958 og gegndi fjölmörgum
öörum trúnaöarstörfum fyrir
flokkinn og stofnanir hans. Jó-
hanna var heiöursfélagi i fjöl-
mörgum félagssamtökum.
Jóhanna tók virkan þátt i
verkalýös-og kvenréttinda-
baráttu. 1 nærfellt 30 ár var
hún formaður verkakvenna-
félagins Framsóknar i
Reykjavik og varaformaöur
Kvenréttindafélags islands
Framhald á 3. siöu.
Hið íslenska kennarafélag mótmælir harðlega
niðurstöðum Kjardóms:_________
VILJA AÐ KJARADÓMUR
FARI AÐ LÖGUM
— en fari ekki alfarið eftir
vilja vinnuveitenda
Yfirlýsing frá stjórn
Starfsmannafélags B.Ú.R.
„Harmar
umfjöllun um
launamál”
Stjórn St. B.Ú.R. harmar þá
umfjöllun, sem átt hefur sér
staö um Iaunamál hjá B.ú.R.
Máliö hefur veriö blásiö upp
og málatilbúningur einkennst
af kosningaskjálfta og æs-
ingarskrifum einstakra
manna, sem sprottin viröast-
af persónulegum rótum en
ekki málefnalegum.
Forráðamenn B.Ú.R. veittu
þeim starfsmönnum, sem eru
i starfsmannafélagi Reykj-
vikurborgar kaupauka, og fá
nú bágt fyrir. En það er langt
frá þvi að kaupaukakerfi hafi
bara tiðkast hjá B.Ú.R. Þau
fyrirfinnast i mörgum öðrum
borgarstofnunum i einni eða
annarri mynd, þó að slikt
verði sennilega ekki viður-
kennt alls staðar.
Þegar þessi kaupauki
kom til framkvæmda, var
ástandið þannig á skrifstofu
B.Ú.R. að fólk var að hætta
vegna launanna og ekki fékkst
fólk i þau störf, sem voru laus,
vegna þess að annars staðar
buðust betri laun.
I fiskiðjuveri B.Ú.R.,eins og
annars staðar á landinu, eru
öll störf i bónus og þessa dag-
ana er að koma bónus i öðrum
vinnslustöðvum B.Ú.R. Störf
þau, sem tengjast bónusstörf-
um, verða óhjákvæmilega
fyrir auknu álagi og þvi ekki
óeölilegt aö þar sé komiö á
kaupaukakerfi lika.
Enn eitt félagiö I Bandalagi
starfsmanna rikis og bæja hefur
nú mótmælt harðlega niöur-
stööum kjaradóms um sér-
kjarasamninga hinna ýmsu
félaga. Nú hafa kennarar — Hiö
islenska kennarafélag — mót-
mælt kjaradómi sem gekk 1.
april s.l. um sérkjarasamning
HIK.
Segir I fréttatilkynningu
félagsins að kjaradómi beri
samkvæmt lögum aö taka tillit
til launa fyrir sambærileg störf
á almennum vinnumarkaöi.
Hins vegar hafi kjör kennara
bersýnilega rýrnaö verulega á
undanförnum árum miðaö viö
stéttir meö sambærilega
menntun og ábyrgð. Þrátt fyrir
þessa staöreynd og fleiri, hunsi
kjaradómur gjörsamlega allar
kröfur félagsins.
Siöan segir:
Þess i staö dæmir kjaradómur
félaginu nýjan kjarasamning
til tveggja ára, þar sem ein-
göngu er tekiö tillit til krafna
vinnuveitenda, sem miöast viö
samning hans til nokkurra
mánaöa viö annaö félag.
Af dómnum er ekki ljóst aö
dómendur hafi fariö yfir þau
gögn sem félagiö setti I hendur
honum, t.d. leiðréttir hann ekki
prentvillur i eldri samningi,
sem þó er bent á I málskjölum.
Dómurinn gengur svo langt I
aö fara blint eftir kröfum vinnu-
veitanda, aö i viökvæmu deilu-
máli, sem fjallaö hefur verið
mikiö um undanfariö, kjör
öldungadeildarkennara, dæmir
hann félögum HtK milli 20 og
30% kjararýrnun frá þeim
samningi sem i gildi er.
Það er lágmarkskrafa sem
þegnar i lýöræöisriki veröa aö
gera til lögskipaöra dómstóla aö
þeir fari eftir þeim lögum sem
um þá eru settir og kynni sér
vandlega málsgögn og dæmi á
grundvelli þeirra, en fari ekki
alfariö eftir vilja annars máls-
aöila. Þaö verður ekki séö aö i
framtiöinni sé ástæöa til aö búa
gögn sérstaklega i hendur dóm-
stóli sem viðhefur vinnubrögö af
þessu tagi,” segir aö lokum i
fréttatilkynningu islenska
kennarafélagsins.
Magnús H. Magnússon:
Kísiljárn-
málið alls
ekki nógu
vel
undirbúið
„Ég legg áherslu á þaö aö
þctta stjórnarfrumvarp um kis-
ilmálmverksmiðju er alls ckki
að m inu mati nógu vel undirbúið
til þess að hægt sé að taka end-
anlega afstöðu til byggingar
verksmiðjunnar á Reyðarfirði,”
sagði Magnús H. Magnússon i
viðtali við Alþýðubiaðið I gær.
„Við viljum halda öllum undir-
búningi málsins áfram af fuil-
um krafti, en ekki skuldbinda
rikið til að taka þátt I þessum
rekstri án þess að vita nánar um
fjölmörg atriði er snerta þennan
stóriðjurekstur”, sagði hann.
Magnús H. Magnússon stóð ekki
að tillögu hinna flokkanna á
þingi um stofnun undirbúnings-
félags, heldur viil hann að þing-
kjörin undirbúningsstjórn ann-
ist allan undirbúning málsins,
sem hann telur enn allt of óljóst
til að unnt sé að gangast fyrir
formlegri félagsstofnun um
rekstur verksmiðjunnar.
„Við alþýðuflokksmenn vilj-
um halda öllum undirbúningi
áfram,” sagöi Magnús H.
Magnússon. „En það er ljóst að
fjölmargir endar eru lausir eins
og málið horfir viö nú. Tima-
setningu byrjunarframkvæmda
þarf að kanna og undirbúa
gaumgæfilega. Stóriðjurekstur
af þessu tagi er i lægð um þessar
mundir. Um staðsetningu er það
að segja, að við alþýðuflokks-
menn teljum það réttlætanlegt
að koma þessum rekstri upp á
Reyðarfirði, þó að það kosti eitt-
hvað meira en annars staðar.
Hins vegar viljum við vita hvað
það kostar. Engar áætlanir eru
til um fjármögnun verksmiðj-
unnar. Markaðsmál eru óljós.
Engar ákvarðanir hafa verið
teknar um tæknisamvinnu og
þannig mætti lengi telja. Niður-
staða okkar var þvi sú, að allt
þetta mál ætti að skoða miklu
betur, áður en farið er að skuld-
binda rikissjóð tii þess að taka
þátt i stofnun og rekstri verk-
smiöjunnar.
Þetta þýðir ekki það að við
viljum á nokkurn hátt tefja fyrir
framgangi þessa máls. Við vilj-
um halda undirbúningi áfram af
fullum krafti, en hafa vaðið fyr-
ir neðan okkur, þvi þarna er um
geysimiklar ákvarðanir að
tefla”, sagði hann að lokum.