Alþýðublaðið - 16.10.1982, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. október 1982
3
Til sölu
Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki
vegna Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar:
1. Land-Rover diesel, árg. 1979.
2. Land-Rover diesel, árg. 1977.
3. Mercedes Benz, 17 manna, árg. 1974.
4. Volvo vörubifreið, N84 m/ 6 manna
húsi, árg. 1970
5. Ford D-910 vörubílsgrind, árg. 1973.
6. Loftþjappa, HYDRO 125 cub.
7. Flutningakerra, pallstærð 5 m2.
Bifreiðar þessar og tæki verða til sýnis í porti
Vélamiðstöðvarinnar að Skúlatúni 1 mánu-
daginn 18. og þriðjudaginn 19. þ.m.
Tilboð verðappnuð á skrifstofu vorri að Frí-
kirkjuvegi 3, miðvikudaginn 20. þ.m. kl. 14,00
e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
C
^ Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
LANDSPÍTALINN
RIKISSPITALARNIR
lausar stöður
STARFSMAÐUR óskast í fullt starf á barnaheimili
Landspítalans við Engihlíð.
Upplýsingar veitir forstöðumnaður barnaheimilisins í
síma 29000 (591).
KLEPPSSPÍTALINN
LÆKNARITARI óskast á Kleppsspítalann og geð-
deild Landspítalans. Stúdentspróf eða sambærileg
menntun áskilin ásamt góðri vélritunar- og ís'ensku-
kunnáttu. Umsókn er greini menntun og fyrri störf
sendist Skrifstofu ríkisspítalannafyrir 1. nóvember nk.
Upplýsingar veitir læknafulltrúi Kleppsspítalans í síma
38160 eða skrifstofustjóri Landspítalans í síma 29000.
VÍFILSTAÐASPÍTALINN
FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast í hálft starf. Umsóknir er
greini menntun og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rík-
isspítalanna fyrir 15. nóvember nk. Upplýsingar veitir
yfirlæknir Vífilstað^pítala síma 42800.
STARFSMENN óskast til ræstinga í hlutastarf (50%).
Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmdastjóri Vífils-
staðaspítala í síma 42800.
RÍKISSPÍTALARNIR
Reykjavík, 17. október 1982.
VINNUEFTIRLIT RfKISINS
Síðumúla 13, 105 Reykjavík, sími 82970.
Laus staða
laus er til umsóknar staða
UMDÆMISEFTIRLITSMANNS
Á AUSTURLANDI
Linsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist Vinnueftirliti ríkisins
Síðumúla 13 fyrir 15. nóvember nk. á þar til
gerðum eyðublöðum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir deildar-
stjóri eftiriitsdeildar í síma (91)-29099.
10,1% atvinnuleysi
í Bandaríkjunum
Þó atvinnuleysið í Bandaríkj-
unum sé komið upp í 10.1% (var
um 7.3% í ársbyrjun 1981) segir
slíkt ekki nema hálfa söguna.
Hinn helmingur sögunnar er ekki
síður merkilegur: hverjir það eru
sem atvinnulausir ganga.
Meðan atvinnuleysið er innan
við 5% hjá „hvítflibbum“ er það
15.6% hjá verkalýðnum. Og á
meðan hvítir unglingar eru í rúm-
lega 20% tilfella atvinnulausir,
eru rúmlega 48% blökkuung-
linga atvinnulausir
Frumvarp 1
við Jóhönnu Sigurðardóttur. Var
hún spurð hvort hún teldi, að
þessar lagabreytingar mundu
renna jafn hratt í gegn um þingið
eins og raun varð á í vor.
„ Já, ég tel eðlilegt samræmi, að
þingmenn styðji þessar breyting-
ar, enda eru þær í fullu samræmi
við það, sem þeir hafa áður sam-
þykkt varðandi fjármuni ríkis- og
ríkisstofnana. Það er fullkomlega
eðlilegt, að sömu kröfur séu
gerðar til bankanna í þessu efni.“
En nú ná þessar lagabreytingar
einungis til hinna svokölluðu
ríkisbanka? Hvað um hina stóru
bankana, Alþýðubanka, Iðn-
aðarbanka og Versiunarbanka?
„Já, það er rétt þessar laga-
breytingar ná einungis til ríkis-
bankanna, Landsbanka, Seðla-
banka, Útvegsbanka og
Búnaðarbanka. Mér finnst rétt
að láta fyrst reyna á samþykkt
þessa frumvarps. En verði það
samþykkt þá sé ég ekkert því til
fyrirstöðu, að hugað verði að
svipuðum breytingum hjá þeim
einnig.“
Þær lagabreytingar, sem fram
koma í frumvarpinu eru að því
leyti ólíkar lögunum um ríkisbók-
hald frá því í vor, að nú skulu
bankarnir leggja fram sundur-
liðun yfir „efnislega fjármuni",
en þar er átt við húseignir, vélar,
áhöld, bifreiðir svo eitthvað sé
nefnt. Einnig á að sundurgreina
eignabreytingar og afskriftir.
Krafla 1
henni í rekstri án allt of mikilla
fjárútláta. Nú hafa staðið yfir
rannsóknir og boranir í sumar,
jarðhitaleit og gufuöflun og það
mun skýrast bráðlega hvað út úr
þeim hefur komið. Þannig að all-
ar forsendur ættu bráðlega að
liggja fyrir til þess að ákvörðun
megi taka um frekari fram-
kvæmdir, ef menn telja þær
heppilegar.“
Ráðherra var spurður hvort
einhverjar tekjur væru af virkj-
uninni, en ekki er getið slíkra
tekna í nýju fjárlagafrumvarpi:
„Nei, ég geri ekki ráð fyrir telj-
andi tekjum á þessu ári, umfram
það að standa undir daglegum
rekstri þessa fyrirtækis. Rafork-
usalan gerir ekki meira en skila
þeim tekjum. Engum tekjum er
hins vegar skilað í fjármagns-
kostnað."
Þýðir þetta að menn séu loks að
gefast upp á Kröflu?
„Um framhaldið vil ég segja
það, að þetta verður allt sett
undir gagnrýnið mat áður en
frekari ákvarðanir verða teknar.
Okkur er það ve! ljóst að hér er
um gífurlega háar tölur að ræða,
en stefnan hefur verið sú eins og
ég hef sagt að reyna að halda
virkjuninni í myndinni án allt of
mikils tilkostnaðar."
Þannig að þú ert ekki ánægður
með árangurinn?
„Nei, engan veginn; virkjunin
hefur verið til alvarlegrar skoð-
unar lengi og við erum ekki ánæg-
ðir með það, sem komið hefur út
úr þessu dæmi. Við verðum einn-
ig að meta það í þessu sambandi,
að þörfin inn á kerfið er ekki al-
veg jafn brýn og hún var áður,
þannig það er margt sem þarf að
skoða áður en frekari ákvarðanir
verða teknar", sagði iðnaðarráð-
herra að lokum.
í REVKJAVÍK
HVERFISGÖTU106 A 3H/EÐ SÍMI29244
Námskeið Alþýðuskólans í
Reykjavík
veturinn 1982 - 1983
Félagsmálanámskeið I
Almennt námskeið í félags- og fundastörfum ásamt
leiðbeiningum í framsögn dagana 23. og 24. október
n.k.
Félagsmálanámskeið II
Almennt námskeið í félags- og fundastörfum í fram-
haldi af félagsmálanámskeiði I. Námskeiðið fer fram
dagana 20. og 21. nóvember nk.
Leiklistarnámskeið
Almennt námskeið þar sem kennd verða grundvallar-
atriði leikrænnar tjáningar og stefnt að myndun leik-
hóps í lok þess, er síðan setji leikrit á laggirnar í sam-
vinnu við leiðbeinanda. Námskeiðið fer fram í janúar-
mánuði nk. Tímasetning verður ákveðin í samráði við
þátttakendur. Leiðbeinandi verður þjókunnur leikari
og leikstjóri.
Stjórnmálanámskeið I
Almennt námskeið um Jafnaðarstefnuna, Alþýðu-
flokkinn og starf hans fyrr og nú. Þjóðkunnir stjórn-
málamenn munu flytja erindi og lögð verður áherzla á
að kryfja viðfangsefnin til mergjar. Námskeiðið fer
fram 15. og 16. janúar nk.
Stjórnmálanámskeið II
Almennt námskeið um Alþýðuflokkinn og verkalýðs-
hreyfinguna og tengsl þeirra fyrr og nú. Erindi flytja
m.a. þekktir forystumenn verkalýðssamtakanna og
kappkostað verður að skoða málin niður í kjölinn.
Námskeiðið fer fram dagana 12. og 13. febrúar nk.
Samtakanámskeið i
Almennt námskeið um störf og stefnu launþegasam-
takanna, skipulag þeirra og starfsemi. Námskeiðið fer
fram 5. og 6. marz nk.
Félagsmálanámskeið I
almennt námskeið í félags- og fundastörfum ásamt
leiðbeiningum í framsögn dagana 9. og 10. apríl nk.
Félagsmálanámskeið li
Almennt námskeið í félags- og fundastörfum í fram-
haldi af félagsmálanámskeiði II. Fer fram dagana 7.
og 8. maí nk.
Auglýsing
frá ríkisskatt-
stjóra
Verðbreytingarstuöull
fyrir árið 1982
Samkvæmt ákvæðum 26. gr. laga nr. 75 14.
september 1981 um tekjuskatt og eignar-
skatt hefur ríkisskattstjóri reiknað verðbreyt-
ingarstuðul fyrir árið 1982 og nemur hann
1,5378 miðað við 1,000 á árinu 1981.
Reykjavík 14. október 1982
Ríkisskattstjóri.