Alþýðublaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 19. ágúst 1982 —■—RITSTJÖRNARGREIN------------------------- Bakreikningar frá búskussum Það er íhugunaref ni, segir Kjartan Jóhannsson í nýlegri blaðagrein, hve miklu betur þjóðin væri nú á vegi stödd, ef fylgt hefði verið stefnumörkun Alþýðu- flokksins á undanförnum árum. Aðsteðj- andi vandi í þjóðarbúskapnum er aðeins að litlu leyti ytri áföllum að kenna. Hann er að langmestu leyti bein afleiðing rangrar stjórnarstefnu og fyrirhyggjuleysis. Af- rakstri góðærisins s.l. tvö ár hefur verið eytt. Stofnað hefur verið til óhóflegra skulda erlendis. Allt of stórum hluta er- lends lánsfjár hefur 'verið varið á óarð- bæran hátt. Það hefur farið í að standa straum af skriðu f iskiskipainnf lutnings og í óhóflegar útflutningsbætur vegna offram- leiðslu landbúnaðarafurða. Þar á ofan hafa verið tekin hrein eyðslulán erlendis til þess að standa undir hallarekstri, í einhverju mesta góðæri, sem yf ir landið hef ur gengið. Þannig hef ur ríkisstjórnin gengið ótæpilega á auðlindir sjávar og eytt f iskistofnum sem framtíð þjóðarinnar á að byggjast á. Svokallaðar efnahagsráðstafanir, sem ríkisstjórn Alþýðubandalags, Framsóknar og Sjálfstæðismanna er ríú að berja saman, eru fyrst og tremst reikningur hennar til þjóðárinnar fyrir afleiðingum óstjórnar undanfarinna ára, segir Kjartan. Kjartan nefnir f jögur dæmi um það, hve miklu betur þjóðin væri nú á vegi stödd, ef fylgt hefði verið stefnu Alþýðuf lokksins. Dæmi eitt: Ríkisstjórnirt hefur heimilað viðbót við skipastólinn með innflutningi, a.m.k. 7000 tonn, og 20-25 f iskiskip umf ram það, sem verið hefði, ef fylgt hefði verið þeirri ste'fnu sem Alþýðuflokkurinn mótaði í ríkisstjórn og hef ur tvívegis siðan f lutt til- lögur um á þingi. Þessi aukning skipastóls- ins hefur haft í för með sér 17% afkomu- rýrnun sjómanna og útgerðar á togaraflot- anum. Nú er útgerðin á hausnum og tapið á togaraflotanum er nánast metið á þessa prósentutölu. Dæmi tvö: f feb. 1980 flutti Alþýðu- flokkurinn lagafrumvarp um niðurtalningu útf lutningsbóta. Allir hinir stjórnmála- flokkarnir greiddu atkvæði gegn því. Ef það hefði verið samþykkt fyrir hálfu öðru ári, hefði landbúnaðurinn þegar lagað sig að nýjum aðstæðum. Þá hefðu útflutnings- bætur horf ið á fyrsta ári, en bændur fengið styrki á undanförnum árum til að laga sig að breyttum aðstæðum. Dæmi þrjú: Alþýðuflokkurinn lagði það fram sem stefnumark 1979, að erlendar lántökur takmörkuðust við að greiðslu- byrði af þeim færi ekki yfir 15%. Þetta töldu Alþýðubandalagsmenn goðgá. I um- ræðum um lánsfjárlög á s.l. vori hélt Kjartan Jóhannsson því fram, að lántöku- áform ríkisstjórnarinnar væru um 1000 milljónum of há. Greiðslubyrði yrði of mikil og hætta á að vaxandi viðskiptahalli festi stjórnvöld í vítahring erlendra skulda. Ragnar Arnalds lýsti viðvörunarorðum Kjartans þá sem svartagallsrausi. Nú veit hann betur. Ríkisstjórnin kennir vöxtum af erlendum lánum um hluta viðskipahallans. Rikisstjórninni var f ullkunnugt um ríkjandi vaxtastig, þegar hún ákvað að stórauka lántökur. Dæmi fjögur: Ef raunvaxta- og verð- tryggingarstefnu Alþýðuflokksins hefði verið fylgt í reynd, en hún ekki afskræmd, væri hér innlendur sparnaður en ekki f jár- f lótti í innkaup erlendis f rá með tilheyrandi viðskiptahalla. Ef tillögur Alþýðuflokks í des. 1980 um bætt kjör ibúðarbyggjenda, ibúðarkaupenda og sparif járeigenda hefðu náð f ram að ganga, þá byggi ungt fólk við sæmilegar aðstæður til ibúðakaupa og við hefðum haft innlent fé í arðbærar fram- kvæmdir í stað þess að auka erlendar skuldir um 40%, eins og núv. ríkisstjórn hefur gert. Allt ber þetta að sama brunni. Ef tillögur Alþýðuflokksins hefðu náð fram að ganga væri ekki við núverandi vanda að etja. Ástandið nú er fyrst og fremst afleiðing rangrar stjórnarstefnu, segir formaður Al- þýðuf lokksins. — J BH Blekkir Haukdal forseta íslands? " Flogið hefur fyrir, að Eggert Haukdal alþm. hugsi sér að biða með það f ram yf ir setningu væntanlegra bráðabirgðalaga að gera kjósendum sinum og þjóðinni grein fyrirafstöðu sinni til ríkisstjórnarinnar. Er sagt, að þá ætli hann að opinbera ef ni bréfs síns frá í sumar, til forsætisráðherra, og til- kynna, að stuðningi við ríkisstjórnina sé lokið og liðsinnis hans sé ekki að vænta við bráðabirgðalögin. Sjálfur hefur Eggert gefið í skyn í viðtali við Alþýðublaðið, að nákvæmlega þetta sé ætlun hans. Sé svo þá ber þessi þingmaður, Eggert Haukdal, öðrum fremur ábyrgð á væntan- legum bráðabirgðalögum þótt eftir á segist hann vera þeim andvígur. Þá ábyrgð tekst þingmaðurinn á herðar með því að fresta fram yfir bráðabirgðalagasetninguna að skýra frá andstöðu sinni við rikisstjórnina þannig að t.d. forseta fslands sé andstaða hans ekki kunn fyrr en forseti hefur undir- ritað bráðabirgðalögin. Vilji þingmaðurinn ekki teljast öðrum fremur ábyrgur fyrir væntanlegum bráðabirgðalögum ber hon- um a.m.k. að láta forseta Islands vita um breytta afstöðu sína til ríkisstjórnarinnar, áður en af bráðabirgðalagasetningunni verðunþótt svo þingmaðurinn kunni af ein- hverjum ástæðum að vilja leyna kjósendur sína og þjóðina sinnaskiptunum eitthvað lengur. Það er óafsakanlegt framferði þingmannsins gagnvart forseta Islands ef hann biður með að greina f rá andstöðu sinni þangaðtil bráðabirgðalög hafa verið gefin út, því þá á þingmaðurinn hlut að því að blekkja forseta, auk þess sem hann með slikri framkomu gerist ábyrgur fyrir bráðabirgðalögum, sem styðjast ekki við þingmeirihluta og ganga gegn þingræðinu i landinu. Hitt er svo annað mál hvort vitneskja um andstöðu Eggerts Haukdal myndi nægja til þess, að forsætisráðherra léti ekki af því verða að kref jast staðfestingar forseta ís- lands á bráðabirgðalögum, sem ekki styðj- ast við þingmeirihluta. Forsætisráðherra er trúandi til alls— jaf nvel þess að beita valdi í trássi við þingvilja. En undarlega öfug- snúin eru þjóðmálin á íslandi ef svo á að fara, að formaður stjórnarskárnefndar beiti valdi sínu sem forsætisráðherra til þess að brjóta gegn þingræði með því að setja lög, sem vitað er að löggjafarsam- koman muni fella. Pálmi 1 hluta á þingi þegar til atkvæöa- greiðslu um efnahagsaðgeröir rikisstjórnarinnar kemur? „Við munum fyrst leggja tillög- urnarfram áöuren hægt er að sjá hvert íylgi þær la, en það kemur i ljós þegar aö þvi kemur ”, sagði Páimi. En er þaö ekki til siös að stjórn- in kanni fyrst íylgi sitt og riði siðan á vaöið meö tillögur og aðrar aðgerðir? „Þið skuluð ekki hala neinar áhyggjur af þvi þarna á Alþýöu- blaðinu hvort stjórnin hefur kannað þau mál eöa ekki". Varð- andi þaö hvort hann teldi umsögn Eggerts Haukdal um að stjórnin mundi ekki geta laíað út kjör- timabilið, vera yíirlýsingu Egg- erts um að hann mundi ekki styðja tillögurnar,sagöist Pálmi ekkert geta sagt, hann ætlaöi sér ekki aö vera meö ótimabæra spá- mennsku. Hann sagöi aö lokum að þaö kæmi i ljós á allra næstu dögum hvort samkomulag næöist innan stjórnarinnar og þá hvort hún sæti áfram. Flugstöð 1 er slikur aö niöurlægjandi verður að teljast, ekki einungis gagnvart okkur sem starfsíólki, heldureinnig fyrir þær þúsundir islendinga, sem um stöðina fara. Þá er það skoðun okkar að að- skilnaður herflugs og farþega- flugs sé nauðsynlegur og i raun sjálfsagður þáttur i reisn is- lensku þjóðarinnar. Friðjón 1 rikisstjórnarfundur siödegis i dag (i gær) og þá mundu mál vafalaust skýrast. Ekki vildi Friöjón gefa neitt út á umsögn Eggerts Haukdal þar sem haf t er eftir þeim siðar- nefnda i D&V i gær að hann teldi að rikisstjórninni tækist ekki að sitja út kjörtimabilið og að stjórnir lifi lengi á verkum sinum ef þau sru góð en skemur ef þau eru það ekki. Guðmundur 4 þegar hann lundar með verka- lýðnum, en greiða bráðabirgða- lögunum atkvæði sitt, þegar hann er sestur i þingstólinn? Og það er íróðleg spurning, sem þegar þarf aö fá svar við: Hefur Alþýðubandalagið tryggt sér stuðning Guömundar J. við fyrirhugaðar aðgerðir i efna- hagsmálum, eða er gengið út frá þvi að Guðmundur rétti upp liöndina, þegar þaö á við, eins og hingað til? „Samningana i gildi” sagði verkalýðshreyíingin, ásamt Alþýðubandalagi og Alþýðu- flokki, þegar Geirsstjórnin réðst að kjörum fólksins i landinu. Hvað segja foringjar Alþýðubandalagsins nú, þegar Geirsleiöir eru farnar á nýjan leik? Hvaö segir verkalýðs- armur Alþýðubandalagsins? Fólkið i landinu biður eftir svörum. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Nokkrir nemendur verða teknir í póstnám nú i haust Umsækjendur skulu hafa lokið grunn- skólaprófi eða hliðstæðu prófi og er þá námstiminn tvö ár, Hafi umsækjendur lokið verslunarprófi, stúdentsprófi eða hafi hliðstæða menntun er námstiminn eitt ár. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði Póst- og simahússins við Austurvöll og póst- og simastöðvum utan Reykjavikur. Umsóknir ásamt heilbrigðisvottorði, sakavottorði og prófskirteini eða staðfestu afriti af þvi, skulu berast fyrir 3. septem- ber 1982. Nánari upplýsingar veittar i sima 26000. Tæknifræðingar Hafnamálastofnun rikisins vill ráða tæknifræðing til mælingastarfa frá 15. september. Skriflegum umsóknum þar sem gerð er grein fyrir menntun og starfsferli, sé skilað til Hafnamálastofnunar rikisins fyrir 25. ágúst.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.