Alþýðublaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. mai 1982 ------------RITSTJÚRNARGREIN--------------- Að hanna skoðanir Hrakspár Dagblaðsins um fylgi Alþýðuflokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík geta orðiðtil þess að fæla kjósendur frá því að fylgja sannfæringu sinni. Meirihluti þeirra kjósenda sem lýsa sig óákveðna, en neita ekki að svara, eru andvigir vaida- einokun Sjálfstæðisflokksins. Alþýðuflokkurinn hefur jafnan reynzt f lygisdrjúgur meðal þeirra, sem telja sig ekki bundna á flokksklafa ævilangt, heldur taka afstöðu eftir mönnum og málefnum hverju sinni. Hrakspár Dagblaðsins kynnu að fæla þessa kjósendur f rá stuðningi við Alþýðuf lokkinn, i blóra við sannfær- ingu þeirra. En er eitthvert mark takandi á þessum hrakspám? Hver er dómur reynslunnar? • Sjálfstæðismenn hafa áður unnið hverjar kosn- ingarnar á fætur öðrum, skv. skoðanakönnunum — fyrir kjördag. Til þess eins að tapa þeim, þegar at- kvæðin hafa endanlega verið talin upp úr kjörköss- unum. • I seinustu viku fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1978 spáði Vísir Sjálfstæðisflokknum svipuðu fylgi og D og V gerir nú. Á forsíðu Vísis fékk Sjálfstæðisflokkurinn 10 af 15 borgarfulltrúum fyrir kosningar. • Að kosningum loknum reyndust borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vera 7 talsins og valdaeinokun Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík í hálfa öld var þar með úr sögunni. • Tíu dögum fyrir Aðventukosningarnar 1979 spáði Dagblaðið því, að Alþýðuflokkurinn fengi rúmlega 11% atkvæða og að f lokkurinn hefði þar með tapað öðrum hverjum fylgismanni frá 1978. Að kosningum loknum reyndist fylgi Alþýðuf lokksins vera tæp 18%, eða um 50% meira en Dbl. spáði. Dómur reynslunnar er því ótvíræður. Sjálfstæðis- menn hafa reynzt duglegir við að vinna kosningar fyrir f ram, og að sama skapi lagnir við að tapa þeim á kjördegi. Hrakspárnar um fylgi Alþýðuflokksins hafa heldur ekki staðizt. Það er þvf með öllu ástæðulaust fyrir jafnaðarmenn, og þá sem hafa hugsað sér að veita þeim brautargengi, að láta ómarktækar skoð- anakannanir hræða sig frá því að fylgja sannfæringu sinni. Leiðarahöfundur Dagblaðsins sjálfs viður- kennir, að skoðanakönnun, þar sem tæpur helmingur úrtaksins neitar að taka afstöðu eða að svara, hefur ekkert forsagnargildi og getur ekki talizt kosninga- spá. Þótt niðurstöðurnar séu þannig ómarktækar og villandi, er vitað af reynslu, að þær eru skoðanaleið- andi. Þess vegna mundi engin hlutlæg rannsóknar- stofnun, sem vönd væri að virðingu sinni, birta jafn ómarktæka könnun, aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar. Með flestum þjóðum mundi slíkt athæfi flokkast undir brot á almennum reglum um fram- kvæmd og birtingu slíkra kannana. Forspá um f lygi f lokks, sem byggir á svörum um 20 einstaklinga, segir lítið um fylgisvonir flokksins, en þeim mun meira um fúskið sem D og V vill klæða í gervi fræðimennsku. JBH Útilokunaraðferðin þegar úr vöndu er að ráða hefur stundum gefizt vel að beita útilokunaraðferðinni. • Ef þú ert andvígur valdaeinokun Geirsarmsins t Reykjavík, — þá útilokar þú D-listann. • Ef þér þykir nóg um valdahroka hinnar nýju yfirstéttar Alþýðubandalagsins og vilt refsa kommunum fyrir lélegan árangur í misheppnaðri verðbólgustjórn, — þá útilokar þú G-listann. • Ef þú hef ur tekið eftir þvi, að Egilt Skúli er ekki í framboði, og vilt ekki láta plata þig, eins og hendir stundum formann Framsóknarf lokksins, með skatta- lækkunarloforðum, sem Framsóknarf lokkurinn hef ur aldrei staðið við í verki, og voru reyndar f undin upp á auglýsingastofunni, sem hannaði kosningabaráttu Framsóknarmanna, — þá útilokar þú B-listann. • Ef þú vilt traustan meirihluta i borgarstjórn undir nýrri forystu, þá útilokar þú V-listann, því að talsmenn kvennalistans hafa sjálfir útilokað þátttöku í nokkrum meirihluta. Ef þú vilt útiloka valdaeinokun Geirsarmsins, en samftryggja borginni traustan meirihluta undir nýrri forystu, þá er aðeins einn listi eftir, A-listinn. Þá áttu samleið með A-listanum. Þá verðskuldar A-listinn þitt atkvæði. — JBH '3 SUNNUDAGSLEiÐARI: Til umhugsunar að loknum kosningum Gylfi Þ. Gíslason skrifar: Menn verða og hafa orðið jafnaðarmenn af ýmsum ástæðum, út frá ýmsum sjönarmiðum. 1 kjölfar iðnbyltingarinnar og á bernskuskeiði fjármagnskerfisins, kapitalismans, lögðu jafn- aðarmehn megináherzlu á bætta og skyn- samlegri skipan efnahagsmála, til þess að út- rýma sárri fátækt með auknum hagvexti. Allar götur fram yfir tima fyrri heimsstyrjaldar var jafnaðarstefnan fyrst og fremst kenning um nýtt og hagkvæmt efnahagskerfi. En með batnandi hag alls almennings i öllum iðnrikjum nútimans fór athygli jafnaðarmanna i sivaxandi mæli að beinast að nauðsyn þess að auka afkomuöryggi og efla jöfnuö, bæta menntun og tryggja aðgang allra aö menningarverðmætum. Velferðarsjón- armiðin komu til sögunnar fyrir um það bil hálfri öld. bau hafa allt til þessa dags sett meg- insvip á baráttu og boðskap jafnaðarmanna i vestrænum rikjum. Sjónarmið jafnaðarmanna um lýðræðislegan áætlunarbúskap til þess að efla hagvöxt og hóf- leg rikisafskipti til þess að efla velferö.hafa haft veruleg áhrif á þjóðfélagsþróun I vestrænum iðnrikjum á þessari öld. Hagsæld hefur vaxiö og velferð aukizt. Enn er þjóðfélag vestrænna iðn- rikja samt langt frá þvi að vera eins og jafnað- armenn vildu að það væri. Um.það ber atvinnu- leysi,sem þar rikir viðast hvar, og verðbólga gleggst vitni. En reynsla hefur sýnt að svokallað blandað hagkerfi vestrænna rikja getur starfað með þeim hætti, að þar sé hvorki umtalsvert at- vinnuleysi né verðbólga. Að sliku marki þarf að stefna. Til þess að það náist þarf viðtækt sam- starf margvislegra þjóðfélagsafla sem erfitt reynist að koma til leiðar i lýðræöissamfélagi. En það verður að takast. Hinar gömlu hug- myndir jafnaðarmanna um lýðræðislegan áætl- unarbúskap og velferðarráðstafanir af rikis- valdsins hálfu munu þá áreiðanlega reynast heilladrjúgar. Samt er liklegt, að na * synlegt sé að laga þær nokkuö að breyttum þji 3ilagshátt- um. Lýðræðislegur áætlunarbúskapur á ekki að vera fólginn i höftum á efnahagsstarfsemi né af- skiptum af rekstri einstakra fyrirtækja.’.og gæta þarf þess, að velferðarráðstafanir lami ekki heilbrigt framtak né hafi I för með sér óeðlilega skriffinnsku. En meginsjónarmiðin halda gildi sinu. f þeim er fólgin vonin um lausn vandans, sem að steðjar. 0g ný sjónarmið hafa verið að vakna i hugun jafnaðarmanna á undanförnum árum og áratug- um. Viljum við ekki öll, að sérhver maður eigi þess kost, að njóta farsældar I iífi sinu? Er ein- staklingnum nóg að hafa vel I sig og á? Er honum nóg að njóta þess öryggis og bess jafnréttis, sem nútima velferðarþjóöfélag tryggir honum? barf ekki líf hans lika að vera fagurt, þarf ekki um- hverfið að vera aðlaðandi, þarf hann’ ekki aö geta notið náttúrunnar, þarf hann ekki að læra aö meta listina, þarf hann ekki að gota notið þess að hann er fnjáls maður sem á þess kost að efla þroska sinn og þekkingu? A þessi sjónarmið eiga nútíma jafnaðarmenn að leggja vaxandi áherzlu. Fagurt mannlff á að vera markmið þeirra, viö hlið boðskapar um skynsamlega hagstjórn og réttlátra velferðar- sjónarmiöa. í landsmálum hafa islenzkir jafn- aðarmenn og flokkur þeirra, Alþýöuflokkurinn , haft forystu varðandi hugmyndir um lýöræðis- legan áætlunarbúskap og félagsmálastefnu. Hugmyndirnar um að fegra mannlifið eiga ekki siður erindi inn á sviö sveitarstjórnarmála. Reykjavik á að verða æ fegurri borg. Jafnaðar- menn I Reykjavik eiga að hafa þaö að einu höf- uðmarkmiði sinu að Reykjavik veröi heimkynni fagursmannlífs. Hðrður Zóphaníasson efsti maður á lista Alþýðuflokksins i Hafnarfirði: „Við erum í mikilli sókn” — Það er mat flestra að við bætum við okkur manni og fáum þrjá bæjarfulltrúa kjörna „Viö jafnaöarmenn hér I Hafnarfiröi getum ekki veriO annaö en bjartsýnir, viö erum f mikilli sókn”} sagði Hörður Zóphaniasson efsti maOur á lista AlþýOuflokksins I Hafnar- firöi I spjalii viö AlþýOublaöiO f gær. „baö er mikill hugur f okkar fólki og vel hefur veriö unniö i kosningabaráttunni og þaö hcfur skilaö sér. Viö finnum fyrir meöbyr i bænum, hvar sem borið er niöur.” Harður sagði að hafnfirskir kratar hefðu farið ýmsar leiðir i kosningabaráttunni — leiðir sem ekki hefðu veriö famar áður I Firðinum. „Viö höfum t.a.m. staðið fyrir utan versl- anir og afhent fólki bæklinga og kynningarrit. Auk þess hafa frambjóðendur Alþýðuflokksins bankað uppá i nánast hverri einustu ibúð i bænum og látið af hendi dreifirit og talað viö hús- ráðendur. bessi beinu mann- eskjulegu samskipti frambjóð- enda viö bæjarbúa hafa gefið góða raun og vakið sérstaka at- hygli á flokknum og frambjóð- endum hans,” sagði Hörður Zóphaniasson. Aö sögn Harðar er staöan sú I bæjarmálapólitikinni i Hafnar- firði, aö óháðir borgarar og Sjálfstæðisflokkurinn hafa farið með stjórn bæjarmálanna siðustu átta ár og væru bæjar- búar almennt orönir þreyttir á ráðslagi þessara tveggja flokka, eöa öllu heldur einræöi foringja þessara flokka, sem öllu vilja stjórna. „Hafnfirðingar vilja breytta stjórn á bænum — betri stjórn. beir vilja breytingu. Og ef það á að takast að breyta þá er eini valkosturinn Alþýðu- flokkurinn, þvi Framsóknog Al- þýðubandalagið eru i mikilli lægð i bænum og litið talað um þá flokka.” „bað er sama hvort talað er viðsamherja eöa mótherja.lang flestir spá Alþýðuflokknum talsverðri fylgisaukningu,” sagði Hörður Zóphaniasson. „Flokkurinn hefur sterka mál- efnalega stöðu. Lagt fram markvissa stefnu,og auk þess er listi flokksins samhentur og sterkur. Alþýðuflokkurinn, einn flokka, viöhafði prófkjör um skipan framboðslista. í þvi prófkjöri tóku þdtt850 manns, á meðan hinir flokkamir I bænum létu 10-30 manna klikur fara með sfn framboösmál. betta er talandi dæmi um ólik vinnu- brögð jafnaðarmanna og hinna flokkanna. Og þetta vita bæjar- búar og kjósa samkvæmt þvi.” Hörður sagði aö listi jafnaðar- manna væri mjög vel skipaöur. 1 ööru sæti er ungur maöur, Guðmundur Arni Stefánsson. Hann er eini frambjóðandinn i Firðinum undir þritugu, sem er iöruggu sæti til bæjarstjórnar. 1 þriðja sæti listans er siðan Bragi Guðmundsson læknir, sem allir Hafnfirðingar þekkja aðgóöueinu.Traustur maöur og vel látinn alls staðar. 1 fjórða sætinu er síöan ung og fram- bærileg kona, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, sem væri verð- ugur fulltrúi kvenna i bæjar- stjórn.” bað er mitt mat, óháð ósk- hyggju, aö Alþýðuflokkurinn I Hafnarfiröi komi sterkur út I þessum kosningum. bað hefur verið vel unnið i kosningabar- áttunni,bæjarbúar hafa kunnað að meta málflutning okkar og frambjóðendur, svo allar aðstæður renna stoðum undir þá skoðun mina, aö Alþýðuflokkur- inn vinni mann til viðbótar i þessum kosningum og að við fáum þarmeð þrjá menn kjörna. Við erum meira að segja svo bjartsýn, aðviðsegjum jafnvel, „ef ekki þrjá menn kjörna, þá fjóra, það er miklu betra.” Ég vil hvetja alla stuöningsmenn Alþýðuflokksins til að vinna vel á kjördag, hafa samband við vini og kunningja og láta ekki deigan siga fyrr en kj«*stöðum hefur verið lokaö. Nú er byr, notum hann velog gerum sigur- inn sem glæsilegastan,” sagði Hörður Zóphaniasson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.