Alþýðublaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 1
alþýöu
öið
lOda hver króna 21:19
v'wm
J
Sjá ritstjórnargreinar bls. 2
Laugardagur 16. október 1982
154. tbl. 63. árg.
Olíkar túlkanir innan BSRB á gildi
kjarasamningsins:
Kjarasamningur BSRB
„gamalmennasamningur”?
Þegar samningur BSRB og ríkis-
ins var lagður fyrir félagsmenn
BSRB í haust hlaut hann almennan
stuðning félagsmannanna. Ekki
voru þó allir ánægðir og m.a. var
formaður BSRB, Kristján Thorlac-
ius það ekki.
Nýlega komu út Félagstíðindi
Starfsmannafélags ríkisstofnana og
er þar haft viðtal við Einar Ólafs-
son, formann SFR, aðallega um
þau vinnubrögð að gera sérkjara-
samninga samhliða aðalkjara-
samningi:
En af viðtalinu að dæma virðist
innan BSRB ríkja mismunandi
túlkanir á raunverulegri þýðingu
aðalkjarasamningsins. Þarer rifjað
upp að í útvarpsviðtali við hagfræð-
ing BSRB hafi komið fram sú full-
yrðing, að þeir sem fengu minnst út
úr þeim samningum hafi aðeins
fengið 1.23% kjarabót, en aðrir
hafi fengið allt að 20% hækkun.
Jafnframt að Björn hafi haldið því
fram að þetta væru eins konar gam-
almennasamningar, en að unga
fólkið hafi verið sniðgengið.
Einar var spurður um þetta og
segist hann hafa „hrokkið við“ og
„fengið það á tilfinninguna, að
þarna væri verið að skemmta
skrattanum". Segir hann algera
undantekningu ef menn hafi fengið
svona mikla hækkun og fráleitt að
einhverjir hafi fengið svona litla
hækkun. Um að hér væri á ferðinni
„gamalmennasamningur" sagði
Einar:
„Þeir, sem fá minnst út úr þess-
um samningum í upphafi, eru að
sjálfsögðu nýliðarnir í röðum opin-
berra starfsmanna og vafalaust eru
margir þeirra ungt fólk. En starfs-
aldurshækkanirnar eru auðvitað
ekki hugsaðar til skamms tíma.
Þær munu eiga sína viðveru áfram,
svo að þeir, sem nú eru nýliöar í
starfi munu að sjálfsögðu njóta
allra þessara hækkana. Að segja að
unga fólkið hafi verið afskipt, eða
skilið eftir, er því hreinlega rangt
og skil ég ekki hvaða tilgangi það
þjónar að halda slíku fram. Stað-
reyndin er sú, að hver einasti félagi
í SFR á þessar aldurshækkanir, og
að það er ekki nýtt, hvorki í opin-
beru starfi né annars staðar, að
launaumbun fylgi langri þjónustu.
Það er auðvitað ekki sama hvernig
hlutirnir eru túlkaðir - hvort þeir
Kjartan Jóhannson, form. Alþýðuflokksins:
Hriktir
verulega í
ríkisstjórnar-
samstarfinu
Yfirlýsingar stuðnings-
manna ríkisstjórnar-
innar ákaflega
ósamhljóma
Kjartan Jóhannsson
Sviptingar eru miklar á Alþingi
íslendinga þessa dagana og vanda-
samt að spá hvað á næstu dögum
mun eiga sér stað. Ovissan hefur
sjaldan verið meiri síðustu misserin
og stafar það ekki síst af því að
stjórnarliðar eru síður en svo sam-
mála um næstu skref. Gunnar
Thoroddsen virðist enn lifa í þeirri
von að bráðabirgðalögin fái
óbreytt óvæntan stuðning úr röð-
um sjórnarandstöðunnar, en al-
þýðubandalagsmenn og framsókn
armenn vilja fá úr því skorið strax,
þó hins vegar og þvert á móti sé nú
að því að virðist ætlunin að ganga
til samninga við stjórnarandstöð-
una, hvernig sem þetta allt kemur
heim og saman.
Alþýðublaðið ræddi við for-
mann Alþýðuflokksins, Kjartan Jó
hannsson í gær og spurði hann nán-
ar út í þá þróun sem átt hefur sér
stað undanfarna daga.
„Vissulega hefur óvissan aukist
síðustu dagana og stafar það fyrst
og fremst af togstreitunni sem
komin er upp innan ríkisstjórnar-
innar og birtist t.d. í yfirlýsingum
þingflokka stjórnarliðanna. Allt
bendir þetta greinilega á þá stað-
reynd að nú hriktir verulega í ríkis-
stj órnarsamstarfinu.
Gunnar Thoroddsen hefur verið
að gefa í skyn að enn megi vænta
stuðnings úr röðum þingmanna AI-
þýðuflokksins við bráðabirgðalög-
in og reyndar fleiri en hann. Þetta
er náttúrulega út í hött og ég geri
ráð fyrir því, að menn séu búnir að
fá nóg af þessum „draugasögum"
hjá Gunnari og Morgunblaðinu og
ég tel slíkar getsakir um einstaka
þingmenn Alþýðuflokksins hrein-
lega ósmekklegar.
Yfirlýsingar alþýðubandalags-
manna og reyndar framsóknar-
manna um að frumvarp til staðfest-
ingar eða synjunar á bráðabirgða-
lögunum verði lagt fram strax og
efna til kosninga ef þau verða felld
eru í hæsta máta óvenjulegar og er
það sjálfsagt einsdæmi að stuðn
ingsflokkar stjórnar skrifist á í
fjölmiðlum og setji þannig fram
kröfur á eigin ráðherra og þá rikis-
stjórn sem þeir styðja. Á þessu sést
að greinilega ríkir mikill órói og að
mikil togstreita er á ferðinni. f
sjálfu sér má skilja þessar yfirlýs-
ingar Alþýðubandalagsins þann-
ig, að þeir telji lífdaga stjórnarinn-
ar á enda og vilji að hún segi af sér.
Um leið segja stjórnaraðilar hins
vegar að þeir vilji semja, en ég hef
Framh. á bls. 2
Björn Arnórsson
eru túlkaðir út og suður, norður
eða niður - eða reynt er að líta á
málin frá félagslegu sjónarmiði“.
Af þessu tilefni var haft samband
við Björn Arnórsson, hagfræðing
BSRB og hann spurður nánar um
þennan mismunandi skilning á
samningnum.
„í þessu viðtali í Félagstíðindun-
um eru ummæli mín f útvarpinu
mjög tekin úr samhengi. Hvað
varðar að ég hafi sagt samninginn
vera einhvers konar „gamal-
mennasamning", þá er það alls
ekki rétt eftir mér haft. Ég var að
tala um samningana í heild og að
lífeyrisþegarnir hafi fengið einna
mest og að því leyti fengið meir en
hin yngri. Ég nota aldrei orðið
„gamalmenni“ og í starfi mínu með
og fýrir lífeyrisþegana hef ég
kynnst því að meðal þeirra er að
finna margar „ungar“ eldsálir.
Þá gætir einnig ruglings varðandi
prósentuhækkanirnar. Er ruglað
saman tölum sem reikna inn kjar-
askerðingu, sem engan veginn er
ljós, og hreinum prósentu hækkun-
um. 1. ágúst fá allir minnst 4% og
gildir það í 14 mánuði. Sfðan koma
auk þess 1. janúar 2.1% sem gilda i
9 mánuði. Þegar litið er á samn-
ingstímabilið í heild er kjarabót
þessarar 2.1% hækkunar minni,
eða um 1.35% vegna styttri gildis-
tíma. Því er kjarabótin í raun um
5.35% þó eftir 14 mánuði sé pró-
sentuhækkun í heild um 6.1%. í
viðtalinu í Félagstíðindunum er
ummælum mínum kippt úr sam-
hengi og því ruglað saman sem í
kjaraskerðingunni l.des. kann að
felast, en það er síður en svo ljóst
nú hversu mikil hún í rauninni
verður.
Almennt hefur ekki verið gerð
nákvæm úttekt á kjarasamningi
BSRB, en þegar ég ræddi um þá
sem einna mest og minnst fengu
átti ég þá við tiltölulega fámenna
hópa öfganna, meðan þorrinn fékk
kjarabót á bilinu í kringum 11-12“
sagði Björn Arnórsson, hagfræð-
ingur BSRB.
Nýr skóli stofnaður í borginni:
Alþýðuskólinn
Nýr skóli hefur verið stofnaður í
Reykjavík. Að skólanum standa
Fræðsluráð Alþýðuflokksins
Reykjavík, en það er skipað full
trúum alþýðuflokksfélaganna
borginni og Fulltrúaráðs Alþýðu
flokksins í Reykjavík. Við náðum
gær taii af formanni fulltrúará
ðsins, Sigurði E. Guðmundssyni og
spurðum hann um aðdragandann
að stofnun þessa nýja skóla.
„Aðdragandann að stofnun
skólans má rekja allt aftur til stofn-
unar fræðsluráðs Alþýðuflokksins
fyrir 1-2 árum síðan, en ráðið hefur
unnið mjög gott starf. Ráðið hóf
fljótlega námsskeiðahald og í
sumar hefur umfangsmikið vetrar-
starf verið í undirbúningi. Ég lagði
fram tillögu um stofnun Alþýðu-
skólans í haust og hún hefur borið
tilætlaðan áangur. Ég lít svo á að
stofnun þessa skóla marki tímamót
í flokksstarfinu hérna í Reykjavík.
Þetta ásamt stofnun fræðsluráðsins
og útgáfu Borgarblaðsins
mikilvægustu þættirnir í þeirri við-
leitni að auka flokksstarfið í borg-
inni“, sagði Sigurður E. Guð-
mundsson.
Markmið Alþýðuskólans er að
veita fólki í Reykjavík og nágrenni
möguleika til náms á sviði félags-
og fundarstarfa, um verkalýðs- og
kjaramál, stjórnmálastefnur með
sérstaka áherslu á jafnaðarstefn-
una. Kappkostað verður að hafa
kennsluna sem aðgengilegasta fyrir
almenning. Leiðbeinendur verða
úr hópi hinna hæfustu manna.
Formaður fræðsluráðsins er Lár-
us Guðjónsson og sagði hann í við-
tali við Alþýðublaðið að mjög
ánægjulegt væri að þessi skóli væri
nú að verða að veruleika. Blaðið
mun eftir helgina ræða við Lárus
Guðjónsson um framtíðarverkefni
skólans.
eru
Sjá nánar auglýsingu um
starfsemi skólans í vetur
bls. 3
Er Kröfluævintýrinu
að Ijúka?
„Engan veginn
ánægður með
árangurinn”
— segir Hjörleifur
Guttormsson
iðnaðarráðherra
I athugasemdum við fjárlaga-
frumvarpið er meðal annars að
flnna eftirfarandi athugasemd við
Kröfluvirkjun. „Ráðgert er að
afla Kröfluvirkjun lánsheimildar
til að standa undir fjármagns-
kostnaði til virkjunarinnar. Gert
er ráð fyrir 219.382 þús. króna
lántöku á árinu 1983 til greiðslu
afborgana og vaxta af eldri lán-
um“. Til að gefa fólki einhverja
hugmynd um þessa upphæð þá er
hún jafnhá og allar tekjur Sem-
entsverksmiðju ríkisins, nærri
þrisvar sinnum tekjur Laxár-
virkjunar og J eldur meira en allt
framlag ríkisii.s til Háskóla fs-
lands. Alþýðublaðið sneri sér í
gær til Hjörleifs Guttormssonar,
iðnaðarráðherra og spurði hann
hvort áfram ætti að veita fé til
framkvæmda við Kröflu.
„Það er nú ekki ráðið ennþá og
verður ekki endanlega afgreitt
fyrr en með fullmótun lánsfjárá-
ætlunar. Ég geri ráð fyrir því sem
meginstefnu að halda virkjuninni
í rekstri", sagði ráðherra. „Þessi
virkjun hefur haft ákveðnu hlut-
verki að gegna vegna stað-
setningar sinnar og það hefur ver-
ið álitið þýðingarmikið að halda
Framh. á bls. 3
Frumvarp um breytingar á lögum um ríkisbanka
Sundurliða skal launa-
greiðslur, bifreiðakostnað,
ferða-, risnukostnað
og eignabreytingu
Alþingi samþykkti í aprfl á
þessu ári breytingu á lögum um
ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings
og fjárlaga. 1 breytingunum var
fólgin aukin upplýsingaskylda
rfldsstofnana og fyrirtækja, en
tilgangurinn með lagabreyting-
unum var einmitt að ná fram
virkara aðhaldi og eftirliti með
fjármunum ríkisins og fram-
kvæmd fjárlaga. Lög þessi náðu
ekki til ríkisbankanna, en nú hef-
ur Jóhanna Sigurðardóttir, al-
þingismaður, lagt til að svipuð
breyting verði gerð á lögum um
ríkisbankana.
Ef þessar breytingar á lögum
ná fram að ganga verða bankarn-
ir hér eftir að sundurliða mun ít-
arlegar en áður launagreiðslur,
bifreiðakostnað, ferða og risnu-
kostnað auk þess sem þeir verða
Jóhanna Sigurðardóttir: Ef þetta
frumvarp verður samþykkt, er rétt
að huga að reglum einkabankanna
einnig í þessu efni...
að gera grein fyrir eignum og
eignabreytingum á árinu. Al-
þýðublaðið hafði í gær samband
Framh. á bls. 3
'»•*<***-■
J