Alþýðublaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.08.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. ágúst 1982 3 Alþýðubandalagsmenn með kröfur sem þeir áður daufheyrðust við: „FORSENDURNAR BREYST TIL MUNA” — segir Ólafur R. Grimsson alþingismaður alþingismaður í tillögum Alþýðubandalags- manna um væntanlegar efna- hagsaðgerðir kennir margra grasa og þykir Alþýðuflokks- mönnum helst furðu sæta, að þeir séu nú með ýmsar kröfur sem þeir lögðustgegn eða sýndu litinn áhuga þegar þessir sömu menn voru i stjórn með krötum fyrir örfáum árum. Þannig eru þeir nú með kröfur um skerðingu eða afnám út- flutningsbóta á landbúnaðar- afurðir, lengingu lánstima fyrir húsbyggjendur, stöðvun á frek- ari innflutningi fiskiskipa og skipulagsbreytingar á rikisgeir- anum en þetta eru allt málefni sem Alþýðuflokkurinn hefur barist fyrir á undanförnum árum. Alþýðublaðið hafði sam- band við Ólaf R. Grimsson og spurði hann hvers vegna þeir Alþýðubandalagsmenn hefðu ekki tekið undir þessar hug- myndir þegar A-flokkarnir voru saman i stjórn. „Það hefur nú ýmislegt gerst siðan, ýmsar forsendur hafa breyst, enda 3 ár siðan þessir flokkar voru saman i stjórn. Vandi landbúnaðarins hefur aukist til muna, markaðs- brestur i Noregi með meiru. Við viljum minnka útflutningsbæt- urnar i áföngum, en ekki endi- lega afnema þær með öllu. Nýjar forsendur eru einnig fyrir hendi hvað sjávarútveginn varðar, skipastóllinn hefur stækkað mikið siðan og afla- brestur hefur orðið. Skilyrðin hafa breyst mjög og þvi flytjum við þessar tillögur nú. Nú,við urðum ekki varir viö miklar kröfur Alþýöuflokks- manna um skipulagsbreytingar á rikisgeiranum, enda virtust þeir hafa misst allan áhuga á þvi þegar Sighvatur Björgvins- son komst i stól i Framkvæmda-' stofnuninni,a.m.k. hvaö varðar að leggja þá stofnun niöur i þvi formi sem hún er nú. Enn fremur hef ég aldrei rekist á vilja hjá þeim til að stytta ráðn- ingartima ýmissa embættis- manna. Hvað varðar lengingu lánstima húsbyggjenda tel ég að slagurinn hafi oft verið við Al- þýðuflokksmenn um það atriði, fremur en hitt. En það er ágætt að heyra þessa jákvæðu afstöðu þeirra nú og ég vonast til að þeir styðji þessi atriði þegar þau koma fram”, sagði Ólafur Ragnar. Fullkomnasta rannsóknaskip Sovétmanna rannsakar hafsbotn Reykj aneshryggsins Við Reykjavlkurhöfn liggur um þessar mundir sovéska skipiö „Akademisk Mstislav Keldysh”, sem er þeirra full- komnasta ’ hafrannsóknaskip. Það er smíðað i Finniandi og um borð eru sérsmiöaöir kanda- diskir kafbátar, Pisces VII og XI, en þeir geta kafað með þrjá menn allt niður á 2000 metra dýpi. A skipinu er 130 manna áhöfn og mun helmingur hennar vera visindamenn, en skipið er hingað komið úr leiðangri þar sem kannaður var suðurhluti Reykjaneshryggsins. Þetta er fjórðileiðangur skipsins og hafa tekið þátt i rannsóknunum vis- indamenn hvaðanæva úr heim- inum. Skipið er mjög nýtiskulegt og búið fjölmörgum sérhæfðum tækjum til rannsókna á eðlis- fræði, efnafræði, jarðeðlisfræði, jarðfræði og liffræði hafsins. Burðargeta þess er um 5500 tonn, það er 122 metrar að lengd og skipið getur siglt um 20 þús- und milur án þess að fara i höfn. Um borð er mjög afkastamik- ið tölvukerfi, ho’.lenskt P-800 frá Philips, en aðaltalvan er tengd 7 rannsóknastofum. Sérstök „skiptiskrúfa” gerir stjórnun skipsins auðvelda og enn önnur tækni gerir kleift að snúa þvi 360 gráður á staðnum, auk þess að halda þvi á sarna stað þrátt fyr- ir mikið hvassviðri. Meðal þess sem kom fram við kynningu Sovétmannanna var að þetta svæði telst jarðfræði- lega mjög ungt og að dýralif væri nokkuð fátæklegt. Taldi yf- irmaður leiðangursins að þessi ferð ætti eftir að leiða margt fróðlegt i ljós um sprungusvæði hafsbotnsins. Diplómatískt jafntefli í skákkeppni íslenskra og hollenskra þingmanna Þá er skákkeppninni milli islenskra og hollenskra þing- manna lokið. Tefldar voru 3 umferðir og voru keppendur þrír frá hvorri þjóð. t fyrstu umferö unnu islensku þing- mennirnir 2:1, i annarri um- ferð unnu Hollendingarnir 0:3 en i hinni siðustu, sem tefld var i gær, varð jafntefli á öll- um borðum þannig að leikar fóru samtals 3.5:5.5 fyrir Hol- lendingana. Hins er að gæta að þessi keppni var eins konar seinni umferð, þvi áður höfðu is- lenskir þingmenn keppt við kollega sina i Hollandi og þá fóru leikar þannig að Islend- ingarnir unnu 6:4 svo samtals varð jafntefli þar eð báðir hlutu 9.5 stig. Mjög diplóma- tisk úrslit það. Eftir keppnina sýndu þing- mennirnir Vilmundur Gylfa- son og Halldór Blöndal Hollendingunum aðstöðu þeirra á Alþingi og urðu miklar umræður um mismun- inn á löggjafarvaldinu i lönd- unum tveim, þriskiptingu valdsins, þjóðaratkvæða- greiðslur og fleira. Hollensku þingmennirnir hverfa nú til sins heimalands, enda eru hjá þeim kosningar á næsta leiti. Hreppsnefnd Hvalfjarðarstrandarhrepps: Vill áframhaldandi hvalveiðar Hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandarhrepps skorar á rikis- stjórnina að mótmæla sam- þykkt alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum frá og með árinu 1986. Hreppsnefndin telur, að þjóðir, sem engra hagsmuna hafa að gæta, eigi ekki að hafa ákvörðunarvald um það, hvernig Islendingar nýta auðlindir sinar. Hreppsnefndin bendir á, að hér er um gifurlega hagsmuni að ræða, ekki aðeins fyrir Hval- fjarðarstrandarhrepp, heldur einnig fyrir nærliggjandi sveitarfélög og þjóðarbúiö i heild, enda eru hvalafurðir 1,3% af útflutningstekjum þjóöar- innar. Þá minnir hreppsnefndin á, að Hvalstöðin i Hvalfirði hefur verið rekin i 35 ár og ekkert bendir til, að hvalastofninri sé að ganga til þurrðar, eða að honum sé ógnað með ofveiði. Droplaug arstaðir opnaðir formlega Droplaugarstaðir heitir nýtt dvalarheimili aldraðra hér i Iteykjavik sem formlega var tekið i notkun i gærdag. Drop- laugarstaðir standa viö Baróns- stig. Við hina formlegu opnun hélt Sigurður Guðmundsson,borgar- fulltrúi Alþýöuflokksins, ræðu, en hann hefur verið lormaður byggingarnefndar Droplaugar- staða. Einnig l'lutti Davið Oddsson borgarstjóri ávarp. Þvi má bæta viö, aö uppbygg- ing þessa dvalarheimilis fór fram i tið fyrrverandi meiri- hluta borgarstjórnar-vinstri- meirihlutans-þótt ihaldsmeiri- hluti sé nú viö völd i borginni þegar hin lormlega opnun fer fram. Auglýsið í Alþýðu- blaðinu Fundarboð Aðalfundur Sjóefnavinnslunnár hf. verður haldinn i Félagsheimilinu Festi, Grinda- vik, laugardaginn 4. september og hefst kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Aukning hlutafjár. Stjórnin Útboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir til- boðum i eftirfarandi: RARIK—82035. 132KV SUÐURLÍNA, niðurrekstur á staurum. Verkið felst i niðurrekstri á tréstaurum á svæði frá Hornafirði til Prestbakka. Verk- svið eru i Hornafjarðarfljóti, Skeiðará, Núpsvötnum, Gigjukvisl og viðar. Fjöldi tréstaura er 345 stk. Opnunardagur: mánudagur 13. septem- ber 1982 kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik fyrir opnunartima, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, frá og með fimmtudegi 19. ágúst 1982 og kosta kr 300,- hvert eintak. Reykjavik,17. ágúst 1982 Rafmagnsveitur rikisins Lögtaksúrskurður Keflavík, Grindavík, Njarðvik og Gullbringusýsla Það úrskurðast hér með, að lögtök geta farið fram íyrir vangoldnum þinggjöldum skv. þinggjaldsseðli 1982, er féllu i eindaga hinn 15. þessa mánaðar og eftirtöldum gjöldum álögðum árið 1982 i Keflavik, Grindavik, Njarðvik og Gullbringusýslu. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eigna- skattur, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, iðnaðargjald, iðnlánasjóðs- og iðnaðar- málagjald, slysatryggingargjald atvinnu- rekanda skv. 36. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar, lifeyristryggingar- gjald skv. 25. gr. sömu laga, atvinnu- leysistryggingargjald, launaskattur, skipaskoðunargjald, lesta- og vitagjald, bifreiðaskattur, slysatryggingargjald ökumanna, vélaeftirlitsgjald, skemmtanaskattur og miðagjald, vöru- gjald, gjöld af innlendum tollvöruteg- undum, matvælaeftirlitsgjald, gjald til styrktarsjóðs fatlaðra, aðflutnings- og út- flutningsgjöld, skráningargjöld skips- hafna, skipulagsgjald af nýbyggingum, gjaldföllnum en ógreiddum söluskatti árs- ins 1982 svo og nýálögðum hækkunum söluskatts vegna fyrri ára, allt ásamt dráttarvöxtum og kostnaði. Ennfremur nær úrskurðurinn til skattsekta, sem ákveðnar hafa verið til rikissjóðs. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Keflavik 16. ágúst 1982 Bæjarfógetinn i Keflavik, Grindavik og Njarðvik. Sýslumaðurinn i Gullbringu- sýslu. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.