Alþýðublaðið - 18.09.1982, Page 4

Alþýðublaðið - 18.09.1982, Page 4
alþýöu- blaðió Laugardagur 18. september 1982 Otgefandi: Alþýöuflokkurinn. Framkvæ’mdastjóri: Jóhannes Guðmundsson Stjórnmálaritstjóri og ábm. Jón Baldvin Hannibalsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. Blaðamaður: Þráinn Hallgrfmsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. (Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866. Áskriftarsíminn er 81866 „Verður að setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar„ - Rætt við verkafólk hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur Frá vinstri: Helga R. Kristjánsdóttir, Dóra Mjöll Stefánsdóttir, Bryndís Axelsdóttir, Unnur S. Karldóttir, Mólfríður Sigurbjörns- dóttir og Inga Sverrisdóttir. „Mér finnst ríkisstjórnin alls ckki hafa sýnt þá stjórnun sem nauðsynleg er á sviði sjávarútvegsins, aðalatvinnuvegs þjóðarinnar sem fjöldi manns byggir afkomu sína á“, sagði Ólafur þorgeirsson, verkamaður hjá BUR, þcgar blaðamaður Alþýðublaðsins leit inn þar vestur frá á fimmtudaginn að kynna sér viðhorf starfsfólksins til stóru mála dagsins: vanda útgcrðar- innar, aðgerðir eða aðgerðarleysi ríkisstjrórnarinnar og stöðvunar fiskiskipaflotans. Ólafur var staddur ásamt vinnu- félögum sínum í matsal fyrir- tækisins. Með honum voru þeir Svavar Svavarsson, Halldór Pét- ursson, Sturla Erlendsson, allt verkstjórar og svo Einar Magnús- son, verkamaður. Fljótlega urðu umræðurnar líllegar. „Ég veit ekki til þess að nokkur lausn sé komin fram. En er ekki annars alltaf veriö að gera eitthvaö fyrir útgerðina? Með alls konar peningatilfærslum og fyrir- greiðslu? Kakan ereftirsem áður sú sama, sami peningurinn. Það er bara spurningin um hver vinn- ur og hver tapar“sagðiSvavar og þeir hinir tóku undir. Þeir töldu að ríkisstjórnin hefði hjálpað út- gerðinni að koma sér í þennan vanda með því að leyfa offjölgun fiskiskipa og að hún þyrfti sömu- leiðis aö hjálpa hcnni út úr hon- um aftur. Útgerðin veiðir upp á magn, en ekki gæði „Það mætti gera á margan hátt t.d. með því að stuðla að því að . útgerðin fái meira greitt fyrir 1. flokks fisk og urn leið að gera greinarmun á góðum 1. flokks fisk og svo lélegum 1. flokks fisk:, en þar á milli er mikill munur. Það er of mikil breydd innan flokksins. Það þarf að stuðla að því að sjómenn hafi áhuga á því að koma inn með góðan fisk, en staðreyndin er sú í dag, að útgerðarmenn og sjómenn eru búnir að reikna það út að það borgar sig að veiða upp á magn en ekki gæði“. Talið barst að stöðvun fiskiskipanna. Ólafi sýndist það ætla að verða ansi dýrt fyrir íhald- ið að koma Gunnari frá völdum, þegar gripið er til svona aðgerða. „Mér sýnist ástæðurnar fyrir þessari stöðvun vera tvær sér- staklega. Annars vegar höfum við minnkandi fiskgengd, sem að hluta til er vegna ja, mannlegra mistaka, mistaka skulum við segja, og svo hins vegar höfum við reksturinn. Ef sjávarútvegur- mn á að lúta leikreglum viðskiptalífsins verða tekjur að nægja fyrir útgjöldum. Sjávarútvegurinn má ekki vera rekinn eftir atvinnubóta- sjónarmiðum. Það fer ekki saman við minnkandi afla og sí- harðnandi samkeppni á er- Iendum mörkuðum með sölu sjá- varafurða" sagði Ólafur. Sumum fannst að þegar svona væri komið væri alveg eins gott að ríkið eða bæjarfélögin tækju útgerðina í sínar hendur, fyrst útgerðar- mennirnir gætu ekki rekið þetta hjálparlaust. „Það er auðvitað nauðsynlegt meðan hlutirnir eru svona að bæta rekstrargrundvöllinn, en aðeins að ákveðnu sanngjörnu marki. Ég held að það eigi hik- laust að leyfa illa reknum útgerðarfyrirtækjum að skolast fyrir borð“ sagði Svavar og voru þeir vinnufélagar nokkuð sam- mála um það. „Ég er algjörlega sammála Stéingrími í þeim efn- um. Það verður að vera eðlilegur rekstur í sjávarútveginum" sagði Ólafur. „En það er ekki sarha hvaða fyrirtæki það eru og ekki sama í hvað opinbert framlag ríkisins eða bæjarfélaganna fer“ sagði Halldór og bætti því við að þegar opinberir aðilar legðu fjár- magn í útgerðarfyrirtæki þá ætti það að vera í atvinnu tækið sjáiflt. Þeir vildu gera greinar - m,un á rekstrarkostnaði: olíunni, vöxtum og öðrum slíkum liðum annars vegar og hins vegar atvinnutækjunum sjálfum, skip- unum. Þeim fannst landsbyggð- asjónarmiðið orka tvímælis þegar afleiðingarnar bitnuðu svona á undirstöðunni sjálfri. Ailaf beðið þar til í óefni er komið Blaðamanni fannst kominn tími til að kynna sér viðhorf kven- fólksins. Á næsta borði sátu þær Helga R. Kristjánsdóttir. Dóra Mjöll Stefánsdóttir, Bryndís Ax- elsdóttir, Unnur S. Karlsdóttir, Málhildur Sigurbjörnsdóttir og Inga Sverrisdóttir. Málhildur er trúnaðarmaður á staðnum og hafði hún að mestu leyti orð fyrir hópnum, en þær hinar tóku undir flest allt sem hún hafði til mál- anna að leggja. „Það er nú svo með þessar aðgerðir allar, ég get ekki séð að þær þjóni nokkrum tilgangi. Hvernig fór fyrir síðustu kauphækkuninni? Var ekki búið að rífa hana af okkur strax aftur? Það sama er um sjómennina að segja. Hvað stöðvunina varðar er náttúrlega öruggt að það verður að setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar á einhvern hátt, en hvort þetta er rétta leiðin veit ég ekki. Ékki hef ég „patent-lausn“ á þessu. En það gefur auga leið að vegna þessa alls er atvinnu- leysi raunverulegur möguleiki. Það er t.d. öruggt að ef skipin koma nú inn með eintóman karfa Framhald á bls. 3 Frá vinstri: Svavar Svavarsson, Halldór Pétursson, Einar Magnús- son, Sturla Erlendsson og Ólafur Þorgeirsson. „18 eftirminnileg kvöld“ Viltu fræðast um og fást við efni svo sem: streitu, sálræna spennu, hjartasjúkdóma, mataræði og krabbamein, vísindi og trú, að meðhöndla mannslíkamann sem réttilegast. Vertu velkominn á „18 EFTIRMINNILEG KVÖLD“ með Dr. John Berglund, sem er sérfræðingur um þessi málefni. Fyrsta kvöldið kynnir hann allt námskeiðið í heild. Ef þér finnst, eftir þá kynningu, að þú munir hafa gagn af námskeiðinu, er hasgt að inn- ritasi Námsskeiðsgjaid er kr. 350,00 Dr. Bergiund hefur fengið Aðventkirkjuna, Ing- ólfsskaeti 19, Reykjavík til afnota fyrir nám - skeið aift. Það hefst sunnudagskvöfctíð 19. sept. kl. 20. Svar við athugasemd frá V.G. Alþýðublaðið birti s.l. þriðju- dag og miðvikudag ítarlega frá sögn af fróðlegri ráðstefnu Alþýðuflokksmanna um Alþýðuflokkinn og verkalýðs- hreyfinguna. I seinni grcininni var drepið á það sem blm. taldi aðalatriði í máli manna í hringborðsum- ræðum. S.l. fimmtudag birtist í Al- þýðublaðinu athugasemd frá Vil- mundi Gylfasyni, alþm. Vil- mundur er, eins og Alþýðu- blaðið, ánægður með ráðstefn- una, en síður mcð frásögn Alþýðublaðsins af henni. Hann telur „áherslur, orðfæri og efnis- atriði meira og minna röng og úr lagi færð“. Hann telur blaðið hafa brugðist þeirri skyldu sinni að birta „rétta frásögn“. Því miður nefnir VG engin dæmi til stuðnings þessum ásök- unum. Það er því úr vöndu að ráða fyrir Alþýðublaðið að bera af sér svo alvarlegar ásakanir um fréttafalsanir, þegar engin dæmi eru nefnd. Sem betur fer eru fleiri til frásagnar. Við hringborðsum- ræðurnar kom til orðaskipta milli VG og nokkurra þátttakenda. Alþýðublaðið leitaði þess vegna til þessara aðila, þeirra Guðríðar Elíasdóttur, formanns Verkakvennafélagsins Framtíðar í Hafnarfírði, Gunnars Más Kristóferssonar, fv. formanns Al- þýðusambands Vesturlands og Magnúsar Geirssonar, formanns Rafíðnaðarsambandsins, og spurði þau, hvort hallað væri réttumáli í frásögn Alþýðuhlaðs ins af þessum skoðanaskiptum. Svör þeirra fara hér á eftir. Við spurðum Guðríði: „Þú andmæltir þeim ummæium VG að tímabilið miHi stríða hafi verið „fasfskur tími“ í sögu Alþýðurtokksins. Er rétt frá þessu gremt í frásögn Alþýðu- blaðsé*8?“ — Guðríður svaraði orðrétt: „Þetta er rétt eftir haft. Ég get ekkert sáð athugavert við frásögn blaðshM. Enda er ems g»t* að VG nefmM éæmi máU sínu ttt sMk. mg«.“ Framhald á btfi. 3 Utboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboöum í eftirfarandi: RARIK-82038.132 kV Suöurlína, stálturnar. Opnunardagur: föstudagur 15. október 1982 kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykja- vík fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, frá og með fimmtudegi 16. sept- errtoer 1982 og kosta kr. 50, hvert eintak. n«yfcj«vík 18. september 1982 RAFMAQM6VEITUR HÍKtSmS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.