Alþýðublaðið - 18.09.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.09.1982, Blaðsíða 1
alþyðu blaöiö Wn i Laugardagur 18. september 1982 139. tbl. 63. árg. „An ills gengis, „Það verður að setja nema heiman hafi....” ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar....” Sjá leiðara bls. 1 Sjá bls. 4 Borgarstjórn samþykkti landsvirkjunarsamninginn: „Samningurinn mun sameina þjóðina um eitt brýnasta hagsmunamál sitt” E. Guðmundsson borgarfulltrúi - segir Sigurður Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld Landsvirkjunarsamninginn nýja með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Með samningnuin greiddu atkvæði allir borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins nema Albert Guðmundsson, full- trúar Framsóknarflokks, Alþýð- ubandalags og Alþýðuflokksins. Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltúi sagði í gær í samtali við Alþýðublaðið, að samþykkt þessa samnings hefði ótvíræða kosti fyrir borgarbúa. „Alþýðuflokkurinn er með- mæltur þessum samningi. Flokks þing; hans hefur samþykkt stefn- umótun í þessa átt fyrir mörgum árum síðan og þingkjörinn full- trúi flokksins í stjórn Landsvirkj- unar hefur stutt eindregið þá samningsgerð, sem er undanfari þessa samnings. Borgarmálaráð flokksins hefur einnig samþykkt samninginn . einróma og við al- þýðuflokksmenn teljum kosti þessa samkomulags yfirgnæf andi á móti göllum þess. Og hverjir eru að þínu mati þessir kostir? Rekstraröryggi raforkuvinnslu í þágu Reykvíkinga vex stórlega. Starfsgrundvöllur hinnar nýju Landsvirkjunar verður landið allt og þar með býr hún við margfalt öryggi miðað við það sern nú er. Með aðild sinni tryggir borgin íhlutunarrétt sinn í hinni nýju Landsvirkjun um nýjar virkjanir, hvar þær verða reistar og í hvaða röð. Þetta atriði hefur geysilega rnikið gildi. - Loks er á það að líta, að hin nýja Landsvirkjun mun sameina þjóðina um eitt brýnasta hagsmunamái sitt -ork- uöflun og orkusölu. Einnig það er mjög mikilvægt atriði. Framhald á bls. 3 Vinnueftirlitsreglur brotnar á Alþingi: Símastúlka Alþingis kvartar Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum: „Vona að fundurinn verði vel sóttur” - segir Kristján Að undanförnu hafa staðið yfir töluverðar lagfæringar og breytingar í Alþingishúsinu. Þar er m.a. verið að koma upp nýju loftræstikerfi. Hefur þessum framkvæmdum öllum fylgt nokk- ur óþægindi fyrir starfsfólk húss- ins og í fyrradag sá símastúlka Alþingis sig tilneydda til að senda eftir manni frá eftirlitsdeild Vinn- ueftirlitsins, þar sem henni fannst með öllu ómögulegt að sinna sín- um störfum þar eð framkvæmd- um fylgdu ryk og hávaði í svo miklum mæli að ekki var við un- að. Einn daginn mun ástandið hafa verið svo slæmt að síma- stúlkan þurfti að hafa hjálm á höfði þar sem hrynja tók úr loft- inu yfir hana! Eftirlitsmaður frá Vinnueftir- litinu fór á staðinn í fyrradag og bar mönnum saman um að öllu betur hefði mátt ganga að verk- um og í raun væri það gegn regl- um Vinnueftirlitsins að bjóða starfsfólkinu upp á svona aðstæð- ur. Ekki hefur Alþingi verið for- mlega kært, en samkvæmt upplýs ingum hjá eftirlitsdeildinni hef- ur þó oft verið kært af minnatil- efni. Eftirlitsmaðurinn mun hafa talað við Ólaf Ólafsson fulltrúa skrifstofustjóra og mun niður- staðan hafa orðið sú að þar sem framkvæmdunum mun sennilega ljúka nú um helgina yrði senni- lega ekkert gert í málinu. Þó mun eftirlitsmaðurinn líta inn eftir helgi til að kanna hvort þá verði allt komið í Iag. Að sögn Ólafs Ólafssonar sköpuðust þessi óþægindi í tvo eða þrjá daga meðan verið var að setja upp loftræstikerfið og í þessu tilfelli sé því eiginlega kvartað yfir því sem verið væri að lagfæra. Öllum þessum fram- kvæmdum fylgdu óþægindi sem ekki væri hægt að komast hjá, þó að sjálfsögðu mætti alltaf gera betur. Aðalfundur Kjördæntisráðs Alþýðuflokksins í yestfjarða- kj ördæmi hetst i dag á ísatirði. Al~ þíðublaðið innti Kristján Jónas- son, formann kjördæmisráðsins, eftir því hver yrðu aðalmál, fund- arins að þessu sinni. „Aðalmálin til untræðu verða að sjálfsögðu stjórnmálaviðhorf- ið, væntanlegar þingkosningar og síðan prófkjörsmálin. Framsögu- menn verða þingmenn kjördæm- isins,, þeir Sighvatur Björgvins- son og Karvel Pálmason og þeir munu reifa stjórnmálaviðhorfið og kjördæmamálið eins og það horfir við nú um þessar mundir. Síðan er gert ráð fyrir að próf- kjörsntálin beri á góma og ákvarð- anir verði teknar í þeim málum".' Gerið þið ráð fyrir að halda prófkjör í fjórðungnum nú í haust eða síðar? Það er dálítið erfitt að svara þessari spurningu nákvæmlega á þessari stundu. Þetta veltur mik- ið á því hvort þingkosningar verða snemrna næsta sumar eða næsta haust. Um þetta verða ef- laust umræður á fundinum. En ég vil segja það sem mína skoðun, að ef líkur eru á kosningum að vori þá virðist það skynsamlegt að hafa prófkjör ekki síðar en nú á haustdögum eða í byrjun vetrar. Það er nauðsynlegt að vera ekki með prófkjör nálægt kosningunum þannig að kosning- astarfið og prófkjörsvinnan fari ekki saman. Mun betra er að fólk fái tíma eftir prófkjör til að safna kröftum fyrir kosningaslaginn sjálfan. En menn ræða þetta sjálfsagt á fundinum, þ.e. hvenær og hvernig eigi að standa að próf- kjörinu. Jónasson Og þið búist við góðri þátt- töku? Já, við búumst við góðri þátt- töku. Því getur ekkert breytt nema veðrið, en það hefur ekki verið sem best upp á síðkastið. Flér er eiginlega vetur genginn í garð, snjór niður í miðjar hlíðar og heiðar lokaðar.Ég býst við því að Patreksfirðingarnir komi flug- leiðis. Bolvíkingar verða að koma sjóleiðina þar sem Óshlíðin er lokuð vegna vegafram- kvæmda. Frá hinum stöðunum nær okkur koma menn með bíl- um. Jú, éggeri ráð fyrir þ ví aðhér verði góð fundarsókn, allt að fjörutíu manns. Það er auðvitað miklu betra að fundir sem þessir séu fjölmennir; þá eru fleiri um ákvarðanir og minni hætta á að þær verði gagnrýndar eftir á. Vonandi setur veðrið ekki strik í reikninginn”. Kristján Jónasson — RITSTJÓRN ARGREIN----------------------- Hreinskilin umræða eða baktjaldamakk Hreinskilin, opin og gagnrýnin umræða innan íslenskra stjórn- málaflokka um stefnu þeirra, störf og skipulag, hefur verið mjög af skornum skammti í gegn- um árin. íslenskir stjórnmála- flokkar hafa flestir hverjir verið lokaðar stofnanir, þar sem deilur og innanflokksvandamál hafa verið vandlegafalin. Undantekn- ing frá þessu er Alþýðuflokkur- inn. Alþýðuflokkurinn - þá einkanlega á síðari árum - hefur hafnað þessari einangrunar- stefnu - þessum feluleik - og rætt sín mál fyrir opnum tjöldum. Fjölmiðlun í landinu er nú orð- ið ekki eins reyrð í flokksbönd og gerðist hér á árum áður. Sömu- leiðishefur upplýsingastreymi frá opinberum aðilum aukist til muna, þá sérstaklega vegna aukins þrýstings frá aðgangshörð um fjölmilum. Allt er þetta af hinu góða, enda eðlilegt að fólk t landinu fái sem nákvæmastar uþplýsingar um gang mála á hin- uin ýmsu sviðum þjóðlífs. Þrátt fyrir þetta eru þrír af fjór- um íslenskum stjórnmálaflokk- um ennþá við sama heygarðs- hornið. Sellu- og klíkufundir eru haldnir og þar má ekkert leka út. Og þar eru stóru ákvarðanirnar teknar. Deilur innan flokkanna eru þaggaðar niður með offorsi. Alþýðubandalagið er þó sýnu verst í þessu sambandi. Þar er flokksskipulagið í stíl stóra bróð- ur í Moskvu. Enda þótt Alþýðu bandalagið hafi á síðari árum breyst í sósíaldemókratíska átt og hafnað í orði kveðnu komm- únismanum í austri, þá er þó enn- þá sitthvað skylt með Kremlar- herrum og valdaklíku Alþýðu- bandalags. Hreinskilin umræða um stöðu og störf Alþýðubanda- lagsins fer aldrei fram fyrir opn- um tjöldum. í slíkri umræðu - þá sjaldan sem hún fer fram - eru þátttakendtrr vandlega valdir. Þar fá aðems fáeinir útvaldir fundarboð. Það er síðan þessi „elíta”, sem kemst að niðurstöðu og þar á eftir er aknennu-wi flokksmönnum tilkynnt hin eina sanna lína. A svipaðan hátt eru þessu farið í Framsóknarflokknum. Þar á bæ eru öll opin skoðanaskipti innan flokks, um ágæti flokksins og störf stranglega bönnuð. Sjálfstæðisflokkurinn er í raun nákvæmlega eins uppbyggður. Sá flokkur er klofinn í að minnsta kosti tvær fylkingar - Geirs og Gunnarslið. Þessar fylkingar deila mjög gjarnan hvor á aðra, en að opnar og frjálslegar um- ræður innan hvorrar fylkingar um sig, eigi sér stað, það er af og frá. Það er ta.m. á allra vitorði að stjórnarandstæðingar í Sjálfstæð- isflokknum eru margir hverjir mjög óánægðir meðforystu flokks ins. En engum dettur í hug að slíkt megi ræða opinberlega. Út á við á ásjónan að vera hrein og tær, enda þótt hrikti í bakvið tjöldin. Engum dettur í hug, að í einum stjórnmálaflokki séu allir aHtaf sammála. Það er því broslegt þegar stjórnmálaflokkar reyna að fela slíkan ágreining. Alþýðuflokkurinn hefur gjör- breytt skipulagi sínu á síðustu árum. Flokkurinn hefur verið opnaður upp á gátt. En það er ekki nægilegt að breyta skipu- laginu einu. Framkvæmdin verð- ur að fylgja á eftir. Alþýðuflokks- menn hafa í samræmi við þessar skoðanir sínar, ekki hikað við að ræða hreinskilni veikleika flokks- ins og vandamál. Þetta hafa þeir gert opinberlega, m.a. í Alþýðublaðinu. Alþýðu- flokkurinn er ekkert einkamái fárra forystumanna. Hann er stjórnmálaflokkur sem byggir á stuðningi þúsunda og aftur þús- unda. Og þessar þúsundir eiga rétt á því að fá að fylgjast ná- kvæmlega með þeirri umræðu, sem á sér stað innan flokksins. f Alþýðublaðinu s.t. fimmtu- dag og í dag er birt erindi Karvels Pálmasonar atþingismanns, sem hann flutti á ráðstefnu verkalýðs- málanefndar Alþyðuflokksins t*m síðustu helgi. Fjallaðiráð- stefnan og erirrdi Karvels um Alþýðuflokkinn og verkalýðs- hreyfinguna. í máti sínu gagn- rýndi Karvel umbúðafaust sitt- hvað í starfi og stefnu flokksins. Þetta gerði hann vafningslaust og ' benti jafnframt á leiðir til úrbóta. Vafalaust eru ekki allir Alþýðu- flokksmenn sammála skoðunum Karvels í þessu sambandi, en það skiptir ekki höfuðmáli. Miklar umræður urðu um ýmislegt það sem Karvel kom inn á á umræddri ráðstefnu Alþýðuflokksmanna og voru menn ekki á eitt sáttir. Og þótt nefnd ráðstefna hafi verið fjölmenn, þá þótti einnig eðlilegt að sem flestir flokks- menn gætu tekið þátt í umræð- unni og því var erindi Karvels Pálmasonar birt í Alþýðublað- inu. f öðrum sjórnmálaflokkum færi umræða af þessu tagi aldrei fram, hvað þá að sjálfsgagnrýni af þessu tagi fengi pláss í mál- gögnum flokkanna. Til lengri tíma litið er það óumdeilanlega styrkleiki Alþýðu flokksins, að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Bak- tjaldamnkk hinan flokkanna hitt- ir þá sjálfa fyrir, þegar upp verð- ur staðið. Alþýðuflokkurinn ger- ir meira en tala um lýðraeði. vaid- dreifingu og opna twwæðu. Hann starfar f þeim anda. _ GÁS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.