Alþýðublaðið - 16.10.1982, Side 2
2
Laugardagur 16. október 1982
21:19
A/liðstjórn ASÍ samþykkti, að
kröfu Karvels Pálmasonar o.fl, að
óska eftir sérstakri úttekt
Verðlagsstofnunar á þeim ofboðs-
legu verðhækkunum, sem dunið
hafa yfir s.i. tvo mánuði. Niður-
staðan er sú, að verðhækkanir 2ja
síðustu mánaða, nema nærri því
20%. Hvað þýðir þetta á einu ári?
Það þýðir yfir 100% verðbólgu.
Þetta þýðir að framleiðslukostn-
aður innanlands er nú meira en 10
sinnum hærri en í helztu við-
skiptalöndum, þar sem verðbólga
er á bilinu 7-10%.
Hvað veldur þessari verðbólgu?
Langsamlega stærsta ástæðan er
þessi: Erlendum lánum, gengis-
tryggðum, er dælt inn í efnahags-
lífið til þess að standa undir ger-
samlega arðiausri ofijárfestingu í
fiskveiðum og landbúnaði. Með
þessu móti er framleiðslu- og
fjármagnskostnaður þessara
greina þaninn upp úr öllu valdi, án
þess að fjárfestingin skili nokkrum
arði, nokkrum nýjum tekjum. Með
þessu móti eru helztu útflutnings-
greinar þjóðarinnar gerðar ger-
samlega ósamkeppnishæfar.
Því næst bætir ríkisstjórnin gráu
ofan á svart með því að halda uppi
fölsku gengi, sem þýðir að tekjur
útflutningsgreinanna í íslenskum
krónum hrökkva hvergi nærri fyrir
hækkuðum framleiðslukostnaði
innanlands. Þannig eru grund-
vallaratvinnuvegirnir píndir til
hallareksturs og skuldasöfnunar.
Því næst eru tekin erlend lán til að
greiða niður olíukostnað útgerðar-
innar til áramóta. Tíundu hverri
krónu af skattpeningi almennings
er varið til niðurgreiðslna,
útflutningsbóta og beinna styrkja
til að stuðla að áframhaldandi of-
framleiðslu hefðbundinna land-
búnaðarafurða.
Þessi ranga gengisskráning leiðir
síðan til innflutningsæðis, óhófs-
eyðslu og botlauss viðskiptahalla.
Með kolvitlausu verðmyndunar-
kerfi og sjálfvirku víxlhækk-
anakerfi launa og verðlags í núver-
andi vísitölu, er verðbólgan loks
mögnuð upp í 100%.
á ranka ráðherrasósíalistarnir í
stjórnarráðinu Ioks við sér og til-
kynna þjóðinni, að nú muni þeir
grípa til sinna ráða. Hver eru þau?
Að hækka skatta (sem magnar enn
verðbólguna) og færa nokkur
hundruð milljóna króna úr
iaunaumslögum launþega og
skattgreiðenda í sjóði atvinnurek-
enda. Um þetta snúast bráða-
birgðalögin.
Það skal fullyrt, samkvæmt ó-
yggjandi reynslu, að þessi bráða-
birgðalög draga úr verðbólgu-
hraðanum, sem samsvarar 10 verð-
bólgustigum í Vh vísitölutímabil.
Það er allt og sumt. Þau snerta
nefnilega hvergi á orsökum
vandans.
Svo þusa formenn þingflokka
stjórnarliða út heilan sjónvarps-
þátt um það, að allt muni fara í
öngþveiti, ef kaupráni kommanna í
bráðabirgðalögunum verður hafn-
að. Heyr á endemi. Öngþveitis-
liðið, sem nú er að eigin sögn að
þrotum komið, við að koma ís.
lenzku efnahagslífi á vornarvöl.er
farið að óttast sitt eigið öngþveiti.
Þvílík hundalógík. Þeir segja að
allt munu fara í öngþveiti, ef
kaupránið nær ekki fram að ganga
1. des. Sjálfir voru þeir í heilan
meðgöngutíma að ná samkomulagi
um þessar aumu öngþveitisráð-
stafanir. Sjálfir bera þeir auðvitað
alla ábyrgð á öngþveitinu sem
hlóðst upp á meðgöngutímanum.
Og hvaða heilvita manni dettur í
hug, að sá meirihluti Alþingis, sem
e.t.v. mun fella bráðabirgðalögin,
muni ekki samþykkja aðrar og
haldbetri ráðstafanir í staðinn)?
Auðvitað verður ekkert öngþveiti,
þótt þessi einskis verðu bráða-
birgðalög verði felld.
Hvernig stendur á því að, hver
étur eftir öðrum, að staða stjórnar
og stjórnarandstöðu í neðri deild sé
nú 20:20? Er ekkert mark tekið á
orðum formanns Dagsbrúnar, for-
manns Verkamannasambandsins,
og þingmanns Alþýðubandalagsins
í neðri deild, Guðmundar J. Guð-
mundssonar? Hann hefur lýst því
skilmerkilega yfir í viðtali við.
Helgarpóstinn 10i9. sl. að nái hækk-
un verzlunarálagningar, lenging
orlofs og láglaunabætur ekki fram
á Alþingi, „þá skuli skerðingin
falla líka“. Þetta þýðir, að leggi
ríkisstjórnin ekki fram frumvörp
um láglaunabætur og lengingu or-
lofs, áður en bráðabirgðalögin
koma til afgreiðslu á Alþingi, þá
muni formaður Verkamanna-
sambandsins stuðla að því með at-
kvæði sínu, að kaupránsákvæði
bráðabirgðalaganna verði felld.
Standi formaður Dagsbrúnar
ekki við þessi orð sín í verki, er
hann ærulaus ósannindamaður
frammi fyrir hverjum einasta
Dagsbrúnarmanni það sem hann á
eftir ólifað. Þetta veit Guðmundur
J. Guðmundsson fullvel. Spurning-
in er: þykjast ráðherrasósíal-
istarnir í gáfumannafélagi Alþýðu-
bandalagsins hafa öll ráð Dags-
brúnarformannsins í hendi sér?
þykjast þeir ekki þurfa að treysta
orðum hans? Það skiptir kannske
minnstu máli. En eitt skiptir máli:
Það er það, að Dagsbrúnarmenn
geti tekið mark á orðum formanns
síns. Á það verður svo sannarlega
látið reyna.
Staðreyndin er sú, að ríkisstjórn-
in hefur ekki lagt fram eitt einasta
fylgifrumvarp bráðabirgða-
laganna, um þann 21 punkt af
óskalistanum, sem með fylgdi í
kaupbæti. Það er á allra vitorði, að
milli Framsóknar og komma er al-
gert stríð um þessi mál. Framsókn
neitar einfaldlega að styðja frum-
vörp um láglaunabætur og leng-
ingu orloifs, nema kommarnir fall-
ist á nýjan vísitölugrundvöll. Þess
vegna er ekkert að finna í bráða-
birgðalögunum sjálfum nema
kaupránið bert og nakið.
Þess vegna er spurningin ekki
bara hvar og hvenær manna
stjórnarliðar sig loksins upp í að
leggja bráðabirgðalögin fram?
Spurningin er: Hvenær leggja þeir
fylgifrumvörpin um nýjan vísitölu-
grundvöll láglaunabætur og leng-
ingu orlofs á borðið? Geri stjórn-
arliðar það ekki geta þeir skv.
framansögðu ekki vænzt stuðnings
Guðmundar J. Guðmundssonar.
Þangað til er staðan í neðri deild
ekki 20:20. Hún er 21:19 stjórnar-
liðum í óhag.
-JBH.
— RITSTJORN ARGREIN---
10NDA hver króna
egar stjórnarliðar réttlæta
bráðabirgðalögin um kauprán og
skattahækkanir, tíunda þeir afla-
brest, hrun útflutningstekna, sam-
drátt þjóðarframleiðslu, vaxandi
viðskiptahalla, erlenda skulda-
söfnun og vaxandi verðbólgu sem
knýjandi ástæður fyrir harkalegum
aðgerðum; róttækri stefnu-
breytingu.
Maður skyldi því ætla að stefnu-
breytingar sæi stað í fjárlagafrum-
varpi ríkisstjórnarinnar.
Fjárlagafrumvarpið er mörgum
sinnum miklvægara en
bráðabirgðabáknið í bráðabirgða-
lögunum. Ríkið ráðstafar rúmlega
þriðjungi þjóðarframleiðslunnar
Fjárlögin eiga að vera eitt helzta
hagstjórnartæki hverrar ríkis-
stjórnar. Því tæki á að beita til að
ná settum markmiðum, t.d. til að
draga úr viðskiptahalla og skulda-
söfnun erlendis, eða til að beina
takmörkuðu fjárfestingarfé í arð-
bærar framkvæmdir.
Þessa sér hvergi stað í fjár-
lagafrumvarpi Ragnars Arnalds.
Það er hefðbundið íhaldsfrum-
varp. Fastir liðir eins og venjulega.
Það er ljóst að fjármálaráðherrann
a.m.k. trúir ekki áróðri stórnarliða
um nauðsyn stefnubreytingar, sem
á þó að heita réttlæting þeirra fyrir
bráðabirgðalögunum.
T alsmaður Alþýðuflokksins í
ríkisfjármálum, Sighvatur Björg-
vinsson, hefur vakið athygli á því
að nær allar tekjur ríkissjóðs á
næsta ári fara í rekstrarútgjöld og
launakostnað. Á fjárlögum er
aðeins gert ráð fyrir 1.600 millj. kr.
til opinberra framkvæmda og fjár-
festingarlánasjóða. Þessi upphæð
er aðeins um 15% af ríkisút-
gjöldum. Þessi upphæð samsvarar
nokkurn veginn nýrri skattheimtu
á s.l. 4 árum, en hún samsvarar um
35 þús. kr. á hverja fimm manna
fjölskyldu í landinu. Þetta er
aðeins brot af fjárfestingarútgjöld-
um opinberra aðila. Þau koma hins
vegar ekki fram á fjárlögum, held-
ur á lánsfjárlögum, sem enn hafa
ekki séð dagsins ljós.
Þetta þýðir m.ö.o. að svo til allar
opinberar framkvæmdir verða
eftir sem áður fjármagnaðar með
lánsfé. Þeirri stefnu á að halda
áfram þrátt fyrir allt talið um
minnkandi útflutnings- og
gjaldeyristekjur. Þrátt fyrir þá sta-
ðreynd, að 4ði hver fiskur er nú
uggamerktur erlendum lánar-
drottnum.
Annað hrikalegt dæmi sem Sig-
hvatur bendir á er þetta: Niður-
greiðslur á landbúnaðarafurðir
innanlands og utan nema í þessu
fj árlagafrumvarpi 1.1 millj arði
króna. Þessi upphæð er að nálgast
samanlögð framlög ríkisins til allra
opinberra framkvæmda. Hún sam-
svarar um fjórðungi af öllum
launaútgjöldum íslenzka ríkisins.
Fjármálaráðherra sem býður ís-
lenzkum skattgreiðendum upp á
aðra eins ósvinnu á sama tíma og
hann fer ránshendi um launaum-
slög fólks og leggur á ný, verðbólg-
uaukandi vörugjöld með bráða-
birgðalögum, - slíkur fjármálaráð-
herra á þegar í stað að segja af sér.
Launþegar, sem verða fyrir barð-
inu á svo ósvífnu arðráni
ráðherrasósíalistanna, ættu að taka
sig til og bera þessa herra út úr
stjórnarráðinu „á spjótsoddum
stéttabaráttunnar", eins og það hét
á máli téðra ráðherrasósíalista hér
áður fyrr.
tlar Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Dagsbrúnar
og Verkamannasambands, að líða
hrokagikkjum valdsins í sínum
eigin flokki það, að taka tíundu
hverja krónu af skattpeningi launa-
manna og leggja í sjóði
landbúnaðarkerfisins til útflutn-
ingsbóta, niðurgreiðslna og beinna
styrkja? Ætlar Guðmundur J.
Guðmundsson að verja það fyrir
samvizku sinni og Dagsbrúnar-
manna, á sama tíma og hann e.t.v.
réttir upp höndina með bráða-
birgðalögum, sem mæla fyrir um
að teknar skuli kr. 3.660,00 úr
launaumslagi hvers einasta Dags-
brúnarmanns á næsta vísitölu-
tímabili?
Guðmundur J. Guðmundssyni
er’hér með heitið góðu rými í þessu
blaði, til þess að svara Dagsbrúnar-
mönnum þessari spurningu.
riðja dæmi sem Sighvatur nefnir
heitir Krafla. Fjármagnsútgjöld
vegna Kröflu þrefaldast nú á milli
ára. Þau voru 71 milljón í fyrra.
Þau verða nú 219 milljónir.
Allt er þetta fjármagn tekið að
láni eriendis. Þetta er kostnaður-
inn sem þjóðin þarf að taka á sig
vegna mistaka helztu forystu-
manna þeirrar rikisstjórnar sem nú
situr. Öll Kröflunefndin, sem
ábyrgð ber á þessari dæmalausu
framkvæmd, situr nú í ráðherra-
stólum.
Varaformaður Kröflunefndar,
Ingvar Gíslason, er nú æðsti yfir-
maður allra vísindarannsókna í
landinu.
Kröflunefndarmaðurinn Ragnar
Arnalds er nú æðsti yfirmaður fjár-
mála íslenzka ríkisins.
Kröfluráðherrann Gunnar
Thoroddsen er nú æðsti ráðherra í
þessari ríkisstjórn.
Reikningurinn fyrir mistök þess-
ara manna, sem þjóðin þarf að
greiða f ár er 220 milljónir króna -
gerið þið svo vel. -JBH.
Auglýsing um
réttindaveitingu
í rafeindavirkjun
og stálsmíði
Meö reglugerð um iönfræöslu nr. 558 /1981
voru löggiltar tvær nýjar iöngreinar:
Rafeindavirkjun meö þrjú sérsviö; fjar-
skiptasvið, tölvusviö og útvarpssviö,
sem kemur í staö útvarpsvirkjunar og
skriftvélavirkjunar ásamt því aö sím-
virkjun fellur undir hina nýju iðngrein.
Stálsmíöi meö tvö sérsviö; stálskipa-
smíöi og stálvirkjasmíði, sem kemur í
stað ketil- og plötusmíði.
Þeir sem telja sig eiga rétt til starfa í þessum
nýju iðngreinum, með því aö hafa sveins-
eða meistarabréf í hinum eldri iðngreinum
eöa starfað á því sviöi er rafeindavirkjun og
stálsmíði taka til, er bent á aö snúa sér til
Sigurðar Kristinssonar hjá Landssambandi
iðnaðarmanna, Hallveigarstíg 1, Reykjavík.
IÐNFRÆÐSLURÁÐ
Spútnikk...
sem er um þessa hluti. Ég læt nægja
í lokin að minna á viturleg orð
starfsfélaga míns sem hann lét falla
um hinar daglegu fréttir: „Við
prentum það sem okkur er sagt, og
það sem unnt er að komast að...
þess vegna prentum við lygina".
Hann hefur að nokkru leyti á réttu
að standa. Það er enn reynt að
ljúga að okkur, en nú erum við bet-
ur í stakk búnir til að komast að
hinu sanna.
(Þýtt og stytt/Þ)
Laus staða
Staöa forstjóra Fiskveiðasjóðs íslands er
laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar
1983. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember
n.k.
Umsóknir sendist formanni sjóösstjórn-
ar, Davíð Ólafssyni, seðlabankastjóra.
Kjartan 1
ekki fengið neitt slíkt tilboð enn
þá. Mér er ekki Ijóst um hvað þær
■ ættu að snúast, þar sem yfirlýsingar
alþýðubandalagsmanna og ann-
arra stuðningsmanna stjórnarinnar
eru síður en svo samhljóða. Það
' verður að koma skýrar í ljós hvað
ríkisstjórnin er eiginlega að fara
áður en nokkuð ákveðið er hægt að
segja um slíkar samningaviðræð
ur“ sagði Kjartan Jóhannsson,
formaður Alþýðuflokksins í gær.
Lausar stöður
Hlutastaða dósents (37%) í þvagfæraskurðlækningum og hluta-
staða lektors (37%) í geðsjúkdómafræði í læknadeild Háskóla ís-
lands eru lausar til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 13.
nóvember n.k..